Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 5
5 - i .1. MIÐVIKUDAGUR 19. JULÍ 1989. Fréttir Deilt um skilrdng á nýrri reglugerð fl ármálaráðuneytisins: Hagvirki verður að leggja fram bankaábyrgð - segir Lárus Ögmundsson skrifstofustjóri í ^íðustu viku breytti fjármála- ráðuneytið reglugerð sinni um inn- heimtu á vangoldnum söluskatti. Lárus Ögmundsson, skrifstofu- stjóri tekju- og lagasviðs fjármála- ráðuneytisins, sagði að ástæða þess væri sú að láðst hefði að geta þess í fyrri reglugerðinni að banka- tryggingarákvæði ættu einnig við um áfrýjun til almennra dómstóla. Viðbótin, sem kom í reglúgerðina, er því: „Beri gjaldandi ágreining undir dómstóla getur innheimtu- maður þó samþykkt nýja banka- ábyrgð þar til endanlegur dómur hefur gengið í málinu.“ Forstjóri Hagvirkis, Jóhann G. Bergþórsson, hefur haldið því fram að þetta ákvæði gerði það að verk- um að fyrirtækið gæti áfram látið duga þá ábyrgð sem fyrirtækið hef- ur veitt meðan á málmeðferð fyrir ríkisskattanefnd stóð. Semsagt að fyrirtækið þurfi ekki að leggja fram bankaábyrgð núna. Það segir Lárus að sé misskiln- ingur: „Reglur okkar núna lúta að því að það sé ekkert annað sem frestar innheimtuaðgerðum en greiðsla eða bankaábyrgð. Við höf- um lögtaksheimildir í lögunum og þurfum ekki að semja um þær. Við höfum lokunarheimildir i lögunum og semjum ekki um þær. Það sem við segjum er að við föllumst á bankaábyrgð því að bankaábyrgð er nánast ígildi greiðslu," sagði Lárus. Kjartan Þorkelsson, fulltrúi sýslumanns, hefur tekið undir þennan skilning Lárusar. Eins og fram kemur hér að fram- an haföi innheimtuaðili, sem er í þessu tifelli sýslumaður Rangár- vallsýslu, lögtaksheimild þegar farið var út í að innsigla skrifstofur Hagvirkis. Ástæða þess að svo var gert sagði Lárus vera þá að inn- heimtumaðurinn, sem ræður inn- heimtunni, hefur metið það svo að eignir stæðu ekki fyrir kröfunni. Þá er tahð að lokun starfsemi sé áhrifarík aðferð til að fá skuldara til aö greiða eins og reyndar hefur víða sannast. Fulltrúi sýslumanns hefur sagt að það sé fjármálaráðuneytisins að ákveða hvort það sættir sig við veð af hálfu Hagvirkis fyrir 108 millj- óna króna söluskattsskuld fyrir- tækisins ef fyrirtækið kýs að benda á ný veð. Lárus taldi að ekki kæmi til greina að sætta sig við slík veð. „Ef fyrirtækið gefiu' lagt fram slík veð þá ætti það að geta fengið banka- ábyrgð út á þessi sömu veð,“ sagði Lárus. -SMJ Forsætisráðherra Grænhöfðaeyja í heimsókn: Þróunaraðstoð íslend- inga hefur nýst vel Pedro Pires, forsætisráðherra Græn- höfðaeyja, var staddur hér á landi í gær til að ræða við ráðamenn þjóðar- innar um áframhaldandi þróunarað- stoð íslands við Grænhöföaeyjar. Grænhöföaeyjar eru eitt fátækasta ríki veraldar, þjóðarframleiðsla þeirra er aðeins um 600 dollarar á mann en hér á landi er hún tæplega 20.000 dollarar. Eyjabúar hafa því mikið leitað aðstoðar hjá öðrum þjóðum. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni komu Pires, sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra að áþreifanlegur árangur heföi náðst á síðustu tíu árum í aðstoð ís- lands við Grænhöföaeyjar - sérstak- lega á sviði sjávarútvegs. Það hefði verið mjög skynsamleg ákvörðun að veita Grænhöföaeyjum þróunarað- stoð því þannig kæmi okkar litla framlag best að notum, einhver spor væru skihn eftir í sandinum. Sagði Steingrímur að hann heföi Pedro Pires, forsætisráðherra Grænhöfðaeyja, á blaöamannafundi með Steingrimi Hermannssyni forsætisráðherra. DV-mynd JAK boðið áframhaldandi aðstoð. Græn- hannboðiðaðþeirsendumennhing- höfðaeyingar heföu sýnt því áhuga á að til að kynnast íslenska kerfinu. að fá aö kynnast íslenskri stjórn- Einnig hefur íslenskur sérfræðingur sýslu, t.d. skattheimtunni, og heföi athugað jarðhitamöguleika á eyjun- um en mikill áhugi er fyrir hendi hjá heimamönnum að finna leiðir til að nýta jarðhitann. Þeir hafa þó ekki sömu not fyrir hann og við því með- alhiti yfir vetrarmánuðina er tæp- lega 21 stig. Pires sagði að Grænhöföaeyjabúar teldu samstarf smáþjóða mjög mikil- vægt. Árangur þróunaraðstoðar ís- lendinga við þjóðina heföi