Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989. 43 Fólkífréttum Hrafnkell Helgason Hrafhkell Helgason, yflrlæknir á Vífilsstöðum, hefur veriö í fréttum vegna þekkingar sinnar á Sturl- ungu. Hrafnkell er fæddur 28. mars 1928 á Stórólfshvoli í Hvolhreppi og lauk læknisfræðiprófi í HÍ1956. Hann var í framhaldsnámi og við lækningastörf á sjúkrahúsum í Sví- þjóð 1958-1963. Hrafhkell var deild- arlæknir á lyfjadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri 1963-1964, aðstoðarlæknir á sjúkrahúsum í Svíþjóð 1964-1967 og aðstoðaryfir- læknir þar 1967-1968. Hann hefur verið yfirlæknir á Vífilsstöðum frá 1968 og lektor og síðan dósent í lungnasjúkdómum í HÍ frá 1969. Hrafnkell var gjaldkeri félags yfir- lækna 1971-1973, Hjartasjúkdómafé- lags ísl. lækna 1973-1975 og ritari Félags ísl. lyflækna 1974-1976. Hrafnkell kvæntist 17. júní 1957 Helgu Lovísu Kemp, f. 17. júní 1925. Foreldrar hennar voru Lúðvík Kemp, vegaverkstjóri á fllugastöð- um í Skagafirði, og kona hans, Elísa- bet Stefánsdóttir. Börn Hrafnkels og Helgu eru Helgi, f. 25. febrúar 1952,1. stýrimaður á Ögra, kvæntur Önnu Kristínu Gunnlaugsdóttur þroskaþjálfa; Stella Stefanía, f. 20. desember 1955, hjúkrunarfræðing- ur í Garðabæ, gift Einari Sigurgeirs- syni, skipstjóra í Þorlákshöfn, og Hrefna Lovísa, f. 6. október 1964, vinnur á ferðaskrifstofu, sambýlis- maður hennar er Gunnar Karl Guð- mundssonhagfræðingur. Bræður Hrafnkels eru Jónas, f. 5. október 1924, bifreiðarstjóri á Hellu, kvænt- ur Guðrúnu Árnadóttur póst- og símstjóra; Helgi, f. 26. september 1926, d. 1. aprfl 1984, lögfræðingur, og Sigurður Helgi, f. 22. mars 1929, skrifstofustjóri ríkisspítalanna, kvæntur Stefaníu Kemp. Foreldrar Hrafnkels voru Helgi Jónasson, læknir og alþingismaður á Stórólfshvoli, og kona hans, Oddný Guðmundsdóttir hjúkrunar- kona. Föðursystur Hrafnkels voru Sigríður, móðir Einars Ágústssonar utanríkisráðherra, og Guðrún, móð- ir Ingva Ingvasonar, sendiherra í Washington. Helgi var sonur Jónas- ar, b. á Reynifelli á Rangárvöllum, bróður Guðríðar, langömmu Gunn- ars Ragnars, forstjóra Útgerðarfé- lags Akureyringa. Jónas var sonur Árna, b. á Reynifelli, bróður Jóns, afa Jóns Helgasonar, skálds og próf- essors. Systir Árna var Ingiríður, langamma Sigurðar, afa Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhags- stofhunar. Árni var sonur Guð- mundar, b. á Keldum, Brynjólfsson- ar, b. á Vestra-Kirkjubæ, Stefáns- sonar, b. í Árbæ, Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Halldórssonar, ætt- föður Víkingslækjarættarinnar. Móðir Árna var Guðrún, systir Magnúsar, langafa Gunnars Berg- steinssonar, forstjóra Landhelgjs- gæslunnar. Guðrún var dóttir Guð- mundar, b. í Króktúni, Magnússon- ar, bróður Þorsteins, langafa al- þingismannanna Þórhildar Þor- leifsdóttur, Eggerts Haukdals og Benedikts Bogasonar. Móðir Guð- rúnar var Guðrún Pálsdóttir, b. á Keldum, Guðmundssonar og konu hans, Þuríðar Jónsdóttur, systur Páls skálda, langafa Ásgeirs Ás- geirssonar