Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1989.
Viðskipti
Samdráttur í byggingariðnaðinuin það sem af er árinu:
Sala á steypu hefur
stórlega dregist saman
Steypusala hefur inmnkaö stórlega
á þessu ári miðað við árið í fyrra og
hittifyrra. Samdrátturinn er um 15
prósent. Fyrstu mánuði ársins voru
seld um 45.400 tonn af sementi miðaö
við tæp 53.700 tonn í fyrra. Salan þá
var aðeins meiri en árið 1987. Þetta
er samkvæmt upplýsingum Sem-
entsverksmiðju ríkisins í gær.
Steypusala hefur verið minni
hvem einasta mánuð þessa árs nema
í janúar þegar hún var mjög svipuð
og í janúar árið 1988. Dla viðraði fyr-
ir steypuframkvæmdir fyrstu mán-
uðina sökum frosta.
Margir hefðu þá búist við meiri
steypusölu í vor og júní. En svo hefur
ekki orðið. AIls vom seld um 14.700
tonn af sementi í júní miðað við um
16.350 tonn í júní á síðasta ári.
Að sögn Tómasar Runólfssonar hjá
Sementsverksmiðju ríkisins virðast
steypuframkvæmdir hafa minnkað
um allt land. Langmest er selt af
steypu á höfuðborgarsvæðinu.
Tómas segir að Sementsverksmiðj-
an áæth að selja um 115 þúsund tonn
af sementi á þessu ári borið saman
við um 132 þúsund tonna sölu í fyrra
sem var eitt mesta steypuár frá upp-
hafi. -JGH
Greinilegur samdráttur hefur verið í byggingariðnaðinum á þessu ári. Salan var þó ágæt í júní en samt minni en i
júní í fyrra.
Salan á Holiday Inn:
Útlend fyrirtæki
að skoða dæmið
Salan á Holiday Inn hótelinu, sem
er í eigu Glitnis og Iðnaðarbankans,
er nú á því stigi að nokkur erlend
fyrirtæki eru að skoða dæmið og
meta upplýsingar. Engar beinar og
formlegar viðræður þar sem rætt er
um samningsdrög eru í gangi, sam-
kvæmt heimildum DV.
Hótelið var auglýst strax til sölu
eftir að Glitnir og Iönaðarbankinn
keyptu það í vor en hótelið skuldaði
þessum aöilum nokkrar upphæðir.
Það eru fyrst og fremst útlendingar
sem hafa sýnt hótelinu áhuga, þeirra
á meðal er SAS-flugfélagið.
Reksturinn á Holiday Inn hefur
gengið vel frá því eigendaskiptin
urðu í vor og hefur hótelstjórinn,
Wilhelm Wessman, endurskipulagt
reksturallradeildahótelsins. -JGH
Þrátt fyrir allt ferðakrepputal:
Utanferðum íslendinga
hefur fjölgað á árinu
Utanferðum íslendinga fjölgaði
fýrstu sex mánuði ársins frá í fyrra.
í júní var dæmið þó öfugt, aðeins
færri fóru þá til útlanda miðað við
júní í fyrra, eða um 17.600 í ár en um
18.000 í fyrra. Þetta eru glænýjar
upplýsingar frá Útlendingaefdrhtinu
um utanferðir íslendinga.
AUs fóru 58.840 íslendingar til út-
landa fyrstu sex mánuðina. Á sama
tíma í fyrra fóru 57.787 íslendingar
út eða þúsund færri.
Miklar úmræður hafa verið í aht
vor um að verulegur samdráttur sé
í .utanlandsferðum íslendinga. En
samkvæmt þessum tölum virðist
sem kreppan hafi ekki náð í skottiö
á íslenskum ferðalöngum.
Ferðaskrifstofumenn segjast hafa
skorið sólarlandaferðir niður um 25
prósent vegna ónógrar eftirspurnar.
Nýjustu tölur Útlendingaeftirhtsins
um fjölgun á utanlandsferðum aha
mánuði fyrra helmings ársins, að
júní undanskildum, benda hins veg-
ar til að íslendingar séu farnir að
ferðast öðruvísi en áður, fari sjálf-
stætt og meira á eigin vegum í stutt-
ar ferðir th útlanda.
-JGH
Kreppan viröist ekki hafa náö í skottið á íslenskum ferðamönnum.
Jón Sigurðarson, forstjóri Átafoss.
Hættir hjá
Álafossi
Jón Sigurðarson, forstjóri Álafoss,
hefur ákveðið að hætta hjá Álafossi
hf. í haust eða vetur þar sem hann
er á leið út í eigin rekstur með
tengdafóður sínum, samkvæmt ör-
uggum heimildum DV.
Tengdafaðir Jóns, Pétur Pétursson,
á og rekur mjöl- og lýsisverksmiðj-
una Hafstein í Þorlákshöfn, svo og
hefur hann verið í skreiðarútflutn-
ingi og öðrum útflutningi sjávarvara.
