Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Page 14
14 MrÐVIKUDAGUR 19: JÚLÍ 1989. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1)27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Alýr heimur George Bush Bandaríkjaforseti hefur verið á ferða- lagi um Evrópu að undanförnu í tengslum við leið- togafund sjö helstu iðnríkja heims. Bush heimsótti Pól- land og Ungverjaland auk Frakklands og Hollands og var hvarvetna vel tekið. Einkum þó í kommúnistaríkj- unum tveim. Þar var honum tekið með kostum og kynj- um og greinilegt er að alþýða manna í þessum löndum bindur miklar vonir við batnandi sambúð austurs og vesturs. Opinberar heimsóknir af þessu tagi eru sveipaðar bæði skrauti og skjalli sem óþarfi er að gera of mikið úr. En þær eru gagnlegar engu að síður enda er gestur- inn persónugervingur þjóðar sinnar, fulltrúi annarrar heimsálfu og í augum Austur-Evrópubúa er Bandaríkja- forseti leiðtogi Vesturlanda og um leið málsvari frelsis og lýðræðis. Frelsi og lýðræði eru sjálfsögð mannrétt- indi á Vesturlöndum og fólk vill gjarnan gleyma þýð- ingu þess að lifa sem frjálsir menn. Það er því í blóð borið. Fólkinu í Austur-Evrópu er einnig í blóð borið að vilja um frjálst höfuð strjúka en þau lífsgildi eru hvorki sjálftekin né sjálfgefin austur þar. Þess heldur eru út- réttar hendur, vinahót og heimsóknir valdamanna frá Vesturlöndum fagnaðarefni fyrir Austur-Evrópubúa. Heimsókn forseta Bandaríkjanna er táknrænn vottur þess að nýir tímar séu að renna upp, nýr heimur sé í dagrenningu. Það er engin tilviljun að George Bush leggi leið sína til Póllands og Ungverjalands. í báðum þessum löndum hefur verið slakað á klónni, kommúnisminn hefur losað um tökin og hægt og sígandi hafa Pólverjar og Ungverj- ar verið að fikra sig til aukins frjálsræðis. Þótt merki- legt megi virðast eru sömuleiðis sterk tengsl á milli þessara landa annars vegar og Bandaríkjanna hins veg- ar. í Bandaríkjunum er mikill Qöldi innflytjenda frá þessum löndum og í augum þeirra síðarnefndu eru Bandaríkin fyrirheitna landið. Bush færði hvorki Pólverjum né Ungverjum gjafir eða gullin tilboð. En hann færði þeim von og trú á bjart- ari framtíð og raunar má segja það sama um heimsókn Bandaríkjaforseta til annarra Evrópulanda. Hinn nýi Bandaríkjaforseti hefur vaxið í áliti meðal Evrópubúa. Hann er vel með á nótunum og átti meðal annars sinn þátt í því að á fundi leiðtoga iðnríkjanna var lögð mest áhersla á verndun umhverfisins og viðbrögð þar að lút- andi. Það er og í samræmi við stefnumörkun forsetans heima fyrir en þar virðist hann ætla að gera umhverfis- mál að einu helsta viðfangsefni stjórnar sinnar. Það ber og vott um batnandi sambúð austurs og vesturs að leið- togarnir geti litið fram hjá vígbúnaði og hefðbundnum pólitískum deilumálum en einbeitt sér þess í stað að náttúruvernd og vörnum gegn mengun. í fyrsta skipti gerðist og sá atburður að Gorbatsjof sendi leiðtogunum orðsendingu og bauð þeim nánara samstarf og sam- vinnu. Allt ber þetta vott um nýjan heim, nýja heimssýn. Kannski eru að renna upp þeir tímar að stórveldin hætti að kýtast um heimsyfirráð, hætti að bíta í skjaldar- rendur hvert framan í annað og snúi sér að því