Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1989.
15
Juan Carlos I
Juan Carlos, konungur Spánar,
kom undan handarjaðri Francos
fullskapaður (en ekki sem arftaki
stefnu einræðisherrans, eins og
ýmsir þekktir stjómmálamenn,
einkum til vinstri, höfðu reynt að
fullvissa spænsku þjóðina um og
heiminn aÚan). Hann er dæmi um
það hvað þróun þjóðmála getur
verið „órökrétt", séð frá sjónarhóh
stjómmálamanna sem halda t.d. að
gott hljóti að leiða til góðs en illt
til ills eða enn verra.
Ótalin valdníðsla
og einræði
Þegar ég kom fyrst til Spánar,
haustið 1956, varð ég þess var að
konungssinnar vora andvígir
stjóm Francos fyrir tvennt, að ótal-
inni valdníðslu og einræöi hans:
hann hafði komið upp „Franco-
aðh“ með því að veita handgengn-
ustu fylgjendum sínum aðalstign,
eins og konungur væri, og hélt föð-
ur núverandi konungs í útlegð.
Franco var aldrei falangisti og
fylgdi ekki heldur stefnu þeirra
heldur hrifsaði hann völdin að
spænska borgarastríðinu loknu og
kom á persónulegri einræðisstjóm
með fasistísku ívafi, á þá lund að
þjóðfélagið byggðist á þrenns kon-
ar valdi: kirkjuvaldi, íjölskyldu-
valdi (einkum fyrirvinnu fjölskyld-
unnar) og miðstýrðum verkalýðs-
félögum sem atvinnurekendur
voru líka í.
Konungssinnar vora lengi eina
nokkum veginn óáreitta stjómar-
andstaðan á Spáni. Til að friðmæl-
ast við þá lék Franco þann leik að
hann tók til „uppeldis" son hins
réttboma konungs, Don Juans,
greifans af Barcelona, sem var út-
lægur í Estoril í Portúgal. Þetta
bragð átti að slá vopnin úr hendi
þeirra. Við þetta „sefuðust“ kon-
ungssinnar á vissan hátt án þess
Kjallarinn
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
að þeir shtu tengsl við aðra and-
stöðuhópa innan Spánar og í út-
legð.
Þau dapurlegu örlög höfðu orðið
hlutskipti flestra útlaga að þeir
fjarlægðust æ meir félagslega og
efnahagslega þróun í ættlandinu
og breyttu því í kyrrstætt ósk-
hyggjuland þótt örar breytingar
ættu sér þar stað, einkum eftir 1960
þegar SoUs, þáverandi atvinnu-
málaráðherra, hækkaði kaup
verkafólks með hliðsjón af vaxandi
velgengni á sviði atvinnulífsins.
Þannig losnaði smám saman um
höftin fremur innan frá en vegna
aðgerða andspymuhópa og útlaga.
Oskhyggjan, bindingin við það
„að vera hugsjón sinni trúr“ frem-
ur en reynslunni, og glámskyggnin
á það að umbætur geta átt sér stað,
jafnvel í einræðisríki, átti efdr að
dæma útlagana að mestu leyti úr
leik eftir að lýðræðið var endur-
reist að Franco látnum. Óskhyggja
þeirra og glámskyggni varð að lúta
í lægra haldi fyrir félagslegum
staðreyndum, þ.e. reynslupóhtík,
eða „realpóUtík“ í anda hugmynda
WiUy Brandts: menn þóttust orðið
sjá að hugsjónir og raunsæ stjóm-
málastefna gætu ekki átt samleið í
heimi „veruleika byggðum á hag-
fræöi“. Harðast kom þessi nýi
gangur mála niður á kommúnist-
mn sem áttuðu sig ekki glöggt á því
sem var að gerast innanlands og
hvert þjóðin stefndi. Astæðan fyrir
bUndunni var einkum glýjan sem
var enn í augum þeirra frá hinu
tapaöa borgarastríði og missir hug-
sjónalandsins sem þeir hugðust
endurheimta að Franco látnum eða
fóUnum.
Bjartsýn grein
í bönnuðu blaði
Ég man að á þessum tíma birti
bannað blað kommúnista, E1
mundo obrero, bjartsýna grein eft-
ir formann flokksins, La Pasionar-
ia, þar sem hún spurði: Hvers virði
era verkamanninum sjálfvirkar
þvottavélar, bUar og rafmagnstæki
borið saman við sönn lífsgæði eins
og það að dansa og syngja þjóðlög
í friði?
