Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 15
MIÐVlKUDAGUR 19. JtJLll 1989. 15 Greinargerð viðskiptaráðuneytisins svarað: „Kaup aldarinnar“ Föstudaginn 7. júli birtist í helstu flölmiðlum landsins síðbúin grein- argerö frá viðskiptaráðuneytinu þar sem reynt er að verja hina umdeildu sölu á hlutabréfum ríkissjóðs í Út- vegsbankanum. Hafi einhver átt von á greinargóðri og rökfastri skýringu á því lága verði sem bréfin voru seld á hlýtur sá hinn sami að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Lítið fór fyrir slíku og er greinargerðin að mestu almennt tal um bankasameiningu, pólitík, erfiðleika við að meta hluta- bréf pg síðast en ekki síst um dugnað viösemjenda sem tókst að koma kaupverðinu niður úr öllu valdi. Vera má að ýmsum hafi komið á óvart hversu innihaldslaus þessi greinargerð er. Það kom undirrituð- um hins vegar ekkert á óvart. Stað- reyndir liggja fyrir skjalfestar og þær verða ekki umflúnar hversu óþægilegar sem þær eru. Gagnrýni mín á þessa sölu við- skiptaráðherra hefur verið tvíþætt. Ég hef annars vegar sagt að hluta- bréfin hafi verið seld langt undir raunvirði og hins vegar að það verð, sem ráðuneytið hefur gefið í skyn að greitt verði fyrir bréfin, sé rangt. Rangt verð gefið upp í upphafi var látið í veðri vaka að söluverð bréfanna væri 1450 millj. kr. og lítið gert úr svokölluðum leið- réttingarliðum. Þeir eru þó í reynd um 680millj. kr., næstum helmingur af upphæðinni. Þegar athygli var vakin á þessu var farið að tala um tölumar 1.000-1.100 milljónir sem endanlegt kaupverð og við það situr í dag hjá ráðuneytinu. Þótt þeim hafi verið bent á að þær tölur fái ekki frekar staðist en fyrmefndar 1450 millj. er samt hamrað áfram á rangindum. í skrifum minum setti ég fram fölur fyrir þá leiðréttingar- liði sem talað er um í samningnum. Þar sýndi ég fram á að skv. bestu upplýsingum í dag gæti kaupverðið orðið um 767 millj. kr. Ráðuneytið hefur ekki treyst sér til að mótmæla þessum tölum mínum. Matsaðferðir Fram kemur að mat ráðuneytisins á verðmæti hlutabréfanna byggir nær eingöngu á niöurstöðum í efna- hagsreikningi bankans um sl. ára- mót. Til viðbótar er bætt við 160 millj. kr. fyrir skattaívilnun, sem getur orðið um 800 millj. kr., og að auki 209 millj. kr. fyrir annað óskil- greint sem ekki stendur í reikning- um bankans. Þó er tekið fram að viðskiptavild sé einskis metin. Það væri forvitnilegt aö vita fyrir hvað þessar 209 millj. kr. standa. Að mér læðist sá grunur að eignaraðild bankans í ýmsum fyrirtækjum, svo sem Kreditkortum hf., hafi verið KjaUarinn Halldór Guðbjarnason viðskiptafræðingur og fyrrv. bankastjóri Útvegsbankans stórhækkuð umfram bókfært verð. Sé svo hefur ekki reynst erfitt að meta verðmæti þessara hluta um- fram bókfært verð þótt allir mögu- legir og ómögulegir hlutir valdi því að það sé ekki hægt hjá bankanum sjálfum. Um mat á skattaívilnun vil ég segja þetta. Ég hef áður bent á hvemig hún var vanmetin hjá Útvegsbanka íslands þegar hiutafélagsbankinn var stofnaður. Komið hefur í ljós að þau vamaðarorð mín hafa reynst rétt. Mikiii munur er á því hvort fyrirtæki er að kaupa slíkt rekstr- artap eða hvort það er til staöar í fyrirtækinu eins og í þessu tilfelli. Kaupverð slíks taps hefur verið á bilinu 15-20%. Þessari matsreglu hefur ráðuneytið beitt. Að sjálfsögðu vilja þau fyrirtæki, sem slíkt tap kaupa, hafa a.m.k. jafnmikið upp úr krafsinu og sá sem þau kaupa af. Því má ætla að verðmæti tapsins inni í fyrirtækinu sé a.m.k. helmingi hærra en það verð sem gefið er fyrir það. Hér er verið að versla með hlutabréf en ekki tap. Tapið