Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Síða 31
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989. 31 Svar til framkvæmdastjóra LSFH: Stefna Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva? Nýlega ritaöi framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva (LSFH), Friðrik Sig- urðsson, grein um Veiöimálastofn- un og að þessu sinni um Vistfræði- deild stofnunarinnar og starfsmenn hennar. Og enn sem fyrr vantaði ekki stóryrðin. Skrif þessi birtust í ' DV þann 21. desember síðasthðinn og einnig í síðasta tölublaði Eldis- frétta, málgagns LSFH. Líta veröur á skrif framkvæmdastjórans sem boðun á stefnu stjórnar LSFH. Að þessu sinni gerir framkvæmda- stjórinn að umtalsefni skýrslu Vist- fræðideildar Veiðimálastofnunar, „Eldislax í ám við Faxaflóa". Segir framkvæmdastjórinn skýrsluna fulla af rangfærslum í garð flskeld- is. Þetta er alrangt og einungis rök- stutt með ósannindum og rang- færslum eins og fram kemur hér á eftir. Þetta veit framkvæmdasljór- inn. Ekki er annað að sjá en að greinin sé skrifuð til að gera Veiði- málastofnun tortryggilega. Að sjálfsögðu er Veiðimálastofn- un ekki hafln yfir gagnrýni en gera veröur þá kröfu aö slík gagnrýni sé málefnaleg. Framkvæmdastjóri LSFH hefur haft mýmörg tækifæri til að koma slíkri gagnrýni á fram- færi á eðlilegxnn vettvangi. Starfs- menn Veiðimálastofnunar eru einnig ávallt tilbúnir að taka við ábendingum um það sem betur mætti fara. Skítkast í fjölmiðlum er ekki gagiirýni og venjulega ekki svaravert, en þar sem Friðrik skrif- ar í nafni fiskeldismanna sjáum við undirritaðir okkur ekki annað fært en að svara. Að framkvæmdastjór- inn velji fjölmiöil til að ófrægja of- annefnda skýrslu er einnig um- hugsunarefni þegar haft er í huga að meirihluti lesenda blaðsins hefur ekki átt þess kost að lesa skýrsluna. Skýrsla Vistfræðideildar í umræddri skýrslu, sem unnin er af Vistfræðideild Veiðimála- stofnunar auk deilda stofnunarinn- ar á Suður- og á Vesturlandi, segir frá niðurstöðum rannsókna á magni eldislax í ám við Faxaflóa. Bent er á þá hættu sem náttúruleg- um laxastofnum stafar af erfða- blöndun við eldislax. Slík blöndun er afar óæskileg þar sem yfirgnæf- andi líkur eru á að stofn árinnar hafi mesta hæfni til að lifa við þau umhverfisskilyrði sem ríkja í við- komandi á og á hafsvæðinu sem laxinn fer um. Aðlögun laxastofna að umhverfi sínu á sér 10.000 ára 'sögu hérlendis. Þetta þýðir jafn- framt að aðkomufiskur (t.d. eldis- fiskur úr kví, oft upprunninn á fjarlægum stað og genginn í gegn- um val í eldi) er vanhæfari. í skýrslunni er bent á leiðir til að draga úr þessari hættu, bæði fisk- eldi og náttúruvist til góða. Rangfærslur framkvæmdastjóra LSFH Framkvæmdastjórinn telur að það felist þversögn í þessari hættu þar sem náttúruvalið velji hæfustu einstakhngana og því stafi náttúru- legum fiski engin hætta af vhlufiski úr eldi. Þetta er ekki rétt. Fari margir eldislaxar upp í á þar sem náttúrulegur stofn er fyrir hrygna þeir saman. Stór hluti afkomend- anna verður annaðhvort blending- ar eða þá hreinir aðkomufiskar að arfgerð. Efniviðurinn, sem nátt- úruvalið hefur úr að velja, verður rýrara. Hæfustu einstaklingamir lifa en þeir eru fáir þar sem fáir hreinir náttúrulegir fiskar verða eftir. Haldi blöndunin áfram í nokkur ár þynnist erfðamengi náttúrulega stofnsins stöðugt