Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1989. Fréttir Selur ekki tóbak: Ekki nauðsynja- vara og ætti að seljast í ÁTVR - segir Gylfi Ingvarsson, kaupmaður í Kvöldúlfi „Þetta ætti bara aö vera tll sölu í verslunum ÁTVR eins og áfengi því þetta er ekki síður óhollt og hættu- legt,“ sagði Gylfi Ingvarsson, kaup- maður í versluninni Kvöldúlfi, á Freyjugötu 15 í samtali við DV. Hann og kona hans, Eva Dís Snorradóttir, hafa ákveðið að selja ekkert tóbak eða tóbaksvörur í verslun sinni. „Við gerðum könnun meðal við- skiptavina okkar áður en þetta var ákveðið og af tæplega 80 manns voru aðeins 3 mótfallnir en ég hef ekki orðið var við að neinn væri hættur að versla við okkur. Þvert á móti hefur þetta mælst vel fyrir,“ sagöi Gylfi. Hann benti einnig á að nauösynlegt væri að einhverjir styddu Krabba- meinsfélagið í viðleitni þess. Auk þess væru mjög óhagstæðir skilmál- ar hjá ÁTVR og nánast ekkert sem kaupmaðurinn fengi í sinn hlut. „Ég vil fyrst og fremst að fólk geti keypt hér góða nauðsynjavöru en ekki óhollan óþarfa," sagði Gylfi aö lok- um. -Pá Spænsku konungshjónin, Jóhann Karl og Soffía, héldu kvöldverðarboð i gærkvöldi til heiðurs frú Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands, á Hótel Loftleiöum. Þangað mættu á þriðja hundrað manns. Á myndinni sést Soffía drottning ræða viö Ástríði, dóttur forsetans. Vigdis og Jóhann Karl standa álengdar. DV-mynd JAK Sykurmolamlr í Bandaríkjunum: Hljómsvert framtíðarinnar, segja bandarisk Möð - tónleikaferöin hálíhuö „Fyrstu tónleikar Sykurmolanna í San Francisco voru frekar lélegir og bar þar ýmislegt til. Meðlimir hljómsveitarinnar voru þreyttir og áður en þeir fóru á sviðið fengu þeir ekki hfjóðprufu," segir Ami Benediktsson, framkvæmda- stjóri Hugleysu TMHF sem er rekstr- arfyrirtæki Sykurmolanna. Tónleikamir í San Francisco 14. júní vom þeir fyrstu á rúmlega mán- aðar hljómleikaferðaiagi Sykurmol- anna um Bandaríkin. Um þessar mundir erhljómsveitin stödd í Cleve- land og mun halda tónleika þar. Lokatónleikamir verða 19. júli í New York og þá hafa Sykurmolamir hald- ið 20 tónleika í Bandaríkjunum að þessu sinni. „Efdr fyrstu tónleika Sykurmol- anna hefur hljómleikaferðin gengið nyög vel og um 90 prósent þeirrar umfjöllunar, sem birst hefur um Sykurmolana í bandarískum blöð- um, hefur verið mjög jákvæð. Það er gaman aö sjá hversu vel þeim gengur. Á hveijum tónleikum spila þeir fyrir mikinn fjölda áhorf- enda eða 15-20000 manns í einu. Það hefur gengiö vel að selja miða á tónleikana og þegar forsalan hófst 25. apríl síðastliðinn seldust strax 80-90 prósent allra fáanlegra að- göngumiða. Metið var þó þegar for- sala hófst á lokatónleikana í New York 5. maí því þá seldust um 25 þúsund miðar á innan við fjórum klukkutímum,“ segir Ámi. Blaðið New Musical Express birti 1. júlí dóm um eina af hljómleikum sveitarinnar vestra. Þar em Sykur- molamir lofaðir í hástert og taldir verða ein af hljómsveitum framtíöar- innar. Mánudaginn 19. júlí birtist svo mjög lofsamlegur dómur í Los Ange- les Times um tónleika sveitarinnar í Los Angeles. Söngkonan Björk er lofuð í hástert og í dómnum segir að hún syngi af mikilli innlifun og til- finningu, sér í lagi er söng hennar í lögunum Motorcrash og Birthday hrósaö. -J.Mar Verkfálli aflýst: Sjómenn og útgerð sömdu Nýr kjarasamningur milli Sjó- mannafélags Reykjavíkur og kaup- skipaútgerðinnar var undirritaður í gær. Samningurinn felur í sér breyt- ingar á töxtum, hækkun orlofspró- sentu, yfirvinnuálag hækkar úr 73% í 80%, sérstakt álag vegna