er fyrir hendi í fyrirtækinu og því ber að meta hvers virði það er fyrir fyrir- tækið. Tala ráðuneytisins er því allt of lág. Viðskiptavild ekki til Að áliti viðskiptaráðuneytisins er viðskiptavild Útvegsbankans tahn einskis virði. í greinargerðinni koma fram heimspekilegar vangaveltur um hvað viðskiptavild sé og hvað hún sé ekki. Að teknu tilliti til þess að bankinn sé ekki lengur ríkisbanki og aö hann sé aö renna saman við 3 aðra banka, er niðurstaöan sú að ekki sé fyrir hendi nein viðskiptavild í honum. Ekki verður annað sagt en að þetta séu merkilegar vangaveltur og niðurstöður eöa hitt þó heldur. Það gildir einu þótt nýju kaupend- umir ætli að sameina 4 fyrirtæki í eitt. Ríkinu ber að haga sér í sínum viðskiptum eins og hver og einn myndi gera væri hann að selja sínar einkaeigur. Fullviss er ég um að ráð- herra hefði ekki selt slíkar eigur sín- ar á útsöluverði. Það er engu líkar er verið sé að koma því inn hjá al- menningi að kaupendur hafi ekki haft nokkum áhuga á þessum kaup- um og nánast látið undan þrábeiðni ráðherra eftir að hann var tilbúinn að gefa þeim a.m.k. einn milljarð kr. í meðgjöf. Fullviss er ég um að það vefjist ekki fyrir góðum kaupsýslumanni að átta sig á hvað viðskiptavild er. Jafnframt er ég þess fullviss að væru kaupsýslumaður og sérfræðingur fengnir til að meta viðskiptavild fyr- irtækis, þá fengju þeir hvor sína út- komuna. Ástæðan er sú að það skyn- bragð, sem kaupsýslumaðurinn hef- ur á rekstri og þeim huglægu verð- mætum sem í honum felast, kemur aldrei inn í formúlu sérfræðingsins. Sú er einmitt ástæöan fyrir niður- stöðum ráðuneytisins. Viðskiptavild bankans ber aö skilgreina í miklu víðara samhengi en hæfi hans til að ávaxta eigiö fé sitt umfram gefna vaxtaprósentu. Hér ber að meta ýmsar huglægar eignir sem orðið hafa til á rúmlega 80 árum. Jafn- framt ber að taka tillit til fómar- kostnaðar sem kaupendur sleppa við en annars hefði lent á þeim á næstu árum. Einnig ber aö taka tillit til betri nýtingar fjármuna, væntanlegrar hagkvæmni í rekstri o.fl. atriða. Þetta er ekki gert en ráðuneytið virðist hafa fullan skilning á þeim hugsanlegu vandkvæðum sem fyrst í stað má ætia aö fylgi sameining- unni og er reiðubúið til að lækka verðið stórlega þess vegna. Á já- kvæðu hlutunum virðist það engan skilning hafa. Matsverð og söluverð í skrifum mínum hef ég sett fram mat mitt á verðmæti hlutabréfanna í bankanum. Það mat er byggt á eft- irtöldu: Eigið fé þann 31/121988.. ,kr. 1.396 millj. Mat á skattalegri ivilnun 31/71989..............kr. 393millj. Mat á viðskiptavild þann 31/71989.........kr. 600 millj. Áætlað tap bankans til 31/71989............kr. (55) millj. Verðmæti hlutabréfanna áætlað..................kr. 2.334 millj Þar af átti ríkis- sjóður 76,8%..........kr. 1.793 millj. Bréfin eru seld fyrir 1.450 millj. kr. En meira felst í þessum samningi en bara saian á bréfunum. Rikissjóð- ur ætlar að taka til sín lífeyrisskuld- bindingar sem ætla má að veröi um 275 millj. kr. Ríkið hafði áður látið bankann hafa eignir til að standa undir þessum skuldbindingum. Til að rugla þessu ekki saman við sölu- verð bréfanna er einfaldast að byija á að leiðrétta samningstölur sem þessu nemur. Sölutölumar líta þá þannig út: Söluverð skv. samningi .kr. 1.450 millj. Frá dragast yfirteknar lífeyrisskuldbindingar ..kr. 275 millj. Samningsverð fyrir hlutabréfin...........kr. 1.175 millj. Frá dregst: a. 1% aukaafskrift útlána og ábyrgða...kr. 105 millj. b. Bókfært verð fast- eigna umfram fast- eignamat............kr. 180 millj. c. 50% afskrift varan- legra rekstarfj ármuna.kr. 