Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989. Fréttir Grásleppiikarlar undirbjóða hver annan: Vantar samræmt lágmarksverð - segir Rögnvaldur Einarsson, formaður Félags smábátaeigenda á Akranesi Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: „Menn hafa veriö að hringja alls staöar af landinu og bjóöa hrogna- kaupendum hér á Akranesi hrogn á mjög lágu veröi og á óeðlilegum kjörum. Þetta gerir okkur mjög erfitt fyrir því kaupendur hér nota þetta auðvitað í samningum viö okkur,“ sagði Rögnvaldur Einars- son, formaður Félags smábátaeig- enda á Akranesi, í samtali við DV. „Það er ekki til neitt samræmt lágmarksverð fyrir grásleppu- hrogn. Verðlagsráð sjávarútvegs- ins neitaði að ákveða verð og þetta hefur leitt til þess aö hver níðir skóinn af öðrum,“ sagði Rögnvald- ur. Þorsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Arctic, staðfestir í samtali við DV að fyrir- tækinu hafi verið boðin tunna af grásleppuhrognum á allt niður í 25 þúsund krónur. „Við höfum fengið alls konar til- boð alls staðar af landinu. Við höf- um fengiö tilboö um að greiða hrognin nánast eftir minni," sagði Þorsteinn. Að sögu Rögnvalds neituðu bæði Óskar Vigfússon, fulltrúi Sjó- mannasambandsins í verðlagsráði, og Kristján Ragnarsson, fulltrúi LIÚ, aö ákveða lágmarksverð. „Við htum í raun og veru þannig á að við eigum engan fulltrúa í þessu ráði,“ sagði Rögnvaldur. Rögnvaldur Einarsson. DV-mynd Garðar Skákhátíð á næsta vetri: Hugsanlegt að Kasparov og Karpov mæti til leiks Hugsanlegt er tahð aö heimsmeist- arinn í skák, Garry Kasparov, og fyrrverandi heimsmeistari, Anatoly Karpov, tefli hér á landi á næsta vetri. Um leið myndu flestir frægustu skákmeistarar heims leggja leið sína hingaö. Nú stendur yfir undirbúningur að mikili skákhátíð næsta vetur, nánar tiltekið í febrúar 1990. Þá er ætlunin að koma fyrst á keppni milh Norður- landanna, Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna og Englands. Yrði sú keppni með svipuðu sniði og keppnin á núlh Norðurlandanna og Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum. Teflt yrði á 10 borðum og yrði það í fyrsta skipti í skáksögunni að jafnviðamikil land- skeppni færi fram. Er þess vænst að Kasparov og Karpov leiði sovésku sveitina. Það eru Visa og IBM sem munu hugsanlega styrkja þetta framtak. í framhaldi af landskeppninni verður haldið Reykjavíkurskákmót, það 14. í röðinni. Yrði það opið mót með há verðlaun í boði. Rætt hefur verið um heildarverðlaun upp á 30.000 dali og í 1. verðlaun 10.000 til 12.000 dah eða jafnvel enn hærri. Er það von manna að það takist að fá þá Kasparov eða Karpov til að taka þátt í mótinu en það myndi efla mjög áhuga annarra skákmanna á því að vera með. Til þess að það megi tak- ast verður væntanlega að bjóða meisturunum einhverja komuþókn- un. Keppnisstaður verður væntan- lega i hinu nýja húsnæöi Skáksam- bandsins í Faxafeni en þar er um 1000 m2 húsnæði sem reyndar á enn eftir að innrétta. Þriðji liöurinn í þessari skákhátíð verður síðan skákmót á Akureyri í minningu Ara Guðmundssonar skákmanns. Verður það lokað mót og vonast menn á Akureyri til að geta fengiö einhverja af þeim sem taka þátt í hinum mótunum til að vera með. -SMJ Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: „Þeir sem hafa lagt upp hjá Arctic hafa ekki fengið krónu fyr- ir sín hrogn það sem af er vertíð. Það eru dæmi um að menn eigi allt aö einni mihjón króna inni. Þetta er auðvitaö erfitt, sérstak- lega fyrir þá sem hafa menn í vinnu og þurfa að standa við fjár- skuldbindingar,“ sagði Rögn- valdur Einarsson, formaður Fé- lags smábátaeigenda á Akranesi, í samtali við DV. Fiskiðjan Arctic á Akranesi hefur það sem af er vertíö ekki getað greitt trillukrölum fyrir grásleppuhrogn þar sem Lands- banki Islands hefur neitað aö veita fyrirtækinu afurðalán út á hrognin. „Eg á von á að leysist úr þessu alveg á næstunni,“ sagði Þor- steinn Jónsson, framkvæmda- stjóri Arctic, viö DV. „Við höfum átt miklar birgðir af hrognum frá í fyrra og bankinn hefur víljaö fá greinargerð um hvemig viö hyggjumst losna viö öll þessi hrogn. Við höfum nú sýnt bankanum fram á að viö getum selt hrognin og ég á von á að við fáum lániö. Trillukarlar munu þá fá úrlausn sinna mála,“ sagði Þorsteinn. Aö sögn Þorsteins hafa Skaga- menn lagt upp hjá honum um 300 tunnur af hrognum það sem af er og eru þær allar í skuld. „Við höfum því miður ekki haft neina stöðu til þess að ná þessum peningum út. Bankinn