Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989. 25 fþróttir sagöi Broddi: Meiri breidd - sagöi Þórdís Edwald viö DV „Þetta var nú ekki mjög erfiö við- ureign en það var hins vegar miklu þyngri róður í undanúrslitunum,“ sagði Þórdís Edwald, íslandsmeistari í einliðaleik, í viðtali við DV í gær. Hún haföi þá lagt Kristínu Magnús- dóttur mjög örugglega að velli í úr- slitum. Þórdís lék þar mjög vel þrátt fyrir aö eiga við smávægileg meiðsh i að stríða í öxl. „Það er óneitanlega gaman að vinna bikarinn til eignar,“ hélt Þór- dís áfram í spjalhnu við blaðið, en hún vann sinn þriðja sigur í einliða- leik í röð í gær. Aðspurð um þróunina í íþróttinni kvaðst Þórdís finna. fyrir aukinni hreidd. Sagði hún að breiddin kæmi vel fram í fleiri einstakhngum í úr- shtum nú í einstökum keppnisþátt- um en oft áður. Þórdis sagði að áður hefðu oft sömu aðiiamir leikið th úrshta í öhum þáttunum þremur, einhðaieik, tvíhöaleik og tvenndar- leik. Sjálf var Þórdís tvöfaldur meist- ari í fyrra en þrefaldur árið þar á undan. Frétta- stúfar Kínverskar sundkonur snjallar (París Kínversku stúlkurnar Li Lin og Qian Hong stálu senunni á heimsbikarmótinu í sundi í París um helgána. Li vann mikinn yfir- buröasigur í 400 metra fjórsundi kvenna og fékk tíraann 4:43,94 mínútur. Hún sigraði síðan í 200 m fjórsundi á 2:15,20 mín. Qian vann glæsilega í 100 m flugsundi kvenna á 1:00,28 mín. Andree Matzk frá Austur- Þýskalandi vann tvær greinar um helgina, bæði 200 og 400 raetra skriðsundi karla, og norska stúlkan Irene Dalby lék sama leik í 400 og 800 m skriðsundi kvenna. Christian Poswiath frá Austur- Þýskalandi vann 100 m bringu- sund karla á 1:01,08 mín. og 200 m bringusund á 2:14,93 mín. Malu- ela Stehmach frá Austur-Þýska- landi, vann 100 metra skriðsund kvenna á 55,67 sekúndum og 200 m skriðsund á 1:58,93 min. Loks setti Mike Fibbens enskt met í 100 m flugsundi karla þegar hann sigraði á 54,00 sekúndum og hann vann einnig 100 m skriðsund á 49,02 sekúndum. Svíar sigursælir (borðtennis Svíar voru í miklum ham þegar 12 bestu borðtennismenn Evrópu mættust á hinu árlega móti sem nú fór fram í Charleroi í Belgíu. Jan-Ove Waldner sigraöi með miklum glæsibrag, vann 10 fyrstu leiki sína og tapaði þeim síðasta þegar efsta sætið var í höfti. Landar hans, Erik Lindh og Jörg- en Persson höfnuðu síðan í öðru og þriöja sæti. I kvennaflokki gerðust þau tíð- indi að Fliura Bulatova frá Sovét- ríkjunum, Evrópumeistari og sig- urvegari á þessu móti i fyrra, haftiaði 112. og síöasta sæti. Hún tapaði fimm af sex fyrstu leikíun- um, beið ósigur í þeim sjöunda eftir aö dæmt hafði verið af henni stig á úrsbtastundu, og þá hætti hún keppni til að mótmæla þeim úrskurði! Sigurvegari varð hins vegar Olga Nemes frá Vestur- Þýskalandi, rúmensk stúlka sem flúði vestur fyrir nokkrum ár- um. Broddi Kristjánsson „Það var mjög ánægjulegt að bera sigur úr býtum í einhðaleiknum," sagði Broddi Kristjánsson í samtah við DV í gær en hann hafði þá skeht Þorsteini Páh Hængssyni í úrsht- um. „Þetta var erfiður leikur og ég átti reyndar vön á því að hann yrði það. Þorsteinn hefur veriö góður upp á síökastið. Ég neita