Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1989, Blaðsíða 27
bRlÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989.
27
A£mæli
Guömundur R Jóhannsson
Guðmundur R. Jóhannsson skrif-
stofumaður, Alfheimum 36, Reykja-
vík, verður fimmtugur á morgun.
Guðmundur er fæddur í Reykjavík
en ólst upp á Svarðbæh í Miðfirði í
Vestur-Húnavatnssýslu. Hann var í
námi í Reykjaskóla í Hrútafirði og
við Samvinnuskólann á Bifröst.
Guðmundur var skrifstofumaður í
Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum
1961-1964 og í Búnaðarbankanum á
Egilsstöðum 1964-1965. Hann var
bankastarfsmaður í Bondernes Bank
í Osló 1965-1967 og skrifstofumaður
hjá<Loftleiðum í Reykjavík 1967-1971.
Guðmundur var gjaldkeri hjá Ólafi
Gíslasyni hf. í Reykjavík 1971-1980,
gjaldkeri hjá Borgarverki hf. í Borg-
amesi 1980-1982 en hefur unnið hjá
Endurskoðendaþjónustunni frá 1988.
Guðmundur var ritstjóri Hlyns,
tímarits Landssambands íslenskra
samvinnustarfsmanna, 1983-1987 og
ritstýrði átta af ellefu bindum árbók-
ar Nemendasambands Samvinnu-
skólans, sem er nemendatal skólans
og aðrar heimildir um skólann. Þá
sá hann um afmælisrit skólans á sið-
asta ári. Guðmundur hefur staðið að
ýmsum öðrum útgáfum, ritað grein-
ar í blöð og starfað að félagsmálum.
Systkini Guðmundar eru María
Sólrún, f. 21. apríl 1943, giftlngimar
Magnússyni, sjómanni í Grindavík,
og eiga þau eitt bam en hún á þijú
börn frá fyma hjónabandi; Hildur
Ósk, f. 9. janúar 1946, gift Jarl Lund-
bladh, málmsmið í Jönkauping í Sví-
þjóð, en hún átti áður fimm börn frá
fyrri hjónaböndum; Sigbjöm Jón
Bjami, f. 23. janúar 1949, sjómaður í
Grindavík, en hann á eitt bam frá
fyrra hjónabandi; Lóa Björg, f. 14.
maí 1952, gift Gunnari Egonssyni,
garðyrkjumanni í Kópavogi, og eiga
þau tvö börn. Systkini Guðmundar
samfeðra em Ragnar, f. 25. maí 1938,
d. 1. maí 1977, átti eitt bam, og Guð-
mundur, f. 18. apríl 1943.
Foreldrar Guðmundar: Jóhann
Jónsson, f. 23. mars 1896, d. 3. nóv-
ember 1979, verkamaður á Vífllsstöð-
um í Garðabæ, og kona hans, Júlíana
Bjamadóttir, f. 7. febrúar 1920,
verkakona í Kópavogi. Jóhann var
sonur Jóns Guðmundssonar frá Eg-
ilsstöðum í Ölfusi og konu hans, Jó-
hönnu Jónsdóttur. Júlíana er dóttir
Bjama, b. á Sveinsstöðum í Rvík,
Sveinssonar, bróður Jóns Berg-
manns, skálds og lögregluþjóns í
Hafnarfiröi, afa Óttars Yngvasonar,
forstjóra íslensku útflutningsmiö-
stöðvarinnar. Sveinn var sonur Sigf-
úsar Bergmanns, b. á Króksstöðum
í Miðfirði, Guðmundssonar, bróður
Sveins, prests í Kirkjubæ, Skúlason-
ar, langafa Brynjólfs Bjamasonar,
forstjóra Granda. Móðir Sigfúsar var
Júlíana, dóttir Steins, sonai' Sigfúsar
Bergmanns, b. á Þorkelshóli í Víðid-
al, langafa Guðmundar Björnssonar
landlæknis, Páls Kolka og Jónasar,
fóður Ögmundar fréttamanns. Meöal
afkomenda hans em einnig Ingi-
mundur Sigfússon, forstjóri Heklu,
og Bjöm Guðmundsson prófessor.
Móðir Sveins var Jóhanna, dóttir
Jóns, b. á Sveðjustöðum, Guðmunds-
sonar og konu hans, Ingibjargar
Guðmundur R. Jóhannsson.
