Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989. Utlönd Þingkosningar 1 Japan: Fjörutíu flokkar bjóða fram Innan tveggja vikna fara fram kosningar til hluta sæta í efri deild japanska þingsins. Úrslit þessara kosninga gætu reynst mikilvæg í ljósi þess aö kosningar til neðri deild- ar, þar sem völdin liggja, fara aö öll- um líkindum fram í haust. Fréttir um framhjáhald Sosuke Uno, forsætisráðherrans, sem flestir japanskir kjósendur hafa heyrt ein- hvem áv^ening af, gætu reynst stjórnarflokknum, Frjálslynda lýð- ræöisflokknum, þrándur í götu í komandi kosningum sem og meint aðild embættismanna að Recruit- hneykslinu og óánægja almennings með nýjan söluskatt. En þeir sem eru eitthvaö óánægðir með stjórnarflokkinn geta snúið sér annað. Fjörutíu flokkar bjóða fram í þingkosningunum sem fram fara þann 23. þessa mánaðar. Það er því ekki skortur á stjónmálaflokkum í Japan. Sumir þessara flokka em tiltölu- lega nýir, aðrir í smærri kantinum, til dæmis hefur einn flokkur aðeins á að skipa einum frambjóðanda og enn aðrir eru þekktir vegna ára- langra afskipta sinna af póhtík. Hverjir svo sem þessir flokkar eru má búast við að stjórnarandstöðu- flokkunum gangi vel í ljósi allra þeirra hneykslunarmála sem dunið hafa yfir stjórnarflokkinn nýveriö. Flokkur fljúgandi furðuhluta Aiko Anzai var eitt sinn meðhmur í Frjálslynda lýðræðisflokknum en í kjölfar Recruit-hneykshsins stofnaði hún Sólskinsflokkinn. Flokkurinn býður fram til þingskosninga nú í fyrsta sinn og hefur alls á níu fram- bjóðendum að skipa. Flestir hinna smærri flokka að- hyllast svipaða stefnu; að hreinsa til í póhtíkinni. Sumir hafa á sinni stefnuskrá eitthvað ákveðið málefni. Einn flokkur til dæmis berst gegn aukinni útbreiðslu sjúkdómsins eyðni. Segja meðlimir hans að eyðni sé mun alvarlegra vandamál en Rec- ruit-hneykslið og að stjórninni sé skylt að láta málið til sín taka. Sumir flokkanna bera einkennileg nöfn s.s. íþróttaflokkurinn og Flokk- ur fljúgandi furðuhluta sem stofnað- ur var fyrir sjö árum. „Með rann- sóknum á fljúgandi furðuhlutum get- ur Japan látið sitt af hendi rakna í þágu friðar," segir Tokuo Morowaki, formaður flokksins. Sigurstranglegastur flokkanna er án efa Sósialistaflokkurinn undir stjórn Takao Doi en flokkurinn bætti töluvert við sig í borgarstjórnarkosn- ingunum í Tokýo nýverið. Reuter SUMARTILBOÐ Á PÍANÓUM greidast á allt að 2 árum HLJÓDFÆRAVERSLUN PÁLMARS ÁRNA HF HLJÓÐFÆRASALA - STILLINGAR - VIÐGERDIR ÁRMÚLI38,108 REYKJAVÍK, SlMI 91-32845 SÍMNEFNI: PALMUSIC - FAX: 91-82260 AUKABLAÐ UM HÚS OG GARÐA Á MORGUN 20 síðna aukablað um framkvæmdir við hús og garða fylgir DV á morgun. Meðal efnis: Viðgerðir og viðhald húsa, skjólveggir, málning, viðarvörn, heitir pottar, garðskál- ar og hellur, auk annars sem tengist fram- kvæmdum við hús og garða. HUS OG GARÐAR Á MORGUN Mitsuko Nakanishi, fyrrum geisja. Hún hefur haldið því fram að Uno forsæt- isráðherra Japans hafi greitt sér dável fyrir nokkurra mánaða „vináttu". Þessi frásögn hefur komið sér illa fyrir forsætisráðherrann. Teikning Lurie ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 91-84477, Austurstræti 22, sími 91-623060.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.