Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 30
30 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989. íþróttir______________________ Handknattleikur á Spánl: „Spennan var gífurleg“ - Sagði Kristján Arason. Teka vann „Við lékum gegn Caja Madrid um helgina, sem er mjög sterkt lið, og okkur tókst að merja sigur með einu marki. Ég er vel sáttur við mína frammistöðu í leiknum og er bjart- sýnn á framhaldið í úrslitakeppn- inni," sagði Kristján Arason, lands- hðsmaður í handknattleik, í samtali við DV í gærkvöldi. Teka sigraði Madrid-liðið, 25-24, á heimavelli eftir að staðan í leikhléi hafði verið 12-12. Kristján átti stóran þátt í sigrinum og skoraði 5 mörk. Teka er nú í öðru sæti og stefnir hraðbyri í úrslita- keppnina. „Er mjög ánægður með lífið héráSpáni“ „Mér hefur gengið mjög vel hér á Spáni og okkur líkar vel. Núna er hér 15 stiga hiti og sól og varla hægt að láta sér leiöast. Annars er það staðreynd að manni líður alls staðar vel þegar vel gengur. Ef gengi okkar fer hrakandi getur dæmið snúist við," sagði Kristján í gær. Eins og fram kom í helgarblaði DV og á blaðsíðu 19 í dag eru líkur á því að Svíinn Roger Carlsson verði næsti landsliðsþjálfari íslands í handknatt- leik. Við báðum Kristján að segja sitt álit á því: „Carlsson hefur náð mjög góðum árangri með sænska liöið. Hann myndi örugglega koma með mikið af nýjum hugmyndum inn í þetta. Austur-Þjóðverjinn Paul Tie- demann var hins vegar númer eitt hjá mér en það er útséð með að hann fái að fara frá Austur-Þýskalandi. Það er alltaf þannig í Austur-Þýska- landi að þegar landsliðinu gengur illa þá fá stóru nöfnin ekki að fara úr landi, hvorki þjálfarar né leikmenn. Það stóð til að Frankl Wahl kæmi til liðs hér á Spáni en eftir slæmt gengi A-Þýskalands á ÓL í Seoul fór sá möguleiki fyrir bí," sagði Kristján Arason. -SK • Kristján Arason átti mjög góðan leik með Teka á Spáni um helgina og skoraði 5 mörk þegar Teka sigraði Caja Madrid með 25 mörkum gegn 24. Teka er nú í öðru sæti og stefnir hraðbyri í úrslitakeppnina. • Sigurjón Kristjánsson, markakóngur islandsmótsins utanhúss á síðasta keppnistímabili, reynir hér markskot. Valsmönnum tókst ekki að vinna sig upp úr 2. deild. DV-mynd GS íslandsmótið í innanhússknattspymu, 2. og 3. deild: Valur áfram í 2. deild - ÍR, Leiftur, Stjaman og ÍBV unnu ÍR, Leiftur, Stjarnan og ÍBV unnu sér í gær rétt til þess að leika í 1. deild íslandsmótsins í innanhúss- knattspyrnu næsta tímabil en þessi lið urðu hlutskörpust í keppninni í 2. deild sem fram fór í Laugardals- höll um helgina. Það kom hins vegar í hlut Ármanns', Þróttar frá Neskaup- stað, Hveragerðis og Augnabliks að falla í 3. deild. Einnig var keppt í 3. deild um helg- ina og þar spjöruðu sig best lið Vík- verja, Hvatar, Sindra og UMFN og leika þessi hð því í 2. deild næst. Úrsht í leikjum í 2. deildinni urðu þessi: Leiftur-Bolungarvík 6-2, ÍR- Hveragerði 4-0, Bolungarvík- Ármann 6-2, Hveragerði-Einherji 2- 2, Þór, Akureyri-Bolungarvík 5-3, Breiðablik-Hveragerði 6-1, Valur- Þróttur, N. 7-1, ÍBV-Augnablik 1-1, Þróttur, N.