Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989. HÚSNÆÐI í BOÐI Húsnæöi fyrir vörugeymslu til leigu strax. Nýtt hús, 330 ferm, lofthæð 7 metrar. Malbikað plan fyrir framan. Hillur o.fl. getur fylgt. Nánari upp- lýsingar veitir Amgeir Lúðvíksson í síma 688222. ARNARFLUG HF. VERSLUNARSKÓLI ÍSLANDS íþróttasalur til leigu Höfum enn lausa tíma á kvöldin og um helgar í nýj- um íþróttasal skólans. Nánari uppl. fást næstu daga á skrifstofu skólans og hjá húsverði. Sími 688400. FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALLIANCE FRANCAISE 13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 23. janúar. Kennt verður á öllum stigum ásamt samtalshópi og í einkatímum. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise, Vesturgötu 2 (gengið inn bakdyramegin), alla virka daga frá kl. 15 til 19. Allar nánari upplýsing- ar fást í síma 23870 á sama tíma. Greiðslukortaþjónusta HARGREÍSLUSTOFAN KLAFPfiSSTÍG KMS sjampó og næríng. Tímapantanír Opíð laugardaga Id. 10-14 i sima 13010 REYKJMJÍKURBORG JlauMVi Stödun KJARVALSSTAÐIR Laus er til umsóknar staða umsjónarmanns við Lista- söfn Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 26131. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Kjarvalsstöðum v/Flókagötu, 105 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 24. janúar. smmorumM Margrét Runólfsdóttir útskrifuö des '88 „Ég er sjálfstæður atvinnu- rekandi með litla skólagöngu að baki. Námið hefur nýst mér alveg frá upphafi og gerir mér kleyft að skipuleggja skrif- stofuhald og töivuvæðingu. Ég mæli með því að atvinnu- rekendur með svipaðan bak- grunn sæki petta námskeið". Nám í skrifstofutækni opnar þér nýja möguleika í starfi. Kenndar eru allar helstu viðskipta- og tölvugreinar, sem gera þig að úrvals starfskrafti. Innritun og upplýsingar í símum 68 75 90 & 68 67 09. JÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28 Iþróttir Lið Luzern kom mest á óvart - í fyrri hluta 1. deildarinnar 1 Sviss í nýjasta hefti hins útbreidda breska tímarits World Soccer er nokkuð fjallaö um liö Siguröar Grétarssonar, Luzern, og sagt aö árangur þess í forkeppninni um svissneska meistaratitilinn um áramótin hafi komið mjög á óvart. Luzern varð efst í fyrri hluta deildarinnar og þar meö vetr- armeistari og fer þar af leiðandi með flest stig í úrslitakeppni 8 liða sem hefst í mars. í greininni er sagt að fæstir sér- fræðingar hafl átt von á miklu af liöinu og aö vamarleikaðferðin, sem þaö beiti á útivöllum, hafi sætt nokkurri gagnrýni. Þjálfari liðsins, hinn 48 ára gamli Friedel Rausch, hafi ekki látið mikla umfjöllun fjöl- miðla hafa áhrif á sig og haldi sínu striki. Iið hans er sagt leika einfalda og árangursríka knattspyrnu og leik- mennirnir spili hver fyrir annan en reyni ekki einhverjar ævintýra- leiðir upp á eigin spýtur. Vörn liðs- ins sé sú best skipulagða í landinu og að kerfið, sem Rausch beiti, henti leikmönnunum, sem hann hefur yflr að ráða, greinilega mjög vel. • Sigurður Grétarsson - at- kvaeðamestur i sóknarleik Luzern. Mohr, Werhli og Sigurður í aðalhlutverkum Þá eru tíndir til þrfr leikmenn í aöalhlutverkum. Vestur-Þjóðverj- inn Jiirgen Mohr, sem stjómi spil- inu af snilld, fyrrum miðvöröur svissneska landsliðsins, Roger We- hrli, sem sé óhemju reyndur vam- armaður og fyrirliöi, og sföan sé íslenski landsliðsmaöurinn „Sigi“ Grétarsson atkvæðamestur í sókn- arleiknum. Sagt er aö þaö henti lið- inu best að verjast vel og beita síð- an hröðum og stórhættulegum skyndisóknum en Sigurður hefur einmitt veriö helsti markaskorari liðsins undanfarin