Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Page 44
44 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989. Andlát Rannveig Guðmundsdóttir, áður til heimilis á Hrefnugötu 4, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. jan- úar. Sigurður Helgason lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli aðfaranótt 13. jan- úar. Hallgrímur Ottósson frá Bíldudal lést 12. janúar. Sólrún Eiríksdóttir lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. janúar. Jarðarfarir Útfór Steinþóru Christensen verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 17. janúar kl. 13.30. Útfór Gunnars Hanssonar fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. janúar kl. 13.30 Jóhann Jónsson verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn 17. janúar kl. 14.00. Ingibjörg Jónsdóttir, Álfaskeiði 39, verður jarðsungin frá Víðistaða- kirkju þriðjudaginn 17. janúar kl. 15.00. •Guðbjörg Jónasdóttir verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 17. janúar kl. 15.00. Tilkyimingar Bandarískur huglæknir kemurtil landsins Þann 26. janúar nk. mun koma til íslands Suzanne Gerleit, bandarískur huglæknir, sjáandi og miðill og mun hún halda röð fyrirlestra og námskeiða. Hún hefur komið til landsins þrisvar áður og er orð- in Íslendingum kunn. Upp úr námskeið- unum munu verða stofnaðir svokallaðir sethringir sem munu síðar hittast reglu- lega og stuðla að aukinni útbreiðslu and- legra mála á íslandi. Nú þegar er einn hópur starfandi sem hefur starfað í rúmt ár og veröur hann kjarni á þessum nám- skeiðum og einnig sjá um að stofna þessa nýju sethringi og leiðbeina þeim. Skrán- ingar á námskeiðin og allar frekari upp- lýsingar gefur Kristín Þorsteinsdóttir í síma 675443 á kvöldin þriðjudaga, fimmtudaga, fóstudaga og um helgar. AFS á íslandi með Afríkukvöld AFS á íslandi hefur undanfarin ár sent kennara til starfa í Ghana í Vestur- Afríku. Sl. sumar kom Þorvarður Árna- son heim eftir ársdvöl þar. Þorvarður tók mikið af myndum í Ghana sém hann ætlar að sýna, auk þess sem hann hefur frá mörgu að segja. Þá er hér á landi staddur á vegum AFS kennari frá Ghana sem mun kenna í framhaldsskólum hér fram á vor. Þeir Þorvarður og Peter Paul munu segja frá Ghana í máli og myndum þriðjudagskvöldið 17. janúar kl. 20.30 í Þróttheimum við Holtaveg. Allir vel- komnir. Eldvarnaruslakörfur í söludeild Prentsmiðjunnar Odda eru nú til sölu ruslafótur td notkunar innan- húss sem slökkva sjálfar eld sem í þeim hefur kviknað, t.d. út frá logandi vindl- ingum. Kemur það í veg fyrir að eldur berist frá ruslafötum í birgðir eða hús- Merming Þegar strákur hittir stelpu Sigurður Sigurjónsson og Þröstur Leó Gunnarsson leika síamstviburana Sjang og Eng. Leikfélag Reykjavikur sýnir i Iðnó: SJANG-ENG Höfundur: Göran Tunström (hugmynd: Henrik Holmberg) Þýðing: Þórarinn Eldjárn Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson, Ríkarð- ur Örn Pálsson Leiksfjórn: Lárus Ýmir Óskarsson Aðstoðarleikstjóri: Jón Tryggvason Leikmynd og búningar: Marc Daggeller Dans og hreyfingar: Hlif Svavarsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Þegar strákur hittir stelpu er ekkert grín að vera samvaxinn öðr- um og eins gott aö stelpurnar séu þá tvær. Leikrit Görans Tunsíröms um síamstvíburana frægu, Sjang og Eng, fjallar um þessa tvo menn sem verða fyrir þeirri glennu almættis- ins að fæðast samvaxnir. Já. Tvo menn, því af frásögnum má ráða að tvíburabræðurnir hafi þrátt fyrir allt verið töluvert ólíkir persónuleikar og kom sá munur æ greinilegar