Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1989. Spumingin Telurðu gagn að hingaðkomu erlendra þjóöhöfðingja? Margrét Indriðadóttir: Já, komur erlendra þjóðhöfðingja hingaö til lands hafa í fór með sér kynningu á viökomandi löndum. Þórhildur Ólafs: Já, ég tel það. Þær efla samskipti þjóðanna og eru þjóð- arkynning. öm Ólafsson: Ég veit þaö ekki. Það mætti spara mjög mikið á þessu sviði með því að minnka heimsóknir er- lendra þjóðhöfðingja. Jón Þorvarðarson: Ég veit þaö hreint ekki. Rósa Lárusdóttir: Það er ef til vill gagn að komu sumra þjóðhöfðingja en ekki allra. Komumar gætu helst bætt viðskiptin. Anna Lilja Guðmundsdóttir: Já, ég myndi segja að þær bættu sambönd landanna. Lesendur dv Krisuvfkurskólinn Styðjum Krísu- víkursamtökin 8727-5329 skrifar: Mig langar til að skrifa nokkrar línur i sambandi við grein sem birt- ist í DV 26. júní þar sem móðir segir frá þeim erflðleikum er hún hefur þurft að ganga í gegnum varðandi vímuefnaneyslu sona sinna. Það er hörmulegt að vita til þess að ekki skuli vera til stofnanir sem geti tekið þessa unglinga, og aðra þá sem eru á unga aldri, til langvarandi meðferðar. Með aukinni neyslu hef- ur komið í ljós að afbrotaferill þeirra sem lénda í þessari neyslu eykst mjög ört. Þáð gefur augaleið að þroski' þessara unglinga hefur staðnað mjög snemma. Ætla mætti að í ekki stærra þjóðfélagi en við lifum í væri hægt að koma þessum unglingum til hjálp- ar. Ég átti leið um Reykjanes fyrir fáum dögum og kom meðal annars í Krísuvík þar sem ég kom aö húsi því sem átti að vera skóli á sínum tíma en húsið var aldrei notað í þeim til- gangi. Síöan var félagasamtökum, sem hafa það að markmiði að endur- hæfa þá unglinga sem hafa oröið helsjúkir að völdum eiturlyfja- neyslu, úthlutað húsnæðinu. Ég hef góðar heimildir. um að þeir sem standa ‘ að Krísuvíkursamtökunum séu mjög hæfir til að veita þessu unga fólki, sem þjáist, góða umönn- um og fræðslu um þessi mál. Það hlýtur að vera ódýrara fyrir þjóðfélagið að koma þessum ungling- um á rétta braut og nýta krafta þeirra til uppbyggingar í okkar Utla þjóð- félagi. Ég tel okkur öll systur og bræður þar sem kærleikurinn á að sitja í fyrirrúmi. Að lokum skora ég á stjómvöld að sjá til þess að unglingum þeim, sem eiga viö þennan sjúkdóm að stríða, og eru hægt og sígandi að deyja á unga. aldri, verði komiö strax til hjálpár með fjárveitingu svo hægt verði • að öpna meðferðarheimilið í KrísuVík. Oft var þörf en nú er nauð- syn. Lúðvíg Eggertsson skrifar: Það þykir tíðindum sæta þegar maður er geröur heiðursdoktor viö háskóla. Venjulega hefir það verið fyrir affek á sviði mennta eða vísinda. Sumir velta því fýrir sér hvers vegna Jónas Haralz fékk slíkan titil viö Háskóla ís- lands áður en hann fór vestur um haf. Varla var það skrautflöður einungis. Vissara þóttí að hann hefði samílot með dr. Jóhannesi Nordal. Var tílkynnt að báöir yrðu geröir heiðursdoktorar viö háskólann. Nú ber svo við að dr. Jóhannes er á ný tilnefndur til doktorstitils við hátíðlega athöfii í HL Hann hefir tvfmælalaust verið affeks- maöur í fjármálum landsins. Hins vegar hefir gengi krónunnar veriö óstöðugra en áður síðan hann varð bankastjóri Seðla- bankans og vextir eru nú hærri en dæmi em um 1 íslandssög- unni. Sambærilegir vextir fyxir- finnast aöeins í ríkjum Suður- Ameríku. Þorvaldur Gylfason, prófessor í viðskiptadeild, afhenti dr. Jó- hannesi titilinn. Sá vill að land- búnaöur á íslandi verði lagður niöur. Spurningin er: Hvað eig- um við aö eta ef landið einangr- ast í styrjaldarátökum eða ef fiskimiöin mengast af kjaraorku- eitri? Þessi sonur þingmanns og ráðherra AJþýðuilokksins, sem hefir miðstýringu á stefnuskrá sinni, prédikar fijálshyggju • og auðhyggju af raiklu kappi. Hvers konar uppeldi fa viðskiptafræð- ingamir sem eiga að erfa landið? Er íslenska þjóöin aö kafiia í snobbi? Stjómendur og embætt- ismenn