Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Qupperneq 27
MÁNÚDAGUR 6. 'fÉBRÚá'r 198^ Ein skærasta handknattleiksstjaman hér á landi í DV-viðtali: „Það kitlar mig að leika erlendis“ - segir ungi Hafhfirðingurinn úr FH, Héðinn Gilsson Héðni Gilssyni, handknattleiks- manni úr Hafnarfirði, skaut upp á stjömuhimininn ekki alls fyrir löngu. Þó ungur sé að árum hefur Héðinn verið í landsliðshópnum frá árinu 1986. Stærstu félagsliðin í Evr- ópu hafa fylgst grannt með piltinum og sum þeirra hafa lýst áhuga sínum að fá hann til sín. Eins og kemur fram í viðtalinu við Héðin verður þess örugglega ekki langt að bíða að hann hverfi á braut og spreyti sig með er- lendu félagi og það jafnvel strax i haust, hugur hans stefnir þangað. Byrjaði að æfa handbolta átta ára Ekki er ólíklegt að Héðinn hafi feng- ið áhuga að handknattleik frá foður sínum, Gils Stefánssyni. Hann var um árabil einn af okkar fremstu lí nu- mönnum og vann fjölmarga íslands- meistaratitla meö FH. Gils þótti einn- ig sterkur varnarmaður og munu eflaust margir, sem komnir eru á miðjan aldur, eftir honum í því hlut- verki. „Ég byrjaði að æfa handknattleik átta ára gamall og að sjálfsögðu með FH, annað kom ekki til greina. Síðan klifraði ég upp alla flokka félagsins. Fyrsta íslandsmeistaratitilinn vann ég á síðara ári í 3. flokki og tveir titl- ar komu svo í röð fyrstu árin í 2. flokki. Árin í yngri flokkunum voru skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Ég var einnig að sprikla í fótbolta og körfuknattleik en þessar íþrótta- greinar heilluðu mig ekki. Að vísu vann ég íslandsmeistaratitil í 4. flokki með Haukum. Skoraði fjögur mörk í fyrsta meistaraflokksleiknum „1985 lék ég minn fyrsta leik með meistaraflokki, þá 16 ára gamall. Ég var kallaöur til á íslandsmótinu ut- anhúss sem fram fór á Seltjamar- nesi. Mér gekk ágætlega í leiknum og mig minnir að ég hafi skorað fjög- ur mörk. Ástæðan fyrir því að mér gafst þarna tækifæri var að máttar- stólpar liðsins á þessum árum voru farnir utan til að freista gæfunnar. Þetta voru þeir Kristján Arason, Hans Guðmundsson, Sveinn Braga- son og Pálmi Jónsson. Þessir strákar uðru íslandmeistarar árið áður.“ - Hvenær klæddist þú fyrst íslensku landsliðspeysunni? „Ég steig mín fyrstu skref með ís- lenska landshðinu á friðarleikunum í Moskvu 1986. í þessari ferð fengu nokkrir leikmenn sína eldskírn með liðinu. Leikreyndustu leikmennirnir gáfu ekki kost á sér í ferðina og því var leitað til yngri leikmanna. Þessir leikar voru stuttu eftir heimsmeist- arakeppnina í Sviss. Miðað við nýliða komst ég þokkalega frá þessu dæmi í Moskvu. „Eigum alla möguleika í b-keppninni í Frakklandi“ - Nú dregur óðum að b-keppninni í Frakklandi. Hvað vilt þú segja um möguleika okkar í keppninni? „Mér líst vel á keppnina í Frakk- landi. Við eigum alla möguleika á að komast í millriðilinn. Það fer fyrst að reyna á getu okkar í milliriðlin- um. Innst inni hef ég samt góða trú á að við komust áfram. í undirbún- ingi okkar hefur gengið upp og ofan. Besti leikurinn var fyrri leikurinn gegn Austur-Þjóðverjum á dögun- um.“ „Landsliðið hefur orðið fyrir mik- illi gagnrýni að undanfömu og mér finnst hún á margan hátt sanngjörn. Gagnrýni sem á rétt á sér er af hinu góða. Þreyta sat í landsliðsmönnum eftir ólympíuleikana fram að ára- mótum en að undanförnu hefur mér fundist að leikgleðin sé að koma upp, á nýjan leik. Ég er bjartsýnn á að við endurheimtum sætið meðal a-þjóða. Leikreynsla hðsins verður sterkasta vopn þess í keppninni." „Bogdan hefur náð frábærum árangri“ - Nú er Bogdan að kveðja landsliðið og arftaki hans verður ráðinn á næst- unni. Hvernig hefur Bogdan*að þínu áhti staðið sig með landsliðið? „Það er engin spuming að Bogdan er mjög góður þjálfari. Hann er engu að síður umdeildur. Sumir eru ekki sáttir við hans aðferðir en þær hafa samt sem áður skilað árangri, sem er fyrir mestu. Bogdan notar mikið til sömu leikmennina og gefur nýhð- um fá tækifæri, sem kannski er mjög eðlilegt. Bogdan hefur náð frábærum árangri með landshðið og Víkinga, á því leikur enginn vafi.“ „Hlynntur ráðningu Paul Tidemanns“ „Hver verður arftaki Bogdans er er- fitt að segja fyrir um. Ég persónulega yrði ánægður með ráðningu Paul Tiedemanns frá Austur-Þýskalandi. Þar er á ferðinni frábær þjálfari. Viggó Sigurðsson er færasti þjálfar- íþróttir • Alvarlegur svipur Héðins Gilssonar leynir sér ekki á myndinni. Aldrei að vita nema knötturinn hafi legið í marki andstæðingsins stuttu síðar. inn hér á landi að mínu mati. Sam- starf þeirra í milli er góður kostur. Viggó er frábær skipuleggjandi og hefur náð góðum árangri með FH. Það er hins vegar alfarið ákvörðun eftirmanns Bogdans hvern hann hef- ur sér til aðstoðar." „Að leika erlendis kitlar mig óneitaniega“ - Nú hafa erlend félagslið sýnt þér áhuga. Stefnir hugurinn í atvinnu- mennskuna? „Ég ætla utan að leika handknatt- leik, það er ekki spurning. Ég veit ekki hvenær af því getur orðið, þetta er sífellt að bijótast í mér. Úrvals- deildin í Vestur-Þýskalandi freistar mín. Þar er mun meiri breidd en annars staðar í Evrópu. Það hafa nokkur félagslið í Vestur-Þýskalandi haft samband við mig og í fyrrasum- ar gerði eitt félag mér tilboð. Ég var ekki tilbúinn þá, vil fyrst taka út ákveðinn þroska. Þetta dæmi kitlar mig óneitanlega. Hverveit nema ég leiki erlendis á næsta hausti,“ sagði Héðinn Gilsson og var þar með rok- inn út á stefnumót við strákana í landsliðinu. -JKS •'V .... .. --------' ' V. V,,. ' • Héðinn Gilsson á fullri ferð i deildarleik með félagi sínu fyrir skömmu. Varnarmenn andstæðinganna þurfa að hafa góðar gætur á Héðni og er oft settur yfirfrakki honum til höfuðs. Fullt nafn: Héðinn Gilsson. Félag: FH. Aldur: 20 ára. Hæð: 2,01 m. Þyngd: 94 kg. Starf: Húsasmíða- nemi. Maki: Ókvæntur. ■L...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.