Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989. Andlát Áskell S.O. Kjerulf, Bogahlíð 11, lést í gjörgæsludeild Landakotsspítala 17. júlí. Jaröarfarir Jóhann Guðmundsson, Höfðagötu 13, Hólmavík, andaðist á Landa- kotsspítala þann 15. júlí. Útfórin fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugar- daginn 22. júlí kl. 14. Samúel Jóhannsson prentari verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju iimmtudaginn 20. júli kl. 13.30. Sigurjón Hallbjörnsson símvirkja- meistari, Sörlaskjóli 82, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 20. júlí kl. 15. Ingimunda Þorbjörg Gestsdóttir, Austurtúni 2, Hólmavík, verður jarð- sungin fimmtudaginn 20. júlí kl. 10.30 frá Fossvogskapellu. Ólafur M. Olafsson lést 7. júlí. Hann fæddist í Reykjavík 16. júní 1916, son- ur Ólafs Magnússonar og Þrúðar Guðrúnar Magnúsdóttur. Ólafur brautskráðist úr Verslunarskóla ís- lands 1935 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941. Hann var lengst af kennari í íslensku og þýsku í Menntaskólanum í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Ól- afs er Anna Christine Hansen. Þau hjónin eignuðust tvö böm. Útför Ól- afs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Opið hús í Norræna húsinu Fimmtudaginn 20. júlí kl. 20.30 verður næsti fyrirlesturinn í sumardagskrá Nor- ræna hússins. Ragnheiður Þorsteins- dóttir, forstöðumaöur Árbæjarsafns ís- lands, talar um „Sögu Reykjavíkur í 200 ár“. Fyrirlesturinn verður haldinn á norsku. Eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvikmyndin „Þtjú andlit íslands" með norsku tali. Kaffistofa hússins býður upp á veitingar og bókasafnið er opið þessi kvöld til kl. 22. Þar liggja frammi þýðing- ar íslenskra bókmennta á öðrum nor- rænum málum og bækur um ísland. Að- gangur er ókeypis og ailir velkomnir. Ferðalög Útivistarferðir Miðvikudagur 19. júli kl. 20. Nátthagavatn-Selvatn. Létt kvöldganga milli fallegra vatna á Miðdalsheiöi. Verð 600 kr. Ferð í Strompahella er frestað til miðvikudagskvölds 2. ágúst. Brottför kl. 8 að morgni. Tilboðsverð á sumardvöl. Dvalartími að eigin vali. Helgarferðir 21.-23. júli 1. Þórsmörk-Goðaland. Gist í Útivistar- skálunum Másum á miðju Goðalandi. Hressandi gönguferðir við allra hæfi. 2. Veiðivötn-Útilegumannahreysið. Kynnist þessari perlu öræfanna. Hugað að Qallagrösum. Tjöld. Ferðir um verslunarmannahelgina: 4.-7. ágúst. 1. Homstrandir-Homvík. 2. Þórsmörk. 3. Núpsstaðarskógar. 4. Langisjór-Sveinstindur-Lakagigar- Fjallabaksleið syðri. Ath: nauðsynlegt er að panta tjaldstæði á umsjónarsvæði Úti- vistar á Goðalandi (Þórsmörk) um versl- unarmannahelgina vegna fjöldatak- markana. Uppl. og farm. á skrifst. Gróf- inni 1, við Vesturgötu 4. Opið kl. 9.30- 17.30. Sjáumst. Fjölbreyttar sumarleyfisferðir innan- lands. 1. 20.-25. júlí, Homstrandir. 2. 22.-29. júlí, Nýr hálendishringur. 3. 28. júlí - 2. ágúst, Eldgjá-Þórsmörk. 4. og 5. 3.-8. ágúst og 3.-11. ágúst, Hom- strandir. 6. 3.-8. ágúst, Laugar-Þórsmörk. 7. 18.