80 millj. d. Áætlað tap 1/1-31/71989 ....43 millj. Það nafnverð, sem ríkið fær fyrir bréfin, er....kr. 767 millj í málflutningi mínum hef ég nefnt það verð sem ríkið hefði fengiö fyrir bréf sín 1987 miðað við verð sem Sambandið ætlaði þá aö greiða. Ástæðan er einfold. Þar fæst opin- bert viðmiðunarverð sem gott er að nota til að mæla ágæti þessa samn- ings. Ekki síst er þetta viðmiðunar- verð gott þar sem ég man ekki betur en einmitt þessi sami viðskiptaráð- herra hafi haldið því fram, eftir að hafa neitað sölunni, að bréfin væru meira virði og að hann vildi því fá hærra verð fyrir ríkissjóð. í ágúst 1987 var verðtilboð Sambandsins 768 millj. kr. miðað við öll bréfin. Þessi tala hækkuð sem nemur breytingu á lánskjaravísitölu væri í dag um 1.120 millj. kr. og með 5% vöxtum væri hún um 1.226 millj. kr. Einnig óskuðu 33 aðilar eftir að kaupa bankann á þessum sama tíma og voru reiðubúnir að greiða nokkuð hærra verð fyrir en að framan grein- ir. Sé tekið tLllit til þeirra greiðslu- kjara, sem kaupendur fá, má á ein- faldan hátt reikna verðið til stað- greiösluverðmæti iöað við sölu- dag. Ekki er fjarr' a. , að áætla þaö 650 millj. kr. Þcct ráöhc" :?. tali um hátt úborgun; rhlutfall Jeymir hann að undirs.rika \á;- "-ð og minnast á þ;.v,n . Iko^,: .n kaupendur hafa í samningum að greiða 67% útborgunarinnar með skuldabréfum ríkissjóðs eða Fram- kvæmdasjóðs og þá e.t.v. með bréf- um sem hafa lægri vexti en 5%. Bréf- in skal meta á nafnverði eins og seg- ir í samningnum. Hvað veröur um útborgunarhlutfallið þegar hann fær skuldabréf í stað peninga? Þjóöargjöf með bankasam- einingu Hér á undan hef ég farið yfir helstu atriði greinargerðar viðskiptaráðu- neytisins, þar sem reynt er að veija þá útsölu sem ráðuneytið hélt á dög- unum á hlutabréfum í Útvegsbanka. Ekki treystir ráðuneytið sér til að hrekja með rökum þær tölur sem ég hef sett fram í mínum skrifum, hvorki þær tölur sem ég hef nefnt sem veðmæti bréfanna né heldur niðurstöður samningsins sem ég hef sýnt fram á. Greinargerðin er fyrst og fremst almennt spjall um ýmsa hluti tengda sölunni en sem skipta engu máli. Áfram er þó reynt að blekkja fólk með því að tönglast á að bréfin hafi verið seld fyrir 1.000- 1.100 millj. kr. Það er rangt og mun- ar þar mörg hundruð millj. kr. Látið er að því liggja að ríkið hafi haft lít- inn hag af að eiga Útvegsbankann í gegnum árin. Þetta er líka rangt og er auðvelt að færa rök fyrir því. Látið er að því liggja að sú banka- sameining, sem framundan er, sé svo þýðingarmikil fyrir þjóðfélagið að ríkissjóður hafi orðið að færa fómir til að hún næði fram aö ganga. Ekki er á móti mælt að þessi samein- ing er af hinu góða. Hins vegar er það staðreynd að á síðustu tímum hafa bankamir áttað sig á að senn drægi að þvi að þetta yrði að gerast. Það hefur þvi verið áhugi hjá þeim á slíkri sameiningu og sá áhugi hafði farið vaxandi í seinni tíð. Það þurfti því ekki að draga þá nauðuga til kaupanna. Færri fengu að kaupa en vildu. Viðskiptaráðherra kom í veg fyrir bankasameiningu 1987. Þá virt- ist áhugi hans á sameiningu ekki mikill og hann ekki reiðubúinn að gefa milijarð með Útvegsbanka. En úr þvi að nú var kominn tími til slíkrar þjóðargjafar hefði lögum samkvæmt átt að leita samþykkis Alþingis fyrst fyrir slíkri gjöf. Eitt er að hafa lagalega heimild til sölu hlutar á eðlilegu verði og annað að útdeila þjóðargjöfum. Halldór Guðbjarnason „En úr því aö nú var kominn tími til slíkrar þjóöargjafar heföi lögum sam- kvaemt átt að leita samþykkis Alþingis fyrst fyrir slíkri gjöf.