í Ijós eftir því sem á ævi þeirra leið. Göran Tunström veltir því fyrir sér að jafnvel í svo nánu sambýli sem þeir Sjang og Eng máttu una bregðast einstaklingarnir misjafn- lega við og þeir reyndust líka mis- hæfir til að sigrast á þeim óblíðu örlögum sem þeim voru búin. Hvað sem líður trúverðugheitum, hvort raunverulegar fyrirmyndir þeirra Sjangs og Engs hefðu raunverulega getað brugðist við á sama hátt og verið jafngreindir og glettnir og þeir, skiptir raunar ekki máli. Per- sónur leikritsins ganga bærilega upp, svona eins og þær eru í verk- inu. Sögu þeirra bræðra segir höfund- ur á hlýlegan og mannlegan hátt, verkið er ríkt af kímni og ljóðrænir kaflar eru felldir inn í textann. Fyrir þá sem viija rýna í hann og leita að dýpri merkingu er af nógu að taka. Spurningar um rétt ein- staklingsins til lífs og að vera met- inn á eigin forsendum, um heil- brigði og fótlun, fordóma og um- burðarlyndi, allt þetta og fleira til leitar á hugann þegar gengið er út af sýningunni. En leikritið er líka að mörgu leyti ágætlega gert leikhúsverk, sérstak- lega framan af. Seinni hlutinn verður eilítið melódramatískur. Þar nær höfundur ekki að dýpka persónulýsinguna eða láta skína nægilega í þann sársauka og trega sem með persónunum bærist. En úrvinnslan í Iönó lyftir verk- inu upp og með sérstaklega vönd- uðum og öguðum vinnubrögðum skilaði sýningin sér sem bæði eftir- minnileg og ánægjuleg leikhús- Leildist Auður Eydal reynsla á fóstudagskvöldið. Þessi sýning er svo gegnum heil að þar verður ekki hjá því komist að nefna allt í sömu andránni, markvissa og meðvitaða leikstjórn, frábæran leik aðalleikara, leik- mynd og lýsingu, sem styðja inn- takið, tónlist, sem fellur vel að framsetningunni, og vel æfðar hreyfingar, sem eru lykilatriði, eins og raunar liggur í augum uppi. Agnúar eru fáir, einna helst að óþarfrar sparsemi gæti þar sem sömu leikarar eru nýttir í nokkur aukahlutverk hver (þetta gildir auövitað ekki um Dorothy/móður- ina) og svo það sem mér fannst vera falskur tónn í búningahönn- uninni, en þaö voru stuttpils og kápur kvekarastúlknanna á hlöðu- ballinu. Ef ekki væru til alþekktar frá- sagnir af æviferli síamstviburanna, sem fæddust árið 1811, væru öll málsatvik raunar of ótrúleg til þess að hægt væri aö horfa á leikritið án þess að láta þau trufla sig. En hér sem oftar er sannleikur- inn lyginni lygilegri og heldur þarf að draga úr en hitt þannig að sjálf- ur söguþráðurinn verði ekki með of miklum ólíkindum. í stuttu máli segir þar frá þeim Sjang og Eng, allt frá því þeir leggja ungir af stað frá heimalandi sínu, Síam (nu‘ Tailandi), áleiðis til Bandaríkjanna. Þar hefur alkunn- ur sirkusstjóri keypt þá og hyggst nota þá sem atriði í sýningum þar sem hvers kyns afbrigðilegir ein- staklingar eru sýndir, áhorfendum til hrollkenndrar skemmtunar. En þeir eru sleipir og fljótir að ná áttum í ókunnu umhverfi og áður en langt um líður hafa þeir keypt sig lausa og komið sér upp búgarði í Norður-Karólínu. Þar bjuggu þeir síðan langa hríð og gekk búskapurinn vel framan af. Sennilega hefðu tvíburarnir gleymst, eða svo gott sem, ef ekki hefðu orðið á vegi þeirra systur tvær sem þeir giftust og eignuðust með samtals 21 barn. Óseðjandi forvitni og vangaveltur fólks á öll- um tímum um annarra hag eru vísast undirrót þess að þetta leikrit ber yfirleitt fyrir okkar augu. Höfundur er að mörgu leyti mjög opinskár en sneiðir samt fagmann- lega hjá allri lágkúru. Atriðin þeg- ar stelpurnar hitta strákana eru til dæmis alveg frábær og öll upp- bygging á