aukinnar þátttöku við lestun og losun skipa hækkar og auk þess em í samningn- um sömu launahækkanir og önnur félög innan Alþýðusambandsins hafa fengjð. Samningurinn er afturvirkur og gildir frá 1. maí síöastliðnum. Samn- ingstíminn er tvö og hálft ár. Sjó- mannafélagið hefur aílýst áður boð- uðu verkfalli. Næstu þijár vikur verður at- kvæðagreiðsla sjómanna um samn- inginn. -sme í versluninni Kvöldúlfi á Freyjugötu er ekki selt tóbak af neinu tagi enda segir kaupmaöurinn aö slíkt sé ekki nauðsynjavara. DV-mynd JAK Húsnæðismálastofnun: Lánað til 696 félagslegra íbúða Á stjómarfundi Húsnæðisstofmm- ar ríkisins í gær var ákveðið að veita framkvæmdalán til byggingar 696 íbúða í félagslega kerfinu. Heildar- lánveiting vegna þess nemur samtals 2.454 milljónum króna en veittar verða að meðaltali fiórar milljónir til hverrar íbúðar. Þessir peningar eiga að koma til útborgunar á tiltölulega sfuttum tíma eða 18 mánuðiJm. Eitt- hvert smáræði mun þó falla á árið 1991. 396 íbúðir verða byggðar fyrir lán úr Byggingarsjóði verkamanna en þaðan koma 1.584 milljónir. Bygging- arsjóður ríkisins veitir lán til bygg- ingar þeirra 300 íbúða sem eftir eru fyrir 870 milljónir. Ekki er ætlunin að allt þetta fé fari til nýbygginga heldur fylgja þau til- mæli frá Húsnæðisstofnun að þar sem unnt sé verði keyptar notaðar íbúðir. -SMJ Almannavama flautur í gang: Línubilun Flauta Almannavarna ríkisins viö Reykás fór að væla laust eftir klukk- an hálfeitt í aðfaranótt fimmtudags. íbúar hverfisins hrukku margir upp af værum svefni og kveiktu nokkrir ósjálfrátt á útvarpinu til að heyra mögulegar tilkynningar. Hins vegar var um línubilun í símakerfmu að ræða sem kom flautunni af stað enda var ekkert vit í vælinu, „hún blés eitthvert rugl“ eins og DV var tjáö ástæðan hjá Almannavömum. Var maður sendur á staðinn til að þagga niður í flautunni svo fólk gæti sofið áfram. Svo einkennilega vildi til að flauta Almannavama við Meistaravelli tók upp á því sama seinni partinn í gær og vom ástæöur þeirrar uppákomu hinar sömu og í Reykásnum. Ársfjórðungsleg prófun almanna- vamaflauta fór annars fram á hádegi ígær. -hlh Endumýjun innanlandsflugflotans: Þrjár vélar í sigtinu Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, þá er félagjð nú að velta fyrir sér þrem tegundum flugvéla til endumýjunar innan- landsflugflota félagsins. Það em De Haviland eða DASH 8 wéla, Fokker 50 sem er ný gerð af Fokker 25 sem Flugleiðir nota nú og í þriðja lagi er verið að skoða vélar af gerðinni ADR-42. Þar er um aö ræða fransk- ítalskar vélar. Það liggur ekki fyrir endanleg ákvörðun um hve margar vélar verða keyptar en líklegt er að þær veröi fjórar til fimm. Fokkervélamar sem nú em í notkun em fimm. Tahö er að kostnaður við endumýjunina veröi 2,5 milljarðar króna. Er þá gert ráö fyrir að hver vél kosti hálfan milljarð króna. -SMJ íslenskt vatn fyrir kónginn íslenskt vatn á femum var sér- staklega á boðstólum fyrir Spánar- konung og fylgdarlið hans í hinum konunglegu vistarverum á Hótel Sögu. Ekki var gert ráö fyrir að hans hátign neytti vatns úr krana og þvi var tappaö vatni á femur og það geymt í ísskápnum. Venjulega er aöeins sænskt vatn selt í minibörum á hótelherbergj- um á ísiandi. íslenska hágæðavatn- ið, sem vonir em bundnar viö að verði dýrmæt útflutningsvara í framtíðinni, er 1 krönunum en er- lendir ferðamenn þora ekki að drekka vatn úr krönum og verða því yfirleitt ekki þeirrar gæfur að- njótandi aö bergja á íslensku vatni. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.