“ Loksins get ég komið heim! Fyrir tæpum 3 ámm yfirgaf ég ísland og lýsti því yfir að ég skyldi ekki koma til baka fyrr en bjórinn yrði leyfður. Mörgum fannst það ínjálæði, aðrir héldu að mér væri ekki alvara. En mér var full al- vara. Ég barðist fyrir bjórnum á sínum tíma, skrifaði greinar og stofnaði bjórvinafélag. En það fjall- aði ekki bara um bjór. Þaö fjallaði um annað og meira; persónutil- finningu íslendinga. Að íslending- ar hefðu sömu mannréttindi og aðrar manneskjur í heiminum. Skattaskuldir og vinnuþrælkun • Þettaerskrefíáttaðnýjumtíma. Beinn skattur var jákvætt spor. Það mun minnka skattaskuldir fólks sem mun í beinu sambandi minnka áíhyggjur og vanlíöan á ís- landi. Bjórfrelsið eykur baráttu- viljann. Fyrst við fengum hann getum við lika fengiö önnur jákvæð málefni í gegn. Burt með minni- máttarkenndina. Við erum dugleg KjáUaiiim Ásgeir hvítaskáld og sterk þjóö. Þetta eru fyrstu spor- in fram á við. Ég hef miklar áhyggjur af vinnu- þrælkun íslendinga. Allir vinna til sjö á kvöldin og á laugardögum. Það eyðileggur fjölskyldulífiö. Yfir- vinna er bönnuð í Noregi og há- sköttuð á öðrum Norðurlöndum. Ef íslendingar gætu lifað eðlilegu lífi af 40 tíma vinnuviku, myndi það fækka hjónaskilnuðum og minnka stress. En því miður er eitthvað alvar- legt að íslensku efnahagskerfi. Ekki minnka áhyggjur mínar er ég frétti um öll þau fyrirtæki sem fara á hausinn. Hvar endar þetta? Eru stjómmálamenn algjörar rolur sem hugsa bara um eigið launaum- slag? - Islendingar, ekki gefast upp, saman munum yið finna leiðir til bjartari tíma. Nýjabrumið Næstu mánuöi mun áfengis- menning íslendinga stórbreytast. Það mun ekki vera lengur siður að drekka hálfa brennivín áöur en farið er á ball. Það mun detta úr tísku að fara í afvötnun á Freeport um fertugt. Maður, sem drekkur tvö glös af vodka í kóki, á erfitt iheð að stoppa. En eftir þrjá bjóra er ekkert mál að stoppa og fara heim að sofa. íslendingar munu uppgötva að þaö er mjög félagsleg athöfn að setjast inn á kaffihús með vini og spjalla yfir ölglasi. En hversu langán tima það þarf þar til nýjabrumið er farið, hvort þjóðin verði á fylliríi í mánuð eöa ár vitum við ekki. Það er vanalegt að íslenskur námsmaður, sem kemur til Danmerkur, drekki eins og skógarhöggsmaður fyrstu 3 mánuðina. Á þeim tíma er hann búinn að uppgötva að sterkasti bjórinn er bæði bragðvondur og styttir kvöldið hratt. Milli-bjórinn verður vinsælastur því þá er hægt að drekka allt kvöldið og hafa stjórn á ferðinni. Önnur sjónarmið Það, hefur margt borið á daga mína síðan ég yfirgaf ísland. En þetta er stærsti viðburðurinn. Nú get ég komið heim. Þetta var stórt loforð og ég er stoltur. Tvö ár bjó ég í Noregi en stunda nú viðskipta- fræðinám í Gautaborg. Því miður gat ég ekki komið heim og óskað landsmönnum til hamingju með B-daginn því ég er í miðju próf- stressi. Mér líkar viðskiptafræði- námið vel því það hefur opnaö augu mín fyrir mörgum hlutum. En sem skáld lifir maður í ofurlitl- um heimi. Ég kem ekki til með að lifa lengur sem fátækt skáld í kvist- herbergi sem skrifar um bjór. Nú hef ég önnur sjónarmið, ný áhuga- mál og ennþá stærri málefni til að berjast fyrir. Vinir mínir kvarta undan því aö ég sé hættur aö skrifa. En tíminn verður bara að leiða í ljós hvort innblásturinn kemur aftur. Löng- unin er fyrir hendi en eina nóttina kemur skáldagyðjan kannski og vekur mig. Ég sendi íslendingum minar kasrústu kveður, fijúpt úr hjarta skáldsins. Ef einhver er með tillögu um eitt- hvert nýtt málefni sem vert væri að skrifa um sendið mér þá línu. Ásgeir hvítaskáld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.