Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989. Fréttir Akureyri: Stúdent- arnirfáað velja um lóðir Félagsstofnun stúdenta á Akureyri hefur fengið jákvæða afgreiðslu hjá byggingarnefnd Akureyrarbæjar, en Félagsstofhunin hefur sótt um lóðir til að byggja á tvö fjölbýlishús fyrir námsmenn. Byggingarnefnd hefur ákveðið að gefa Félagsstofnuninni kost á eftir- töldum lóðum enda faUist skipulags- nefnd á þær hugmyndir: Lóðir við Vestursíðu, við Skarðshlíð vestan Hórgárbrautar, við Grenilund aust- an götu og lóð á Kjarnasvæði í Inn- bæ. Áformað er að byggingarfrain- kvæmdir hefjist fyrir 15. apríl og hægt verði að taka íbúðirnar í notk- un í haust. Abyrgðartryggingar: Fatlaðir fá end- urgreiddan söluskatt Tryggingastofnun ríkisins hefur ákveðið að endurgreiða sóluskatt af iðgjöldum af ábyrgðartryggingu bif- reiða í eigu fatlaðra. Ellilífeyris- þegar, sem voru örorkulífeyrisþegar (75% örorkumat eða meira) eða ör- orkustyrkpegar lífeyristrygginga (50-74% örorkumat) áður en þeir urðu ellilífeyrisþegar, skulu eiga rétt á endurgreiðslu samkvæmt reglum no. 423/1988. Gildir þetta um umsóknir sem ber- ast eftir 8. desember 1988 og þurfa þeir sem hafa fengið synjun að end- urnýja umsóknir sínár. -SMJ Akureyri: Bæjarráð vill lækka kostnað við dagvistun Gylfi Kristjáiisson, DV, Akureyri: Jón Björnsson, félagsmálastjóri á Akureyri, hefur kynnt félagsmála- ráði bæjarins tillögur meirihluta bæjarráðs um lækkun rekstrar- kostnaðar á dagvistum og leikvöllum í bænum um 2,5 milljónir króna. í framhaldi af því varð það niður- staða félagsmálaráðs að engin leið sé að lækka rekstrarkostnað í dag- vistarmálum nema skerða þjón- ustuna um leið. í bókun ráðsins seg- ir að ef niðurstaða við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar bæjarins verði sú að lækka samt sem áður þennan rekstr- arkostnað muni ráðið leggja ul að Gerðavelli verði lokað sem gæslu- velli frá 1. sept, sumarstarfsfólki verði fækkað um 25% á gæsluvöllum og leikskólunum Iðavelh, Lundarseh og Árholti verði lokað kl. 17 á daginn frá 1. júní í stað kl. 18 eins og gert er í dag. Samþykkja Landakot Öryggisverðir páfa hafa komið tvi- svar hingað til lands til að kanna aðstæður fyrir heimsókn páfa þriðja og fjórða júní. Þeir munu hafa mælt mjög ákveðið með því að messa páfa í Reykjavík verði við Landakot og að sögn séra Georgs, fulltrúa ka- þólsku kirkjunnar, þá er það ekki rétt sem haldið hefur verið fram í DV að öryggisverðirnir hafi áhYggjur af nálægðinni við sendiráðin þar. Er gert ráð fyrir að milli 7.000 og 10.000 manns mæti á morgni sjó- mannadagsins og hlýði á messu páfa á Landakotstúni. -SMJ ? KJARABÓT* HEIMÍLANNA ? FRÁ OPUS ? BT-101 EINN ALLRA FULLKOMNASTI OG HÆFASTI ÖRBYLGJUOFNINN SEM VÖL ER Á í DAG. 10 ORKUSTIG, ELDUNARPRÓGRÖM, 28 LÍTRA INNANMÁL, PRÓGRAMMAMINNI, SJÁIFVIRK AFFRYSTING, HITASTÝRÐ ELDUN, BARNALÆSING, MINNI FRAM í TÍMANN, HITAMÆLIR, SJÁLFVIRK UPPHITUN SEM HELDUR MATNUM Á RÉTTU HITASTIGI EINS LENGI OG MENNVIUA. NÁKVÆMUR ÍSLENSKUR LEIÐBEININGA- BÆKLINGUR FYLGIR. RÉTT VERÐ 38.650,- KJARABÓT OPUS AÐEINS 27.900r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.