Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989. íþróttir Frétta- stúfar Parísarliðió tapaöi I ' !' Toppliðmn firönsku 1. _/S j: deUdarinnar í knatt- i lo ii spymu vegnaöi ekki vel í gær þegar fyrsta umferð ársins var leikin þar í landi. Paris St. Germain tapaði 2-1 fyrir nýUðunum Sochaux, sem þar raeð eru komnir í topp- baráttuna og Auxerre geröi markalaust jafiitefli á heimaveUi við meistarana frá Monaco. Mar- seUles vann hins vegar góðan úti- sigur á Matra Racing, 0-2, og Nantes er einnig að náigast efstu Uðin eftir 1-2 sigur í Toulouse. Staða efstu Uða er þannig: ParisStG....23 15 5 5 33-19 50 Auxerre....25 15 4 6 32-21 49 MarseiUes ..25 12 10 3 37-23 46 Sochaux....25 12 9 4 31-18 45 Monaco.....25 11 9 5 37-24 42 Nantes.....25 12 6 7 33-28 42 AJjax áfram Ajax tryggði sér á laugardagmn sæti í 4. umferð hoUensku bikar- keppninnar í knattspymu með 2-1 sigri á Utrecht. Groningen komst áfram með 1-0 útisigri á WOG og VUssingen vann Telst- ar 2-0 á útivelU. !Jf. Benfica bætlr vlð Benfica jók forskot ■ sitt í portúgölsku 1. j defldinni í fjögur stig á laugardaginn með því að sigra Viseu 1-0 á útiveUi. Naumt var það þó þvi BrasiUu- maöurinn Ricardo skoraði sigur: markiö mínútu fyrir leikslok. Á meðan máttu meistaramir Porto sætta sig við jafntefli, 1-1, viö Portimonense. Boavista og Sport- ing Lissabon eru í þriöja og flórða sæti, hinn brasUíski Casvavel skoraði þrennu fyrir Sporting sem vann Nacional de Madeira 4-0 og Boavista vann Chaves með sörau raarkatölu. Fær Havelange Nóbel? Aiþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefúr tílnefnt forseta sinn, BrásiUumanninn Joao Have- lange, tU friðarverðlauna Nóbels í ár. Havelange þykir hafa unniö mikiö starf í að stuðla að friö- samlegum samskiptum þjóða á mUU á knattspymusviðinu. Það er sérstök nefnd, skipuð af norska þinginu, sem úthlutar nóbelsverðlaununum árlega og þetta mun vera í fyrsta skipti sem knattspyrauleiötogi hlýtur tU- nefningu til þeirra. Rush meiddur Ian Rush, markamaskínan frá Liverpool, varö fýrir ökkla- meiðslum í leiknum við New- castle í 1. deUd ensku knattspym- unnar á laugardaginn. I>au gera það að verkum að Rush getur ekki ieikið með welska landshð- inu þegar þaö mætir ísraels- mönnum í vináttulandsleik í Tel Aviv á miövikudaginn. Sígurogtap Spurs San Antonio Spurs, iið Péturs Guð- mundssonar, sigraði Los Angeies Chppers, 106-101, á útiveUi í bandarísku atvinnudeUdinni í körfuknattleik um helgina. Síðan steinlá hðið hins vegar gegn Portland TraU- blazers, 100-137. Pétur lék ekki með vegna meiðsla eins og fram kemur annars staðar í biaðinu. Spurs eiga eftir sem áður litla möguieika á að koraast í úrshta- keppnina. Helstu úrsht urðu þau aö Bost- on Celtics vann Washington Bul- iets, 117-108, Cleveland Cavahers vann Sacramento Kings, 110-94, Houston Rockets vann Chicago Bulls, 105-98, og Los Angeles Lak- ers vann Portland, 140-129. Arsenal í hefndarhug gegn „Hömrunum“ - sigraöi 2-1 og heldur sínum hlut á toppi 1. deildar Arsenal heldur sigurgöngu sinni áfram í ensku 1. deUdinni. Um helg- ina vann höið West Ham í nágranna- slag, 2-1. Barónamir halda toppsætinu í kjölfar þessa sigurs sem var mjög sanngjarn. Leikmenn Arsenal komu í hefndarhug til leiks eftir ófarirnar gegn West Ham fyrr á árinu en liðin áttust þá við í bikamum. Leikmenn Arsenal sóttu látlaust allan fyrri hálfleikinn en Alan McKnight, markvörður Hamranna, bjargaði hins vegar flestu. Hann fékk þó ekki ráðið við skot þeirra Perry Groves og Alan Smith, sem gerði sitt 17. mark í vetur. Það var nýliðinn Julian Dicks sem skoraði fyrir West Ham. Norwich heldur sínu striki Norwich heldur öðm sætinu í 1. deildinni eftir 