Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1989.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. 4
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Spánarkonungur
Opinberar heimsóknir ýmissa tiginna gesta eru orðn-
ar daglegt brauð. Nýlega var finnski forsætisráðherrann
í heimsókn hér á landi, Ólafur Noregskonungur kom
hingað í fyrra og þessa dagana hefur Jóhann Karl Spán-
arkonungur ásamt Soffiu konu sinni verið gestur for-
seta íslands. Slíkar heimsóknir kunna að fara fyrir ofan
garð og neðan hjá almenningi en þær eru liður í sam-
skiptum þjóðanna til að votta hver annarri virðingu
sína og vinsemd. Opinberar heimsóknir æðstu manna
hverrar þjóðar eru oft á tíðum pijálkenndar og snobbað-
ar en þær þjóna sínum tilgangi í þeim skilningi að valda-
menn kynnast aðstæðum í ókunnu landi og styrkja
tengsl og samstarf á ýmsum sviðum atvinnu og utanrík-
ismála.
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur
heimsótt mörg lönd í boði annarra þjóðhöfðingja. Frú
Vigdís hefur ferðast mikið og hvarvetna verið íslensku
þjóðinni til sóma með persónutöfrum sínum og hispurs-
lausri framkomu. Frú Vigdís hefur vakið athygli á þjóð
sinni og hefur þannig laðað aðra til heimsóknar hingað.
Enginn vafi er á því að heimsókn Jóhanns Karls Spánar-
konungs og konu hans, Soffiu, er sprottin af kynnum
forseta íslands og þeirra hjóna, enda hefur Vigdís áður
farið í opinbera heimsókn til Spánar og iðulega vqrið
gestur Spánverja.
Fyrir vikið er Jóhann Karl fyrsti konungurinn utan
Norðurlanda sem heimsækir ísland. í rauninni leggur
hann lykkju á leið sína. Honum er vel fagnað. Spán-
verjar eru ekki nágrannar okkar en samskipti íslend-
mga og Spánveija hafa farið vaxandi, ekki síst eftir að
íslendingar uppgötvuðu sól og sumarsælu spönsku
strandanna. Tugþúsundum saman hafa íslendingar
ferðast til Spánar, kynnst þjóðinni og þjóðháttum, eink-
um eftir að lýðræðislegir stjórnarhættir voru aftur upp
teknir á Spáni eftir margra áratuga einræði. Endur-
heimt lýðræðisins á Spáni er ekki síst því að þakka að
Spánveijar gátu sameinast um konung sinn, sem sjálfur
hefur staðið dyggan vörð um stjórnmálafrelsið. Jóhann
Karl er óhemjuvinsæll í heimalandi sínu og er það sam-
einingartákn sem yfirgnæfandi meirihluti Spánveija
virðir. Jóhann Karl er ekki konungur valda og vopna.
Hann er oddviti þjóðar sinnar í líkingu við forseta ís-
lands, að því leyti að hann er utan og ofan við daglegt
þras stjórnmálanna, er fulltrúi þjóðar en ekki flokka.
Spánveijar eru miklir sæfarar og í þeim skilningi lík-
ir íslendingum. Þeir eru fiskimannaþjóð og alkunna er
að saltfiskur er mikill eftirlætismatur þar í landi. Enda
hafa íslendingar löngum selt þeim saltfisk með góðum
árangri og eftir að Spánveijar gerðust aðilar að Evrópu-
bandalaginu er nokkur hætta á því að sá markaður lok-
ist, nema sérstakur samningur verði leyfður milli land-
anna utan við tollmúra bandalagsins. í tengslum við
heimsókn Spánarkonungs hefur gefist færi til að ræða
þau viðskipti og önnur samskipti þjóðanna. Heimsókn
Spánarkonungs getur átt þátt í því að Spánveijar líti
íslenska hagsmuni vinsamlegum augum, enda í þágu
beggja þjóðanna að saltfiskinnflutningur þróist áfram
með eðlilegum hætti.
Þannig er þessi heimsókn Jóhanns Karls og fylgdar-
liðs hans annað og meira en hátíðarveisla. Hún hefur
pólitíska og efnahagslega þýðingu. Jóhann Karl flytur
með sér vináttu og velvild og það hugarþel er endurgold-
ið af íslendingum.