Halldórsdóttur, systur Helgu,
langömmu Björgvins Schram, föður
Ellerts Schram ritstjóra. Móðir Júlí-
önu var Björg Einarsdóttir, hús-
manns í Fjósakoti, Eyjólfssonar og
konu hans, Valgerðar Jónsdóttur.
Þórarinn Vilbergsson
Til nammgju
með daginn
Þórarinn Vilbergsson bygginga-
meistari, Laugavegi 13, Siglufirði,
ersjötugurídag.
Þórarinn fæddist á Hvalnesi við
Stöðvarfjörð og ólst upp á Stöðvar-
firði. Hann fór í Iðnskólann á Akur-
eyri og lærði húsasmíðar hjá Eyþóri
Tómassyni í Lindu en því námi lauk
með sveinsprófi 1944.
Eftir sveinsprófið vann Þórarinn
um tima hjá Eyþóri en síðar hjá
Almenna byggingafélaginu við
byggingu síldarverksmiðjunnar á
Hjalteyri og síldarverksmiðjunnar
SR 46 á Siglufirði. Hann var síðan
starfsmaður SR í tvö ár. Þórarinn
fékk meistararéttindi 1947 og hóf þá
sjálfstæðan atvinnurekstur á Siglu-
firði en frá þeim tíma hefur hann
starfað sjálfstætt að undanskildum
fjórum árum, 1979-83, er hann var
byggingafulltrúi Siglufjarðarkaup-
staðar.
Fram til ársins 1962 rak Þórarinn
fyrirtæki í eigin nafni en það ár
stofnaði hann Byggingafélagið Berg
hf. ásamt öðrum og er það rekið af
sömu eigendum enn í dag. Þórarinn
var framkvæmdastjóri félagsins til
1979 og eftir það stjómarformaður.
Þórarinn hefur tekið virkan þátt
í félagsmálum og þá einkum þeim
er tengjast starf hans með einum
eða öðrum hætti. Hann var formað-
ur prófnefndar í húsasmíði í nokkur
ár.'sat í stjórn Trésmíðafélags Siglu-
fjarðar um árabil og kenndi við Iðn-
skóla Siglufjaröar um tíma. Þá var
hann einn af stofnendum Húsein-
inga hf. og stjórnarformaður um
nokkurra ára skeið. Þórarinn hefur
reynst farsæll í starfi og manna-
haldi og liggur eftir hann mikið verk
í byggingasögu Siglufjaröar. Þá hef-
ur hann útskrifað sextán lærlinga í
húsasmíði og eru átta þeirra enn
starfandi hjá félaginu.
Þórarinn kvæntist 24.5.1947,
Fanneyju Sigurðardóttur húsfreyju,
f. 30.10.1922, dóttur Andreu Sæby
og Sigurðar Jónssonar frá Eyri í
Siglufirði.
Systkini Þórarins: Sigurborg, f.
27.4.1906, gift Þorvaldi Sveinssyni
og eru þau búsett á DAS í Reykja-
vík; Þorgrímur, f. 29.9.1907, var
búsettur á Stöðvarflrði en er nú lát-
inn; Magnús, f. 11.8.1909, var búsett-
ur á Stöðvarfirði og er látinn; Hall-
dóra, f. 26.3.1911, var búsett á Stöðv-
arflrði og er einnig látin; Marta, f.
27.10.1913, er búsett á Stöðvaríirði;
Þórarinn Vilbergsson.
Aðalheiður, f. 3.6.1915, er látin en
var gift Hjalta Gunnarssyni á Reyð-
arfirði; Kjartan, f. 6.3.1921, kvæntur
Þóru Jónsdóttur á Stöðvarflrði; Ari,
f. 6.5.1925, var kvæntur Ámýju Þor-
steinsdóttur á Stöðvarfirði, og
Anna, f. 8.4.1928, gift Stefáni Stef-
ánssyni á Stöðvarfirði.
Foreldrar Þórarins voru Vilberg-
ur Magnússon, b. á Hvalnesi, f. 31.7.
1882, og kona hans, Ragnheiður Þor-
grímsdóttir húsfreyja, f. 19.2.1884.
| unarbifreiðinamilliReykjavíkurog
Akureyrar frá því hann var tuttugu
| ára.
90 ára
Maria S. Gísladóttir,
Furagerði 1, Reykjavík.
85 ára
Kári Jónsson,
Valagerði, Seiluhreppi.