forseta. Móðir Helga var Sigríður Helga- dóttir, b. í Árbæ í Holtum, Jónsson- ar, b. í Árbæ, Runólfssonar, prests á Stórólfshvoli, Jónssonar, bróður Jóns, langafa Brynjólfs, afa Gauks Jörundssonar, umboðsmanns Al- þingis. Móðir Jóns var Guðrún Þor- steinsdóttir, systir Bergljótar, langömmu Páls, afa Hjörleifs Gutt- ormssonar alþingjsmanns. Móðir Sigríðar var Helga Sigurðardóttir, b. á Barkarstöðum í Fljótshlíð, ísleifssonar og konu hans, Ingi- bjargar, systur Tómasar Fjölnis- manns og Jórunnar, ömmu Árna Þórarinssonar, prests á Stóra- Hrauni. Ingibjörg var dóttir Sæ- mundar, b. í Eyvindarholti, Ög- mundssonar, prests í Krossi, Högna- sonar, prestaföður, prests á Breiða- bólstað, Sigurðssonar. Móðir Sæ- mundar var Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Oddný var dóttir Guðmundar, b. Hrafnkell Helgason. á Bakka í Landeyjum, Diðrikssonar, bróður Þórðar mormónabiskups. Móðir Oddnýjar var Kristín, systir Lopts mormónabiskups og Sigríðar, langömmu Ólafs W. Stefánssonar, skrifstofusrjóra í dómsmálaráðu- neytinu. Kristín var dóttir Jóns, b. á Bakka, Oddssonar, b. í Þykkvabæ, Jónssonar, b. og hreppstjóra á Kirkjubæjarklaustri, Magnússonar, langafa Jóhannesar Kjarvals og Jóns, afa Jóns Helgasonar, fyrrv ráðherra. Kristín var dóttir Sigríðar Jónsdóttur, b. á Kanastöðum, Árna- sonar, bróður Ólafs, langafa Sigrún- ar, móður Ragnheiðar Helgu Þórar- insdóttur borgarminjavarðar. Afmæli Asdís Anna Johnsen Ásdís Anna Johnsen hjúkrunar- fræðingur, til heimflis aðFreyju- völlum 10, Keflavík, er fertug í dag. Ásdís fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hún lauk námi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla íslands 1972 en hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur síðan. Ásdís flutti frá Eyjum til Hafnar- fjarðar 1972 og síðan til Reykjavík- ur. Hún flutti til Njarðvíkur 1982 en hefur búið í Keflavík frá 1988. Ásdís hefur starfað við Sjukrahúsið í Kelfavík frá 1982 og hún er trúnað- armaður Hjúkrunarfélagsins í Keflavík. Maður Ásdísar er Björn Blöndal fréttamaður, f. 14.5.1946, sonur - Björns A. Blöndal og Kristbjargar Gísladóttur. Ásdís og Björn eiga fjögur börn. Þau eru: Margrét Blöndal, f. 7.2. 1971; KristínBlöndal, f. 10.1.1972; Friðbjörg Blöndal, f. 18.4.1973, og Gísli Friðrik Blöndal, f. 19.10.1977. Bræðður Ásdísar: Hrafn Johnsen tannlæknir, f. 6.1.1938, kvæntur Sig- urrós Skarphéðinsdóttur, en þau eru búsett í Hafnarfirði, og Örn Tryggvi Johnsen, f. 30.5.1944, d. 9.10. 1960. Foreldrar Ásdísar: Gísli Friðrik Johnsen, f. 11.1.1906, fv. ljósmynd- ari og útgerðarmaður, og Friðbjörg Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 25.5.1907. Þau bjuggu lengst af í Vestmannaeyjum en eru nú búsett í Hafharfirði. Gísh fæddist í Vest- mannaeyjum, sonur Gísla John- sens, stórkaupmanns í Vestmanna- eyjum, og Ásdísar Gísladóttur, kaupmanns í Vestmannaeyjum. Friðbjörg er dóttir Tryggva Sig- urðssonar, b. á Jórunnarstöðum í Eyjafirði, og konu hans, Lilju Frí- mannsdóttur; Tryggvi