Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1989, Side 5
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989.
5
Fréttir
Gunnar Martin Úlfsson auglýsingateiknari stendur kampakátur við pappírs-
seglskipið sem hann er að byggja úr DV-pappír og bylgjupappa. Skrokkur-
inn er næstum tilbúinn og verður fagurlega skreyttur litaforsíðum DV og
skjöldum að hætti víkinga. Heimsmetstilraun Gunnars, sigling á þessu fagra
fleyi milli Reykjavíkur og Akraness, mun eiga sér stað eftir miðjan júní.
DV-mynd Hanna
Bygging DV-seglskipsins vel á veg komin:
Þetta verður
eins og besta
víkingaskip
„Nú er skrokkurinn aö verða tilbú-
inn hjá mér. Ég lími kannski tvö lög
af pappír á í viðbót og lakka síðan.
Ysta lagið reyni ég að gera skemmti-
legt með því að nota litaforsíður DV.
Næst er að undirbúa festingar fyrir
siglutréð og koma fyrir skjöldum.
Þetta verður eins og besta víkinga-
skip,“ sagði Gunnar Martin Úlfsson,
auglýsingateiknari og víkingur, í
samtali við DV.
Eins og DV hefur skýrt frá ætlar
Gunnar að sigla á pappírsseglskipi
milh Reykjavíkur og Akraness í
kringum miðjan næsta mánuð og
setja þannig heimsmet. Gunnar hef-
ur eytt miklum tíma í smíði skipsins
í bílskúmum hjá bróður sínum í
Kópavogi.
- Ertu viss um að geta lagt í’ann í
næsta mánuði?
„Já, blessaður vertu. Það er bara
spuming um hvort ég á að sigla
sunnudaginn 18. júní eða helgina þar
á eftir. Eg fer á fuilt við að klára
siglutréð í vikunni. Ekki er víst að
það verði eingöngu úr pappír, til
greina kemur að klæða tré með DV-
blöðum. Ég hef nýlega rætt við þá
hjá Seglagerðinni um gerð þversegls.
Þeir era með teikningu af einu slíku,
frá víkingaskipi, sem má nota með
því að breyta hlutfóllunum.“
- Þú talaðir síðast um fjársöfnun í
góðgerðarskyni.
„Já, þau á sjúkrahúsinu á ísafirði
hafa tekið vel í þá hugmynd en þang-
að myndu peningamir fara. Fjár-
söfnun færi aðallega fram þar og á
þeirra vegum en líka hér fyrir sunn-
an. Á skipinu verða síðan 10 skildir
og hef ég selt plássið á nokkmm
þeirra til fyrirtækja sem geta haft
merki sitt á þeim.“
Gunnar segir mikinn áhuga vera á
þessu uppátæki sínu. Umboðsmaður
heimsmetabókar Guinnes hefur haft
samband við hann vegna væntanlegs
heimsmets en enginn hefur áður siglt
á svona báti þessa vegalengd. Hins
vegar verður þess einungis getið í
heimsmetabókinni ef tilraunin tekst
og báturinn sekkur ekki. Ef illa fer
má ekki orða Guinnes við tilraunina.
Er það ný stefna hjá heimsmetabók-
inni svo að heimsmetstilraunir endi
síður með ósköpum - í versta falli
örkumlum eða dauða. „Til að vera
alveg klár í slaginn verð ég að fara
að drífa mig út í sund og hlaup. Mað-
ur verður að vera í góðu formi til að
sigla þessa vegalengd, víkingaformi.
Ég tala nú ekki um ef skipið skyldi
nú taka upp á því að sökkva. En það
gerist auðvitað ekki þegar maður
setur traust sitt á DV.“
-hlh
Ámeshreppur:
Þrír fermdir í swttar
Regína Thorarensen, DV, Gjögri: -
Ég talaði við séra Einar Jónsson
sem er búinn að vera starfandi prest-
ur sl. sex ár í Ámesi í Trékyllisvík á
Ströndum. Þrjú börn verða fermd í
sumar og er það með mesta móti.
Eitt bam var fermt í fyrravor og eitt
barn árið þar áður, hvort tveggja
aðkomufólk.
í Ámeshreppi á nú lögheimili 121
maður og fer fólkinu alltaf fækkandi
eftir því sem framkvæmdir era
meiri. Prestur sagði að það væri ekki
búið að ákveða fermingardaginn í
sumar, það færi eftir veðráttu og
yrði sennilega ekki fermt fyrr en eft-
ir sauðburð.
Ríkisendurskoðun leitar til forseta Alþingis:
Neitar Matthíasi
Ríkisendurskoðun hefur farið
fram á það við forseta Alþingis að
þeir íhugi betur þær skýrslubeiðnir
sem forsetamir senda Ríkisendur-
skoðun til fyrirgreiðslu. Telur stofn-
unin að það sé ekki í hennar verka-
hring að svara öðm en því sem lýtur
að fjármálum ríkisins.
Að sögn Halldórs V. Sigurðssonar
ríkisendurskoðanda hefur stofnunin
hafnað skýrslubeiðni frá Matthíasi
Á. Mathiesen þar sem hann biður
Ríkisendurskoðun um að gera
skýrslu um útflutning á ísfiski í gám-
um. Matthías var með fyrirspurn til
utanríkisráðherra þar að lútandi en
var ekki ánægður með þau svör sem
ráðherra gaf og bað því um skýrslu
frá Ríkisendurskoðun.
Ríkisendurskoðun hefur beðið for-
seta Alþingis að vera gagnrýnir á
þær beiðnir sem þeir taka við. Auk
beiðni Matthiasar hefur verið beðið
um úttekt á tengslum Landsbankans
og Sambandsins og þeirra ábyrgða
sem þar hggja að baki. Þingmenn
Sjálfstæðisflokksins fóru fram á
hana. Hahdór sagði að það hefði
mátt vera vitað fyrirfram að ekki
væri unnt að svara þessu vegna
ákvæða um bankaleynd.
-SMJ
V.
XJi
20%—65%
AFSLÁTTUR
ALLT NÝJAR VÖRUR,
FLESTAR FLUTTAR INN
SÉRSTAKLEGA FYRIR
ÞESSA ÓTRÚLEGU ÚTSÖLU.
ALLT HEIMSÞEKKTIR
FRAMLEIÐENDUR:
SANSUI, FINLUX, BOND-
STEC, DANTAX, ELTA OG
ÝMSIR FLEIRI.
MISSIÐ EKKI AF ÞESSU
^ STÓRKOSTLEGA TÆKIFÆRI
TIL AÐ EIGNAST GÓÐA
VÖRU Á HLÆGILEGU
VERÐI.
DÆMI: m
ÖRBYLGJUOFNAR FRÁ
8.900. -
HUÓMTÆKJASAMSTÆÐUR
FRÁ 12.900.-
GEISLASPILARAR FRÁ
15.900. -
HÁTALARAR FRÁ 3.000.-
BÍLTÆKI FRÁ 3.900.'
BÍLHÁTALARAR FRÁ
1.900. -
GEISLADISKAR FRÁ 590.-
VASAÚTVÖRP FRÁ 550.-
MORGUNHANARFRÁ W
i.i9o.- /f
20" LITASJÓNVARP 'k'j jf
M/FJARST. 29.850.-
VHS MYNDBANDSTÆKI
FRÁ 19.800.-
VASADISKÓ M/ÚTVARPI
FRÁ 1.600.-
FERÐASJÓNVARP 7.900.-
OG MARGT MARGT
FLEIRA ...
SNORRABRAUT 29
SÍMI 62-25-55