Ellert B. Schram
Ætla mætti aö þaö væri eftir-
sóknarvert að vera sjálfstæður og
skulda engum neitt. Vera aldrei
með neitt lánsfé í umferð og sleppa
við ailar vaxtagreiðslur, vera al-
gerlega sjálfum sér nógur og eng-
um háður aö eigin áliti, rétt eins
og Bjartur í Sumarhúsum. Víst er
það að fjölmargar þjóðir, sem
kveinka sér undan skuldabyrðinni
og eru reyndar sumar gjaldþrota í
raun og veru, ef þjóðir geta orðið
gjaldþrota, eins og til dæmis Mex-
íkó og Perú, mundu viija vera í
þeirri aðstöðu. En aðeins einni þjóð
hefur í rauninni tekist að losa sig
við allar útlendar fjárhagsskuld-
bindingar og það er þjóð sem eng-
um dettur í hug að taka sér til fyrir-
myndar.
Það land sem hefur greitt allar
sínar erlendu skuldir hefur fært
slíkar fómir að efnahagurinn er í
meiri rúst en efnahagur nokkurs
ríkis sem skuldar aha þjóðarfram-
leiðslu sína mörg ár fram í tímann.
Matarskortur er í Rúmeníu þvi mestöll framleiðslan fer til útflutnings.
Að skulda
engum neitt
I þessu landi er nú að heita má ólíft
og það svo mjög að jafnvel hefur
verið gripið til þess óyndisúrræðis
að loka landamærum þess við Sov-
étrikin, ekki til að hamla gegn
ásælni Sovétmanna heldur til að
koma í veg fyrir fólksflótta í vel-
megunina í Sovét.
Þetta makalausa land er Rúmen-
ía, heimkynni Drakúla greifa og
sögusvið bókarinnar um Franken-
steLi. Sá nútíma Drakúla, sem situr
þar að einræðisvöldum í nafni
kommúnisma og alræðis öreig-
anna, er Nicolae nokkur Ceausescu
sem hefur búið sér tii, ásamt konu
sinni og ættingjum, eins konar
konungsríki sem minnir meira á
þjóðsögur frá miðöldum en komm-
únistaríki í Austur-Evrópu nú á
tímum Gorbatsjovs.
Vinur vestursins
Ceausescu hefur ráðið ríkjum í
Rúmeníu síðan 1965 og var um
langt skeið talinn vonarpeningur á
Vesturlöndum. Honum var einkum
tahö þaö til ágætis að hann, einn
leiðtoga Varsjárbandaiagsríkj-
anna, neitaði að senda herhð til
Tékkóslóvakíu til að taka þátt í að
bæla niöur frelsisölduna þar sum-
arið 1968. Eftir það var Rúmenía
talin fyrirmyndarríki um skeið á
Vesturlöndum, Ceausescu léti ekki
Brésnéff ráða yfir sér.
Rúmenar voru reyndar með
ýmiss konar sérþarfir í samstarf-
inu við Sovétríkin og Vesturlanda-
menn tóku ævinlega málstað
þeirra og htu á Rúmena sem þá
einu þjóð sem byði yfirdrottnun
Sovétríkjanna birginn. Það geröu
hún að vísu, aðallega af gömlum
fjandskap við Rússa sem innhm-
uðu stóra hiuta Rúmeníu fyrir síð-
ari heimsstyrjöldina og enn stærri
hluta eftir hana. Enn eru Rúmenar
upp á kant við Rússa, nú út af per-
estrojkunni sem er eitur í beinum
Ceausescus.
Þessi fyrrum vinur vestursins er
nú falhnn í ónáð, ekki aðeins á
Vesturlöndum, heldur ekki síöur
meðai kommúnistaleiðtoganna,
vegna þess sérkennilega skilnings
sem lagður er í kommúnismann í
Rúmeníu. Sá skilningur er að upp-
haf og endir kommúnismans sé
Ceausescu sjálfur og allar stofnanir
ríkis og flokks þjóni þeim tilgangi
að framfylgja vilja hans og duttl-
ungum og ekki síður að þjóna
Elenu, eiginkonu hans, og fjöl-
mennu skylduhði þeirra.