var sonur Sigurðar, b. á Jórunnarstöðum, Jó- hannessonar, b. í Torfufelli, Bjarna- sonar, b. í Leyningi, Flóventssonar, á Hrísum. Bróðir Tryggva var Magnús á Grund, sá er byggði Grufidarkirkju. Móðir Tryggva var Ragnheiður Magnúsdórtir, hrepp- stjóra að Öxnafefli, bróður Ásgríms, langafa Áslaugar, móður Friðriks Sophussonar. Magnús var sonur Árna prests að Tjörn í Svarfaðar- dal. Systir Árna var Sigríður, lang- amma Valgerðar, ömmu Valgerðar Sverrisdóttur alþingismanns. Árni var sonur Snorra, prest í Hofstaða- þingum, Björnssonar, bróður Jóns, langafa Pálínu, móður Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, fóöur Steingríms forsætisráðherra. Móðir Magnúsar var Guðrún Ásgríms- dóttir af Ásgeirsbrekkuættinni, systir Gísla, langafa Sigurbjarnar, prests á Grund, föður Gísla, for- srjóraGrundar. Systir Gísla Friðrikssonar er Sig- ríður, móðir Gísla Ástþórssonar blaðamanns. Önnur systir Gísla er Soffía, móðir Gísla lögfræðings og Árna hljóðfæraleikara ísleifssona. Bróðir Gísla eldri var Árni, faðir Ingibjargar, móður Árna Johnsens, fv. alþingismanns. Bróðir Ingibjarg- ar er Sigfús, faðir Árna borgarfull- Ásdís Anna Johnsen. trúa og Þórs, ritsrjóra Stefnis. Ann- ar bróðir Gísla eldri er Lárus, afi Rikarðs Pálssonar tónskálds. Þriðji bróðir Gísla er Sigfús, faðir Baldurs Johnsens, fv. forstöðumanns Hefl- brigðiseftirhts ríkisins, föður Skúla borgarlæknis og Önnu, konu Vil- hjálms Vilhjálmssonar borgarfull- trúa. Asmundur Jósefsson Ásmundur Jósefsson, fyrrv. b. og verkamaður, Skagfirðingabraut 1, Sauðárkróki, er níræður í dag. Ásmundur fæddist að Stóru- Reykjum í Flókadal og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann stundaði öll almenn sveitastörf frá unga aldri og tók við búi foreldra sinna sautján ára en faðir hans hafði þá verið heilsuhtill um árabil. . Ásmundur bjó á Stóru-Reykjum fram yfir seinna stríð en flutti þá að Sjöundastöðum í Flókadal og bjó þar til 1964. Þá fiutti Ásmundur á Sauðárkrók og hefur búið þar síðan. Á Sauðárkróki vann Ásmundur almenn verkamannastörf, m.a. starfaði hann í fjölda ára hjá Hita- veitu Sauðárkróks við lagnir, við- haldogviðgerðir. Kona Ásmundar var Arnbjörg Ei- ríksdóttir ljósmóðir, f. 27.12.1896, d. 1988, dóttir Eiríks Ásmundssonar, b. á Reykjalóni á Bökkum, og Guð- rúnar Magnúsdóttur. Bróðir Arn- bjargar var Ásmundur Eiríksson, trúboði og forstöðumaður Hvíta- sunnusafnaðarins. Ásmundur og Arnbjörg eignuðust fjóra syni en dóttur sína misstu þau unga. Börn þeirra: Guðrún, f. 1.10. 1925, d. sama ár; Eiríkur, f. 22.1.1927, fyrrv. kaupfélagssrjóri í Króksfjarð- arnesi, nú starfsmaður hjá KE A á Akureyri, kvæntur Huldu Magnús- dóttur, þau búa á Svalbarðseyri og eiga sjö börn; Guðmundur, f. 18.2. 1929, starfsmaður á Keflavíkurflug- velh, kvæntur Thoru Pribe, þau eiga fjögur börn; Heiðar, f. 18.2.1929, pípulagningameistari í Reykjavík, kvæntur Gyðu Svavarsdóttur, þau eiga fimm börn, og Lúðvík, f. 17.11. 