samskiptum þeirra fjög- urra mjög trúverðug. Þarna skiptir sköpum leikur þeirra sem með hlutverkin fara. Frammistaða þeirra Þrastar Leós Gunnarssonar og Sigurðar Sigur- jónssonar er frá upphafi til enda verksins afbragðsgóð, hreyfingar samhæfðar og svei mér ef þeir verða ekki nauðalíkir. En engu að síður ber hvor þeirra bræðra skýr persónueinkenni. Sjang Þrastar Leós er veikgeðja og sérhlífmn, Eng, sem Sigurður leikur, er hins vegar íhugull og vinnusamur. Leikur Sigurðar er heilsteyptur og nær tragískri dýpt undir lokin og Þröstur Leó hefur persónu Sjangs alveg á valdi sínu. Systumar Adelaide og Söru Yates leika þær Guörún S. Gísladóttir og Sigrún Edda Bjömsdóttir. Frá hendi höfundar eru þær skýrt mót- aðar persónur og afdráttarlausar ,þó að þær séu kannski einum of einlitar. Adelaide, hin eilífa ástkona, flögrar í gegnum lífiö en Sara mæð- ist í mörgu, segir fátt og þornar upp með árunum. Sigrúnu Eddu hefi ég ekki séð leika betur. í upphafi er hún sannfærandi sem ung stúlka en þreytist síðan og eldist fyrir augum áhorfandans. Guörún túlkar systur hennar af þrótti. Jón Sigurbjörnsson bregst ekki sem læknirinn Ferguson, fulltrúi hinna heilbrigðu í heimi afbrigöi- leikans. Hann er helftin af málpípu höfundar. Hinn helmingurinn er rödd skáldsögunnar sem Jakob Þór Einarsson flytur stillilega. Ása Hlín Svavarsdóttir er ástkon- an Dorothy/móðirin. Hún tók með stuttum fyrirvara við hlutverkinu en skilar því eigi að síður með ágætum. Steindór Hjörleifsson er grimmilega ljótur sem Barnum sir- kusstjóri og Sigurður Karlsson leikur furðufuglinn Clofyllia, sem er aumastur hinna aumu, og gerir hann hreint ótrúlega ámátlegan. Auk þess komu fram í smærri hlutverkum (sumir í fleiri en einu) þau Ragnheiður E. Arnardóttir, Eggert Þorleifsson, Margrét Ólafs- dóttir, Kristján Frankhn Magnús, Jón Tryggvason og Fanney Stef- ánsdóttir. Leikmyndin er verk Marc Deg- geller. Hann stílfærir umhverfið í skemmtibransanum en gefur sveitasæluna til kynna með nátt- úrulegri sviðsmynd, maísstönglum og skýhnoðrum á himni, sem er í sjálfu sér ágæt hugmynd og undir- strikar skilin á milli þessara tveggja ólíku heima. Sú hugmynd höfundar aö láta húsið klofna í tvennt, þegar leiðir skilja, var líka sniðuglega útfærð og sagði meira en mörg orð. Lýsingin var sömuleiðis vel unn- in, verk Lárusar Björnssonar. Tón- hst Hilmars Amar Hilmarssonar og Ríkarðar Arnar Pálssonar var vel flutt og studdi efni-verksins og Hlíf Svavarsdóttir hefur unnið geysigott verk en hún samdi dansa og hreyfingar. Þórarinn Eldjárn þýddi verkið og að svo miklu leyti sem hægt er að dæma þýðinguna án samanburðar við frumtextann var hún bæði lip- ur og áheyrileg/ Mér sýnist aö það hafi verið heilladrjúgt fyrir LR að fá Lárus Ými Óskarsson til að leikstýra þessari sýningu. Hún ber, eins og fyrr ségir, í stóru sem smáu merki markvissrar leikstjórnar og vand- aðra vinnubragða, þar sem allt leggst á eitt að gera það besta úr þeim efniviöi sem fyrir hendi er. AE næði. Brunamálastofnun hefur prófað og viðurkennt eldvarnaruslaföturnar og svo er einnig um T.O.N. (ráðgjafarstofnun um notkun byggingarefna í Hollandi) og T.U.V. (vestur-þýska bifreiðaeftirlitið sem prófar margs konar vörur). Eld- vamaruslafötumar em til í þremur stærðum, 17, 32 og 60 litra, og í fjórum litum og kosta frá 2020 krónum. Námskeið Hjónanámskeið Nokkur undanfarin misseri hafa sr. Þor- valdur Karl Helgason, sr. Jón Dalbú Hrjóbjartsson og sr. Birgir Ásgeirsson staðið fyrir svonefndum hjónanámskeið- um. Hafa þau ýmist verið haldin í