Ceausescuhjónin hafa búið til
hirð um sig í Búkarest sem sögð
er að minnsta kosti jafníburðar-
mikil og tíðkaðist á dögum þeirra
þýsku prinsa sem voru konungar
KjáHariim
Gunnar Eyþórsson
í landinu fram að síðari heimsstyrj-
öld. Þær gömlu konungshallir, sem
til voru, voru ekki sæmandi slíkum
leiðtoga svo að hann lét reisa grið-
arlega nýja forsetahöll, svo stóra,
mikla og skrauti hlaðna að menn
grípa öndina á lofti. Samtímis hefur
Ceausescu ákveðið að þurrka út
fortíðina. Mestur hluti miðborgar
Búkarest hefur verið jafnaður við
jörðu og í staðinn reistar nýbygg-
ingar, svo sviplausar og eyöilegar
að menn, sem þekktu Búkarest
áður, eru gráti nær.
Saga landsins skal endurskrifuð
og aht sem minnir á fortíðina fyrir
tíma Ceausescus skal hverfa.
Gamlir lifnaðarhættir skulu
hverfa, þjóðin skal rifin upp með
rótum. Nú stendur fyrir dyrum að
jafna við jörðu um 7000 þorp í
Rúmeníu og flytja íbúana í háhýsi
í nýjum miðborgum sem verða
byggðakjarnar hins nýja land-
búnaðar. ÖU menning, sem er
jafngömul Rúmeníu og einkennist
af þessu þorpalífi, skal upprætt, hin
nýja háhýsamenning á að koma í
staöinn, hvort sem íbúum hkar
betur eða verr og öllum líkar þaö
verr.
Þetta bitnar um þessar mundir
einna harðast á bændafólki af ung-
verskum uppruna í Transylvaníu
sem flýr tugþúsundum saman yfir
til Ungverjalands með þeim afleið-
ingum að milli Ungveija og Rúm-
ena ríkir nú aö heita má fullur
fjandskapur.
Stofnanir Sameinuöu þjóðanna,
svo og önnur kommúnistaríki, hafa
fordæmt rúmensk stjómvöld og
Vesturlandamenn em æfir yfir fyr-
irætlunum Ceausescus en það er
htlum þrýstingi hægt að beita,
Rúmenía er skuldlaus viö um-
heiminn og önnur ríki hafa htil sem
engin tök á Rúmenum. Mannrétt-
indabrot em daglegt brauð, svart-
nætti alræðisins er hvergi meira í
kommúnistaheiminum en í Rúme-
níu, fátækt er sv® mikh að matar-
skortur er algengur, lífskjör era
hvergi verri í Austur-Evrópu en í
konungsiíki Ceausescus.
Sjálfstættfólk
Rúmenía er fijósamt land, skil-
yrði til landbúnaðar ættu að vera
þar ákjósanleg. Samt er þar mat-
arskortur, ekki vegna þess að ekki
sé nóg framleitt heldur fer mestöll
framleiðslan til útflutnings.
Heimamenn sæta afgangi, útfiutn-
ingurinn hefur farið til að greiða
upp allar skuldir við útlönd og stað-
greiða innflutning.
Nú er samt svo komið að Rúmen-
ía getur aðeins staðið við helming-
inn af þeim útflutningsskuldbind-
ingum sem landið hefur samið um.
Ástæðumar em hörmulegt skipu-
lag en ekki síður áhugaleysi al-
mennings sem sér engan ávinning
af erfiði sínu. Iðnaðarframleiðslan
er í kaldakoh vegna fjármagns-
skórts. Sú stefna að hleypa engu
erlendu fjármagni inn í landiö með
lánum eða lánsviðskiptum hefur
drepið niður efnahagslífið á flest-
öhurn sviðum. Einu sinni var Rúm-
enía ohuútflutningsland, nú er oha
flutt inn og til að spara olíu, sem
nú kemur frá Sovétríkjunum er
rafmagnsframleiðsla í lágmarki og
oft rafmagnslaust í borgum.
En með því að hafna öllum er-
lendum fj árhagsskuldbindingum
hefur Ceausescu keypt sér athafna-
frelsi án möguleika annarra til
íhlutunar eða afskipta. Það at-
hafnafrelsi notar hann sjálfum sér
til upphafningar með þeim fádæm-
um sem raun er á en þegnar hans
höa meiri skort og haröræði en
þekkist í nokkru Evrópulandi nú í
lok 20. aldar, þótt skuldlausir séu.
Gunnar Eyþórsson
„Mestur hluti miðborgar Búkarest hef-
ur verið jafnaður við jörðu og í staðinn
reistar nýbyggingar,svo sviplausar og
eyðilegar að menn, sem þekktu Búkar-
est áður, eru gráti nær.“