Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 7. JtJLÍ 1989. Mahdi hand- tekinn í Súdan Herforingjastjómin í Súdan hefur eflt völd sín með handtöku fyrrum forsætisráðherra landsins, Sadeq al- Mahdi, sem verið hafði í felum síðan stjóm hans var steypt af stóh fyrir viku. Mahdi var gripinn í gær af her- mönnum og lögreglumönnum þegar hann reyndi að klifra ytir svalir á húsi vinar síns í fmu hverfi í höfuð- borginni Khartoum þar sem flestir erlendir sendiráðsstarfsmenn og út- lagar búa. I tilkynningu, sem gefin var út af hemum, sagði að Mahdi hefði verið með miða til herforingjanna fimmtán sem steyptu honum af stóh. Ekki var greint frá hvað hefði staðið á miðan- mn. Stjómarerindrekar segja að eftir íbúi í Khartoum, höfuðborg Súdans, hlustar á nýjustu fregnir af aðgerðum herforingjastjórnarinnar sem tók völdin i landinu fyrir viku. Simamynd Reuter handtöku Mahdi ógni nú ekkert her- foringjastjóminni. Jafnvel þótt nokkrir af æðstu embættismönnum fyrrum forsætisráðherrans leiki enn lausum hala efast stjómarerindrek- ar um að þeir geti skipulagt andstöðu gegn hinum nýju stjómendum Súd- ans án hans. Leiðtogi herforingjastjómarinnar, Ömar Hassan al-Bashir, sagði að Mahdi og fimmtíu aörir stjómmála- menn, sem verið hafa handteknir hingað tíl, muni verða yfirheyrðir og dæmdir fyrir rétti ef þurfa þykir. Mahdi var þrjú ár við völd og var forsætisráðherra nokkúrra sam- steypustjóma. Honum tókst ekki að binda enda á borgarastyijöldina í suðurhluta landsins. Þar létust um tvö hundmð og fimmtíu manns úr hungri í fyrra. Herforingj astj ómin hefur heitið því að binda enda á stríðið. Á þriðju- daginn lýsti hún yfir einhiiða vopna- hléi og bauð skæruliðum sakarupp- gjöf. Fregnum um að nefnd hersins hefði verið send tii Eþíópíu til við- ræðna við skæruliða var hins vegar neitað í gær af hinni opinberu frétta- stofu Súdans. Var sagt að heimsókn- inni hefði verið frestað til 11. júií að beiðni stjómvalda í Eþíópíu. Áður hafði meðlimur herforingjastjómar- innar sagt að sendinefndin hefði þeg- ar lagt af stað til Addis Abeba með skilaboð frá Bashir til Mengistu Ha- ile Mariam forseta. Yfirvöld í Súdan hafa oft sakað stjórnina í Eþíópíu um áð styðja skæmliða sem síðan 1983 hafa barist gegn yfirráðum múhameðstrúar- manna í norðri. í suðurhluta landins em flestir heiðnir eða kristnir. Reuter Kanna fiskafurðir Grænlendinqa Gizur Helgasan, DV, V-Þýskalandi: Sendinefnd frá V-Þýskalandi er nú stödd í Nuuk á Grænlandi til þess að athuga um kaup á fleiri tegundum fiskafurða. Hefur nefndin hvatt landsstjómina til þess að hefja stærri kynningu í fjölmiðlum í V-Þýska- landi á grænlenskum selskinnskáp- um. Formaður sendinefndarinnar er ríkisritarinn í sjávarútvegsmála- ráðuneytinu í Bonn en honum til aðstoðar er fjöldi fulltrúa frá ýmsum einkafyrirtækjum á fiskvinnslusvið- inu í V-Þýskalandi. Nefndin hefur sér í lagi óskað eftir kaupum á þorski og rækju hjá Grænlendingum meðal annars vegna þess að rækjumarkað- urinn í V-Þýskalandi hefur verið lé- legur í langan tíma. Sá sem fer með fiskveiðimál innan grænlensku landsstjómarinnar hef- ur tilkynnt V-Þjóðverjum að Græn- lendingar vilji gjaman komast inn á v-þýska þorsk- og rækjumarkaðinn en ennþá hafa engir samningar um samvinnu á þessu sviði verið gerðir á milli Grænlendinga og V-Þjóðverja. V-þýska sendinefhdin heimsótti fisk- iðnaðarfyrirtæki í Nuuk og var mjög ánægð með gæði framleiðslunnar hjá verksmiðjum staðarins. Hvað varðar selskinnsmarkaðinn ætla Grænlendingar aö bjóða hópi v-þýskra sjónvarpsmanna til Græn- lands svo að íbúar V-Þýskalands geti fengið rétta mynd af selveiðum Grænlendinga og keypt sér græn- lenskar loðkápur án samviskubits þar sem selastofnarnir séu ekki í hættu. Aldrei fyrr hafi selastofnamir verið jafnstórir og grænlensku sel- veiðimennimir drepi ekki kópana, eins og til dæmis norskir starfs- bræður þeirra gera, aö því er Græn- lendingar sjálfir segja. Landsstjómin er að láta útbúa sjónvarpsmynd til kynningar á sel- veiðum Grænlendinga. Reiknað ef með því að lokið verði við gerð mynd- arinnar á næsta ári. Sameiginlegur frambjódandi stjórnarandstöðunnar