Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 6. 'FEBRÚAR T989: 39 Jökull Úlfsson við nýja bílinn með nýja númerinu. DV-mynd BB, ísafirði ísaJöörður: Fékk upphafsstafina sína og 007 á bílinn Sguijón J. Sgurðssan, DV, ísafirði: Þessa dagana sjást æ fleiri bílar hér með bílnúmerum samkvæmt nýja fastnúmerakerfinu. Hver bíll fær sitt númer við skráningu og held- ur því síöan. Einn hinn fyrsti á Vest- fjörðum til að fá nýtt númeraskilti var Jökull Úlfsson, verslunarmaður á ísafirði. Hann var svo heppinn að fyrir tilviljun fékk hann númerið JU 007 - sem sagt bæði upphafsstafina sína og hið fræga númer James Bond, 007. Hofsósingar æfa Leynimel 13 Þórhallur Ásmundsson, DV, Skagafirði: Æfingar eru hafnar hjá leik- klúbbnum á Hofsósi á gamanleikn- um Leynimel 13 eftir Þridrang og er stefnt að frumsýningu í Höfðaborg fyrstu eða aðra helgina í mars. Leik- stjórann sóttu Hofsósingar véstur fyrir Vötn, Hilmi Jóhannesson, en hann leikstýrði einnig Jörundi í hittifyrra, seinasta verkefni klúbbs- íns. Samlestur á leikritinu hófst fyrir nokkru að sögn Svandísar Ingi- mundardóttur, stjómarmanns í leik- klúbbnum, og er reiknað með að leik- urinn verði að nokkru leyti stað- færður. Hlutverk em 17, þrettán full- orðnir og fjórir strákar. Leynimelur hefur verið sýndur víða um land við góðar undirtektir. Átak hjá Jökuldælingum að stunda félagslíf: Sextíu kflómetrar eru á milli efsta býlis og neðsta bæjar Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööurru Jökuldalur er ein af efstu sveitum á Héraði og sú vestasta. Eftir dalnum fellur Jökulsá á Dal, lengstum í þröngu gljúfri og ófrýnileg mjög, ströng og koldökk. Jökuldalur er fremur þröngur en langur og eru um 60 km milli efsta býhs, Aðalbóls, sem reyndar er í Hrafnkelsdal, inn af Jökuldal, og neðsta bæjar í hreppn- um. Auk þess tilheyrir Möðradalur á Efra-FjalU hreppnum og bæjargat- an sú er einir Utlir 45 km. Dalbúar þurfa því ærið á sig að leggja til að hittast á einum og sama stað til að stunda félagslíf. Þeir líta þar af leiðandi fjarlægðir öðmm aug- um en margir aðrir, eða svo virðist oft og tíðum. Sem dæmi um það má nefna að fyrir tveimur árum eða svo var haldið enskunámskeið í sveit- inni, nánar tíltekið á Skjöldólfsstöð- um sem er samkomustaður og skóla- staður sveitarinnar. Þeir sem lengst sóttu þetta námskeiö óku 30 km hvora leið tvisvar í viku og þótti ekki tiltökumál þar í sveit. Sveitungar heiðraðir. Jökuldælir halda það sem þeir kalla uppskemhátíð um jólaleytið. Þar heiðra þeir sveitunga sem til þess þykja hafa unnið á einn eða annan hátt. Að þessu sinni var hátíð þessi haldin 29. des. Þar var hjónunum á Hákonarstööum veitt viöurkenning fyrir snyrtilega umgengni. Bræðurn- ir á Giljum þóttu hafa bætt sína umgengni mest á árinu og voru fyrir það verðlaunaðir. Þá hafði verið kos- inn íþróttamaður ársins og var hon- um veittur veglegur farandbikar. Sá var Vilhjálmur Vemharðsson frá Möðrudal, en hann er 12 ára, og hafði m.a. unnið langstökk í sínum aldurs- flokki á sumarhátíð UÍA sl. sumar. Vilhjálmur hafði einnig hlotið þenn- Vilhjálmur Vernharðsson, Möðru- dal. DV-mynd Sigrún an bikar í fyrra og á nú möguleika á að vinna hann til eignar haldi hann sætinu næsta ár. Þá var til skemmtunar spiluð fé- lagsvist á 15 borðum og áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að