Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1989. 11 Utlönd Fundur leiðtoga aðildarríkja Varsjárbandalagsins hefst í dag: Markmiðið að auka samheldni Fréttaskýrendur búast við að leið- togar aðildarríkia Varsjárbandalags- ins, sem funda í Rúmeníu í dag, muni samþykkja einróma afvopnun- arfrmnkvaeði það er Mikhail Gor- batsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, lagði fram á þingi Evrópuráðsins í gær. Sovétforsetinn bauðst til að fækka skammdrægum vopnum í Evrópu ef aðildarríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að ganga til viðræðna um endanlega útrýmingu þeirra. Þá er einnig líklegt að fulltrúamir lýsi yfir stuðningi við hvatningu Bush Bandaríkjaforseta um að hraða viðræðum stórveldanna um fækkun hefðbundinna vopna. Segja vestrænir stjómarerindrek- ar að markmið Gorbatsjovs sé að sameina hin sjö ríki Varsjárbanda- lagsins á bak við vítæka afvopnunar- stefnu. Svo virðist sem aldrei hafi eins mikil gjá verið á mifii aðildar- ríkja bandalagsins frá stofnun þess árið 1955 segja fréttaskýrendur. Go- batsjov kom til Rúmeníu í gær en þá lauk þriggja daga opinberri heim- sókn hans til Frakklands. Teija fréttaskýrendur að leiðtog- arnir muni gefa út yfirlýsingu þar sem leiðir til niðurskurðar í vopna- búrum ríkja heimsins em skoðaðar og hvatt er til afvopnunar á sviði kjamorkuvopna. Reuter eða helja? íbúi í Búdapest les um dauðsfall Janosar Kadars, fyrrum leiðtoga lands- ins. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær jarðarförin fer fram en liklegt er að það verði eftir að opinberri heimsókn Bush Bandaríkjaforseta til Ungverja- lands, sem hefst á þriðjudag, lýkur. Simamynd Reuter Landráðamaður Janos Kadar, fymun leiðtogi img- verska kommúnistaflokksins, var sakaður um að hafa svikið landa sína þegar hann léði Sovétmönnum að- stoð sína til að brjóta á bak aftur ungversku byltinguna árið 1956. En næstu ár og áratugi breyttu landar hans og aðrir um skoðun og lofuðu hann í hástert fyrir umbótastefnu þá er gerði Ungverjaland að fijálsasta ríki A-Evrópu. Kadar lést í gærmorgun, 77 ára að aldri. Hann, sem forystu hafði fyrir Ungverjalandi í 32 ár, hafði verið sviptur öllum embættum innan kommúnistaflokksins er hann lést. Vinsældirnar dvína Vinsældir Kadars dvínuðu mjög á síðustu ámm. Ástæðuna má rekja til tregðu hans til frekari lýðræðisum- bóta á meðan efnahagsfifið fór sí- versnandi. í maí árið 1988 var hann settur af sem leiðtogi kommúnista- flokksins og viö tók Karoly Grosz. Kadar var vikið úr stjómmálaráð- inu og settur í nýtt embætti forseta flokksins. Pólitískri aðild hans að kommúnistaflokknum lauk svo að fullu í maí á þessu ári þegar hann var, af heilsufarsástæðum, settur af sem forseti og vikið úr miðstjóminni. Eftir að Kadar hafði verið leystur frá störfum opnuðust möguleikar til frekari pólitískra umbóta og efna- hagsráðstafana í Ungveijalandi. Inn- an árs hóf flokksforystan að koma fjölflokkakerfi á í landinu á nýjan leik. Þegar Imre Nagy, fyrrum forsætis- ráöherra, var borinn til grafar öðm sinni um miðjan síðasta mánuð, var það tafið merki þess að stjórnvöld stefndu að auknu stjórnmálalegu frelsi þjóðarinnar. Nagy var tekinn af lífi þegar uppreisn Ungveija árið 1956 hafði verið kveðin niður af her- sveitum Sovétríkjanna og tekinn af lífi. í kjölfariö hlaut Kadar tækifæri til að komast til valda. Kadar hefur mátt þola mikla gagn- rýni, m.a. frá Grosz, fyrir að hafa stefnt efnahag Ungveijalands í ógöngur. En sumir segja hann hafa bjargað því sem bjargað varð af fijálsræði þjóðarinnar í kjölfar upp- reisnarinnar. Stöðugleiki í efnahagsmálum næstu ár varð til þess að Ungveijar fitu leiðtoga sinn öðrum augum. Póli- tískt frelsi og viðskipti jukust og Ungveijaland varð æ fijálsara. En síöustu ár hallaði undan fæti. Snemma þessa árs námu skuldimar 11 milljörðum dollara. Ný forysta tók viö í Ungveijalandi og hinum aldna leiðtoga var vikið til hliðar. Reuter VERIÐ VELKOMIN TIL KL. 20 í KVÖLD Laugardag kl. 9-18. Sunnudag kl. 11-18. KJÖTMIÐSTOÐIN Garðabæ, sími 65 * 64 * 00 GOTT VÖRUÚRVAL: - GOTT VERÐ - GÓÐ BÍLASTÆÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.