-27. ágúst, Noregsferð. Tapað fundið Kettlingur fannst í Hafnarfirði Svartur kettlingur í hvítum sokkum og með hvítt á nefi fannst í Miðvangi í Hafn- arfirði. Upplýsingar í síma 22243. Læða týnd úr Þingholtunum Fjórlit læða, svört, hvít, rauðbrún og brún, mjög smávaxin týndist frá heimili sínu í Þingholtunum 1. júlí sl. Hún er ekki með hálsól. Sá sem hefúr orðið var við hana vinsamlegast hringi í Helgu í s. 24091. Sýningar Listsýning í Ólafsvík Fimmtudaginn 20. júli opnar Gallerí Borg sýningu í samvirmu við Lista- og menn- ingarmálanefnd Ólafsvíkur í grunnskól- anum í Ólafsvík. Á sýningunni, sem er sölusýning, em grafíkmyndir, vatnslita-, krítar- og pastelmyndir, olíumálverk og Menning Austurríki virðist hafa alið fleiri einfara og sérvitringa í myndlist heldur en nokkurt annað land í Evrópu. Nútímalistin hélt til dæm- is ekki innreið sína í austurríska menningu með kúbisma og afstrakt hst eins og annars staðar heldur fyrir tilstilh ýmissa arftaka síð- impressjónismans, til að mynda Gustavs Klimt, Egons Schiele og Oskars Kokoschka en þeir tóku mið af Van Gogh, Touloise-Lautrec og Munch, ekki Cézanne eða Seurat eins og ahir aðrir. List þeirra varð til í því andrúms- lofti upplausnar og lausungar sem setti mark sitt á síðustu daga hins austurrísk-ungverska keisara- dæmis þegar menn sveifluðust mhli munaðar og meinlætastefnu. Austurrískt menningarlíf varð á þessum tíma sérkennilega inn- hverft, menn voru með dauðann á heilanum, eltust við fáfengilegustu smáatriði í fræðum sínum, iðkuðu dulspeki og lögðu rækt við furður og fjarstæður. Þetta á ekki aðeins við myndlist- armennina. Meðai samtímamanna þeirra í Vínarborg voru hugsuðim- ir Wittgenstein og Freud, tónskáld- in Mahler og Schönberg, háðfugl- inn og þjóðfélagsgagnrýnandinn Karl Kraus og rithöfundarnir Trakl og Musil. En þrátt fyrir gróskuna var þetta menningarhf, svo notuð séu orð safnamannsins Rudi Fuchs „staðn- að, vondauft og gersneytt stórum hugsjónum, í senn dómhart og aga- laust, gjamt á að nota tilflnningar einstakhngsins sem ahsherjar- mæhkvarða á lífið og hstina.“ Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Hlaupa út undan sér Þetta er í stórum dráttum sú menning sem austurrískir hsta- menn hafa fengið í arf og æð. Því skal engan undra þótt þeir hafi rekist iha í hópi nútímahsta- manna - hafi verið gjamir á að hlaupa út undan sér með margvís- legum hætti. Líkast til var það engin tilvhjun að Rudolf Schwartzkogler, sá sem framdi þann óhugnanlega geming að skera undan sér og deyja fýrir framan myndavélar árið 1969, var einmitt austurrískur. Við íslendingar kynntumst fyrir nokkmm ámm einum þessara austurrísku einfara, Friedenreich Hundertwasser. Aðrir em ef th vhl minna þekktir hér á landi en hafa gert garðinn frægan úti í heimi, til dæmis Giinter Bms og Amulf Ra- iner. Sérstaklega hefur Rainer verið í sviðsljósinu á undanfömum árum eða allt frá því að hann var fuhtrúi lands síns á Biennalinum í Feneyj- um árið 1978. Einhverjir íslendingar vita eflaust af honum frá því hann vann samvinnuverk með Dieter Roth um miðjan áttunda áratuginn. Nú er yfirlitssýning á verkum hans á róh milli margra helstu safna í heimi, byijaði í Guggen- heim-safninu í New York í maí, þar Nokkur orð um Amulf Rainer: Listin og lífsháskinn Arnulf Rainer: Nafnlaus mynd, olía á Ijósmyndadúk, 1974. sem undirritaður sá hana, er í þann mund að opna í Samtímahstasafn- inu í Chicago (29. júh nk.), verður th húsa í Sögusafni Vínarborgar í árslok og loks í Listasafni Haag- borgar á fyrstu mánuðum næsta árs. Niðurbæld orka Orðstír sinn á Rainer fyrst og fremst að þakka ljósmyndum þeim sem hann hefur látið taka af sjálf- um sér í ýktum eða afkáralegum stellingum. Þessar myndir teiknaði Rainer síðan í eða málaði yfir að hluta, annað hvort með pentskúf eða guðsgöfflunum. „Með því að teikna ofan í ljós- myndimar var ég alls ekki að ret- ússera" segir Rainer „heldur taldi ég mig vera að hnykkja á því sem var að gerast í myndunum, leysa úr læðingi niðurbælda orku hins frosna augnabliks. Því skarast gerningar og málaralist í verkum mínum.