Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989. £ íþróttir' • Guðni Bergsson hefur betur í baráttu við Ralph Milne, sóknarmann Manchester United, í leiknum á Old Trafford leiknum en var tekinn út af rétt fyrir leikslok. gær. Guðni komst ágætlega frá Simamynd Reuter Enska knattspyrnan: Enn einn sigur United - vann Tottenham, 1-0, á Old Traflford í gær Gunnar Sveinbjömsson, DV, Englandi: Óhætt aö segja að Manchester United og Tottenham hafi valdið 40 þúsund áhorfendum á Old Trafford vonbrigðum, sem og öllum hinum sem sátu heima og horfðu á 1. deildar leik liðanna í beinni sjónvarpssend- ingu í gær. Leikurinn reis aldrei undir nafni en United vann sinn fimmta leik í röð, nú 1-0, og komst með þvi í 5. sæti 1. deildar. Fyrri hálfleikur var frekar slakur og báðum hðum gekk mjög erfiðlega að skapa sér færi. Hvorugt náði tök- um á miðjunni og því var mest um barning fram og til baka. Baráttan var mikil og fjórir leikmenn áminnt- ir en þó varð leikurinn aldrei grófur. Erik Thorstvedt, markvörður Tott- enham, varði ágætt skot frá Bryan Robson og sló yfir skot frá Clayton Blackmore. Leikmenn vöknuðu örlítið meira í síðari hálfleik sem var skömminni skárri á að horfa. United náði foryst- unni á 57. mínútu þegar Gordon Strachan sendi boltann á Mark Hug- hes, fékk hann aftur og sendi á McClair sem skoraði af markteig, 1-0. Skömmu síðar fékk Tottenham eitt sitt besta færi, David Howells komst inn fyrir vörn Man. Utd eftir varnarmistók hjá Mal Donaghy og átti hörkuskot sem Jim Leighton varði á síðustu stundu. Leikmenn Tottenham höfðu greini- lega gleymt skotskónum í Lundún- um, sérstaklega Paul Stewart því hann fékk ein þijú ágæt færi í síöari hálfleik. Skömmu fyrir leikslok, er hann skallaði fram hjá af markteig, varð hóst að þetta var ekki dagur Tottenham. Guðni fellur betur og betur inn í leik Tottenham Guðni Bergsson lék í sömu stöðu og fyrr hjá Tottenham, á hægri vængnum, og er alltaf að falla betur og betur inn í leik liðsins en þarf greinilega meiri tíma. Hann átti þokkalegan leik, skilaði boltanum vel frá sér og gerði engin teb'andi mistök. Guðni átti eitt marktæki- færi, skallaði beint á Jim Leighton eftir aukaspyrnu frá Casgoigne. Hon- um var skipt út af á lokamínútunum ásamt Howells og Mitchell Thomas og Paul Walsh komu inn á en það breytti engu - Tottenham tapaði og situr því enn fyrir neðan miðja 1. deildina. Waddle meiddist Chris Waddle, enski landshðsmað- urinn hjá Tottenham, varð fyrir meiðslum í nára í leiknum. Hann verður því'ekki með Englendingum er þeir mæta Grikkjum í vináttu- landsleik í Aþenu á miðvikudags- kvöldið og Bobby Robson hefur nú bætt Gary Pallister frá Middlesboro í hópinn. „Verðum aðfara að vinna leiki" - Sigurður Jónsson á ný með Sheff. Wed. Sigurður Jónsson lék á ný með Sheffield Wednesday á laugardag- inn eftir að hafa afpiánað þriggja leikja bann. Hann fór beint í byrj- unarliðið en hann og félagar hans höfðu ekki erindi sem erfiði gegn Áston Vifla á Villa Park í Birming- ham og töpuðu 2-0. Sheff. Wed. er nú í þriðja neðsta sæti 1. deildar og hefur ekki unnið leik í deildinni síðan í nóvember. „Þaö voru nokkur viðbrigði að byrja að spila aftur eftir svona hlé þó ég hafi auðvitað æft mjög vel á meðan ég var í bannimi. Við áttum okkarfæriileiknumenklúðruðum þeim illa og vantar enn einhvern til að skora mörk. Annað marka Villa var kolólöglegt, það voru ein- ir þrír leikmenn liðsins rangstæðir þegar það var skorað. Við verðum að fara að vinna leiM og ef það tekst verðum við Qjótir að faraupp töfl- una því fá sög skilja okkur frá lið- unum sem eru í efri hiuta deildar- innar," sagði Sigurður í samtali við DVígær. NigelCallaghan, sem Aston Villa keypti frá Ðerby á fimmtudag/ skoraði strax á upphafsmínútum leiksins og David Platt bætti ððru marki við áður en fyrri háifleikur varúti -VS Inter Milano er óstöðvandi - enn taplaust í ítölsku 1. deíldinni Inter Milano hefur þriggja stiga forskot að loknum fyrstu leikjum síð- ari umferðar ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu. í gær fékk Inter lið Torino og sigraði, 2-0, með tveimur mörkum frá Aldo Serena sem bæði komu á fyrstu 20 mínútum leiksins. Inter er enn taplaust eftir 16 leiki og hefur hlotið 28 stig, Napoli kemur næst með 25 og síðan Sampdoria með 22 stig. Napoh' sigraði Pisa, 0-1, á