Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989. i Smáauglýsingar Fréttir Ymislegt 4x4 Félagar! Muníð fundínn í kvöld á Hótel Loftleiðum, Víkingasal. Fyrirlestur, vörukynning. Stjórnin. Þjónusta Snjómokstur og öli alhliöa jarðvegs- vinna, hagstætt verð. Uppl. í síma 674194 og 985-28042. Smókingaleiga. Höfum til leigu allar stærðir smókinga við öll tækifæri, skyrta, Iindí og slaufa fylgja. Efha- laugin, Nóatúni 17, sími 91-16199. Gröiuþjónusta, sími 985-25007. Til leigu í öll verk Cat. 428 traktors- grafa. Höfum einnig vörubíl. Leitið tilboða. Kvöldsími 91-21602 og 641557. Húsaeinangrun hf. Að blása steinull ofan á loft/þakplötur og í holrúm er auðveld aðferð til að einangra án þess að rífa klæðningar. Steinullin er mjög góð einangrun, vatnsvarin og eldþol- in, auk góðrar hljóðeinangrunar. Veitum þjónustu um land allt. Húsa- einangrunin hf., símar 91-22866/82643. Tek aö mér snjómokstur, vinn á kvöld- in, nóttunni og um helgar, tek einnig að mér alla almenna gröfuvinnu. Uppl. í síma 91-40579 og bílas. 985-28345. Brýr og ræ»Í krefjast sórstakrar varkáxni. Draga verður úr hraða og rylgjast vel með umíerð á móti. Tökum aldrei áhmttul nlaE™4" Tvímenningskeppni bridgehátíðar: Öruggur sigur Austurríkismannanna Eins og undanfarin ár sigruðu út- lendingar í tvímenningskeppni Bridgehátíðar Flugleiða, að þessu sinni með fádæma yflrburðum og góðri skor. Tvímenningskeppnin fór fram síð- astliðið föstudagskvöld og megnið af laugardeginum. Hinir frægu Austur- ríkismenn, Jan Fucik og Fritz Ku- bak, unnu tvímenningskeppnina með 471 stigi yfir meðalskor, heilum 150 stigum yfir parið sem varð í öðru sæti. Framan af tvímenningnum virtist sem um jafna keppni yrði að ræða, og skiptust nokkur pör á að leiða keppnina. Guðlaugur R. Jó- hannsson-Örn Arnþórsson, Fucik- Kubak og Sigurður Vilhjálmsson- ísak Örn Sigurðsson skiptust á um að halda forystunni. En fljótlega á síðari degi keppninnar fór að draga í sundur með Austurríkismönnun- um og öðrum keppendum og var sýnt að þeir yrðu ekki stöðvaðir. Baráttan stóð því lengi vel um annað sætið og tókst bræðrunum Hermanni og Ólafi Lárussyni að ná því með góðum endaspretti. Aö öðru leyti varð loka- staða efstu para sem hér segir; 1. Jan Fucik-Fritz Kubak 471 2. Ólafur Lárusson- Hermann Lárusson 21 3. Guðlaugur R. Jóhannsson- ÖrnArnþórsson 251 4. Jón Baldursson- Valur Sigurðsson 250 5. Sigurður Vilhjálmsson- ísak Örn Sigurðsson 241 6. Tony Forrester- MarklandMolson 240 Sveitakeppni bridgehátíðar hófst á sunnudag og verður fram haldið í dag og mun ljúka nálægt miðnætti. Þegar nokkuð var liðið á keppnina, voru sveitir Flugleiða, Braga Hauks- sonar, Delta, Wolfgang Meinl (frá Austurríki) og Zia Mahmoud (Pakist- an, Kanada og Bretland) í toppbarátt- unni. ÍS Myndast hefur hefð fyrir þvi að Davið Oddsson, borgarstjóri Reykjavíkur- borgar, segi fyrstu sögnina á bridgehátið. Hér segir hann fyrstu sögnina fyrir austurrfska parið, Jan Fucik og Fritz Kubak, en þeir spiluðu i fyrstu umferð við Hjalta Elíasson og Jón Ásbjörnsson. Austurriska parið vann tvimenningskeppni bridgehátíðar næsta örugglega. DV-mynd KAE Menning Af aðskiljanlegum náttúrum teikningar Sýning Kristjáns Guðmundssonar að Kjarvalsstöðum Tæplega er hægt aö hugsa sér meiri andstæður í myndlistinni en þær sem nú er að finna að Kjarvals- stöðum. í austursal hússins er Halldór Ásgeirsson, rómantískur sveim- hugj, sem spinnur endalausar og marglitar fantasíur upp um alla veggi, en að vestanverðu er sýnt brot af meinlætastefnu Kristiáns Guðmundssonar þar sem allt velt- ur á ferli einnar línu. Sýning Kristjáns kallast „Teikn- ingar", spannar yflr tímabilið 1972-88 og er í reynd nokkurs kon- ar yfirUtssýning. Það þarf varla að taka fram að Kristján leggur annan og yfirgrips- meiri skilning í hugtakið „teikn- ing" en flestir starfsbræður hans. Það var í tíð konseptlistarinnar, þegar hstamenn sneru baki við efn- isheimnum og hófu í staðinn að