Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 28
36
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1989.
Andlát
Gunnar Leó Þorsteinsson málara-
meistari, Jörfabakka 8, lést í Landa-
kotsspítala fimmtudaginn 6. júlí.
Jarðarfarir
Sigmar Guðmundsson, Hraunbúð-
um, Vestmannaeyjum, er lést í
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. júlí sl.,
verður jarðsettur 8. júlí kl. 14 frá
Landakirkju, Vestmannaeyjum.
Útfor Mörtu Laufeyjar Jóhannsdótt-
ur, er lést 29. júní, fer fram frá Siglu-
fjarðarkirkju 8. júlí kl. 14.
Benedikt Bogason, verkfræðingur og
alþingismaður, Melbæ 7, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík þriðjudaginn 11.
júlí kl. 10.30.
Björgvin Sveinsson, Hlíöargötu 30,
Sandgerði, sem lést laugardaginn 1.
júlí verður jarðsunginn frá Hvals-
neskirkju laugardaginn 8. júlí kl. 14.
Útfor Gríms Jónssonar bónda á Ket-
ilvöllum, fer fram frá Skálholts-
kirkju laugardaginn 8. júli og hefst
kl. 13.30. Jarðsett verður í Miðdal.
Anna Elisabet Ólafsdóttir, verður
jarösungin frá Fossvogskirkju í dag,
fostudaginn 7. júlí, kl. 13.30.
Þórir Arnar Sigurbjörnsson, Fannar-
felli 8, sem lést 30. júní, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í dag, 7.
júlí, kl. 15.
Tapað fundið
Köttur úr Fossvogi týndur
Svartur og hvitur köttur týndist frá Sæv-
arlandi 8 í Fossvogi á miðvikudaginn sl.
Finnandi vinsamlegast hringi í síma
84709, 33941 eða 25545.
Gullúrtapaðist
Gullúr með hvítri skifu af gerðinni Edox
tapaðist á ÞingvaUasvæðinu sl. sunnu-
dag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma
91-45709.
Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim sem heiðr-
uðu mig með kveðjum, gjöfum og heimsóknum
á níræðisafmœli mínu 3. júlí sl.
ÓLAFUR PÁLSSON
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móðurokkar, tengdamóður og ömmu
Sigríðar G. Kristinsdóttur
Grensásvegi 58, Reykjavík.
Alfreð Jónsson
Arnleif Alfreðsdóttir Jón Þór Ásgrímsson
Aðalheiður Alfreðsdóttir Halidór Borgþórsson
og barnabörn.
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
27022
Menning
Harður heimur
Leikhópurinn Fantasía ásamt leikstjóranum Kára Halldóri.
Leikhópurinn FANTASIA sýnir:
Ég býö þér von sem lifir
Texti eftir meölimi Fantasíu
Leikgerö og leikstjórn: Kári Halldór
Tónlist: Þórólfur Einarsson
Leikmynd: Kári Halldór og hópurinn
Leikhópurinn Fantasía er nýr af
nálinni. Meðlimir eru ungt og
ákveðið áhugafólk sem hefur starf-
að saman að undanfomu. Þau kór-
ónuðu vetrarstarfið með því að
skrifa sjálf texta og koma á svið
verkinu Ég býð þér von sem lifir.
í þessu leikverki, sem í raun er
rana af laustengdum atriðum, er
QaUað um líf nútímamannsins í
tæknivæddu þjóðfélagi.
Efnalega virðist persónumar
ekki skorta neitt en einhvers staðar
á leiðinni hefur sálin glatast. Lífið
er innantómt og engin lausn er í
sjónmáli. Öllum virðist þeim það
sameiginlegt að einblína á eigið
sjálf og hugtök eins og umhyggja
fyrir öðrum, fómfýsi, væntum-
þykja eða trú á eitthvað annað en
peninga virðist ekki vera á blaði.
Tómleiki og ófuUnægja ræður ríkj-
um.
Umhverfið er viðskiptaheimur-
inn í dag og tengjast persónurnar
í gegnum fyrirtækið þar sem allur
karlpeningur verksins vinnur.