á Jökuldal, sem í mörgum sveit- um, koma allir, ungir og gamlir, á samkomu sem þessa. Jafnvel eru smábörnin höfð með svo enginn þurfl að sitja heima að gæta þeirra. Því er það að mörg börn, allt niður í sjö - átta ára, spila með. Og af því að þau hafa ekki jafna möguleika á að vinna til verðlauna eins og þeir fullorðnu var þátttakendum skipt í tvo flokka eftir aldri og 14 ára og yngri einnig veitt verðlaun. Er ekki að orðlengja það að fyrmefndur Vil- hjálmur hlaut verðlaun í þeim flokki og raunar var hann með flesta slagi allra spilaranna. Það má því segja að hann hafi ekki til einskis ekið þessa 45 km fram og til baka. Fréttir 60 manns voru á atvinnuleysisskrá á Hvammstanga: Versta atvinnu- ástand í áratugi Þórhallur Asmundss. DV, Norðurl. v.: „Atvinnuástand hér á staðnum hefur ekki verið jafnslæmt í ára- tugi,“ sagði Helgi Ólafsson, formaður atvinnumálanefndar Hvammstanga. Væntanlegur er til Hvammstanga maður á vegum Byggðastofnunar til að gera úttekt á möguleikum til að auka fiskveiðar og fiskvinnslu. Menn binda mestar vonir við þær greinar til aö bæta atvinnuástandið. Um áramót voru 60 manns á at- vinnuleysisskrá á Hvammstanga og eru þaö þrisvar sinnum fleiri en voru á skrá um áramótin í fyrra. Þriðjung- urinn af þessu fólki er starfsfólk hjá Meleyri hf. en rækjuvinnsla lá niðri fram undir miðjan janúar. „Þrátt fyrir þessa erfíðleika er ekki kominn alvarlegur uppgjafartónn í íbúa hér en því er ekki að leyna að mikhr erfiðleikar eru í atvinnulífinu eins og víða á landsbyggðinni," sagði Helgi. Hreinn Halldórsson, framkvæmda- stjóri Meleyrar, segir ástandið dökkt um þessar mundir. Hjá fyrirtækinu er ekki trygg framleiðsla nema út febrúar. Þá er reiknað meö að Hvammstangabátar verði búnir með kvóta sinn á innfjarðarrækju. Hvað þá tekur við fer allt eftir hvemig út- hafsveiðar ganga en kvóti þar hefur verið skertur stórlega. Þá er enginn grundvöllur fyrir skelfiskveiðum og vinnslu og engar líkur á að þær veið- ar fari í gang. Vor og sumar '89 1113 síður. Frægustu merkin í fatnaði. Búsáhöld, sportvörur, leikföng o.fl Kr. 190 án burðargjalds dragast frá fyrstu pöntun. B.MAGNUSSONHF. Hólshrauni 2, Hafnarfirði sími 52866 SPARIÐ TÍMA - SPARIÐ FYRIRHÖFN Renníð bílntim í gegn hjá Bón- og þvottastöðínní, Sígtúní 3. Óhreinn bíll er Ieiðinlegur - hreinn bíll er augnayndí. Margir bíleigendur hafa ekki tima til þess að þvo og bóna bila sina en flestir hafa 12-15 mín. aflögu (sem þarf tíl að fara með bíl gegnum Bón- og þvottástöðina, Sigtúni 3). Bilarnír eru tjöruhreinsað- ir, síðan háþrýstiþvegnir og um Ieið fer fram undirvagnsþvottur. Þessu næst er bill- inn þveginn með mjúkum vélburstum og einnig fer fram handþvottur sem er nauð- synlegur (hægt er að fá bilínn eingöngu handþveginn). Síðan fer billinn gegnum bónvélína og loks fer hann gegnum heítan blástur og er snyrtur. Það tekur ekki mikínn tíma að láta þvo og bóna reglulega en það eykur endingu bilsins og ánægju bíleigandans. Ath. Vegna afkastagetu stöðvarinnar, sem er yfir 40 bilar á klst., er bíðtími stuttur, nánast engínn. Tima þarf ekki að panta. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8.00-18.40. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9.00-16.40. I5Ó.\- OG ÞVOrrASTÖÐWí SIGTÚNI 3 - SÍMI 14820

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.