Prinsinn, núverandi konungur,
hlaut heldur ófagrar lýsingar í
skrifum Santiagos Carrillos, aðal-
ritara Kommúnistaflokksins, og
þær vora svo fjarri framtíðinni að
sum verka hans ættu að vera
kennslubækur fyrir væntanlega
stjómmálamenn í því hvemig þeir
ættu ekki að hugsa fram í tímann.
Það opnaði SósíaUska verka-
mannaflokknum leið tU valda að
Franco látnum - og að „miUibUs-
ástandinu" loknu - að helstu for-
ystumenn þeirra innan landamæra
Spánar höfðu rofið á óvæginn hátt
á réttum tíma tengsl við óskhyggju-
menn í útlegð og „innangarðs-
menn“ tóku völdin imdir forystu
FeUpe Gonzalez.
Kannski er það ekki einvörðungu
ágæti Uokksins sjálfs og forystu-
manna hans að þakka hvað hann
hefur verið lengi viö völd heldur
hafði löng einræðisstjórn Francos
dæmt hægri öflin úr leik um ótaUn
ár. Einnig hefur tryggt sósíaUsta
enn betur í sessi hið kynlega fyrir-
brigði að leiðtogi miðjumanna og
faðir „umskiptanna“ frá einræði til
lýðræðis, Adolfo Suarez, varð fyrir
andlegu stjómmálaáfalU, líkt og
þegar menn verða fyrir menning-
aráfalU, og hefur veriö ófær um aö
endurreisa sig og Uokk sinn á sviði
þjóðmáia þrátt fyrir ótvíræðar per-
sómUegar vinsældir meðal al-
mennings.
Að gefa tímanum tíma
YUrburðir sósíaUsta og skortur á
hæfum hægriöUum hefur líka leitt
til annars fyrirbrigðis: SósíaUski
verkamannaflokkurinn hefur orð-
ið að gegna í senn hlutverki hægri-
og vinstriaUa í samfélaginu án þess
að hann haU klofnað eða misst fylgi
svo um muni.
í stjómmálum Spánar hefur
löngum ríkt inntak afar spænsks
máltækis: Það verður að gefa tím-
anum tíma. Þetta merkir að tíminn
hljóti að leysa vandamáUn sjálfur,
ef hann er látinn í friði, andstætt
því að mönnunum beri að leysa
vandamál Uðandi stundar.
Þetta viðhorf segir heUmikið um
Spán fortíðarinnar og hefðbundinn
þankagang þjóðarinnar.
Það vita allir, sem fylgst hafa með
þjóðarvUja Spánar á síðustu árum,
að hann hefur ákveðið aö ráða
stefnunni á þá lund að tíminn stytt-
ist á leiðinni til nútímans. En hann
hefur ekki vaUð byltingarkennda
hlaupabraut.
Núverandi gangur mála á Spáni
er í ætt við framgöngu og lífsmáta
Juan Carlosar I„ konungsins sem
kom alskapaður út úr höfði síns
Seifs en andstæður þankagangi
þess. Hann lét strax eigin stílvUja
ráða: varð ekki þjóðarleiðtogi held-
ur þjóðartákn. Honum var ljóst að
konungdómi hefur verið best borg-
ið í löndum þar sem sósíaldemó-
kratar hafa setið oftast að völdum,
eins og í Skandinavíu og á Bret-
landi, hversu „órökrétt" sem það
kann aö virðast.
í ljósi þessarar stefnu er hann
alþýðlegur, hreinn og beinn í fram-
komu. Hann hefur ekki um sig
neina hirð. Engu að síður er hann
Utríkur maður sem þjóðin hefur
gaman af og semur um hæfUegar
sögur. Fólki er það svo mikUvægt.
Vegna þess að „Vöggu mannsins
er vaggað með sögum“, eins og ljóð-
skáldið Leon FeUpe orti í útlegð í
Mexíkó.
Þaö er tU marks um að spænska
þjóðin er á leið til almennrar vel-
megunar, að mörgum fmnst að hún
hafi efni á því að láta vera meiri
„ljóma" yfirkonungsfjölskyldunni.
Svipað er reyndar farið að gæta
hvað varðar þjóðhöfðingja víðast-
hvar á Vesturlöndum, löngunar til
að hverfa frá glysi glaumgosa og
kvikmyndaleikara, þess fólks sem
hefur trónað hvað hæst í goðheimi
nútímans, að hverfa til raunvera-
legs glæsibrags fólks sem býr yfir
varanlegri auði en þeirri fegurð
sem fer aðeins vél á mynd.