Þuríður Valtýsdóttir,
Hverfisgötu 106, Reykjavík.
Sigurgeir Þorsteinsson,
Stóru-Mástungu lA, Gnúpverja-
hreppi.
80 ára
Ingveldur Jóhannsdóttir,
Litlu-Þúfu, Miklaholtshreppi.
75 ára
Jóhanna Þorsteinsdóttir,
Búðavegi 50, Búöahreppi
70 ára
Árni Jónasson,
Boðagranda 4, Reykjavik.
60 ára
Þorbjörn Friðriksson,
Stafnesi, Raufarhafnarhreppi.
Hermann Helgason,
Hrauntúni 14, Keflavík.
Sólveig Júliusdóttir,
Viðigrund 9, Sauðárkróki.
50 ára
Sigurður Jónsson,
Hólmagrund 2, Sauðárkróki
Emil Adolfsson,
Barrholti 23, Mosfellsbæ.
Klara Benediktsdóttir,
Mýrarseli 11, Reykjavík.
Sigurlína Sigurgeirsdóttir,
Kambsmýri 10, Akureyri.
Jón H. Arngrimsson,
Hjarðartúni 10, Ólafsvík.
Valgerður Jóhannesdóttir,
Víðihlíð 28, Reykjavík.
40 ára________________________
Jóhanna Óladóttir,
Stórholti 29, ísafirði.
Gunnar Skaiphéðinsson,
Álfabrekku 1, Búðahreppi.
Steinunn María Einarsdóttir,
Illugagötu 41, Vestmannaeyjum.
Jónas Jóhannsson,
Brávöllum 9, Egilsstöðum.
Hanna Brynja Axelsdóttir,
Gerðakoti 7, Bessastaðahreppi
Valur B. Sigurðsson,
Kleppsvegi 38, Reykjavík.
Kristbjörg Ingvarsdóttir,
Markaskarði, Hvolhreppi.
Stefán Þorvaldsson
StefánÞorvaldsson,Birkilundi6, | ólstþarupp.Hannhefurveriðbif-
Akureyri, er fertugur í dag. Stefán reiðarstjórihjáKEAfráþvíhann
er fæddur á Lundi við Akureyri og | varsautjánáraoghefurkeyrtáætl-
Andlát
Benedikt Bogason
Benedikt Bogason alþingismaður
lést 30. júní og verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni kl. 11.30 í dag.
Benedikt var fæddur 17. september
1933 á Laugardælum í Flóa og lauk
prófi byggingaverkfræði í TH í Hels-
ingfors í Finnlandi 1961. Hann var
framkvæmdastjóri Flóaáveitunnar
og Ræktunarsambands Flóa- og
Skeiðaáveitna 1961-1964. Benedikt
var stundakennari í Miðskóla Sel-
foss, Iðnskóla Selfoss og Garðyrkju-
skóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi
1962-1964 og verkfræðingur hjá
gatna- og holræsadeild borgarverk-
fræðings í Rvík 1964-1971. Hann rak
eigin verkfræðistofu í Rvík 1971-
1980, var verkfræöilegur ráðunaut-
ur Framkvæmdastofnunar íslands
frá 1980 og síðan fulltrúi forstjóra
Byggðastofnunar. Benedikt var í
hreppsnefnd Selfosshrepps og í
bygginganefnd Selfosskaupstaðar
1962-1964. Hann var meðstofnandi
og fyrsti formaður Félags íslenskra
stúdenta í Finnlandi og formaður
Sambands íslenskra stúdenta er-
lendis 1962-1963. Benedikt var í
stjórn Suomifélagsins 1969-1980 og
í byggingarnefnd Ríkisútvarpsins
frá 1981. Hannvar varaþingmaður
Borgaraflokksins í Reykjavík 1987
og alþingismaður frá því i apríl í
vor. Benedikt kvæntist 17. ágúst
1958, Unni Svandísi Magnúsdóttur,
f. 22. september 1933. Foreldrar
Unnar voru Magnús Brynjólfsson,
verkamaður í Rvík, og kona hans,
Margrét Ólafsdóttir. Börn Bene-
dikts og Unnar eru Magnús Grétar,
f. 15. janúar 1958 og Hólmfríður, f.
3. október 1960. Bræöur Benedikts
eru Eggert, f. 4. ágúst 1931, og Sig-
urður, f. 16. apríl 1939.
