Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 28
28 ffikM'éuftI6.VfeBM'iM Aðalfundur Styrktarfélags Sogns verður haldinn í Síðumúla 3-5 laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin B L A Ð BURÐARFÓLK \ \ \ REYKJAVIK Baldursgötu Bragagötu Safamýri oddatölur Ármúla 1-9 Hringbraut 91 - út Grandaveg AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna það í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaðstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands sem noröan. vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, það er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borgá meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglysingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af taekifærum. Þaö er bara aö grípa pau. Þú hríngir... Viðbirtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opfð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00— 14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Iþróttir Islandsmótið í handknattleik: FH á toppnum í 1. deild kvenna ^ 4j - vann stórsigur á Fram. Tveir Valssigrar á Akureyri Valur vann tvo auövelda sigra á Þór, 25-14 og 19-11, í 1. deild kvenna í handknattleik um helgina. Víking- ur sigraöi ÍBV, 23-14, í Laugardals- höllinni á laugardag en ÍBV komst hins vegar ekki til leiks gegn FH í Hafnarfirði kvöldiö áöur vegna veö- urs. Einnig var frestaö viöureign Hauka og Fram þar sem markvörður Hauka er á námskeiði á vegum HSÍ í Noregi. Þá fóru þrír leikir fram í deildinni á miðvikudagskvöld. Hafnarfjarðar- liðin unnu bæði sæta sigra. FH vann Fram, 23-15, og hefur þar með tekið forystuna í deildinni og Haukar unnu Val, 19-15. Loks áttust við í Laugardalshöll Víkingur og Stjarnan og lyktaði þeirri viðureign með sigri Garðbæinga, 26-23. Öruggur sigur FH á Fram FH stelpurnar sýndu sínar bestu hliðar er þær tóku á móti íslands- •meisturunum. Léttleikinn og leik- gleðin voru í fyrirrúmi og vörn Uðs- ins góð svo og markvarsla Höllu Geirsdóttur. Sama er ekki hægt að segja um lið Fram. Liðið átti slakan dag og varnarleikurinn í molum. FH greip til þess ráðs að taka stórskyttu Fram, Guðríði Guðjónsdóttur, úr umferð og við það raskaðist sóknar- leikur ljðsins mjög og var algerlega bitlaus. Systurnar Eva og Rut Baldurs- dætur áttu báðar mjög góðan leik fyrir FH og skoruðu helming marka liðsins. Einnig sýndi Halla oft góða takta í markinu og varði í heildina mjög vel. En þetta var sigur liðs- heildar FH og á allt liðið hrós skilið. • Mörk FH: Rut 7, Eva 5, Ingibjörg 4, Heiða og Björg 3 hvor, Kristín 1 1. deild kvenna: FH - ÍBV................................frestað Þór - Valur...............................14-25 Haukar-Fram.....................frestað Víkingur - ÍBV........................23-14 Þór-Valur...............................11-19 FH..............10 8 0 2 202-144 16 Víkingur...l3 7 1 5 241-223 15 Fram...........9 7 0 2 177-115 14 Valur.........11 6 0 5 185-173 12 Stjarnan......9 5 1 3 193-160 11 Haukar.......9 4 2 3 162-157 10 ÍBV............10 1 0 9 130-219 2 ÞórA.........11 1 0 10 151-250 2 Aftureld. - Njarðvík...............22-24 HK-Þór...................................33-21 ÍR - Haukar..............................23-18 Keflavík - ÍH............................28-21 Selfoss - Ármanh....................25-27 HK.............13 11 1 1349-26123 ÍR...............12 9 12 306-231 19 Haukar......13 8 2 3 316-265 18 Ármann.... 13 8 1 4 306-305 17 Njarövík... 12 6 1 5 302-286 13 Selfoss.......12 5 0 7 304-302 10 Þór.............14 4 0 10 282-357 8 Keflavík.... 