Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Blaðsíða 27
Mi' f,. ' í; N ? ; (U 'j i r 1 uu MÁNUDAGUR 6. FEBRUAK 1989. 27 Iþróttir Ein skærasta handknattieiksstjarnan hér á landi í DV-viötali: Það kitlar mig að leika erlendis" - segir ungi Hafhfirðingiiilnn úr FH, Héðinn Gilsson Héöni Gilssyni, handknattleiks- manni úr Hafharfirði, skaut upp á stjömuhimininn ekki alls fyrir löngu. Þó ungur sé að árum hefur Héðinn verið í landsliðshópnum frá árinu 1986. Stærstu félagsliðin í Evr- ópu hafa fylgst grannt með piltinum og sum þeirra hafa lýst áhuga sínum að fá hann til sín. Eins og kemur fram í viðtalinu við Héðin verður þess örugglega ekki langt að bíða að hann hverfi á braut og spreyti sig með er- lendu félagi og það jafnvel strax í haust, hugur hans stefnir þangað. Byrjaði að æfa handbolta átta ára Ekki er ólíklegt að Héðinn haíi feng- ið áhuga að handknattleik frá fóður sínum, Gils Stefánssyni. Hann var um árabil einn af okkar fremstu línu- mönnum og vann fjölmarga íslands- meistaratitla með FH. Gils þótti einn- ig sterkur varnarmaður og munu eflaust margir, sem komnir eru á miðjan aldur, eftir honum í því hlut- verki. „Ég byrjaði að æfa handknattleik átta ára gamall og að sjálfsögðu með FH, annað kom ekki til greina. Síðan klifraði ég upp alla flokka félagsins. Fyrsta íslandsmeistaratitilinn vann ég á síðara ári í 3. flokki og tveir titl- ar komu svo í röð fyrstu árin í 2. flokki. Árin í yngri flokkunum voru skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Ég var einnig að sprikla í fótbolta og körfuknattleik en þessar íþrótta- greinar heUluðu mig ekki. Að vísu vann ég íslandsmeistaratitil í 4. flokki með Haukum. Skoraði fjögur mörk í fyrsta meistaraf lokksleiknum „1985 lék ég minn fyrsta leik með meistaraflokki, þá 16 ára gamall. Ég var kallaður til á íslandsmótinu ut- anhúss sem fram fór á Seltjarnar- nesi. Mér gekk ágætlega í leiknum og mig minnir að ég hafi skorað fjög- ur mörk. Ástæðan fyrir því að mér gafst þarna tækifæri var að máttar- stólpar liðsins á þessum árum voru farnir utan til að freista gæfunnar. Þetta voru þeir Kristján Arason, Hans Guðmundsson, Sveinn Braga- son og Pálmi Jónsson. Þessir strákar uðru íslandmeistarar árið áður." - Hvenær klæddist þú fyrst íslensku landsliðspeysunni? „Ég steig mín fyrstu skref með ís- lenska landsliðinu á friðarleikunum í Moskvu 1986. í þessari ferð fengu nokkrir leikmenn sína eldskírn með liðinu. Leikreyndustu leikmennirnir gáfu ekki kost á sér í ferðina og því var leitað til yngri leikmanna. Þessir leikar voru stuttu eftir heimsmeist- arakeppnina í Sviss. Miðað við nýliða komst ég þokkalega frá þessu dæmi í Moskvu. „Eigum alla möguleika íb-keppninni í Frakklandi" - Nú dregur óðum að b-keppninni í Frakklandi. Hvað vilt þú segja um möguleika okkar í keppninni? „Mér líst vel á keppnina í Frakk- landi. Við eigum alla möguleika á að komast í millriðilinn. Það fer fyrst að reyna á getu okkar í milliriðlin- um. Innst inni hef ég samt góða trú á að við komust áfram. í undirbún- ingi okkar hefur gengið upp og ofan. Besti leikurinn var fyrri leikurinn gegn Austur-Þjóðverjum á dögun- um." „Landsliðið hefur orðið fyrir mik- illi gagnrýni að undanfbrnu og mér finnst hún á margan hátt sanngjörn. Gagnrýni sem á rétt á sér er af hinu góða. Þreyta sat í landsliðsmönnum eftir ólympíuleikana fram að ára- mótum en að undanförnu hefur mér fundist að leikgleðin sé að koma upp. á nýjan leik. Ég er bjartsýnn á að við endurheimtum sætið meðal a-þjóða. Leikreynsla liðsins verður sterkasta vopn þess í keppninni." „Bogdan hefur náð frábærum árangri" - Nú er Bogdan að kveðja landsliðið og arftaki hans verður ráðinn á næst- unni. Hvernig hefur Bogdan*að þínu áliti staðið sig með landsliðið? „Það er engin spurning að Bogdan er mjög góður þjálfari. Hann er engu að síður umdeildur. Sumir eru ekki sáttir við hans aðferðir en þær hafa samt sem áður skilað árangri, sem er fyrir mestu. Bogdan notar mikið til sömu leikmennina og gefur nýlið- um fá tækifæri, sem kannski er mjög eðlilegt. Bogdan hefur náð frábærum árangri með landsliðið og Víkinga, á því leikur enginn vafi." „Hlynntur ráðningu Paul Tidemanns" „Hver verður arftaki Bogdans er er- fitt að segja fyrir um. Ég persónulega yrði ánægður með ráðningu Paul Tiedemanns frá Austur-Þýskalandi. Þar er á ferðinni frábær þjálfari. Viggó Sigurðsson er færasti þjálfar- • Alvariegur svipur Héðins Gilssonar leynir sér ekki á myndinni. Aldrei að vita nema knötturinn hafi legiö í marki andstæðingsins stuttu síðar. inn hér á landi að mínu mati. Sam- starf þeirra í milli er góður kostur. Viggó er frábær skipuleggjandi og hefur náð góðum árangri meö FH. Það er hins vegar alfarið ákvörðun eftirmanns Bogdans hvern hann hef- ur sér til aðstoðar." „Að leika erlendis kitlar mig óneitanlega" - Nú hafa erlend félagslið sýnt þér áhuga. Stefnir hugurinn í atvinnu- mennskuna? „Ég ætla utan að leika handknatt- leik, það er ekki spurning. Ég veit ekki hvenær af því getur orðið, þetta er sífellt aö brjótast í mér. Úrvals- deildin í Vestur-Þýskalandi freistar mín. Þar er mun meiri breidd en annars staöar i Evrópu. Þaö hafa nokkur félagslið í Vestur-Þýskalandi haft samband við mig og í fyrrasum- ar gerði eirt félag mér rilboð. Ég var ekki tilbúinn þá, vil fyrst taka út ákveðinn þroska. Þetta dæmi kitlar mig óneitanlega. Hverveit nema ég leiki erlendis á næsta hausti," sagði Héðinn Gilsson og var þar með rok- inn út á stefnumót við strákana í landsliðinu. -JKS • Héðinn Gilsson á fullri ferð í deildarleik með félagi sinu fyrir skörnmu. Varnarmenn andstæðinganna þurfa að hafa góðar gætur á Héöni og er ott settur yfirfrakki honum til höfuós. Fullt nafn: Héðinn Gilsson. Féiag: FH. Aldur; W ára. Hæð: 2,01 m. Þyngd: 94 kg, Starf: Húsasmíða- nemi. Maki: Ókvæntur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.