Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989. 17 skoraði jöfnunarmark Framara i 2-1 sigri nnaeyingum en Eyjamenn unnu óvæntan anúrslitin en liðin mætast á Hlíðarenda- DV-mynd GS ur á Skaganum vörn heimamanna. Liö ÍBV lék mjög vel í þessum leik og börðust leikmenn liðsins um hvern ein- asta bolta. Tómas Tómasson og Sigurlás þjálfari áttu mjög góðan leik og eins Berg- ur Ágústsson. Aðeins þrír leikmenn Skagamanna náðu að sýna góðan leik. Sveinhjörn All- ansson, Karl Þórðarsson og Guðbjörn Tryggvason komust vel frá sínu en marg- ir aðrir leikmenn Uðsins hreinlega sáust ekki. Lið Skagamanna hefur marga góða einstaklinga, reynda og unga, en ein- hverra hluta vegna nær Uðið ekki saman sem heild. 5-4. deild iraði KSH mánudagsblaðinu. Rétt staða er þann- ig aö Höttur frá Egilsstöðum er í efsta sætinu í riðUnum með 21 stig en Leikn- ismenn eru í ööru sæti með 19 stig, Sindri er með 13.stig og KSH er langn- eðst á botninum með ekkert stig. -RR/MJ íþróttir Siggi með drög að samningi við Forest - ræddi við forvígismann Forest í gær, spjallar við ráðamann Chelsea í dag Mál Sigurðar Jónssonar, landsliðs- manns í knattspymu, eru smám saman að skýrast en hann hefur nú hæði átt fund með forkólfum Arsenal og Nottingham Forest. „Ég átti fund með Ron Fenton í dag en hann hefur umsjón með leik- mannakaupum hjá Forest. Við rædd- um um samning sem er áformaður til þriggja ára,“ sagði Sigurður við DV í gær. „Þetta var mjög athygUsverður fundur en málið er þó alls ekki kom- ið á neitt lokastig. Það em ýmis smá- atriði sem ég vil að kippt verði lag í þeim drögum sem vom rædd á fund- inum,“ sagði Sigurður. Sigurður, sem hefur spUað með Sheffield Wednesday í fáein ár, mun að öUum líkindum eiga fund með ein- Sigurður Jónsson. um ráðamanna Chelsea í dag en það félag vann sæti í fyrstu deild í vor. „Eg ætla að kanna hvað þeir hjá Chelsea hafa að bjóða,“ sagði Sigurð- ur og hætti síðan við: „Þetta mun annars aUt ráðast á allra næstu dög- um. Nú verður maður bara að velta hlutunum fyrir sér og sjá hvernig máUn þróast." Þess má geta að Chelsea er fjár- hagslega sterkt félag og því er ekki ósennUegt að viðræður Sigurðar við ráöamenn liðsins muni hreyfa enn frekar viö forkólfum Forest og Arse- nal. Síðasttöldu félögin hafa hvað ákafast bitist um Sigurð síðustu vik- urnar en Glasgow-risinn, Celtic, hafði áður boðið miklar fúlgur í Sig- urð en án árangurs. -JÖG íslenskir handknattleiksmenn 1 viking: Félagaskipti Geirs ein frágengin Fjölmargir íslenskir handknatt- leiksmenn munu leika á erlendri gmnd á komandi vetri en félaga- skipti flestra þeirra eru langt frá því frágengin. Tíðindamaður DV ræddi við Jón Hjaltalín Magnússon, formann HSÍ, í gær og spurði frétta af utanferðum íslensku leikmannanna. „Það er nokkuð klárt með Geir Sveinsson," sagði Jón, „en spænska félagið GranoUers hefur gengið frá samkomulagi við HSÍ og Val. Mér skUst hins vegar að franska liðið, sem leitaði eftir Júlíusi Jónassyni, félaga Geirs, sé ekki búið að ganga frá samkomulagi við Val. Franska félagið hefur hins vegar lýst sig sátt við kröfur HSÍ vegna landsliðsmála. JúUus getur því leikið áfram með landsUðinu enda eru Frakkar með í næstu A-keppni og undirbúningur þjóðanna tveggja fyrir þá keppni fer saman,“ sagði Jón Hjaltalín. „Varðandi Sigurð Sveinsson þá er hann fluttur af landi brott en lið hans í V-Þýskalandi hefur hvorki haft formlegt samband við Val né HSÍ. Símskeyti hefur á hinn bóginn borist hingað frá v-þýska handknattleiks- sambandinu þar sem óskað er félaga- skipta en við höfum bent því á að forráðamenn liðsins verði að hafa samband við Val og HSÍ áður en af skiptum getur orðið. Varðandi Alfreð Gíslason,“ hélt Jón áfram, „þá má geta þess að for- maður spænska liðsins Bidasoa er væntanlegur hingað til lands til að ganga frá hans málum. Hvað við- kemur Sigurði Gunnarssyni þá er Bidasoa-liðið búið að fá til sín Pól- verjann Bogdan Wenta og ég tel að ráðamenn Uðsins hafi ekki hug á að fá til sín þriðja útlendinginn. Enda má bara tefla fram tveimur erlend- um leUcmönnum hveiju sinni á Spáni,“ sagði Jón. „Kristján Arason mun leika áfram með Teka á Spáni og AtU Hilmarsson hjá Grannollers. Hans Guðmunds- son fer tU Kanaríeyja og leikur þar með Maritim ásamt sænska lands- liðsmanninum Erik Hajas. Þá verður Steinar Birgisson áfram í Noregi og Gunnar Gunnarsson mun leika með sænska úrvalsdeUdarUð- inu Ystad. Þorbergur Aðalsteinsson spUar áfram með Saab. Aðalsteinn Jónsson verður áfram í V-Þýskalandi en Björn bróðir hans kemur hins vegar heim til íslands," sagði for- maður HSÍ við DV. -JÖG Handknattleikur: Guðmundur spilar í - leikur í 2. deild Handknattleiksmaðurinn Guö- mundur Magnússon, fyrrum leikmaður með FH úr Hafnar- firði, mun spila með 2. deUdar Uði í Sviss á næsta vetri, eftir því sem áreiðanlegar heimildir DV herma. , Guðmundur hefur ekki verið í eldlínunni um nokkurt skeið en hefur hins vegar sinnt þjálfun síðustu árin. Guðmundur gerði FH að ís- landsmeisturum á sínum tima en hann tók við þjálfun Uösins er hann gerði hlé á að spUa hand- knattleik. Hann kom síðan Uði Gróttu upp í fyrstu deUd voriö 1988 en í kjöl- farið tók Árni Indriðason við stjórnvelinum hjá Uöi Seltirn- inga. Æfir með Hafnfirðingum Guömundur, sem þjálfaði Uö Sel- fyssinga í vetur, býr sig nú undú átök vetrarins hjá fyrrum félög- um sínum, FH-ingum. Hafnfiröingar hófu æfingar á dögunum undir stjóm síns nýja þjálfara, ÞorgUs Ottars Mathie- sen. Óttar er raunar betur þekkt- ur af dansi sínum á línunni í FH-Uðinu og í íslenska landsUð- inu. -JÖG Knattspyrnuáhugafólk, fjölmennið á einn stærsta knattspyrnuviðburð ársins, FRANK SHORTER sportfatnaður SJOVA-ALMENNAR Olíufélagið hf ^bLTTSÝN MODO fótboltar Tölvupappír Ímiformprent MJÓLKURBIKARKEPPNI KSÍ STO'RLEIKUR AÐ HLlÐARENDA í KVÖLD KL. 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.