hefur neitað okkur sem eigendum hrognanna um lán út á þau og við eigum þess ekki kost aö selja öðrum þau,“ sagöi Rögnvaldur Einarsson. Engir samningar voru geröir milli trillukarla og Arctic fyxir vertíðarbyijun þannig að verð hrognanna Mggur enn ekki fyrir. Annar hrognakaupandi á Akra- nesi hefur hins vegar greitt 175 krónur fyrir kílóiö. í dag mælir Dagfari Eldganga Engin takmörk virðast vera fyrir því hvað fólk lætur plata sig. Frægt er í stjómmálunum hvemig Stein- grímur Hermannsson lætur plata sig og er þá ekki minnst á hitt, hvað Steingrímur er frægur fyrir að plata þjóðina. Engin heilvita þjóð léti mann eins og Steingrím fara með forystu fyrir sér nema vegna þess að Denni er manna snjallastur í að plata aðra. Og hvað gerir þá til þegar hann segist sjálfur hafa veriö plataður? Kannski segist hann hafa verið piataður til að plata aðra. Hann er að plata til að plata og þjóðin er plötuð til að halda að Denni hafi verið plataöur, þótt þeir sem plötuðu Denna hafi aUan tímann vitað að hann vissi að þeir vissu að hann væri plataður. Ut á þetta gengur lífið og að lokum em allir plataðir upp úr skónum. íslendingar vilja líka láta plata sig og þekkja ekkert annað. Þeir hafa verið plataöir til aö búa hér, þeir em plataðir til að éta kinda- kjöt með því að niðurgreiða fram- leiðsluna og svo em þeir plataðir með að láta segja sér að lambakjö- tið sé á útsöluverði þegar alUr eiga að vita að útsöluverðið er niður- greitt af þeim sjálfum sem hafa verið plataðir til að borga niður framleiðsluna. Bændur vora plataðir til að hefja loðdýrarækt og nú eru loðdýra- bændur að plata ríkisstjómina til að borga sér bætur fyrir að hafa verið plataöir. Kratamir eru eitt- hvað að múðra út af þessu ráðabm- yggi en það er þá bara til aö láta aðra plata sig til að samþykkja að láta plata sig. Auðvitað munu þeir faUast á platið áöur en yfir lýkur. Um síðustu helgi kom hingað til lands Bandaríkjamaður aö nafni Ken Cadigans. Hann lætur ekki plata sig en hefur það að atvinnu að plata aðra. Þessi maður er kjör- inn í pólitíkina og Búnaðarfélagið ætti að ráða hann sem markaðs- stjóra því Cadigans þessi veit ná- kvæmlega hvemig á aö plata fólk til að gera þaö sem það aldrei gerði ella. Cadigans safnaði saman íslend- ingum út í Viðey og lét þá ganga á sjö hundmð gráða heitri glóð. Síð- an áttu þeir að skrifa á miða allar sínar syndir, sem þeir vildu gleyma, og þegar miðinn brann í glóðinni brann burtu úr lífi þessa fólks það sem það vildi losna við. Þessi uppákoma í Viðey var ein- hvers konar forsmekkur að því sem koma skal á útihátíð á Snæ- fellsnesi um næstu helgi. Þá munu væntanlega ennþá fleiri íslending- ar safnast saman til að láta plata sig til að ganga á eldi og brenna burtu óþægindin. Dagfara kemur til hugar aö svona hátíð eigi að halda fyrir stjómmálamennina og þá sérstaklega ríkisstjórnina, sem er með langt syndaregistur. Það yrði tilkomumikil sjón að sjá Stein- grím og kompaní vaða eldinn á Snæfellsnesi og kasta syndakvitt- ununum á báhð meöan þeir gengju yfir logana. Getur ekki einhver góður maður tekið að sér að borga undir ráðherrana vestur? Það væri jafnvel þess virði að sækja þá í þyrlu úr laxveiðinni! Aö vísu fylgir það sögunni að eld- göngumennirnir þurfi að láta plata sig með réttu hugarfari. Það kann að reynast erfitt þegar pólitíkusar eru annars. vegar því þeir eru sjaldnast með rétt hugarfar. En Cadigans gæti sjálfsagt dáleitt þá og ef hann getur platað saklaust fólkið verður honum ekki skota- skuld úr því að plata þá sem eru vanir að láta plata sig til að plata aðra til að halda að þeir séu platað- ir. Sumir em að halda því fram að hér séu brögð í tafli. Enginn geti gengið á sjö hundruð gráða heitri glóð öðruvísi en aðhrenna sig. Svo- leiðis efasemdir eru óþarfar. Ef fólk hefur gaman af því að láta plata sig er það öðrum að meinalausu. Og hvaöa staður er ákjósanlegri til að plata fólk en einmitt hér upp á ís- landi, þar sem þjóðin hefur valið sér heila ríkisstjórn til að láta plata sig? Byggir raunar landið og þrauk- ar hér ár eftir ár af því einu að hún hefur verið plötuð til að húa hér. Sem sannar að íslendingar hafa rétt hugarfar. Þetta veit Cadigans hinn bandaríski. Hann veit að það er auðvelt að plata íslendinga. Denni hefur sagt honum það. Denni þekkir hið rétta hugarfar til að láta plata sig. Cadigans fær ekki betri ráðgjafa þegar kemur að því að láta íslendinga vaða eld. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.