Foreldrar Benedikts voru Bogi
Eggertsson, verkstjóri í Áburðar-
verksmiðjunni í Gufunesi, áður b. í
Laugardælum í Flóa, f. 25. nóvemb-
er 1906, d. 22. júlí 1987, ogkona hans,
Hólmfríður Guðmundsdóttir, f. 3.
desember 1906, d. 27. mars 1972. Föð-
urbróðir Benedikts var Bjarni, faðir
Rúnars, slökkvihðsstjóra í Rvík.
Föðursystir Benedikts var Bene-
dikta, móðir Eggerts Haukdal al-
þingismanns. Onnur fóðursystir var
Rósa, amma Þórhildar, alþingis-
manns og leikstjóra, og Eggerts Þor-
leifssonar, leikara og tónlistar-
manns. Bogi var sonur Eggerts, al-
þingismanns og hreppstjóra á Laug-
ardælum í Flóa, Benediktsson,
prests í Vatnsfirði, Eggertssonar,
bróður Guðrúnar, kona Magnúsar.
Waage, skipherra í Stóru-Vogum,
ættfoður Waageættarinnar, langafa
Ingunnar, móður Þorsteins Thorar-
ensen rithöfundur. Móðir Benedikts
var Guðrún Bogadóttir, b. í Hrapps-
ey, Benediktssonar, afa Boga Bene-
diktssonar, ættíoður Staðarfellsætt-
arinnar, langafa Áslaugar, móður
Geirs Hallgrímssonar seðlabanka-
stjóra. Bogi á Staðarfelli var einnig
langafi Guðnýjar, móður Vals Arn-
þórssonar bankastjóra. Bogi í
Hrappsey var langafl Davíðs, afa
Davíðs Scheving Thorsteinsson, for-
stjóra Sólar hf. Móðir Eggerts í
Laugardælum var Agnes, systir Sig-
ríðar, ömmu Þorsteins, kaupfélags-
stjóra á Reyðarfirði, afa fjölmiðla-
mannanna Ólínu Þorvarðardóttur
hjá sjónvarpinu, Herdísar Þorgeirs-
dóttur, ritstjóra Mannlífs, og Eiríks
Jónssonar blaðamanns. Agnes var
dóttir Þorsteins, b. í Núpakoti,
Magnússonar, ættfóður Núpakots-
ættarinnar.
Hólmfríður var dóttir Guðmund-
ar, b. á Læk í Flóa, Snorrasonar, b.
á Læk, Þórarinssonar, b. í Þorleif-
skoti í Hraungerðishreppi, bróður
Guðmundar, langafa Vilhjálms,
skálds frá Skáholti. Þorleifur var
sonur Arnbjarnar, b. á Hrafnkels-
stöðum í Hrunamannahreppi, bróð-
ur Salvarar, langömmu Björns, afa
Björns Th. Björnssonar listfræð-
ings. Arnbjörn var sonur Ögmund-
ar, b. á Hrafnkelsstöðum, Jónssonar
og konu hans, Guðrúnar Þórarins-
dóttur. Móðir Guðrúnar var Elín
Einarsdóttir, b. í Varmadal, Sveins-
sonar og konu hans, Guðrúnar
Bergsteinsdóttur, b. á Árgilsstöðum,
Guttormssonar, ættföður Árgils-
staðaættarinnar, fóður Þuríðar,
langömmu Jóhönnu, ömmu Gunn-
ars Arnar Gunnarssonar listmál-
ara. Móðir Snorra var Sigríður,
systir Guðmundar í Birtingaholti,
langafa Ásmundar Guðmundssonar
biskups, og Sigríðar, móður Ólafs
Skúlasonar biskups. Sigríður var
dóttir Magnúsar, b. í Birtingaholti,
Benedikt Bogason.
Snorrasonar, bróður Guðrúnar,
ættmóður Jötuættarinnar. Móðir
Guðmundar var Hólmfríður Eiríks-
dóttir, b. í Túni í Flóa, Bjarnasonar,
vefara í Árbæ á Rangárvöllum, Stef-
ánssonar, b. í Árbæ, Bjarnasonar,
b. á Víkingslæk, Halldórssonar, ætt-
fóður Víkingslækjarættarinnar.
Móðir Eiríks var Margrét Eiríks-
dóttir, b. í Bolholti, Jónssonar, ætt-
föður Bolholtsættarinnar.