1-2 sigur á Charlton í Lundúnum. Það var þó gamla kemp- an Garth Crooks sem náði forystunni fyrir Charlton en Malcolm Allen jafnaði fyrir Norwich. Andy Tow- nsend tryggði síðan Kanarífuglunum frá Carrow Road þennan dýrmæta sigur í toppslagnum. Hörkuleikur á Goodison Park Það var hörkuleikur á Goodison Park í Liverpool þar sem Everton tók á móti hinu harðskeytta hði Wimble- don. Liðin sættust á skiptan hlut, 1-1, en áður en upp var staðið bar ýmislegt til tíðinda. Lundúnaliðið hóf leikinn af mikl- um krafti og Lawrie Sanchez kom Wimbledon yfir snemma í leiknum. Graeme Sharp jafnaði síðan metin fyrir Everton úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé. Er nær dró lokum mátti hinn harð- skeytti Vinny Jones úr liði gestanna hverfa af velli en hann fékk rautt fyrir ruddabrot. Ekki náði Everton þó að nýta sér meiri hðsafla og sat við 1-1. Heppnisstig til meistaranna Meistaramir í Liverpool gerðu 2-2 jaftitefli við Newcastle á útivelh um helgina. Slapp Rauði herinn þar með skrekkinn því Newcastle, sem berst við fallið, kom rækilega á óvart með góðum leik. Það voru útlendingamir tveir í liði Newcastle sem skomðu mörk hðs- Það er engu líkara en Colin Pates, varnarmaður Charlton, hafi ruglast á afturenda Norwich-leikmannsins Malcholms Allen og knettinum. Allen sak- aði ekki og hann skoraði annað marka Norwich sem vann, 1-2. Símamynd Reuter ins. Fyrst Brasilíumaðurinn Mirand- inha og síðan Daninn Frank Pingell. Á milli marka þeirra skoraði Ian Rush og „tvífari“ hans, John Aldridge, jafnaði síðan metin. NewcasÚe var óheppið að skora ekki undir lokin er John Hendrie komst einn í gegn, eftir sendingu frá Mirandinha, en skot hans geigaði. Þá átti Mirandinha sjálfur ótrúlegt langskot um miðjan fyrir hálfleik sem hafnaði í stönginni. „Það vom smávægileg mistök sem kostuðu okkur sigurinn í þessum leik,“ sagði Jim Smith, fram- kvæmdastjóri Newcastle, eftir leik- inn. „Ef við læmm af þessum leik og höldum síðan okkar striki þá eig- um við ágæta möguleika," sagði hann. Dýrlingarnir heillum horfnir Derby vann öruggan sigur á Sout- hampton, 3-1. Virðast Dýrlingarnir heihum horfnir og gildir þá einu þótt WaUace-bræðumir þeytist um allan vöU. Mörk Derby skomðu Trevor Heb- berd, fyrrum leikmaður Southamp- ton, Paul Goddard og Dean Saunders. Danny Wallace minnkaði síðan bU- ið fyrir Southampton með ágætu marki undir lokin. Pjakkarnir hans Clough klífa töfluna Skírisskógardrengirnir eru nú alger- lega óstöövandi og vinna hvem leik- inn í kjölfar annars. Um helgina sigr- aði Forest Uð Luton, 2-3, á útivelli. Nigel Clough, sonur stjórans á Skógarskútunni, skoraði í tvígang og Gary Parker bætti við þriðja mark- inu. Nigel Clough er nú orðaður við landsUðið en hann átti stjömuleik á KenUworth Road. Mörk Luton gerðu Mick Harford og Kingsley Black. Erfitthjá QPR QPR steinlá fyrir MUlwaU um helg- ina og er Uðið í kjölfarið komið í buUandi fallhættu og jafnhUða því hitnar undir foringjanum Trevor Francis. Leiknum lyktaði 1-2 fyrir MillwaU sem hefur komið þeldur betur á óvart í vetur. Fyrri hálfleikur var markalaus en fljótlega í þeim síðari skoraöi James Carter fyrir MUlwaU. Tony Cascar- ino, markavéUn geðþekka, kom MU- wall í 2-0, áður en hinn víðförli Mark Falco minnkaöi biUð úr vítaspymu. Leikur Middlesbro og Coventry var frekar tíðindaUtíll. Coventry komst yfir með marki framherjans sterka, CyriUe Regis, en Bemie Slaven jafn- aði fyrir Middlesbro og þar við sat. Boro átti þó mun meira í seinni hluta leiksins en náði þó ekki að skapa sér afgerandi færi tU að hafa öll stigin. Chelsea fer hamförum í 2. deUdinni bar það helst tíl tíðinda að Chelsea vann WalsaU 0-7 á úti- veUi. Walsall