því ekki að það var byijað að fara um mig er staðan var orðin 10-6 og 11-8 í oddinum en ég hóf hann vel og komst í 10-2. Þor- steinn var sjálfur spenntur á sama hátt og ég þegar þar var komið sögu. Hann gerði mistök og þetta haföist því hjá mér,“ sagði Broddi. Broddi taldi ágætt að leika í Laug- ardalshölhnni og hann kvaðst merkja að fjöldi áhorfenda hefði auk- ist frá síöasta ári. Aðspurður taldi hann að velgengni íslenskra badmin- tonmanna á erlendri grund ætti- þar einhvem hlut aö máh. -JÖG Spaðar í vaskinn - er Ámi Þór og Ármann urðu meistarar í tvlliðaleik „Þetta var ákaflega erflö viður- eign enda jöfn og spennandi,“ sagði Ármann Þorvaldsson S sam- tah viö DV í gær en hann hafði þá unniö tvíhðaleik karla i bad- minton ásamt Áma Þór Hall- grímssyni. Þetta er annaö árið í röð sera þeir félagar vinna sigur í þessum þætti ísiandsmótsins í badminton en þeir áttu í höggi við Þorstein Pál Hængsson og Brodda Kristjánsson. „Þetta var óneitanlega sætur sigur,“ hélt Ármann áfram. „Það er gleðilegt að verja íslandsmeist- aratitihnn með þessum hætti. Við unnum hann óvænt í fyrra og vorum staðráðnir í að standa okkur núna.“ Árni Þór og Ármann hafa æft vel í vetur en þeir iðkuðu íþrótt- ina í Noregi fram að áramótum. Þá meiddist Árni Þór alvarlega og var raunar nýstiginn upp eftir uppskm’ð er hann keppti á mót- inu i gær. Ámi Þór keppti ekki í einbðaleik vegna meiðslanna en þau virtust htið há honura er hann var i eldlínunni. Úrshtaviðureignin í gær var annars gríðarlega tvísýn og tók á taugar áhorfenda og leikmanna. Ámi Þór og Ármann, sem sóttu fast í fyrri lotunni, unnu hana, 17-16, en skeliur andstæðinga þeirra í lokin lenti utan valiar að áliti linudómara. í seinni lotunni höfðu Broddi og Þorsteinn Páll ráðin framan af en íslandsmeist- ararnir náðu að jaftia eftir mikla baráttu. Um skeið virtist aht síeftia í oddalotu en þeir Ámi og Ármann náðu að sigla ftam úr er mest reið á og vinna, 18-14. „Við vorum óneitanlega orðnir smeykir um tíraa, maður sá odd- inn frara undan. En þetta kora er viö breyttum leik okkar og fómm aö sækja aftur af krafti,“ sagði Ánnann í samtahnu við DV. ísiandsmeistaramir þóttu leika af miklum krafti í gær og stund- um af þvílíku afli að spaðarnir gáfu sig. í samtalinu við DV kenndi Ármann birtunni í Laug- ardalshöil um ófarir spaðanna en birtan er fremur óhagstæð íþrótt- inni. Sagðist Ármann ekki alltaf hafa slegið boltann rétt vegna birtunnar en hún er of htii á sura- um svæöum en fuilmikil á öðr- um. Ármann fór með fjóra spaöa í úrshtum, eftir þvi sem DV komst næst, og gekk svo á lagerinn að hann mátti fá lánaðan spaða til að ljúka viðureigninni. -JÖG RYMINGARSALA a/lt að 40% afsláttur I Seljum í dag og næstu daga ýmis konar heimilistæki á frábærum verðum. Til dæmis: Eldavélar, viftur, helluborð, þvottavélar, þurrkara, ryksugur, ísskápa, handklæðaofna, þurrkhillur fyrir skó, partýgrill, lampa og fleira og fleira. / A meðan á rýmingarsölunni stendur bjóðum við 12% staðgreiðsluafslátt af öllum okkar vörum. • Látið ekki happ úr hendi sleppa Lækjargötu 22, Hafnarfirði. Sími 50022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.