ár. Fram kemur að Rausch hafi ný- lega framlengt samning sinn við félagið til ársins 1992. Hann og Sig- urður komu saman frá Iraklis í Grikklandi árið 1985 og Sigurður er með samning við félagið út næsta keppnistímabil eða til vors 1990. -VS Næstu mótherjar: T'©ScScðiF og Norð- menn íslenska landsliðiö i handknatt- leik mun hafa í mörg hom að líta næstu vikumar vegna undirbún- ings fyrir B-keppnina í Frakk- landi. Nú er Eyrarsundsmótið að baki, þrír leitór, og síðan tveir leitór við Austur-Þjóöverja nú um helgina. Þar á undan hafði liðiö spilað í tvígang við hvora þjóð, Dani og Svía. Framundan em tveir leitór við Tékka í Laugardalshöll 28. og 29. janúar. Þar á eftir er síöan áform- að aö spila tvo landsleiki við Norðmenn, liklega hér heima eft- ir þvi sem heimildir DV herma. Fara þær viðureignir fram 2. og 3. febrúar næstkomandi. B- heimsmeistaramótið hefst síðan um miðjan þann mánuð. -JÖG Karfa kvenna: Fyrsta tap ÍBK íslandsmeistarar ÍBK biöu á fimmtudagskvöldiö sinn fyrsta ósigur á þessu keppnistímabili i kvennadeildinni í körfuknattleik. Þær sóttu þá KR heim f Hagaskól- ann og töpuöu, 44-39. Önnur úrslit urðu þau aö ÍS sigraði Grindavík, 49-33, og ÍR vann Njarövík, 60-36. Staöan í deildinni er þessi: Keflavík...11 10 1 562-415 20 ÍR.........12 8 4 662-601 16 KR.........11 8 3 554-519 16 ÍS.........12 7 5 579-532 14 Haukar.....12 5 7 523-547 10 Njarövík...12 3 9 432-522 6 Grindavfk..12 0 12 473-649 0 -VS • Flestir þeirra sem fengu verðlaun fyrir árangur í íþróttum á Selfossi 1988. DV-mynd Kristján Einarsson/Selfossi Magnús og Vésteinn - íþróttamenn ársins á Selfossi Kristján Einaisson, DV, Selfossi: Ungmennafélag Selfoss heldur um hver áramót hóf eitt mikiö þar sem fram fer verðlaunaafhending til handa afreksfólki ársins í íþróttun- um. Að þessu sinni var fjöidi fólks tilnefndur til verðlauna og margir voru útvaldir. Hinar ýmsu deildir veittu sínu fólki viðurkenningu fyrir góöan árangur á liðnu ári í hófi sem efnt var til í Inghóli. Titillinn íþróttamaður ársins á Sel- fossi 1988 kom að þessu sinni í hlut tveggja íþróttamanna, þeirra Magn- úsar Sigurðssonar handknattleiks- manns og Vésteins Hafsteinssonar kringlukastara. Þeir þóttu skara fram úr á síðasta ári og var dóm- nefnd einróma í vali sínu. Ýmsar deildir innan Ungmennafélags Sel- foss heiðruðu síðan afreksfólk sitt með ýmsu móti og var ánægjulegt að sjá þegar verðlaunin voru afhent hve gleði og stolt fór vel saman. T.d. hlöðust verðlaun á sundmanninn Gunnar Þór Gunnarsson en hann stundar sund hjá Sunddeild Selfoss og einnig hjá Sundfélagi fatlaðra. Hefur Gunnar náð góðum árangri hjá báðum þessum deildum og var vel að verölaunum kominn. Mikil gróska er í íþróttalífinu hjá Ungmennafélagi Selfoss og er mikið starf í gangi í öllum deildum félags- ins. Sigurður verður áfram með Þrótti - Guðmundur, Hermann og Valgeir famir „Ég hef ákveöið að fara hvergi og spila áfram með Þrótturum og reyna að hjálpa þeim upp úr 3. deildinni," sagði Sigurður Hallvarðsson, marka- skorarinn kunni úr knattspyrnuliði Þróttar, Reykjavík, í spjalli viö DV. Sigurður hefur verið orðaður við mörg lið að undanförnu og m.a. feng- ið gott boö um að þjálfa Sindra á Hornafirði en nú geta Þróttarar varpað öndinni léttar. Flestir þeir sem skipuðu lið Þróttar í 2. deildinni í fyrra verða kyrrir en þó er ljóst að þrír fastamenn fara á brott, Guðmundur Erlingsson mark- vörður til Selfyssinga og þeir Her- mann Arason og Valgeir Baldursson sem hverfa til síns heima á Blöndu- ósi á ný og leika með Hvöt. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.