1931, b. á Sigríðarstöðum í Fljótum, kvæntur Grétu Jóhannsdóttur, þau eigasjöbörn. Ásmurídur var þriðji yngstur tíu systkina. Eitt' systkina hans léstí barnæsku en hin, komust öll tfl full- orðinsára. Ásmundur er nú einn systkinannaálífi. Foreldrar Ásmundar voru Jósef Björnsson, f. 26.3.1854, d. 31.5.1932, b. á Steinavöllum og síðar Stóru- Reykjum, og kona hans, Svanfríður Sigurðardóttir, f. 20.12.1861, d. 30.5. 1922. Jósef var sonur Björns, b. að Hvanndölum, Gíslasonar, b. í Saurbæ í Siglufirði, Hinrikssonar, b. á Auðnum í Ólafsfirði, Gíslason- ar, b. á Fjalh í Sæmundarhlíð, Þor- kelssonar. Móðir Jósefs var Arn- björg Þoryaldsdóttir, b. á Frosta- stöðum, Ásgrímssonar, b. á Minni- Ökrum, Dagssonar Péturssonar. Svanfríður var döttir Sigurðar, b. á Stóra-Grindli og víðar, Sigmunds- sonar, b. á Krossi á Akranesi, Snorrasonar, b. í Andakfl, Magnús- sonar. Móðir Svanfríðar var Margr- ét Jónsdóttir, systir Jóns Norð- manns, prests á Barði, afa Katrínar, móður Jórunnar Viðar tónskálds, móður Katrínar Fjeldsted, læknis ogborgarfulltrúa. Margrét var dótt- ir Jóns, b. á Krakavöllum, Guð- mundssonar, bróður Vatnsenda- Rósu og Sigríðar, langömmu Sigurð- ar Nordals og Valtýs Stefánssonar. Móðir Jóns var Guðrún Guðmunds- dóttir, b. í Lönguhlíð, ívarssonar, bróður Björns, afa Bjargar, ættmóð- ur Kjarnaættarinnar, langömmu Friðriks Friðrikssonar æskulýðs- leiðtoga. Björn var einnig langafi Stefáns, afa Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Móðir Jóns Norðmanns var Margrét sem talin var laundótt- ir Jóns, skálds og prests á Bægisá, Þorlákssonar. 90 éra Páhna Konráosdóttir, Skarðsá, Staðarhrepni. 85 ára______ Magnea Jóelsdóttir, Grundarsrig 12, Reykjavík. 80 ára Solveig D. JóhannesdéttJr, Brekkuseli 29, Reykjavík. 70 ára Guðrún V. Jðnsdóttir,N Stóra-Sandfelh' I, Skriðdalshréppi Finnbogi Stefánsson, ÍKírsteinsstðöum, Lýttogsstaðahreppl. 60 ára Gunnar Sigurjórtsson, Sólvöllum 9, Settbssi Guðmundur SiguijoBsson, Vesturbergi 38, Reykjavfk. Sigurjón Guðmundsson, Eiríksstöðum n, Jökuldalshreppi. 50 ára_________ Reynir linarsson, Gufonesvegi 3, Reykjavík. Sigurður Halldór Olafsaon, UnufelU 31, Reykjavík. örs Gislasou, Hafnarbraut 6, Suðurfjaroar- hreppi. 40 ára_______ Rós Óskarsdóttir, Vatnshóli, Ausnir-Landeyjum. Sigríður Guörauudsdóttir, Háisaseh 4, Reykjavflt. Unnur Hauksdóttir, Bólstaðarhlíð 62, Reykjavík. Margrét Helgadóttir, Suöurhólum 24, Reykjavflt. Sigrún Franzdóttir, Latuasi 6, Egilsstöðum. Leiðrétting Pétur Kr. Árnason Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssógu þéirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir. í afmælisgrein um Pétur Kr. Árnason múrarameistara, í helg- arblaðinu 4.2. sl., féll niður nafn eins sonaPéturs, Guðmundar. Pétur á átta syni. Þeir eru Ómar, f. 25.8.1946; fflyni, f. 8.5.1949; Guð- mundur, f. 29.1.1950; Hólmsteinn, f. 25.2.1951; Ingibert, f. 19.3.1952; Árni, f. 13.6.1953; Logi, f. 17.9.1958, ogLýður.f. 28.3.1960. Þetta leiðréttist hér með um leið og viðkomandi aðilar eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.