hlut- verki sínu að vernda lönd sín og þjóðir innan frá? Opna þjóðlöndin í stað þess að loka þeim. Lyfta okinu í stað þess að byrgja það inni. Vemda fólkið gegn innri hætt- um í stað þess að vopnavæðast gagnvart ímynduðum óvinum að utan. Allt er þetta í rétta átt. Ellert B. Schram Félagslegt húsnæði: Byggja eða kaupa? Bygging félagslegra íbúða eykur á vandann þegar offramboð er á íbúðarhúsnæði. Framboðið vex og fasteignaverð lækkar. í stað ný- bygginga eiga sveitarfélög að kaupa notað húsnæði til félags- legra þarfa. Fjármagn til félagslegs húsnæðis má nota til að minnka sveiflur á fasteignaverði. Það kall- ar á breyttar áherslur við úthlutun. Félagslegar þarfir ráði ferðinni. Ekki hagsmunir byggingariðnað- arins. Fjármagn á ekki að skerða þótt mikiö húsnæði í einkaeign sé til. Umræða í sjálfheldu Talsverðar deilur hafa spunnist vegna síðustu úthlutunar Hús- næðismálastjórnar til félagslegra íbúða. Ágreiningur er að því er virðist um hvort íjármagn eigi að renna til byggingariðnaðar á höf- uðborgarsvæðinu eða landsbyggð- inni. Menn hafa gagnrýnt aö meiri- hluti fjármagnsins rennur til höf- uðborgarsvæðisins. Þeir telja aö landsbyggðinni beri stærri hlutur. Mikil þörf sé fyrir félagslegt hús- næði á landsbyggðinni ekki síður en höfuðborgarsvæðinu. Hús- næðismálastjórn telur að ekki sé skynsamlegt að lána fé til að byggja nýtt félagslegt húsnæði þar sem fyrir er offramboð á íbúðarhús- næði. Þessi sjónarmið eru ekki ó- sættanleg. Félagslegt húsnæði á að byggja þegar það hentar og kaupa ef það er hagstætt. Skipting láns- íjárins á milh landshluta á að fara eftir þörfum þeirra sem þurfa fé- lagslegt húsnæði en ekki þeirra sem byggja það. Offramboð á húsnæði Á mörgum þéttbýlisstöðum er meira framboð en eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Algengast er aö mikið hafi verið byggt, íbúum fækkað eða atvinna dregist saman. Of mikiö framboö leiðir til lágs fast- eignaverðs. Lágt söluverð er tíma- bundið eða langvarandi eftir að- stæðum. Nefna má sveitarfélög þar sem fasteignaverð hefur verið lágt í áratugi. Þegar offramboð er á húsnæði auka nýbyggingar vand- ann. Ekki skiptir máli hvort reistar eru leiguíbúðir, verkamannabú- staðir eða almennar eignaríbúðir. Framboðið vex og söluverð lækkar. Fjármagn til félagslegra ibúöa get- ur einnig aukið vandann. Til skamms tíma var fé eingöngu varið til að byggja nýtt húsnæði. Við lán- veitingar var ekki tekiö tillit til ástands á almennum húsnæðis- markaöi í viðkomandi sveitarfé- lagi. Það hafði oft slæmar afleiðing- ar. Til dæmis má nefna að fyrir nokkrum árum var lánað til að byggja nýjar íbúðir í verkamanna- bústööum þótt nýlegar íbúðir í einkaeign í sömu sveitarfélögum stæðu auðar og lægju jafnvel undir skemmdum. 