Guðbergur Bergsson
„í stjórnmálum Spánar hefur löngum
ríkt inntak afar spænsks máltækis: Það
verður að gefa tímanum tíma.“
Er offjárfesting í verslun ástæðan?
Að undanfomu hefur verið rek-
inn á síðum DV, bæði á útsíðum og
í ritstjómargreinum, óvenju harð-
ur og ósvífmn áróður fyrir því að
leggja niður annan landbúnað en
mj ólkurframleiðslu með óheftum
innflutningi annarra búvara.
Hér er vitanlega um að ræða
umræðu um grundvallaratriði
hvað varðar uppbyggingu þjóðfé-
lagsins sem rétt er að taka alvar-
lega.
Kaupmáttarskerðingin
notuð
Kaupmáttarskerðing sú sem hef-
ur gengið yfír þjóðfélagið aö und-
anfömu er mikil breyting frá því
ástandi sem ríkti á árinu 1987 og
fram á síðasta sumar. Þá var sjóð-
andi eftirspurn eftir öllu sem hægt
var að selja, sérstaklega hér á suð-
vesturhorni landsins, fjárfesting-
argleðin botnlaus, yfirborganir og
endalaus vinna. Kaupmáttur var
með því hæsta sem hafði gerst enda
innflutningur niðurgreiddur af út-
flutningsatvinnuvegunum vegna
gengisstefnu stjómvalda. Síðan
gerist það að blaðran sprakk á síð-
asta ári er víxlarnir fóru að falla
og reikningamir að birtast. Sjávar-
útvegurinn og aðrir útflutningsat-
vinnuvegir vora að verða gjald-
þrota, þjóðfélaginu hafði næstum
blætt út í dansinum kringum gull-
kálfmn. Til að standa skil á þeirri
eyðslu sem hafði verið umfram
getu þurfti að herða mittisólina.
Kaupmáttarskerðingin reyndist
staðreynd.
Við versnandi lifskjör er algengt
að leitað sé eftir syndahöfram fyrir
ríkjandi ástandi sem þurfi aö grýta
til að hægt sé að dansa áfram í sama
takti og fyrr.
Blaðamaður DV, GSE, hefur
reiknað út á ýmsa lund það dæmi
hver gróði landsmanna myndi
verða ef innflutningur landbúnað-
KjaUarinn
Gunnlaugur Júlíusson
hagfræðingur
Stéttarsambands bænda
arafurða yrði gefinn frjáls. Sam-
kvæmt niðurstöðum hans væri sú
aðgerð hvað fljótvirkust til að bæta
hag almennings, sérstaklega þeirra
sem hafa það lakast, maturinn
kemur alltaf fyrst.
Gleymdist eitthvað
í útreikningunum?
Tekjuhliðin af innflutningnum
hefur verið reiknuð út á ýmsa vegu
og virðist helsta vandamáhð vera
hvar eigi að koma gróðanum fyrir.
Smáatriðum eins og hvað bændur
og þeir sem hafa atvinnu við eitt
og annað í kringum landbúnaðinn
eigi að gera þegar ekki er lengur
þörf fyrir þá í núverandi störfum
er reyndar ekki svarað. Eins og
atvinnuástandið er víða um land í
dag er hæpið að þeir fengju vinnu,
eða þeir myndu að öllum líkindum
hrekja aðra úr vinnu í staðinn.
Atvinnuleysisbætur fyrir þær
þúsundir manna sem yrðu at-
vinnulausar næmu milljörðum
króna á ári.
Einhvers staðar þurfa fyrrver-
andi bændur að búa ef þeir eiga
ekki rolast á búlausum jörðum.
íbúðarhúsnæði fyrir 4000 íjölskyld-
ur kostar sem hér segir ef gengið
er út frá verði á meðalstórri blokk-
aríbúð í Reykjavík: 4000 x 6.000.000
= 24 milljarðar króna.
Það er ég viss um að Þorvaldi
Gylfasyni, prófessor í hagfræði við
Háskóla íslands, reyndist hægðar-
leikur að reikna út hve þessi stafli
væri hár ef upphæðinni væri skipt
í þúsund króna seðla og jafnvel
þótt minni seðlar væra.
Er þessi umræða
settfram íalvöru?
Nú hef ég út af fyrir sig ekki trú
á því að blaðamaðurinn GSE og
DV æth sér í raun og vera að rústa
landbúnað á íslandi með öhum
þeim hremmingum sem því fylgdu.