útivelli. Andrea Carnevale skoraði sigur- markið í fyrri hálfleik. Sampdoria vann Lazio, 1-0, heima með marki frá Roberto Mancini. Marco Van Basten tryggði AC Milano 2-0 útisigur á botnliðinu As- coli með hví að skora eitt mark í hvorum hálfleik. Atalanta, sem er í 4. sæti, tapaði óvænt fyrir Lecce, 2-1, og Juventus mátti þakka fyrir 1-1 jafntefli í Pescara. Brasilíumaðurinn Tita kom Pescara yfir en Rui Barros frá Portúgal jafnaði fyrir Juventus. Loks vann Bologna 1-0 sigur á Fior- entina en þar brutust út ólæti meðal áhorfenda og fjórir voru fluttir á sjúkrahús. -VS 1. deild: Arsenal-WestHam...................2-1 Aston Villa - Sheflf. Wed.............2-0 Charlton - Norwich....................1-2 Derby - Southampton................3-1 Everton-Wimbledon................1-1 Luton-Nottm.Forest................2-3 Middlesbrough - Coventry........1-1 Newcastle - Liverpool................2-2 QPR - Millwall............................1-2 Manch. Utd - Tottenham...........1-0 2. deild: Barnsley - Brighton...................2-2 Blackburn - Bradford................2-1 Bournemouth - WBA.................2-1 Ipswich - Cr. Palace...................1-2 Leeds - Sunderland....................2-0 Leicester-Hull...........................0-2 Oldham - Watford......................3-1 Plymouth - Birmingham...........0-1 Portsmouth - Manch. City.........0-1 Shrewsbury - Stoke...................1-2 Walsall-Chelsea...........-.............0-7 Swindon - Oxford.......................3-0 3. deild: Aldershot - Northampton.........5-0 Blackpool - Wigan......................2-0 Bristol Rovers - Cardiff.............0-1 Bury - Chesterfield....................2-1 Chester - Reading.......................3-0 Fulham - Huddersfield..............1-2 Gillingham - Brentford..............0-0 Notts County - Mansfleld..........2-1 Port Vale - Wolves......................0-0 Sheff. United -Bolton.................4-0 Southend - Preston....................2-1 Swansea - Bristol City...............1-1 4. deild: Burnley - Torquay.....................1-0 Carlisle - Scunthorpe.................0-3 Crewe-Hereford........................2-1 Doncaster-Rochdale.................1-1 Exeter - Darlington....................2-1 Grimsby - Wrexham..................0-1 Halifax-Stockport.....................2-2 Hartlepool - York.......................0-1 Leyton Orient -Rotherham......3-1 Lincoln - Cambridge..................3-0 Peterborough - Tranmere.........1-1 Scarborough - Colchester.........0-0 1. deild: Arsenal..........22 14 5 Norwich........23 12 8 Coventry.......23 10 7 NottFor........23 9 10 Manch.Utd...23 9 9 Liverpool.......23 9 9 Millwall.........22 10 6 Derby.............22 10 5 Everton.........22 8 7 Middlesboro..23 8 6 AstonVilla....23 7 8 Wimbledón ...22 8 5 Tottenham....23 6 8 Luton.............23 6 8 Southampton23 6 8 QPR...............23 6 6 Charlton........23 5 8 Sheff.Wed..,..22 5 8 Newcastle.....23 4 6 WestHam......23 4 5 2. deild: Chelsea..........27 14 9 Man.City......27 14 8 Watford.........27 14 5 Blackburn.....27 14 5 WBA..............27 12 9 Cr.Palace......26 11 8 Barnsley........27 11 8 Leeds.............27 10 10 Ipswich..........27 12 4 Sunderland...27 10 10 Bournem......27 12 4 Stoke..............27 11 7 Portsmouth...27 10 8 Swindon........26 9 10 Plymouth......27 10 6 Leicester.......27 9 9 Hull................27 9 8 Bradford........27 7 10 Oxford...........27 8 6 Brighton........27 8 5 Oldham.........27 6 9 Shrewsbury..27 4 11 Birmingham.27 4 7 Walsall..........27 2 8 48-23 47 35-25 44 32-23 37 34-26 37 32-19 36 30-20 36 34-28 36 26-17 35 27-24 31 30-35 30 8 33-36 29 9 26-30 29 9 33-35 26 9 26-29 26 9 35-45 26 11 24-24 24 10 25-34 23 9 18-31 23 13 19-42 18 14 20-41 17 4 56-27 51 5 39-24 50 8 41-28 47 8 44-38 47 6 45-26 45 7 41-33 41 8 38-36 41 7 33-25 40 11 42-35 40 7 36-29 40 11 30-32 40 9 34-44 40 9 37-34 38 7 36-32 37 11 35-39 36 9 33-37 36 10 36-39 35 10 27-33 31 13 41^3 30 14 38-45 29 12 42-46 27 12 22-40 23 16 19-50 19 17 21-51 14 Markahæstir í 1. deild: AlanMcInally,A.ViIla................21 Alan Smith, Arsenal.....................19 Dean Saunders, Derby.................15 MarkHughes, Man. Utd...............14 Tony Cascarino, Millwall............14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.