500 þúsund krónur á fjölskyldu Fyrir nokkrum árum var í skýrslu á vegum félagsmálaráðu- neytisins bent á að nota mætti láns- fjármagn félagslega húsnæðiskerf- isins til að styrkja húsnæðismark- aðinn. Kaupa ætti notaðar íbúðir þegar hentaöi en byggja nýjar þeg- ar aðstæður leyfðu. Það var nefnt „húsnýtingarstefna". Fjármagn til félagslegra íbúða getur haft jákvæö áhrif á húsnæðismarkaðinn. Þegar skortur er á húsnæði á að reisa nýjar félagslegar íbúðir. Það eykur framboð og dregur úr verðþenslu. Lágt fasteignaverð stafar hins veg- ar oftast af því að fleiri íbúðir eru boðnar til kaups en falast er eftir. KjaUarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur Nýbyggðar íbúðir auka offramboð- ið og valda frekari verðlækkun. Ef félagslegar íbúðir eru keyptar not- aðar á almennum fasteignamark- aði dregur hins vegar úr framboð- inu og fasteignaverð hækkar. Á þennan hátt má nota félagsleg hús- næöislán til að minnka verðsveifl- ur og hækka fasteignaverð. íbúar á landsbyggðinni njóta góðs af hækkuðu verði. Víða má ætla að markaðsverð meðalstórrar íbúðar gæti hækkaö um 500 þúsund krón- ur. Félagslega kerfiö hagnast einn- ig því fasteignaverð er víöast mun lægra en kostnaður við nýbygging- ar. Lágtverð á landsbyggðinni Ef menn vilja hafa áhrif á mark- aðsverð húsnæðis meö þeim hætti sem hér var lýst þarf að breyta áherslum. Lánsfé verði ekki bund- ið mestallt við nýbyggingar eins og nú er. Fjárhæðir miðist í stað þess viö þörf fyrir félagslegt húsnæði. Sveitarfélög og yfirvöld húsnæðis- mála meti hvort byggja eigi nýtt húsnæði eða kaupa notað fyrir út- hlutað fé. Menn verða þá aö þekkja almennt ástand húsnæðismála í sveitarfélögum sem lánað er til. Nokkuð skortir á þekkingu yfir- valda á húsnæðismálum lands- byggðarinnar. Til dæmis hefur ver- ið fullyrt að fasteignaverð á lands- byggðinni sé nú óeðlilega lágt. Það skýri hinn mikla mun sem er á byggingarkostnaði félagslegra íbúða og markaösverði á sömu stöðum. Ástandið muni lagast þeg- ar verð hækkar aftur. Fasteigna- verð hefur alltaf verið lágt á lands- byggðinni. Kannanir, sem gerðar voru fyrir tveimur áratugum, sýna að þá var svipaður munur á sölu- verði á landsbyggðinni og Reykja- vík og nú. Á það má einnig benda að í öðrum löndum er mikill munur á markaðsverði eftir landshlutum. Nægir að nefna Noreg og jafnvel þéttbýl lönd á borð við Danmörku. Með skynsamlegri notkun lánsfjár má minnka muninn en hann verð- ur ætíð til staðar. Félagsleg sjónarmió ráði skiptingu lánsfjár Við úthlutun lána til félagslegra íbúða er eðlilegt að þörf fjölskyldna fyrir félagslegt húsnæði ráði fjár- hæðum. Fjármagninu sé beint þangað sem þörfin er brýnust án tillits til hversu mikið eignarhús- næði hefur áður verið byggt í sveit- arfélaginu. Mikil þörf getur verið fyrir félagslegar íbúðir þó að of- framboð sé á eignaríbúðum. Þess þekkjast mörg dæmi að ekki sé fá- anlegt leiguhúsnæði þó að fast- eignaverð sé lágt. Hina félagslegu þörf á að meta óháð því hvernig húsnæðið verður útvegað. Þegar hún er þekkt og ljóst er hversu mikiö fjármagn komi í hlut sveitar- félagsins er tímabært að afla hús- næöisins. Þá á að taka tillit til fram- boðs á notuðu húsnæði, fasteigna- verðs og annars sem skiptir máli. Að því loknu sé ákveðið hvort kaupa skuli notað eða byggja nýtt. Stefán Ingólfsson. „Fjármagn til félagslegs húsnæðis má nota til að minnka sveiflur á fast- eignaverði. Þaö kallar á breyttar áherslur við úthlutun", segir greinar- höfundur. „Félagslegt húsnæði sé keypt ef það er hagstætt. Skipting lánsQár fari eftir þörfum fjölskyldna en ekki byggingar- aðila.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.