Mér dettur hvorki í hug að saka
fyrrgreinda aðila um ihgirni í garð
bænda né vanþekkingu á samhengi
hlutanna. Hins vegar vilja þeir að
öllum likindum, trúir húsbændum
sínum, breyta ýmsu í landbúnaði
og sérstaklega því sem snertir
verðmyndun landbúnaðarafurða
og því er áróðurinn keyrður fram
eins og raun ber vitni.
Það er þess virði í þessu sam-
bandi að láta hugann reika þijú ár
aftur í tímann og minnast þeirra
tíma er blaðamenn DV, trúir hús-
bændum sínum, vora að bijóta nið-
ur Grænmetisverslun landbúnað-
arins. Voru „flnnsku kartöflumar"
vel að merkja ekki útlendar eða
hvað? Þá var hamast á því hve
mikih munur væri fyrir neytendur
að eta „frjálsar'* kartöflur í stað
þess að eta „einokunarkartöflur".
Kartöflubændur skyldu skipta
beint við kaupmenn, í stað þess að
láta afurðirnar renna í gegnum ein-
hveijar einokunarpípur. Alhr yrðu
fijálsir og hamingjusamir, kartöfl-
urnar hvað þá aðrir.
Afleiðingin af öllu þessu var sú
að Grænmetisverslunin var lögð
niður, algjör glundroði ríkti upp frá
því á markaðnum, söluaðilar höfðu
ráð framleiðenda í hendi sér hvað
snerti afslátt og greiðslufrest, því
að samstaða hjá framleiðendum
um skipulagða afsetningu afm'ð-
anna var engin, og að síðustu, sú
lága álagning, sem var á kartöflum,
brotin á bak aftur og kartöflur hafa
aldrei verið dýrari en síðan þá.
Hin sama hugsun er nú á bak við
þann markvissa áróður fyrir inn-
flutningi landbúnaðarafurða,
brjóta skal niður það kerfi sem er
fyrir hendi varðandi verðlagningu
og sölu afurðanna til að geta
skammtað sér sölulaun að vild og
þörfum.
Er offjárfesting í verslunar-
húsnæði orsökin?
Söluaðilar hafa í raun takmark-
aðan áhuga á aö selja ódýrar er-
lendar landbúnaðarafurðir í stað
þeirra sem hægt er að framleiða
hérlendis. Það myndi rýra hagnað-
armöguleika þeirra, bæði með til-
hti til hlutfallslegrar álagningar
með tilvísun í Hagkaupsmenn, svo
og vegna þess að ekki yrði keypt
svo mikið meir af mat þótt hann
yrði ódýrari. Hins vegar vhja þess-
ir sömu söluaðhar fá lengri
greiðslufrest og meiri afslátt en
hægt er að fá í dag í viðskiptum
við innlenda aðha. Þá er fyrst hægt
að fara að tala um gróða af smá-
söluversluninni. Þetta er vel þekkt
úr viðskiptum alifugla- og kartöflu-
bænda við söluaðha. Gróði þeirra
var aldrei meiri en þegar framleið-
endur tróðust hver um annan þver-
an fyrir utan búðardymar, hver
otandi fram sinni vöra freistandi
þess að potast fram fyrir einhvem
annan með því að bjóða meiri af-
slátt og lengri greiðslufrest en aðr-
ir.
Þetta er óskastaða smásöluversl-
unarinnar. Þessu vhl hún ná fram
og því er magnaður upp hræðsluá-
róður fyrir innflutningi landbún-
aðarafurða, í þeim thgangi að reka
fleyg í og splundra verðmyndunar-
og sölukerfi landbúnaðarins. Þessu
þarf hún að ná fram th að geta stað-
ið undir þeirri gífurlegu offjárfest-
ingu sem bundin er í verslunar-
húsnæði hér á Reykjavíkursvæð-
inu. Kostnaði við ofíjárfestinguna
skal velt yfir á herðar neytenda
og/eða framleiðenda með góðu eða
hlu.
Það skal að lokum áréttað að vita-
skuld er verðmyndunar- og sölu-
kerfi landbúnaðarafurða breyting-
um undirorpið en við þær breyting-
ar munu hagsmunir framleiðenda
og neytenda sitja í fyrirrúmi, en
minna verður hlustað á millhiði
sem eru að kikna undan óarðbærri
offjárfestingu.
Gunnlaugur Júhusson
„Söluaðilar hafa í raun takmarkaðan
áhuga á að selja ódýrar erlendar land-
búnaðarafurðir 1 stað þeirra sem hægt
er að framleiða hérlendis.