Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989. Alþydubankinn hf FUNDARBOÐ Hluthafafundur í Alþýðubankanum hf. verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, Reykjavík, miðvikudaginn 26. júlí nk. og hefst kl. 20. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Tillaga bankaráðs um staðfestingu hluthafafundar á samningi formanns bankaráðs við viðskiptaráð- herra um kaup bankans á 1/3 hluta hlutabréfa ríkissjóðs í Útvegsbanka Islands hf. og að rekstur Alþýðubankans hf., Verslunarbanka íslands hf. og Iðnaðarbanka íslands hf. verði sameinaður í einn banka ásamt Útvegsbanka íslands fyrir 1. júlí 1990. Jafnframt verði bankaráði veitt heimild til að vinna að öllum þáttum er varða efndir samn- ingsins. 2. Tillaga um heimild til bankaráðs um nýtt hlutafjár- útboð. 3. Önnur mál löglega fram borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Al- þýðubankanum, Laugavegi 31, Reykjavík, á venjulegum afgreiðslutíma bankans frá og með 21. júlí nk. Viku fyrir fundinn mun samningurinn, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Fyrir hönd bankaráðs Alþýðubankans hf. Ertu ad selja? - Viltu kaupa? - eöa uiltu skipta? DV Bílamarkaður á laugardögum og smáauglýsingar daglega. FJöldi bílasala, bílaumboóa og einstaklinga auglýsa ýölbreytt úrual bíla aföllum gerðum og í öllum verðflokkum með góðum árangri. Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR á laugardögum þurfa aðberast í síð- asta lagi fyrirkl. 17.00 áfimmtudögum. Smáauglýsingadeildin erhins vegaropin alla daga frá kl. 9-22 nema laugardaga kl. 9-14 og sunnudaga frá kl. 18-22. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast fyrir kl. 17.00 á föstudögum. Auglýsingadeild EZ1 Sími 27022 Utlönd Fleiri blaðamenn handtekmr i Kma Handtökur á blaðamönnum og andófsmönnum halda áfram á landsbyggöinni í Kína, aö því er fréttir, sem bárust til Peking í morgun, herma. Ekki er lengur greint frá fjöldahandtökum á svo1 kölluöum gagnbyltingarsinnum í opinberum íjölmiðlum og telja stjórnarerindrekar aö verið sé aö reyna aö komast hjá gagnrýni er- lendis. í gær greindu samt yfirvöld frá handtöku andófsmannsins Yang Wei í Shanghai. Hann er menntaö- ur í Bandarikjunum og í janúar siðastliönum var hann látinn laus eftir tveggja ára fangelsisvist. Kínverskir ílóttamenn víðs vegar um heim hafa tilkynnt um myndun samtaka er hafa það að markmiði aö koma stjóminni í Kina frá en án ofbeldis. Tilkynnt var um stofn- un samtakanna í Paris í gær. Nokkrum klukkustundum áöur höfðu kínversk yfirvöld borið frara mótmæli við frönsk yfirvöld vegna þátttöku kínverskra námsmanna í skrúðgöngumii eftir breiðgötunni Champs-Elysées í tilefni byltingar- afmælisins á fóstudaginn og vegna mótmælaaðgerða við kínverska sendiráðið í París. Áöur óþekkt kínversk samtök hótuðu í gær að myrða tvo Japani í hverjum mánuði frá miðjum ágúst ef Japanir stöðvuðu ekki „efnahagsinnrás" sína í Kína. Jap- anska sendiráðiö greindi frá hótun- inni í gær. Greint var frá því að hótun hefði borist í bréfi sem afhent var á skrif- stofu japanska flugfélagsins á Jinglun hótelinu á mánudaginn. Kínverskur verkamaður kemur fyrir myndavél f Peking i gær til að yfir- Mildl viöskiptasambönd eru á milli völd geti tylgst með andófemönnum ur fjarlægð. Mörgum slikum vélum japans og Kína. hefur verið komlð upp i höfuðborginni. Simamynd Reuter Reutcr Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57, föstud. 