Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Side 5
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1989.
5
Fréttir
Juan Carlos í Vestmannaeyjum:
Skoðaði hraunið,
löndun, sprang og
saltfiskverkun
Juan Carlos Spánarkonungur,
SofRa drottning, Vigdís Finnboga-
dóttir, forseti íslands, og margt ann-
að fyrirmanna lentu á flugvellinum
í Vestmannaeyjum skömmu eftir
klukkan níu í gærmorgun. Á móti
þeim tóku bæjarfógetinn, Kristján
Torfason, bæjarstjórinn, Amaidur
Bjarnason, og fleiri ráðamenn bæjar-
ins. Gestunum var boðið í skoðunar-
ferð um hraunið sem myndaðist í
gosinu 1973.
Gestimir skoðuðu sig vel um og
spurðu mikið. Ekki fór á milli mála
að ölium viðstöddum þótti mikið til
koma. Soffla drottning stóðst ekki
mátið og setti flatan lófann á jörðina
til að finna ylinn sem enn er í hraun-
inu - réttum 16 árum eftir að gosinu
lauk.
Eftir að hafa skoðað hraunið og
þann hluta bæjarins sem er næst
hraunjaðrinum var gestunum sýnt
sprang, sem er aldagömul íþrótt, ein-
ungis stimduð í Vestmannaeyjum.
Það voru þrír flmir krakkar í Vest-
mannaeyjum sem sýndu sprangið,
þau Freyr Valsson, Edda Eggerts-
dóttir og Sigurður Sigðurðsson.
Að lokinni sprangsýningunni var
farið í fylgd Siguröar Einarssonar,
framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðv-
ar Vestmannaeyja, að bátnum
Bjamarey. Báturinn var nýkominn
að landi. Báturinn er á fiskitrolli og
var með um 45 tonn af fiski eftir fimm
daga útiveru. Skipstjórinn, Stein-
grímur Sigurðsson, tók á móti gest-
unum og sýndi þeim aflann. Konung-
inum, drottningunni og fórsetanum
langaði að sjá meira en aflann á
bryggjunni og fóra um borð í bátinn
og ræddu við mennina og skoöuðu
bátinn.
„The life is Bacaloa"
Næst lá leiö konungs í Hraðfrysti-
stöðina. Soffía drottning, Vigdis for-
seti og fleiri gestir skoðuðu Náttúra-
gripasafnið á meðan. Juan Carlos
hafði óskað eftir að sjá vinnslu á salt-
flski. Hann fékk ósk sína uppfyllta.
Sigurður Einarsson framkvæmda-
stjóri og Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
fiskframleiðenda, fylgdu konungin-
um um sah hússins. Konungurinn
gaf sig á tal við starfsmenn og virtist
kunna vel við sig í fiskvinnslustöð-
inni.
í kafflsal fyrirtækisins hélt Magnús
Gunnarsson stutta ræðu og færði
gestinum gjöf. Magnús vitnaði meðal
annars í Halidór Laxness. Hluti ræðu
hans var á þessa leið: „The life is a
saltfish. The life is a bacaloa.“ Juan
Carlos þakkaði fyrir sig og síöan var
ekið aftur á flugvöllinn og gestimir
kvaddir þar með viðhöfn. Þeir þökk-
uðu fyrir sig og sögðu þetta hafa ver-
ið skemmtilega og ógleymanlega
heimsókn. -sme
Veisla konungs á Hótel Loftleiðum:
íslenskt hlaðborð
með spænsku ívafi
Á þriöja hundrað manns komu til
veislu sem spænsku konungshjónin
héldu til heiöurs forsta íslands á
Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Var
þetta „standandi" kvöldverður þar
sem gestimir gengu að þremur hlað-
borðum auk þess sem þjónar báru
kræsingar inn á fótum.
Á borðum var meðai annars að
finna spænska fjallaskinku sem
verkuð haföi verið sérstaklega. Hafði
skinkan verið látin hanga í fjögur ár.
Þá var einnig boðið upp á spænskar
pylsur. Annars svignuðu borðin að-
allega undan íslenskum kræsingum.
Þar var ýmislegt gott fiskmeti eins
og lax, humar, rækja og fleira. Þá var
einnig boðið upp á ijúpu og hrein-
dýr. Gestir renndu kræsingunum
niður með spænskum góðvínum sem
flest vora flutt sérstaklega til lands-
ins vegna konungskomunnar.