Skál- holti eða Laugameskirkju. Hér er um aö ræða samverustundir með hjónum á öll- um aldri sem vilja fá tækifæri til að ræða hjónaband eða sambúð, fræðast um eðli og tilgang hjúskapar og skoða ýmis dag- leg viðfangsefni. Námskeiðið er ætlað fólki sem hyggst ganga í hjónaband, er í sambúð eða hefur verið gift í skemmri eða lengri tíma. Með námskeiðinu er stefnt að því að auðga samskiptin milli hinna tveggja einstaklinga, styrkja sam- bandið milli þeirra og efla sjálfsvitund og stöðu gagnvart makanum. Nú hefur verið ákveðið að halda næsta námskeið í Safnaðarheimili Lágafellsóknar í Mos- fellsbæ og verður það haldið laugardag- inn 21. janúar 1989. Það hefst kl. 13 og því lýkur kl. 19. Upplýsingar og skrán- ingu annast Sr. Birgir Ásgeirsson í síma 667113 milli kl. 10-12 frá þriðjudegi til föstudags. Annars má snúa sér til ein- hvers hinna 3ja leiðbeinenda. Tríó Reykjavíkur Bústaöakirkja sunnudaginn 15. janúar kl. 20.30. Trió Reykjavikur lék verk eftir Mozart, Bloch og Schubert. Mér er ókunnugt um hvort þetta er í fyrsta sinn sem þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran knéfiðluleikari og Halldór Haraldsson píanóleikari koma fram sem Tríó Reykjavíkur. Sennilega á Reykjavík nokkuð í land með að verðskulda heiðurinn. Þau eru þaulvant tónlistarfólk í fremstu röð sem vaninn hefur þó ekki náö tökum á. Þegar vaninn nær undirtökum í starfi tónlistarfólks sættir það sig gjarnan við að leika hæfilega vel, svo tónleikarnir verði „alveg nógu góðir“, eins og þaö heitir. Þá gleym- ist að sé tónlist aðeins leikin hæfi- lega vel er eitthvað enn ósagt, eitt- hvað í tónverkinu sem ekki hefur verið dregið fram sem jafngildir þvi að leika ekki allt tónverkið. Hinn fullkomni ílutningur er að vísu ekki til en heyra má hvenær hug- myndin um hann tendrar leikinn. Þau í tríóinu hafa greinilega metn- Tónlist Atli Ingólfsson að til að leika verkin til fulls. Stundum grunar mann reyndar aö hægt sé að segja meira en í verkinu býr. Svo er til dæmis með tríó Mozarts í G-dúr K 564. Það mun vera umskrift á píanósónötu, unn- in í framhjáhlaupi. Verkið er fjarri því besta sem Mozart samdi fyrir tríó. Formiö er ekki mjög sannfær- andi. Flutningurinn var ágætur, styrkleikajafnvægi gott en stund- um hefðu strengirnir mátt vera hlutlausari til að draga betur at- hyglina að píanóinu þegar þess þurfti með. Hlutleysi er líka túlkun. Næturljóö Blochs höfðu þann gyðinglega blæ sem sagt er að ein- kenni tónlist hans. Stefjabrot, sem gætu verið úr söngvum gyðinga skjóta víða upp kollinum, og formið er einhver dularfull ganga milli þessarra brota. Verkið var ein- kennilega vel spilað af tríóinu svo að hvert augnablik varð áhuga- vert. Ég minnist frábærs samleiks Guðnýjar og Gunnars í upphafi fyrsta næturljóðs. Loks kom svo að aðalréttinum, triói í B-dúr op.99, D. 898, eftir Schubert. Þetta er eitt af hinum guðdómlega löngu verkum Schu- berts og náði Tríó Reykjavíkur frá- bærum tökum á því. Alls kyns við- kvæmar hraðabreytingar, blæ- brigði í styrk, samtöl hljóðfæranna, allt rann þetta mjúklega í eina ljóð- ræna heild. Þó er álitamál hvort frásagnartónninn mætti ekki stundum léttast. Víst hefur gaman Schuberts alltaf tregafullan undir- tón. En hefur það ekki enn sterkari og tregafyllri áhrif eftir því sem viö drögum kærulausari og hæðnari gleði fram í því? Ég hygg aö Mahler hafi kennt okkur þetta. Þetta voru afbragðsgóðir tónleik- ar og allir vilja heyra meira, til dæmis rómantíska efnisskrá. Atli Ingólfsson PJ*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.