Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1989. Uflönd Sumarveisla í París Næturlöng skrúðganga er fyrirhuguð eftir Champs-Elysées í París á tvö hundruð ára afmæli frönsku byltingarinnar. DV-mynd SN feröamaður gengur vart götuna á enda án þess aö veröa fyrir barðinu á hátíðahöldunum eða alla vega minntur á að hann sé gestur í þeirri veislu sem Frakkar hafa lagt metn- að sinn í að gera sem veglegasta. Milljónir gesta Samkvæmt lögmáhnu um veislur koma ávalit gestir og hafa þeir aldr- ei verið fleiri í París en einmitt nú. Nokkrar milljónir ferðamanna spóka sig á götum borgarinnar og þaö getur á stundum verið vand- kvæðum bundið að fá sæti á veit- ingastöðum en af þeim er víst yfrið nóg. Að vísu eru sumir gestir merki- legri en aðrir og njóta þess að vera opinberir gestir með tilheyrandi forréttindum. Reaganhjónin dvöld- ust fyrir skömmu í boði Jacques Chirac forsætisráðherra. Chirac bauð þeim hjónum á afmæhsdegi Eiffeltumins, 17.júní, að snæða með sér og konu sinni á Jules- Veme veitingahúsinu. Jules- Veme, sem er einn nafntogaðasti veitingastaður Parísar, er í miðjum tuminum og þaðan er útsýni yfir borgina. Að kvöldverði loknum fylgdust þau með hátíðahöldunum. Þar komu fram dansarar, kórar, sýn- ingardömur, hljómsveitir og fjöl- margir Ustamenn, svo sem Placido Domingo og Stewie Wonder. Á mið- nætti hófst flugeldasýning sem stóð í hálfan annan klukkutíma og sagði Reagan .þegar sýningunni lauk: „Þetta var sko aldeilis hátíð.“ Næturlöng skrúðganga Framundan er 14. júh og augu alheimsins munu beinast að Frakklandi. Ekkert má fara úr- skeiðis og ekkert er til sparað. Til þess að fagnaðurinn verði sem eft- irminnilegastur hefur franska rík- isstjómin ákveðið að veita jafnvirði 850 mihjónum íslenskra króna í að dubba Champs-Elysées upp í sitt fínasta púss. Fyrirhuguð er nætur- löng skrúðganga niður eftir þessari glæsilegu breiðgötu þar sem lögð verður áhersla á alþjóðleik bylting- arinnar. Franska byltingin var óhjá- kvæmileg í ljósi aldarfars síns tíma. Hún var eftirmynd byltingar annarra landa og að sama skapi fyrirmynd sjálfstæðis- og mann- réttindayfirlýsingar alþýðu gegn ógnarvaldi víða um lönd. Þetta vilja Frakkar leggja áherslu á þegar þeir fagna byltingarafmæhnu. Kafaldsbylur og þoka Fyrir tilstihi kvikmynda- og brehubúnaðar mun Rauði herinn þramma um í kafaldsbyl en Bretar í þoku og regni. David Byme, söngvari Talking Heads, mun leiða ameríska lúðrasveit og samanlagt munu átta þúsund manns taka þátt í þessari skrúögöngu. Á uppljóm- uðu Concordetorgi, þar sem áður stóð höggstokkurinn frægi, safnast hersingin að lokum saman og þjóö- söngur Frakka verður kirjaður á flestum tungum. í ofanálag verða stanslausar flugeldasýningar og púðursprengingar meðfram allri breiðgötunni og uppi við Sigurbog- ann. Frakkar gera ráð fyrir einni og hálfri milljón áhorfenda við Champs-Elvsées og það segir sig sjálft að færri komast að en vilja en engin ástæða er th að örvænta. í París njóta allir reyksins af rétt- unum sem bíða manns við hvert götuhom. Ilmurinn er indæh og bragðið eftir því. 17. júnf var mlnnst hundrað ára afmælis Eiffelturnsins i París meö margvíslegum uppákomum, meðal ann- ars fiugeldasýningu sem stóð yfir I eina og hálfa klukkustund. Símamynd Reuter Sænumdur Norðfjörð, DV, Paris: Sumarsins 1989 í París verður lík- lega minnst sem stærstu og glæsi- legustu veislu sem nokkurt þjóð- ríki hefur nokkurn tíma efnt til. Hápunktur veislunnar er 200 ára afmæh frönsku stjórnarbyltingar- innar, svokahaður Basthludagur, 14. júlí. Af öðrum stórviðburðum má nefna aldarafmæh Eiffelturnsins, 17. júní, og tveggja aldar afmæli mannréttindayflrlýsingarinnar, 26. ágúst. Þar að auki em hljómleikar, kvikmyndahátíðir, listsýningar og götuleikhús, svo eitthvað sé nefnt, reglulega á dagskrá í fánum prýddri Parísarborg. Óbreyttur Fimmbíó í New York Eftir þriggja tíma flug með Arnarflugi til Amsterdam, skiptir þú yfir í breiðþotu frá KLM. Hún skilar þér til New York kl. 15:00 að staðartíma. Nœgur tími til að komast íbœinn, ífimmbíó. Efþig langar til að gera eitthvað annað, erþað auðvitað allt í lagi. Kr. 51.760 / arnarflug, Lágmúla 7, simi 84477 t Austurstræti22, simi623060 j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.