verið já- kvæður og hann vonaði að samstarf- ið væri framlag til uppbyggingar eyj- anna. Hann sagði að eitt af vandamálum þróunarlandanna væri stjómsýslan. Grænhöföaeyjabúar ynnu nú að úr- bótum í þeim efnum og væru þeir að afla sér upplýsinga um reynslu ólíkra landa á því sviði. Þó ísland og Grænhöföaeyjar byggju við ólíkar aðstæður hvað varðar veðurfar og vistkerfi þá væri íbúafjöldinn svipaö- ur og það væri það sem máh skipti. -GHK Akureyrarbær: Ársskýrsla 1988 komin út Gyifi KrÍ3tján33on, DV, Akureyrt Ársskýrsla Akureyrarbæjar fyrir árið 1988 er korain út en í henni er að finna yfirlit yfir starf- semi bæjarfélagsins á síðasta ári ásamt reikningum bæjarins, upp- lýsingum um nefndir bæjarins og ýmislegt fleira. í ávarpi Sigfusar Jónssonar bæjarstjóra í skýrslunni kemur fram að slik ársskýrsla er nú gef- in út í annað skiptí, sú venja hafi tiökast meðal stórfyrirtækja um nokkurt skeið og nokkur bæjar- félög hafi tekið upp þennan sið á síðustu árum. Sigfús getur um nokkra þættí í starfsemi bæjarins á síöasta ári en segir síðan í lok ávarps síns: „Til þess aö góður árangur náist í stjóm bæjarfélagsins þarf sam- henta og ábyrga bæjarfulltrúa, og einnig duglegt, samhent og áhugasamt starfsfólk. Þessu var hvom tveggja öl að dreiía á árinu 1988. Leyfi ég mér hér með að þakka bæjarfulltrúum, fulltrúum í nefndum og starfsmönnum fyrir mjög ánægjulegt samstarf á árinu og þátt þeirra f því að gera góðan bæ betri.“ Húnaflói: Þorskurinn fyrr á ferðinni Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Þorskurinn er kominn á grunn- mið í Húnaflóa og er þaö óvenju snemmt þvi mörg undanfarin ár hefur hann ekki komið neitt að ráði fyrr en í ágústmánuði. 17. júlí vora fimm manns að vinna við að ftytja þorsk í móttöku Kaupfélags Strandamanna á Noröurfirði. Að sögn Gísla Agústssonar komu 600 kíló af góðum þorski úr fjórum trillum. Gunnsteinn kaupfélagsstjóri er búinn að koma á góðri smábátahöfn á Noröurfiröi og hafa trillur frá Djúpuvík og Gjögri flutt sig tíl Norðurfjarðar en sjómennimir fara svo á bílum sínum heim eför löndun á Norðurfirði. „Ég knékrýp ekki fyrir þessum körlum“ - segir Jón Valgeirsson, trúnaöarmaöur verkamanna hjá Siglufjarðarbæ, sem var sagt upp störfum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Jóni Valgeirssyni, trúnaðarmanni félagsmanna í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði sem starfa hjá Siglufjarðarbæ, var sagt upp um mánaðamótín febrúar/mars sl. og var ástæðan sögð vera samdráttur. „Þetta er auðvitað ólögleg uppsögn því að það má ekki segja trúnaðar- manni upp störfum nema öllum þeim sem starfa með honum sé sagt upp um leið,“ sagði Jón er DV ræddi við hann á dögunum. „Mér var reyndar sagt upp árið 1985, strax eftir að ég var orðinn trúnaðarmaður. Þá átti að fækka mönnum en þeir áttuðu sig á vitleysunni sem þeir voru að gera með því að segja mér upp og drógu uppsögnina til baka.“ Jón sagði að engar haldbærar ástæður gætu verið fyrir uppsögn hans. Hann heföi hins vegar gert at- hugasemd við það að verkstjóri hjá bænum heföi verið farinn að vinna á tækjum því að það væri óheimilt. Það mál fór fyrir tæknifræðing bæj- arins sem var ekki ánægður með þessa afskiptasemi Jóns en féllst þó á sjónarmið hans. Þetta var í febrúar og um næstu mánaðamót fékk Jón uppsagnarbréfið. í því var ástæða uppsagnarinnar sögð samdráttur og það var ítrekað í bréfinu nokkrum línum neðar. Jón lét síðan af störfum 16. júní og hefur verið án atvinnu síöan. „Fólki finnst þetta rotið,“ sagði El- ísabet Matthíasdóttir, kona Jóns, þegar þau voru spurð hvort þau heföu orðið vör við afstöðu fólks í bænum í þessu máh. „Ég veit ekki hvað tekur við hjá mér, það er óþol- andi hér í bænum vegna þessa máls. Hér er enga vinnu að fá og sennilega tekur ekkert annað við en að fara héðan. Það er þó ekki hlaupið að því, hús seljast ekki og það er erfitt að skilja íbúðina okkar bara eftir tóma. En það er alveg á hreinu að ég knékrýp ekki fyrir þessum körl- um, frekar fer ég úr bænum," sagði Jón. Jón Valgeirsson og Elísabet Matthíasdóttir. DV-mynd gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.