meira. Afleiðingin gæti orðið htil eða engin náttúruleg laxgengd. Hættan á tjóni ræðst af hversu mikil hlutfallsleg blöndun er og hversu fjarskyldur aðkomulaxinn er. Aðkomufiskur er líklegri til að vera ólíkur laxi í tiltekinni á ef hann er langt að kominn og úr ólíku umhverfi. Fiskur, sem gengið hefur í gegnum val í eldi, er meö þrengt erfðamengi og er því van- hæfari en ella til að bjarga sér í náttúrunni. Hér gilda sömu lögmál og fyrir önnur dýr sem maðurinn hefur gert sér undirgefin, þau verða frábrugðin þeim villtu og ekki eins hæf tfl aö bjarga sér í náttúrunni. Enn meiri rangfærslur Framkvæmdastjórinn segir í umræddri grein að flakk milli vflltra laxastofna geti verið 15%. Þetta er beinlínis rangt. Flakk milh náttúrulegra stofna er innan við 1%. Ef það væri 15% væru ekki til ólíkir laxastofnar. Sannað er að eldislax tímgast við náttúrulegan lax, þrátt fyrir að framkvæmdastjórinn haldi því gagnstæða fram. Hins vegar er hrygning eldislax ekki ahtaf jafn- árangursrík og hrygning náttúru- legra laxa. I Elhðaánum voru 33% af laxi í klakveiði í neðri hluta EUiðaánna af eldisuppruna. Þetta er samsetn- ing þess lax sem þar ætlaði sér að hrygna. Út frá þessu hlutfalli inn- blöndunar var reiknað að það tæki 12 ár að eyða Elhðaárstofninum í þeim hluta ánna. í skýrslunni kem- ur einnig fram að hlutfall eldislax er lægra ofar í ánum. Það eru því beinar rangfærslur hjá fram- kvæmdastjóranum þegar hann heldur því fram að annað standi í skýrslunni ellegar hann hefur ekki lesið hana. í þessu sambandi verð- ur að benda framkvæmdastjóran- um á að ósasvæði Elhðaánna er ekki við Árbæjarstíflu. Glæpastarfsemi Að fiskeldi sé glæpur hafa starfs- menn Vistfræðideildar Veiðimála- stofnunar aldrei haldið fram, þvert á móti. Reyndar hafa þeir lagt sig fram um að miðla af sinni þekkingu og benda á hluti sem betur mættu fara. Hins vegar er það umhugsun- arefni að ef ekki er varlega farið munu laxastofnar í ám spfllast af völdum fiskeldis, og hverra er þá ábyrgðin og skaðabótaskyldan? Væru það eðlileg viðbrögð Veiði- málastofnunar aö þegja þegar hún sér þessa hættu fyrir hendi? Væri það ekki glæpur? Lauslegar kannanir LSFH „Lausleg könnun“ framkvæmda- stjórans á stærð eldisfisks frá fyrir- tækjum með norskan fisk eru létt- væg rök til að sýna fram á yfir- burði norska laxins. Svo vill til að þau fyrirtæki, sem hafa norska lax- inn, eru stærstu eldisfyrirtækin með gott eldisumhverfi. Það að þeirra lax sé stærri staðfestir að eldisumhverfi er gott en segir htið um hvort þessi lax sé betri eða verri en annar lax. Ekkert kemur fram um hversu hátt hlutfall af íslensk- um laxastofnum er í eldi hjá þess- um fyrirtækjum í þessari „lauslegu könnun". Til að sýna fram á hvort tiltekinn stofn er betri en annar þarf vel skipulagðar samanburð- artilraunir en engar slíkar tilraun- ir með norskan lax og íslenskan hafa verið geröar enn svo vitað sé. Eftir stendur fullyröing okkar óhögguð um að hæpið sé aö norsk- ur lax henti við íslenskar eldisað- stæður. Teljum við einnig að nátt- úrulegum laxastofnum stafi mun meiri hætta af norskum en íslensk- um eldisfiski, bæði af völdum hugs- anlegrar útbreiðslu sjúkdóma og erfðablöndunar. Betri leið Heppflegur efniviður til að nota og kynbæta við okkar eldisaðstæð- ur er fólginn í íslenskum laxastofn- um. Það væri mikið óhapp og skammsýni ef sá efniviður