-hlh
Jóhann Karl heilsar Steingrími Sigurðssyni, skipstjóra á Bjarnarey VE.
Soffía drottning er tilbúin til að taka í hönd skipstjórans. Á milli konungsins
og skipstjórans stendur Sigurður Einarsson útgerðarmaður.
Jóhann Karl skrifar nafn sitt og þakk-
lætiskveðju í gestabók Hraðfrysti-
stöðvar Vestmannaeyja. Baltasar,
sem er fylgdarmaður konungs, horf-
ir á.
Helga Tómasdóttir bónusdrottning
sýnir Jóhanni Karli hvernig snyrta á
fisk. Konungurinn gekk um fisk-
vinnlustöðina og fylgdist hugfanginn
með. DV-myndir BG
Hádegisveröarboð borgarstjóra á Kjarvalsstööum:
„Tókst eins vel
og verða mátti“
Davíð Oddsson hélt hádegisverðar-
boö á Kjarvalsstöðum til heiðurs
spænsku konungshjónunum eftir
hádegi í gær. Örlítil seinkun varð á
komu hinna tignu gesta á Kjarvals-
staði þar sem rúmlega eitt hundrað
gestir biðu þeirra.
Davíð Oddsson borgarstjóri og frú
Ástriður Thorarensen tóku, ásamt
Magnúsi L. Sveinssyni, forseta borg-
arstjómar, og frú Hönnu Karlsdótt-
ur, á móti þeim Jóhanni Karh og
Soffíu. Síðan var gengið til borðs þar
sem léttur hádegisverður beið gest-
anna.
í forrétt voru bomir fram blandað-
ir sjávarréttir. í aðalrétt var grillaður
lax og loks ávaxtasaiat í eftirrétt.
Eftir hádegisverðinn fengu gestirmr
kaffl í hliðarsal.
Eftir kafflð var sumarsýning
Kjarvalsstaða á verkum Kjarvals
skoðuð í Kjarvalssal. Þar voru aðal-
lega blóma- og kyrralífsmyndir
meistarans á veggjum. Konungs-
hjónin skoðuðu einnig ljósmynda-
sýningu ljósmyndarans Karsh.
Að sögn Ástríðar Thorarensen
borgarstjórafrúar vora konungs-
hjónin mjög létt og afslöppuð í allri
framkomu og sýndu sýningunum á
Kjarvalsstöðum mikinn áhuga.
Heimsókn þeirra á Kjarvalsstaöi
„tókst eins vel og verða mátti“, sagði
hún.
-hlh
Konungshjónin voru
frjálsleg og alþýðleg
„Ég held að konungshjónunum
hafi htist mjög vel á sýninguna okk-
ar. Þau sýndu mikinn áhuga og
spurðu oft. Þetta voru góðir gestir.
Konungshjónin eru mjög geðug og
sérstaklega fijálsleg og alþýðleg í
framkomu," sagði dr. Jónas Kristj-
ánsson, forstöðumaður Stofnunar
Árna Magnússonar, í samtali við DV.
Jónas tók á móti Jóhanni Karli og
Soffíu í Árnagarði og sýndi þeim
handritasýningu stofnunarinnar.
Dvöldu konungshjónin í tæpan hálf-
tíma við skoðun handritanna.
„Mér fannst mjög skemmtilegt að
fá þessa gesti í heimsókn. Þetta var
mjög þægileg heimsókn."
-hlh
MUHDU EFTIR
FERÐAGETRAUH
Við viljum minna á að skilafrestur í
Ferðagetraun DV II, sem birtist í
Ferðablaði DV 28. júní, er til 15. júlí.
Misstu ekki af glæstum vinningi.
í tilefni 5 ára afmælis síns gefúr Framköllun sf.,
Lækjargötu 2 og Ármúla 30, fimmtán
vinningshöfúm í Ferðagetraun DV II
Wizensa alsjálfvirka 35 mm myndavél að
verðgildi 3.500 kr.
Framköllun sf. hefur einnig í tilefni afmælisins
tekið upp nýja þjónustu: Stækkanir á litfilmum í
plakatstærð á 6 mínútum.