21. júlí 1989 kl. 11.00: Bárugata 16, þingl. eig. Sigurður Benediktsson, en tal. eig. Sigurður D. HaUgrímsson. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Einigrund 8,3.h.t.v„ þingl. eig. Erling- ur Smári Rafnsson. Uppboðsbeiðend- ur eru Sigríður Thorlacius hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Garðabraut 24, l.h.t.h„ þingl. eig. Gunnar Richardsson, en taí. eig. Hjörtur Guðnason. Uppboðsbeiðend- ur eru Sigríður Thorlacius hdl„ Veð- deild Landsbanka íslands, Akranes- kaupstaður, Ingvar Bjömsson hdl. og Ólafur Sigurgeirsson hdl. Höfðabraut 7,2.h.t.v„ þingl. eig. Sigur- jón Guðm. & Stemunn Frímannsd. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki ísíands og Lögmannsstofan Kirkju- braut 11. Kirkjubraut 35 (neðri hæð), þingl. eig. Guðni Ásgeirsson. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofriun ríkisins. Klapparholt í Garðalandi, þingl. eig. Óskar Tryggvason. Uppboðsbeiðandi er VeðdeUd Landsbanka íslands. Laugarbraut 21, þingl. eig. Erlendur Sigurðsson. Uppboðsbeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. Melteigur 6, þingl. eig. Tómas Jakob Sigurðsson. Uppboðsbeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. Mánabraut 17, þingl. eig. Halldór Ingi Ólafsson. Uppboðsbeiðendur eru Garðar Garðarsson hrl„ Ásgeir Thor- oddsen hdl„ Veðdeild Landsbanka ís- lands og Hróbjartur Jónatansson hdl. Sandabraut 14, neðri hæð, þingl. eig. Kristjana Ágústsdóttir. Uppboðsbeið- endur em Veðdeild Landsbanka Is- lands og Landsbanki íslands. Suðurgata 100 A, þingl. eig. Guðni Jónsson. Uppboðsbeiðendur eru Sig- ríður Thorlacius hdl. og Akranes- kaupstaður. Vallarbraut 1,03.01., þingl. eig. Sigrún Karlsdóttir. Uppboðsbeiðandi er Lög- mannsstofan Kirkjubraut 11. Vesturgata 127, þingl. eig. Margrét H. Magnúsdóttir. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Vesturgata 71 B, þingl. eig. Gunn- hildur J. Halldórsdóttir, en tal. eig. Tómas Rúnar Andrésson. Uppboðs- beiðandi er Veðdeild Landsbanka ís- lands. Vitateigur 1, þingl. eig. Guðbjörg Halldórsdóttir, en tal. eig. Óskar Þórðarson. Uppboðsbeiðandi er Akra- neskaupstaður. Víðigrund 2, þingl. eig. Eyþór S. Ey- þórsson. Uppboðsbeiðandi er Veðdefld Landsbanka íslands. Æðaroddi 22, hesthús, þingl. eig. Jak- ob Benediktsson. Uppboðsbeiðendur eru Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 og Ólafur Axelsson hrl. Bæjarfógetinn á Akranesi Deilur vegna neitunar við beiðni Austurríkis Deilur hafa nú risið innan sijómarinnar í Belgíu í kjölfar viðbragða utanríkisráðherra Belgíu viö umsókn Austurríkis í Evrópubandalagið á mánudag- inn. Belgíski utanríkisráðherrann, Mark Eyskens, var sá eini í ráð- herraráði Evrópubandalagsins sem neitaði að taka við umsókn Austurríkis um fulla aðild að bandalaginu. Eyskens sagði mál- ið þarfnast gaumgæfilegrar at- hugunar. Þótti honum sem Aust- urríki, vegna hlutleysis síns, gæti komið í veg fyrir pólítíska ein- ingu innan Evrópubandalagsins. Belgíski varaforsætisráðherr- ann, Wúly Claes, setti ofan í við Eyskens í gær. Sagði hann að utanríkisráðherrann hefði ekki komið fram fyrir hönd belgísku stjómarinnar þegar hann sagði nei á mánudaginn. Þykir Claes sem allt of snemmt sé að segja hvort hlutleysi Austurríkis verði hindrun. Benti ráðherrann á að írland, sem verið hefur meðlimur í Evrópubandalaginu síðan 1973, væri einnig hlutlaust. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.