grennslast fyrir um hugmyndaleg- an kjarna hlutanna, sem Kristján hætti að líta á teikninguna sem sérstakan listmiðil eða hjálpar- tæki. Þess í stað hóf hann að brjóta til mergjar aðrar merkingar hinnar teiknuðu línu, og þá sérstaklega tímamerkingu hennar. Þar sem það tekur ákveðinn tíma og handafl að draga strik, er ekki fráleitt að líta á strikið bæði sem tímaeiningu og kraftlínu, ef til vill einnig sem kraftmæli. Línan og tíminn Sá skilningur er undirrót „Yfir- lujóðhraðateikninga" Kristiáns frá 1972 þar sem riffilkúlum er skotið eftir pappírsörkum þannig að þær sleikja yfirborð þeirra. Kúlan og púðrið skilja eftir sig rákir á pappírnum, teikningar gerðar á 1/1500 úr sekúndu, sem listamanninum þótti „óumræði- lega fallegur stuttur tími". Um leið er tíminn (og eilífðin?) auðvitað gerður sýnilegur, sem skiptir ekki minnstu ináli í myndlist Kristjáns. Línan sem tímaeining gengur eins og rauður þráður (hvað ann- að..?) gegnum myndJist Kristjáns á áttunda áratugnum. í verkinu „Hraðar/hægar" (1975) dregur hann svartar línur eftir hvítum þerripappír, sem sýnir Myndlist Aöalsteinn Ingólfsson svart á hvítu að lögun línu getur líka ráðist af tímanum því „hægu" línurnar eru allar gildari, efnis- meiri, en þær „hröðu". Hér erum við að tala um verk sem snúast um eigin möndul og veita áhorfandanum lítið sem ekkert svigrúm til „túlkunar". í beinu framhaldi af þeim verða til verk sem ekki ganga út á „tím- ann" í afstrakt merkingu heldur staðbundinn tíma, sjá „Lengstu nótt á íslandi (einnar mínútu lín- ur)", 1980-83, þar sem listamaður- inn dregur einnar mínútu línur meðan honum endist nóttin. Ræðst umfang verksins því af lengd næt- ur, sem þýðir að bæði tími og rúm eru með í þeirri jöfnu sem Kristján setur upp. Þrívíðar teikningar Það fer ekki á milli mála í verki, sem af skiljanlegum ástæðum kemst ekki fyrir annars staðar en í bók, „Once around the sun", 1976, en þar eru dregnar línur sem til samans samsvara ummáh sólar. Annars staðar veltir Kristján vöngum yfir Jákvæðri" og „nei- kvæðri" teikningu og notar til þess „neikvæðan" efnivið, leiðrétting- arpappír. Þar kemst hann að þeirri niður- stöðu að hvort sem formerki eru jákvæð eða neikvæð verður engin breyting á merkingu línunnar. í seinni tíð hefur Kristjáni tekist að finna teikningum sínum þrívíða samsvörun, og gerir áhorfandan- um um leið auðveldara að serja sig í samband viö þær. „Tímahnútar" listamannsins frá 1978-88 eru til dæmis samanvöðl- aðar tímalínur sem hengja má á vegg. Arið 1987 gerði Krislján síðan alla vega lagaðar veggmyndir úr pappa, sem límdur hafði verið saman úr fjölda renninga. Samanþjappaðir rermingarnir, gegnsýrðir ritblýi, mynda línur eða „teikningu", sem Kristján Guðmundsson - An titils, blýantur/pappi, 1986 Kristján Guðmundsson - An titils, pappfr & grafít, 1988. DV-mynd Brynjar Gauti fylgir formi myndanna nákvæm- lega. Nýjustu tilbrigði listamannsins um þetta línu- eða teiknistef eru massíf gólfverk og lágmyndir þar sem teflt er saman tveimur hráefn- um eða „forsendum" teikningar, pappírsrúllum annars vegar og blökkum eða lengjum úr grafiti (ritblýi) hins vegar. Rafskaut Pappírnum og grafítinu má líkja við rafskaut sem hægt er að virkja með því einu að tengja þau saman en tengingin er hins vegar undir áhorfandanum komin. Það er því óravegur frá hinum „lokuðu" teikningum, sem minnst var á hér í upphafi, til þessara þrí- víðu samsetninga sem grundvall- ast alfarið á þátttöku okkar. Hingað til hefur Kristján verið talinn til spámanna á flestum öðr- um stöðum en í heimalandi sínu. Ekki eiga margjr íslenskir lista- menn samtímis verk í Moderna museet, Stokkhólmi, Stedehjk safninu í Amsterdam og Musée d Árt Moderne í París. Vonandi verður þokkafull sýn- ingin á þessum þættí í listsköpun Kristiáns til þess að opna augu fleiri íslendinga fyrir verðleikum hans, og aðskiljanlegum náttúrum teikningarinnar. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.