Þetta er sá rekstur sem Jón er nú
að hverfa til eftir að hafa verið for-
stjóri stærsta fyrirtækis á Akureyri,
iðnaðardehdar Sambandsins, og síð-
an forstjóri Alafoss eftir að iðnaðar-
deildinsameinaðistÁlafossi. -JGH
Mikið spurt um vélar Rafha
„Það hefur verið mikið spurt um
vélamar, ég hef ekki haft undan að
svara mönnum sem hringja," segir
Ingvi I. Ingason, framkvæmdastjóri
Rafha, en hluti af vélum fyrirtækis-
ins var auglýstur tíl sölu um helgina.
Óskaö er eftir að thboð berist fyrir
22. júlí.
Stjóm Rafha hefur samþykkt að
hluti af eignum fyrirtækisins verði
seldur. Líklegasta framhald á rekstri
Rafha verður það að hætta fram-
leiðslu á vömm sem framleiddar em
með tapi en auka innflutning og
þjónustuhlutverkið. Það er sú
stefnumörkun sem er líklegust til að
verða ofan á, aö sögn Ingva.
Rafha er eitt þekktasta iðnfyrir-
tæki landsins. Ríkið á um 33 prósent
í því á móti um 70 öðmm hluthöfum.
Ættingjar Axels Kristjánssonar, sem
var forstjóri fyrirtækisins í mörg ár,
eiga um 15 prósent hlutafjár. Ingvi á
um 5 prósent.
Næsta víst er að Rafha hætti aö
framleiða eldavélar, auk ýmissar
sérsmíði sem fyrirtækið hefur ann-
ast. Þegar hefur framleiðslu á
flúrlömpum verið hætt.
Fyrirtækiö hefur um árabil flutt
inn heimhistæki, eins og Zanussi ís-
skápana. Ætlimin er að eflá innflutn-
inginn.
Eigiö fé Rafha er um 70 milljónir
króna. Thgangurinn með róttækri
uppstokkun fyrirtækisins er, að sögn
Ingva, sá aö grípa í taumana áður en
í óefni verður komið og hætta að
framleiða þær vömr sem em fram-
leiddar með tapi.
-JGH
aðnum ekki hafa batnað íjúnifrá
þvi í maí þegarum 1.800 manns
voruánvinnu. Oskarsegir aðþað
sé klárt mál að atviimuleysi hafi
ekki minnkað í júni og þvi sé
fyrsta vísbendingin aö atvinnu-
leysi hafi aukist.
Hann segir ennfremur að um
2.300 manns hafi að jafnaöi verið
án vinnu það sem af er þessu ári
og vegi þar þyngst hve margir
vom atvinnulausir fyrstu mán-
uði ársins.
Sé atvinnuleysi þessa árs borið
saman viö síðasta ár er vart líku
að jafna. í maí í fyrra voru um
600 manns atvinnulausir miðað
viö 1.800 í ár. Þaö er þrefóldun. Á
hinn bógin fækkaði atvinnulaus-
um yfir sumarið í fyrra, öfugt við
það sem nú virðist vera upp á
teningnum. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 14-18 Úb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 15-20 Vb.Úb
6 mán. uppsögn 16-22 Vb
12mán. uppsögn 18-20 Úb
18mán. uppsögn 32 Ib
Tékkareikningar.alm. 3-9 Ab.Sp
Sértékkareikningar 4-17 Vb.Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6 mán. uppsögn 2,5-3 Allir
Innlán með sérkjörum 27-35 nema Sp Ab
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 8-8,75 Ab
Sterlingspund 11,75-13 Lb.Bb,-
Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Ib.Vb,- Sb Sb.Ab
Danskarkrónur 7,75-8,25 Lb.lb,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) Vb.Sp lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 30,5-34,5 Sb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 33-37,25 Sb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(vfirdr.) 34,5-39 Lb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7,25-8,75 Lb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 27,5-37 Úb
SDR 10-10,5 Lb
Bandarikjadalir 11-11,25 Allir
Sterlingspund 15,75-16 nema Úb Allir
Vestur-þýsk mörk 8,25-8.5 nema Úb Úb
Húsnæðisián 3,5
Llfeyrissjóöslán 5-9
Dráttarvextir 42,8
MEÐALVEXTIR
Överötr. júlí 89 34,2
Verötr. júlí 89 7,9
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitala júlí 2540 stig
Byggingavísitala júlí 461,5stig
Byggingavísitala júlí 144,3stig
Húsaleiguvísitala 5%hækkun l.júll
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,015
Einingabréf 2 2,227
Einingabréf 3 2,621
Skammtímabréf 1,383
Lífeyrisbréf 2,019
Gengisbréf 1,791
Kjarabréf 3,988
Markbréf 2,116
Tekjubréf 1,724
Skyndibréf 1,211
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóösbréf 1 1,928
Sjóðsbréf 2 1,544
Sjóðsbréf 3 1,362
Sjóðsbréf 4 1,135
Vaxtasjóösbréf 1,3555
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 300 kr.
Eimskip 360 kr.
Flugleiöir 175 kr.
Hampiðjan 164 kr.
Hlutabréfasjóður 128 kr.
Iðnaðarbankinn 157 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 145 kr.
Tollvörugeymslan hf. 108 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum
og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánarl upplýsingar um peningamarkað-
inn blrtast í DV ð fimmtudögum.