13 4 0 9 286-313 8 Aftureld....l2 3 0 9 276-307 6 ÍH...............12 2 0 10 229-329 4 i Mörk Fram: Guðríður 5, Jó- hanna 3, Ósk 2, Arna, Ingunn, Margr- ét, Hafdís og Sigrún eitt mark hver. Enn sigra Haukar Það virðist sem Haukastúlkurnar hafi eitthvert tangarhald á Valslið- inu og var engin undantekning þar á í viðureign þeirra á miðvikudag. Þær náðu strax forystunni og héldu henni allt til leiksloka. Staðan í hálf- leik var 9-5. Haukastúlkur mættu ákveðnar til leiks, spiluðu vörnina af miklum krafti og gáfu sóknarmönnum Vals engan frið. Það má segja að þær hafi unnið þennan leik á góðum varnar- leik og hraðaupphlaupum. Valsliðið var slakt og vantaði alla leikgleði í liðið. Vörnin ekki sannfærandi og varnarmúr Haukanna var þeim of- viða. Atkvæðamestar voru þær Guðrún Kristjánsdóttir hjá Val og Steinunn Þorsteinsdóttir hjá Haukum en báð- ar settu þær 6 mörk. • Mörk Hauka: Steinunn 6, Margr- ét 5, Hrafnhildur 3, Ragnheiður og Þórunn 2 hvor, Brynhildur 1 • Mörk Vals: Guðrún Rebekka 6, Ásta Elín 3, Hanna Katrín og Ásta Björk 2 hvor, Erna Lú og Kristín Anna sitt glæsimarkið hvor. Fjóla með aö nýju Það er ekki hægt að hrósa liðunum fyrir góðan varnarleik er Víkingur og Srjarnan áttust við í Höllinni enda mikið skorað af mörkum. Stjarnan leiddi leikinn nær allan tímann en jafnt var í hálfleik, 11-11. Stjarnan hafði áfram ávallt yfirhöndina í síð- .ari hálfleik en þegar stutt var til leiksloka náðu Víkingsstúlkur að jafna, 23-23, og héldu menn nú að Garðbæingar væru sprungnir. En með hörkunni náðu þær að stela boltanum í tvígang af Víkingum og skora úr hraðaupphlaupum á síð- ustu mínútunum og sigruðu með tveggja marka mun, 25-23. Víkingur reyndi að veikja sóknar- leik Stjörnunnar með því að taka Erlu Þuríði úr umferð en virtist það ekki koma að sök að þessu sinni. Ragnheiður Stephensen átti góðan leik fyrir Stjörnuna og þá sérstaklega í síðari hálfleik svo og stalla hennar, Guðný Gunnsteinsdóttir, sem var iðin við kolann á línunni, skoraði og fiskaði vítaköst. í Víkingsliðinu var það meðalmennskan sem réð ríkjum og engin sem var annarri betri. • Mörk Víkings: Inga Lára og Svava 6, Heiða og Valdís 3, Jóna og Halla 2, Margrét 1 mark. • Mörk Stjörnunnar: Guðný 7, Ragnheiður 6, Erla og Hrund 4, Ingi- björg 3, Herdís og Helga 1 hvor. Öruggt á Akureyri Þegar Þór og Valur léku fyrri leik sinn á föstudagskvöldið hafði Valur örugga forystu í hléi, 6-12, og sigr- aði, 14-25. Mörk Þórs: Valdís 4, María 4, Stein- unn 3, Inga Huld 1, Inga Vala 1, Berg- rós 1. Mörk Vals: Katrín 8, Guðrún 7, Una 3, Kristín 3, Erna 2, Ásta 1, Ásta B. 1. í síðari leiknum, á laugardag, var staðan í hálfleik 4-9, Val í hag, og sigurinn jafhöruggur og kvöldið áð- ur, nú 11-19. Mörk Þórs: Valdís 4, María 3, Inga Huld 2, Harpa 1, Steinunn 1. Mörk Vals: Katrín 8, Guðrún 5, Una 3,Erna2,ÁstaB.l. -ÁBS/EL HK stefnir hrað- byri á 1. deild - ÍR stendur einnig vel eftir sigur á Haukum HK úr Kópavogi stefnir nú hrað- byri á 1. deildina í handknattleik. Liðið kom sér enn betur fyrir á toppi 2. deildarinnar á laugardaginn með því að sigra Þór frá Akureyri, 33-21, í Digranesi. HK hafði leikinn í hendi sér frá upphafi og Akureyrarliðið átti aldrei möguleika. Elvar Óskarsson skoraði 8 mörk fyrir HK, Hilmar Sigurgísla- son 6 og Róbert Haraldsson 6. Fyrir Þór skoraði Páll Gíslason 8 mörk og Sævar Árnason 4. ÍR-ingar standa einnig mjög vel að vígi eftir sigur á Haukum í Sehaskól- anum á laugardaginn, 23-18. Það eru því mestar líkur á að HK og ÍR leiki í 1. deildinni næsta vetur. Ármenningar eiga enn veika von en þeir sóttu Selfyssinga heim í gær og sigruðu, 25-27, eftir að hafa verið 14-12 undir í hálfleik. Magnús Sig- urðsson skóraði 13 mörk fyrir heima- menn en Hannes Leifsson 12 fyrir Ármann. Keflvíkingar fengu þýðingarmikil stig í fallbaráttunni-þegar þeir unnu ÍH, 28-21, í Keflavík í gær og staða Aftureldingar versnaöi viö ósigur á heimaveUi, 22-24, gegn Njarðyíking- um. Flest bendir til þess að ÍH fari niður í 3. deildina á ný og Aftureld- • Hilmar Sigurgíslason skoraði 6 mörk fyrir HK gegn Þór á laugardag- inn. ing, Keflavík, Þór og Selfoss eru öll ímikillifallhættu. -HH/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.