glatað- ist vegna erfðablöndunar. í skýrslu okkar er einmitt verið að vara við þessari hættu, fiskeldi tfl góðs. Endurhæfing hverra? Framkvæmdastjórinn vfll senda sérfræðinga, sem benda á þessa hættu og leiðir tfl úrbóta, í endur- hæfingu. Hann telur þá einnig óhæfa til starfa, samanber viðtal í Morgunblaðinu þann 8. des. síðast- liðinn. í hverju er hæfnisskortur okkar fólginn og hvernig á að hátta endurhæfingunni? Stefna LSFH? Gæti verið að Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva, þ.e. stjórn þess og talsmaður, fram- kvæmdastjórinn, ættu að hta í eig- in barm? Ymsar spurningar verða áleitnar. Er það slæmt að í flestum tölublöðum Eldisfrétta, málgagns LSFH, hafa verið fræðilegar grein- ar um fiskeldi eftir starfsmenn Veiðimálastofnunar. Er það glæp- ur að stunda fiskeldisrannsóknir í Laxeldisstöð ríkisins? Er það fisk- eldi tfl framdráttar að níða stærstu rannsóknarstofnun landsins í lax- eldi? Er það fiskeldi til góös að láta sem sú stofnun, Veiðimálastofnun, sé ekki til og grípa til vísvitandi sögufalsana til að komast hjá því að nefna framlag hennar tfl haf- beitar eins og gert er í leiðara síð- asta tölublaðs Eldisfrétta? Væri ekki vænlegra að styðja við þessa stofnun og aðra aðila sem rann- sóknir stunda í fiskeldi? Nóg eru verkefnin og ljóst að Veiðimála- stofnun hefur ekki haft bolmagn tfl að sinna nema broti af því sem þyrfti. Var það fiskeldi til fram- dráttar að ráðast með fúkyrðum að landbúnaðarráðuneyti og hamra á vistaskiptum til sjávarút- vegs þannig að ókleift varð að gera nokkuð fyrir fiskeldi í langan tíma? Sambýli Útflokar LSFH að hagsmunir stangaveiðimanna og veiðiréttar- eigenda geti á einhvern hátt farið saman við þeirra hagsmuni? Á orð- um framkvæmdastjórans hefur mátt skilja að við verðum að velja mflli fiskeldis og náttúruvistar. Er sambýli þessa óhugsandi? Á þá að fórna öðru hvoru, kannski nátt- úrulegum stofnum? Telur LSFH að fiskeldi geti þrifist í þessu landi á þann hátt? Svo notuð séu orð fram- kvæmdastjórans gæti verið að hann beiti „hræðsluáróðri og vinni skemmdarverk"? Reglugeró Framkvæmdastjóri LSFH, Frið- rik Sigurðsson, tók þátt í smíði reglugerðar „um flutning og slepp- ingu laxfiska og varnir gegn fisk- sjúkdómum og blöndun laxa- stofna". Sú reglugerð er viður- kenning á þeirri hættu sem erfða- blöndun getur valdið. Hví sam- þykkti hann fyrir hönd LSFH þessa reglugerð ef hættan er engin? Hví krefjast sumir fiskeldismenn, þ.e. hafbeitarmenn, meiri takmarkana, t.d. hvað varðar íjarlægðir milli eldisstöðva, en kveðið er á um í reglugerðinni? Er ekki fram- kvæmdastjórinn eins og af fram- töldu má sjá að berjast gegn hags- munum fiskeldis? Lokaorð Þetta eru áleitnar og mikilvægar spurningar til stjórnar LSFH og væri fróðlegt að vita hver stefna þess er. Viö teljum aö stefna LSFH verði að markast af þeim aðstæð- um sem fiskeldið býr við og taka veröi tillit til sem flestra þátta eigi hún að nýtast fiskeldinu tfl góðs þegar til lengri tíma er litið. Slík stefna er ekki boðuð í dag. Sigurður Guðjónsson, Guðni Guðbergsson, Þórólfur Antonsson, Friðjón Már Viðarsson, Sigurður Már Einarsson, Magnús Jóhannsson, starfsmenn Vistfræðideildar Veiðimálastofnunar. 3ja daga SALA hófst í morgun wma IDiRRAJ )]■]].]) Austurstræti 14 - sími 12345 Kringluimi 4 - sími 689-789

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.