-Leiknir 6-2, Augnablik- Skallagrímur 2-6, Stjarnan-Þróttur, N. 5-2, FH-Augnablik 11-5, Þór, Ak- ureyri-Ármann 7-1, Breiðablik- Einherji 6-2, Leiftur-Þór, Akureyri 3- 3, ÍR-Breiðablik 5-3, Ármann- Leiftur 1-7, Einherji-ÍR 3-3, Stjarn- an-Leiknir 4-1, FH-Skallagrímur 5-6, Valur-Stjarnan 3-5, ÍBV-FH 6-4, Leiknir-Valur 0-4, Skallagrímur- ÍBV 2-6. Athygli vekur óneitanlega að Vals- menn verða að dvelja í 2. deild eitt árið enn. sig upp í 1. deild Úrslit leikja í 3. deild Höttur-Skotfélag Reykjavíkur 2-2, UMFN-Reynir, Á. 3-3, Reynir, S- Léttir 2-2, Léttir-Árvakur 1-4, UM- FN-Skotfélag Reykjavíkur 10-3, Sindri-Léttir 4-1, Hvöt-BÍ 3-3, Vík- verji-Vorboðinn (Vorboðinn gaD, BÍ-Austri 5-3, Vorboðinn-Hafnir (Vorboðinn gaí), Grundarfjörður-BÍ 4-5, Sindri-Árvakur 5-4, Skotfélaag Reykjavíkur-Reynir, Á. 1-4, Höttur- UMFN 1-3, Reynir, S.-Sindri 6-1, Reynir. Á.-Höttur 6-3, Árvakur- Reynir, S. 4-5, Grundarfjörður- Austri 5-4, Valur, R.-Hafnir 4-1, Hvöt-Grundarfjörður 7-1 og Vík- verji-Valur, R. 6-1. -SK/JKS Knattspyma Brasilía meistari Brasilíumenn tryggðu sér í gær heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu innanhúss. Þeir léku gegn Hollendingum í úr- slitaleik og sigruðu 2-1 en stað- an í leikhléi var 1-0. Bandaríkjamenn tryggðu sér þriðja sætið með 3-2 sigri gegn Belgum eftir framlengingu. í undanúrslitum sigraði Holland Bandaríkin 2-1 og Brasilía vann Belgíu 8-6 eftir vítaspymu- keppni. -SK -8T— X Blak úrslit Einn leikur fór fram um helgina í bikarkeppninni í blaki karla. Lið Þróttar frá Neskaupstað sigraði HSK 3A) í leik liðanna á Neskaupstað. i 2. flokki sigraði Þróttur HSK einnig 3-0. Innanhússmót í ftjálsum í Dallas: Greg Forster aðeins sjónarmun á ■ ■■* ■jrai ■ m m ■■ ■ undan Roger Kmgdom i grmdmni Margt besta fijálsíþróttafólk brattur þrátt fyrir tapið: „Ég er og varpaði 21,89 m. • Louise Ritter, Bandaríkjunum, heimsins var samankomið í Dallas konungurinn í þessu ríki og þetta • Valerie Brisco vann sigur í varð sigurvegari í hástökki kvenna í Bandaríkjunum um helgina en ríki er grindahlaup innanhúss og 400m hlaupi kvenna á 54,27 sek. ogstökkl,89m. -SK þar fór fram innanhússmót í frjáls- utan. Forster er dauðans matur. um íþróttum. Ég mun taka hann í nefið í næstu Einvígi þeirra Gregs Forster og keppnum okkar.“ Rogers Kingdom í 55 m grindar- • Af öðrum úrslitum má nefiia hlaupi stal senunni en báðir komu stórsigur Jackie Joyncr Kersee í þeir í mark á 7,06 sek. Forster var 55m grindarhlaupi kvenna en hún hins vegar nefinu framar á mark- fékk tímann 7,41 sek. línunni og var dæmdur sigurveg- • Joe Deloach, Bandaríkjunum, ari. Forster gat ekki keppt á ÓL í sem vann gullverölaunin í 200 m Seoul vegna meiðsla en Kingdom hlaupinu í Seoul, sigraði í 300 m vann þar gullverðlaunin í 110 ra hlaupinu í Dallas á 33,57 sek. grindahlaupinu. „Ég gerði allt eins • Mary Decker Slaney, sem nú vel og áður en ég raeiddist. Hand- keppti í fyrsta skipti innanhúss í 4 leggurinn var eins og ég bjóst við," ár, sigraöi í 800 m hlaupi á 2:02,87 sagöi Forster eftir hlaupið en hann mín. handleggsbrotnaöi á síðasta sumri • Randy Bames frá Bandaríkj- og hfjóp um helgina með alls kyns unum, sem vann óvænt til silfur- jámadrasl i hendinni, sex plötur verðlauna í kúluvarpinu í Seoul, hlaupinu í Dallas um helgina. Báðir fengu þeir fímann 7,06 sek. en og 12 skrúfúr. Kingdom var bom- vann öruggan sigur í kúluvarpinu Forster var dæmdur sígur. Simamynd/Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.