“ í þessum verkum Rainers skarast einnig þeir hststraumar sem mest áhrif höfðu á hann við upphaf fer- ils hans, það er expressjónisminn, miðili óheftra tilfinninga, og tass- isminn, línurit undirvitundar. Tassisminn var svo aftur tengi- hður Rainers við súrrealismann, sem hann ánetjaðist strax á ungl- ingsárum, fór meira aö segja th Parísar rétt eftir stríð að hitta sjálf- an páfa súrreahsta, André Breton, og sýna honum teikningar eftir sig. Breton var þegi hrifmn af þeim. Hjúpuð málverk Tassisminn var svo aftur leið út úr þeim hstrænu ógöngum sem Rainer lenti í eftir að súrreahstar höfnuöu honum. í meðförum hans fékk tassisminn samt á sig aht ann- að yfirbragð en í Frans. Þar í landi voru drættir pentskúfsins notaðir th að kveikja líf á yfirborði strigans. Rainer drepur þetta sama yfirborð í dróma með þéttum, möttum og dökkum htum, sem notaðir eru th að „fela“ það sem undir er, þaö er málverk eftir hann sjálfan eða aöra hsta- menn sem gáfu honum verk eftir sig th að mála yfir. Þetta voru hin svokölluðu „hjúp- uðu málverk" Rainers, (ubermal- ungen), ískyggheg verk og dulúðug eins og nútíma helgimyndir. Rainer var raunar á kafi í mystík á þessu tímabih sem skýrir að ein- hveiju leyti „krossmörkin“ sem hann málaði aftur og aftur, eins og í leiðslu, seinni hluta sjötta ára- tugarins. Næsta skref Rainers var að mála „hjúpuð krossmörk" og eftir að ljósmyndaverkin komu til sögunn- ar kom oftsinnis fyrir að hann „hjúpaði" krosslaga ljósmyndir af sjálfum sér. Blæðandi hendur Það er fremur óþægileg upplifun að skoða stóra (140 mynda) yfirhts- sýningu á verkum Rainers, svo nærri gengur hann sjálfum sér og viðteknum hugmyndum okkar um eiginlegan og hugmyndalegan að- skilnaö hstsköpunar og hsta- manns. Lífsháskanum hefur nefni- lega verið úthýst úr nútímalistinni. Nú fjahar hún mestmegnis um sjálfa sig. í nokkrum verkum mátti til dæmis sjá slóðir eftir blæðandi hendur hans, afleiðingu af margra klukkustunda fingurmaleríi og lamstri verkanna að utan með ber- um höndum. Samt er tæplega hægt annað en bera virðingu fyrir þráhyggju Ra- iners sem virðist reiðubúinn að leggja allt í sölumar fyrir snefh af andlegum sannindum. -ai Arnulf Rainer: Greftrun listamannsins eóa Pína Krists/Gleði Krists, olía á Ijósmynd á fleka, 1969-75 verk unnin í leir. Eftirtaldir menn eiga verk á sýningunni: Bryndís Jónsdóttir, Daði Harðarson, Daði Guðbjömsson, Guðný Magnúsdóttir, Jón Reykdal, Jó- hannes Geir, Hringur Jóhannesson, Kjartan Guöjónsson, Sigrún Eldjám og Þórður Hall. Sýningin opnar fimmtudag- inn 20. júlí kl. 21. Hún verður opin föstu- daginn 21. júlí kl. 16-22, laugardaginn 22. júlí kl. 14-22 og sunnudaginn 23. júlí kl. 12-16. Aðgangur að sýningunni er ókeyp- is. Jógamiðstöð opnuð Jógamiðstöð verður opnuð í Ing- ólfsstræti 8 í kvöld kl. 19. Er það Hare Krishna sem stendur að mið- stöðinni. Verður hún fyrst um sinn aðeins opin yfir sumarmánuöina en ef fólk hefur áhuga getur svo farið aö hún verði opin aht árið. í jógamið- stöðinni verður svokahaður Bhaktijógi kenndur sem er sjálfs- þroskatækni. Við opnun miðstöðvarinnar verður leikin tónhst og boðið verður upp á skuggamyndasýningu og indverska grænmetisrétti. Aðgangur er ókeypis ogalhremvelkomnir. -GHK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.