era ýmist á feröalagi er- lendis eða í móttöku erlendra gesta hérlendis. Veislan heldur áfram meðan fyrirtæki lognast út af. Jaihvel biskuþ íslands-var floginn tíl Finnlands áður’ en hann tók formlega viö embættí sem átti að gerast 1. júll Dýrt Hótel Ein reið skrifar: Fólk á aldrinum milli þrítugs og fertugs fer í flestum tilfellum afar sjaldan út að skemmta sér. Bæði vegna þess að þá era bömin ung og ekki síður vegna þess að fólk á þess- um aldri hefur lent verst í því að koma yfir sig þaki með miklum okur- lánmn. Það kemur því eins og reiðar- slag yfir fáfróða danshúsgesti þegar þeir era rukkaðir um 950 krónur í aögangseyri kl. 12.30 á veitingahús- inu Hótel íslandi. Það gera rétt tæpar tvö þúsund krónur fyrir hjón og þá er eftir að kaupa rándýran áfengan drykk á bamum. I sakleysi okkar hjónanna ákváð- um við, eftir að hafa heimsótt bjórkrá í miðbænum í fyrsta sinn, að skella okkur á dansleik. Þjóðleikhúskjall- arinn, sem er langvinsælastí staður- inn á ísland inn, sennilega vegna þess aö þar borga menn hæfilega fjárhæð til að komast á barinn og dansgólfið, var lokaður. Þá var ákveðið að fara á Hótel ísland sem hafði örfáa gesti innanhúss og hljómsveit sem lék undir dansi. Fyrir þetta greiöir gest- urinn tæpar eitt þúsund krónur sem er stórt áfall fyrir fólk sem á fullt í fengi með að halda líftórunni fyrir þau laun sem boðið er upp á hér á landi. Er það veijandi fyrir eiganda þessa staðar að rukka fólk um þessa upphæð á vínveitingahúsi án skemmtiatriða? Gaman væri að fá svar við því. Og er ástæða þess hversu fámennt var í húsinu ekki að fólk hefur ekki efni á að sækja stað- inn og fer fremur á krár þar sem aðganseyrir er enginn? Ryðvarinn brást Vilberg Sigtryggsson kom: í haust þurfti ég að bletta Subaru, árgerð ’82, og fór þess vegna í Bíla- naust. Ég bað um það besta sem ég gæti fengið til blettunar og fékk ég ágætisþjónustu hjá fyrirtækinu. Stuttu eftir að ég haföi borið efn- ið, sem ég keypti, á bílinn fór að koma ryð fram á þeim svæðum sem ég hafði blettað. Nú er ekkert orðið eftir af lakkinu, aðeins brúnir ryð- blettir. Ég fór því aftur í Bílanaust og kvartaöi yfir þessu. Efnið sem ég keypti er kallað „rast stop“ og stendur á dósinni að því fylgi fimm ára ábyrgð. í Bílanausti skildu menn ekki neitt í þessu, sögðu að aldrei áður hefði verið kvartað undan því. Höfðu menn þar sam- band við fyrirtækiö úti en þar skildi heldur enginn neitt í neinu. Sögðust þeir hjá Bílanausti ekkert geta gert fyrir mig og vora mér ekki boðnar neinar skaðabætur. Ég fór að skafa í ryðið og það var hreinlega eins og efnið væri að éta stálið. Ég fékk munnlegar leið- beiningar um hvemig ætti að nota efnið og fór ég nákvæmlega í einu og öllu eftir þeim. Nú blettaði ég á sama tíma gamla Cortinu og notaði íslenska grunnmálningu og lenti ekki í vandræðum með hana. Svar Bílanausts: Kemur lega á DV leitaði skýringa hjá Bíla- nausti vegna ryðvarans sem brást. Fyrir svörum varð Anton verslun- arstjóri. Kannaðist hann ekki við málið en sagði að efnið, sem um væri að ræða, „rust stop“, væri mjög mikið keypt og engar kvart- anir hefðu borist honum til eyma vegna þess. Viöskiptavinir versl- unarinnar væm kröfuharðir og ekki vanir að hlífa þeim ef um gall- aðar vörur væri að ræða. Taldi Anton að efnið hefði hugs- anlega frosiö en þó gæti hann ekki fullyrt að ekki hefði verið um gall- algjör- óvart aða dós að ræða. Þaö væri rétt að um fimm ára ábyrgð væri að ræða en það væri skilyrði að rétt væri með efnið far- ið og farið vandlega eftir öllum leið- beiningum. Efnið er sýrublanda sem á að ganga í efnasamband við ryðið og stöðva áframhaldandi ryögun. Það er eingöngu ætlað ofan í ryð og á alls ekki að skemma út frá sér. Anton sagöi að Vilbergi væri vel- komið að koma og tala við sig. Það væri meira en sjálfsagt að líta á þetta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.