Textinn ber þess merki að vera
skrifaður í smábútum og tengslin
innan verksins era oft æði losara-
leg. Persónur verksins eru níu,
fjórir karlar og fimm konur. Ef leita
ætti að inntaki í sýningunni í heild
verður fyrst fyrir firring og sam-
bandsleysi. Persónuraar velkjast
að meira eða minna leyti í eigin
heimi, allar tilraunir til að nálgast
aðra eru fálmandi og vonleysi er
ráðandi.
Þegar meðlimir hópsins höfðu
fest á blaö hugmyndir sínar og
skrifað texta í einstökum senum
Leiklist
Auður Eydal
kom leikstjórinn, Kári Halldór, til
skjalanna, valdi úr og bræddi sam-
an. Það hefur varla verið létt verk
og hæpið að sterkur heildarsvipur
myndist úr slíkum smábútum.
Þama er komið að helsta veik-
leika sýningarinnar. Framganga
leikendanna er vaskleg, framsögn
yfirleitt skýr og fas nokkuð öruggt
en sýningin dettur engu að síður í
parta vegna þess hve tengingar eru
óljósar í verkinu. Mikið er byggt á
vangaveltum og hugleiðingum en
einn og sér er textinn tæpast nógu
burðugur til að bera uppi heila sýn-
ingu. Auk þess var orðfæri ekki
alltaf nógu vandað. Ekki hefði ver-
ið vanþörf á að láta góðan íslensku-
mann yfirfara textann, laga hann
til og leiðbeina leikendum um með-
ferð málsins.
Brotakennd uppbygging verksins
veldur því að leikendurnir, sem eru
allir á sviðinu mestallan tímann,
eru meira og minna óvirkir, nánast
eins og hluti af leikmyndinni í ein-
stökum atriðum. Þessar uppstill-
ingar eru oft skemmtilega unnar
og faUa ágætlega saman við stíl-
hreina sviðsmyndina sem er verk
leikstjórans og hópsins.
Lítið hallaðist á með leikendum,
enda þótt þeir fengju misjöfn tæk-
ifæri. Þau Ragnheiður Skúladóttir,
sjálfstæða konan, og Marteinn
Marteinsson, glottuleitur og sjálf-
umglaður, sýndu góða takta og
höfðu reyndar á köflum úr meiru
að moða en hin þar sem þessar
persónur fengu þó aðeins lit.
Aðrir sem komu fram voru
Margrét Óskarsdóttir, Ágústa
Skúladóttir, Guðrún Öyahals,
Gunnhild Oyahals, Birgir Mogen-
sen, Sæmundur Andrésson og Dag-
ur Gunnarsson. Þó að þau teljist
öll áhugaleikarar (ennþá) var
greinilegt að þarna leynast góðir
hæfileikar og verður gaman að
fylgjast með því hvemig úr vinnst.
AE
Árvökulir póststarfsmenn:
Fundu 100 grömm
af hassi í pósti
Starfsmenn Bögglapóststofunnar
við Ármúla í Reykjavík fundu í gær
100 grömm af hassi sem voru falin í
póstsendingu. Póstmennirnir létu
lögreglu vita af hassinu. í gærdag var
maður handtekinn þegar hann kom
að vitja sendingarinnar. Hann hefur
játað að hafa átt sendinguna og vitað
um innihald hennar. Pósturinn kom
frá Kaupmannahöfn.
Þetta er þriðja fíkniefnasendingin
sem starfsmenn Póstsins verða varir
við á skömmum tíma. Síðustu mán-
uði hafa þeir fundið margar sending-
ar og látið lögreglu vita. Hjá fikni-
efnadeildinni fengust þær upplýsing-
ar að mikið lið af póstmönnum væri
í baráttunni við innflutning á fíkni-
efnum.
Lögreglan viA Pósthúsið í Ármúla. Starfsmenn Póstsins fundu hass í póst-
sendingu og það varð til þess að maður var handtekinn. Hann játaði að
eiga hassið. DV-mynd S
-sme