Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 42
42 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989. LífsstHL TVær syndsamlega góð- ar í saumaklúbbinn Arma Bjamason, DV, Denver: Þótt mikiö sé um heilsusamlegar uppskriftir í blöðunum hér vestra er þar einnig að finna uppskriftir aö alls konar syndsamlega hitaein- ingaríkum kökum. Hér eru ávextir og alls konar hnetur mikið notaðar í bakstur. Það er að segja heima- bakstur. Bakarískökurnar finnast mér ekki upp á marga fiska. Þær eru allt of sætar fyrir minn smekk, þó ég sé ekki beinlínis þekkt fyrir að slá hendinni á móti sætmeti. Búðarterturnar geta veriö hug- vitsamlega skreyttar, en þær svíkja mann þegar heim er komiö. Hins vegar eru einnig á boðstólum alls konar ávaxtapæ sem eru mjög góð, þótt þau séu auðvitað engan veginn eins góð og þegar maður sjálfur ræður ferðinni. Þaö er mesti misskilningur að amerískar húsmæður séu ómynd- arlegar og nenni aldrei að gera neitt í eldhúsinu nema opna dósir og pakka. Þær eru örugglega eins misjafnar og þær eru margar og sannarlega eru til myndarlegar húsmæður hér, ekki síður en heima á Fróni. Hins vegar er auðveldara að vera myndarlegur hér, ef maður kýs aö notfæra sér alls konar þægindi sem boöiö er upp á. Má nefna tilbúna, frosna pæbotna, tilbúna ostaköku- botna, alls konar tilbúið deig, bæði smákökudeig og brauödeig, boðið er upp á þaö bæði í dósum og eins frosið. Þá eru ýmsar pakkakökur ntjög góðar og með smávegis lag- færingu færðu mjög góðar „per- sónulegar" kökur. Gulrótarkaka er ein sem er afar góð, en afar fyrirhafnarsöm í bakstri. Hún fæst hins vegar í pakka og er alveg nákvæmlega jafngóð þannig og ef hún hefði ver- ið bökuð af „myndarlegri" hús- móður á helmingi lengri tíma en pakkakakan. Undanfarið ár hefur verið minna um bakstur hjá mér en ella vegna smæöar eldhússins en um áramót- in verður á breyting og þá skal líka verða bakað á heimilinu. Það er líka gott að geta gripið í pakkakök- umar í þröngu eldhúsi, hér kosta þær auðvitað ekki nema brot af því sem þær kosta í verslunum á Fróni. Útsölur á pakkakökum eru tíðar og þá er um að gera að notfæra sér lága verðiö og kaupa sér kökur. Hér fara á eftir tvær uppskriftir að heimatilbúnum kökum, tilvöld- um í saumaklúbbinn. Fyrst er: Lagkaka með pistasio hnetum Á bolh ósætt kókó 'Á bolli sjóðandi vatn 1 'á bolli hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. natron (sódaduft) 1/8 tsk. salt Á bolli smjör eða venjulegt smjör- líki, linað 2 bollar sykur 2 egg - 1 tsk. vanilludropar 1 'á bolli súrmjólk 'á bolli flnt saxaðar pistasio hnetur 1 bolli þeytiijómi Súkkulaðikrem 'Á bolli kaffnjómi 'Á bolli smjör eða venjulegt smjör- líki 2/3 bolli ósætt kókó 2 2/3 bolli flórsykur 1 tsk. ljóst síróp 1 tsk. vanilludropar 'á bolli gróft saxaðar pistasio hnet- ur. Kakan er í þremur lögum. Tvö dökk og eitt ljósara. Byrjið á að sigta þurrefnin sam- an. Smjör og sykur er hrært vel, eggjunum bætt út í og vanillunni. Bætið síðan þurrefninu saman við smám saman með súrmjólkinni. Takiö 1 2/3 bolla af deiginu frá, bætið hnetunum saman viö og látið í smurt form. Matur Kókóinu er bætt út í afganginn af deiginu. Það látið í tvö smurð form og botnarnir bakaðir við 175°C hita í 30-35 mín. Stífþeytið rjómann og geymið í kæliskáp. Hitið kafíiijómann þar til hann er alveg kominn að suðu. Þá er honum bætt saman við smjör, flór- sykur, kókóið, síróp og vanillu og hrært þar til kremið er orðiö vel blandaö og mjúkt. Þá er tertan sett saman á eftirfar- andi hátt: Fyrst er brúnn botn látinn á kökufatið og helmingnum af þeytta ijómanum smurt þar á. Þá er hnetubotninn lagður ofan á og af- ganginum af þeytta ijómanum smurt ofan á hann. Loks er hinn brúni botninn látinn ofan á. Súkk- ulaðikreminu er síðan smurt vel á allar hliðar kökunnar og ofan á er gróft söxuðum hnetunum raðað, t.d. eins og myndin sýnir. Kælið kökuna áöur en hún er borin fram. Þessi terta litur svo sannarlega út fyrir að hafa tekið langan tíma i tilbún- ingi, en svo er þó alls ekki. Þarna er pistasio hnetunum raðað í hring á efsta lagið. Þessar litlu grænleitu hnetur eru alveg einstaklega góð- ar, varla hægt aö hætta að borða þær ef byrjað er á því á annað borð. Valhnetu-rúsínukakan er í þremur lögum, mjög góð kaka með ostakremi. Valhnetukaka Þessi terta er alveg tilvalin sem eftirréttur, en í henni eru bæði rúsínur og valhnetur og kremið er búið til úr ijómaosti. Ekki beinlínis megrandi en það verður bara aö hafa það. 1 'á bolli rúsínur 1 'á bolli valhnetur 1 'á tsk. natron (sódi) 1 'á bolli sjóðandi vatn 2 % bolli hveiti 1 'á tsk. kanill 'Á tsk. salt 3/4 bolli smjör eða venjulegt smjör- líki 1 Á bolli sykur 2 egg 2 eggjarauður 1 Á tsk. sítrónusafi 1 Á tsk. vanilla Kremið 250 g rjómaostur, linaður 2/3 bollar smjör eða venjulegt smjörlíki, linað 3 tsk. vanilla 650 g flórsykur Kakan er bökuð í þrem formum. Saxið hneturnar og rúsínumar og látiö í skál, bætið sódanum út í og hrærið svo sjóðandi vatninu saman við. Látið þetta kólna í hálf- tíma. Blandið salti og kanil saman við hveitið. Hrærið smjörið með sykrinum, bætiö eggjum og eggjarauðum út í einu í einu. Hrærið mjög vel þar til deigið er orðið létt. Þá er sítrón- usafanum og l'Á tsk. af vanillu bætt út í. Hveitinu og rúsínum og hnetum er síðan bætt út í smám saman og best að hræra deigið með trésleif. Deigið er síðan látið í vel smurð tertuform og bakað í 175°C heitum ofni í ca 25-30 mín. Þegar botnarnir em orðnir kaldir em þeir lagðir saman með osta- kreminu sem búið er til á eftirfar- andi hátt: Osturinn, smjörið og flórsykur- inn er hrært vel saman, vanillunni bætt út í. Kreminu smurt á hvert lag fyrir sig og síðan utan á alla kökuna. Kælið í kæhskáp áður en kakan er borin fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.