heftu- fengið á sig 11 mörk í síðustu tveimur heimaleikjum og gengur aUt á afturfótunum hjá Uð- inu. Gordon Durie skoraði 5 mörk íyrir Chelsea og Blástakkarnir halda sínu striki á toppnum í 2. deUdinni. Næstir þenn em nú leikmenn Manchester City sem lögðu Portmo- uth á útiveUi um helgina, 6-1. -JÖG Vestur-þýska Ásgeir Siguröur Bjömssan, DV, V-Þýskalandi: Stuttgart sigraði 2. deildar lið Kickers Offenbach, 2-1, í æfingaleik sem háður var um helgina en þýsku Uðin búa sig nú undir að heíja keppni á ný eftir vetrarfrnð. Ásgeir Sigurvinsson kom Stuttgart yfir strax á 4. mínútu leiksins en Weber jafnaði fljótlega fyrir Offen- bach. Það var síðan Karl AUgöwer sem bjargaði heiðri Stuttgart þegar hann skoraði sigurmarkið úr víta- spymu. knattspyman: skoraði Ólæti í Hannover Áhangendum nágrannaliðanna Hannover 96 og Eintracht Braunswchweig laust saman á pöU- unum þegar þau mættust á innan- hússknattspymumóti í Hannover um helgina. Slagsmál brutust út og hóparnir skutu flugeldum hvor á annan. Lögregla skakkaði leikinn og þegar félögin mættust aftur í úrslita- leik mótsins fór allt friðsamlega fram. Hannover vann þá, 6-1, en auk þessara tveggja tóku þátt í mótinu Uð Hamburger SV, Dukla Prag og Vejle, auk tveggja þýskra áhugamannaliða. Dýrmætt stig í súginn Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Anderlecht varð af dýrmætu stigi í einvíginu við Mechelen um belgíska meistaratítiUnn í knattspymu á laugardagskvöldiö er Uðið mátti sætta sig við jafntefli, 3-3, gegn Beer- schot á heimaveUi. Þetta er aöeins annað stigið sem Anderlecht tapar á heimaveUi á þessu tímabUi en hitt var gegn Mechelen þann 8. septemb- er. Mechelen vann Racing Mechelen, 3-0, og hefur sjaldan leikið betur en einmitt nú eftir vetrarfríið og Uðinu er af flestum spáð meistaratitiinum í ár. Leikur Anderlecht og Beerschot byrjaði rólega, leikmenn Beerschot drógu sig í vöm og reyndu skyndi- sóknir en bikarmeistaramir reyndu aftur á móti að ná upp hrööum leik en tókst það ekki aUtof vel. Liðið er ekki sannfærandi eftir vetrarfríið. Fyrsta markið kom á 23. mínútu er Luc NiUs gaf á Arnór Guðjohnsen og hann gaf aftur á NiUs, sem skor- aði, 1-0. En aðeins mínútu síðar æti- aði Stephan Keshi, varnarmaöur Anderlecht, aö gefa á Munaron markvörð, en Wellens komst inn í sendinguna og náði að jafna, 1-1. Á 33. mínútu skoraði svo landsUðs- maðurinn belgíski, Georges Grún, fyrir Anderlecht, 2-1, með góðum og föstum skalla og var staðan þannig í hálfleik. Seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri. Gootes byijaði á aö jafna fyrir Beerschot, 2-2, og tóku þá leik- menn Anderlecht við sér. Arnór fékk sendingu frá Henrik Andersen og átti hörkuskot af vítateig en rétt fram hjá. Aftur var Anderlecht nálægt því aö skora þegar Arnór náði að skalla á Eddy Kmcevic sem var í góðu færi á markteig en Kerremans, mark- vörður Beerschot, varði frá honum á undraverðan hátt. Markið lá í loftinu og hlaut að koma. NUis tók aukaspymu og Keshi náði að skalla í mark Beerschot, 3-2. En öUum á óvart náði Wellens að jafna, 3-3, er fimm mínútur voru til leiksloka. Önnur úrsUt urðu þau að Club Brúgge og Kortrijk skUdu jöfn, 1-1, Lokeren tapaði, 0-3, gegn Liege, Standard vann Cerle Brúgge, 1-0, Waregem vann Genk, 3-1, Lierse tap- aði, 0-2, fyrir Beveren, Antwerpen tapaði, 0-1, fyrir Molenbeek og St. Truiden og Charieroi gerðu marka- laust jafntefli. Staða efstu Uöa er þannig: Mechelen.......21 16 4 1 43-13 36 Anderlecht.....21 15 4 2 55-20 34 Liege..........21 11 7 3 43-16 29 ClubBrúgge.....21 11 6 4 42-21 28 Antwerpen......21 9 8 4 38-26 26 St. Truiden....21 9 5 7 23-26 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.