í Chile Mið- og vinstri stjómarandstöðu- flokkamir í Chile útnefndu í gær kristilega demókratann Patricio Ayl- win sem frambjóðanda þeirra í fyrstu forsetakosningunum í tuttugu ár sem aðrir en herinn bjóða fram til. Aylwin, sem er 70 ára gamall lög- fræðingur, leiddi stjómarandstöð- una til sigurs yfir Pinochet forseta í þjóðaratkvæðugreiðslu um áfram- haldandi sfjóm hersins í október síð- asthðnum. Pinochet getur ekki tekið þátt í forsetakosningunum sem fram eiga að fara í desember. Eftir ósigur Pinochets hefur ríkt ringulreiö í búðum hægri manna og skoðanakannanir gefa í skyn að Ayl- win gæti hlotið 55 prósent atkvæða og þess vegna tekið við embætti for- seta þremur mánuðum eftir kosning- Patricio Aylwin, leiðtogi kristilegra demókrata, hefur verið útnefndur sem forsetaframbjóðandi stjómar- andstööuflokkanna í Chile. Simamynd Reuter amar. Engir aðrir frambjóðendur hafa veriö útnefndir hingað til. Síðasti kjömi forsetinn í Chile var Salvador Allende sem hlaut kosn- ingu 1969. Honum var steypt af stóh 1973 í blóðugri uppreisn leiddri af Pinochet. Flokkur Aylwins, sem var stærsti flokkur landsins, studdi upp- reisnina. Sljómarandstöðuflokkamir í Chile hafa í tvo mánuöi staðið í hörðum samningaviðræðum um stefnuskrá fyrir kosningamar. í stefnuskránni, sem verður birt eftir tíu daga, er hvatt til tafarlausra launahækkana og hærri skattlagningar til að fjár- magna félagslegar aðgerðir. Því er heitið að halda áfram fijálsri mark- aösstefnu stjómar Pinochets. Reuter Útlönd BiuiUn f I -—I- Benazir Bhufto, forsætisráðherra Paklstans, ræðlr við Sir Geoffrey Howe, utanríkisróðherra Bretlands, f London i gær. simamynd Reuter Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, sagði í gær að Pakistan vonaðist til að sameinast samveldislöndunum sem það yfirgaf fyrir sautj- ánárum. Framkvæmdastjóri samveldislandanna, Ramphal, sagði í gær að dyrnar stæðu opnar fyrir Pakistan. Kvaðst hann hafa skrifað Bhutto áður en hún lagði upp í ferð sina til Bretlands og sagt henni að samþykki væri fyrir því að Pakistan sameinaðist á ný fyrir leiðtogafund samveldisland- anna í Kuala Lumpur í október. Skotbardagar í Beirát Skóladrengir ( Beirút lelta skjóls i SkOtáráS. Slmamynd Reuter Haröar skotárásir voru í morgun gerðar á svæði kristinna manna í libanon, allt frá austurhluta Beir- úts til borgarinnar Byblos i noröri. Vora þaö Sýrlendingar með aðset- ur í fjöllunum í norðausturhluta landsins sem stóðu að baki árásun- um. Tveir era sagðir hafa særst í árás- unum í borginni Jounieh. Fjórir menn létu lífið og átta særðust í vestur- og austurhluta höfuöborg- axinnar í gær. Sýrlendingar í vesturhluta Beir- úts gerðu í morgun árásir á strend- ur undir yfirráðum kristinna. Her- memi Aouns hershöfðingja hefadu með skotárásum á hverfi múha- meöstrúarmanna. Tii átaka þessara kom þrátt fyrir tilraunir sendimanns Arababanda- lagsins um að styrkja vopnahléð sem samið var um 11. maí. Hann kom til Líbanon í gær. Berst fyrr konur Pakistanski flugmaðurinn Shehnaz Leghari, sem er með andlltið huiiö að mesfu samkvœmt venju múhameöstrúarkvenna og þá einnig er hún flýgur, er tuttugu og þriggja ára gömui. Hún er formaður Féiags kvenflug- manna f Pekístan aem telur sjö meðiimi. Leghaii berst fyrlr flelrl atvlnnu- tasklteerum fyrir konur í fiuglnu. Simamynd Rsuter Baker lofar aðstoð Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, James Baker, úlkynnti í gær um þrettán mifijóna dollara efua- hagsaöstoð við bandamenn í suð- austurhluta Asíu. í ávarpi sinu á ráöstefhu rfkja Suöaustur-Asíu sagði Baker einnig að samstaða Asíuríkja væri nauösynleg til að koma á firiöi í Kambódíu og koma í veg fýrir áframhaldandi borgara- stríð þar eftir aö víetnömsku her- mennirnir halda þaðan í septemb- erlok. Embættismenn bandariska utan- ríkisráðuneytisins hafa gefið tll kynna að þeir gætu samþykkt lausn sem fæli í sér útilokun rauöu Knmeranna ira nym sgorn. csieina Bandaríkjanna hingaö til hefur verið að þeir verðl að taka þátt í stjómarmyndun til að koma í veg fýrir að þeir haldi áfram skæruhemaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.