Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989. 9 Utlönd Verkfallsmenn í Prolopyevsk í Vestur-Síberíu. Námumennirnir í Siberíu hafa nú verið í verkfalli í rúma viku. Símamynd Reuter Aflýsa mótmælum Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Myanmar, áður Burma, aflýstu mót- mælaaðgerðum þeim sem áætlaðar voru í dag. Var aðgerðunum aflýst vegna þrýstings frá herstjórn lands- ins en tugir hermanna tóku sér stöðu á götum Rangoon, höfuðborgarinn- ar, í gær. Var þeim ætlað að koma í veg fyrir að stjómarandstaðan efndi til minningarathafnar við graíhýsi Aung San, þjóðhetju Myanmar, sem myrtur var árið 1947, í dag, á degi píslarvottanna. Fulltrúar stjórnar buðu stjórnarandstæðingum að taka þátt í opinberri minningarathöfn en margir höfnuðu því. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa hvatt fólk til að halda sig innan dyra í dag. Að sögn vestrænna stjómarerindreka eru hermenn grá- ir fyrir jámum á götum Rangoon og fregnir hafa borist af einhverjum bardögum. Ekki hafa fleiri hermenn safnast saman á götum höfuðborgar- innar það sem af er árinu að sögn stjórnarerindreka, Mikil spenna ríki nú í landinu en einn helsti leiðtogi stjómarandstæð- inga, Aung San Suu Kyi, dóttir Aung San, hefur haldið ræður þrátt fyrir bann stjórnvalda. Fréttamanni Reuter-fréttastofunn- ar, David Storey, var vísað úr landi í gær en hann var eini erlendi frétta- maðurinn í landinu. Engum frétta- mönnum verður hleypt inn í landið að sögn yflrvalda. Herstjórnin lét handtaka tvo leið- toga námsmanna í gær og tilkynnti um harðar refsiaðgerðir sem beitt verður gegn andófsmönnum. Reuter Verkfallsmenn gefast ekki upp Námuverkamenn í tveimur af auð- ugustu kolahéruðum Sovétríkjanna, í Síberíu og i Úkraínu, létu í gær til- mæli yflrvalda sem og margra leið- toga sinna um að hætta verkföllum sem vind um eyru þjóta. Verkfóll í Sovétríkjunum héldu áfram að breiðast út í gær og er talið að um 150 þúsund verkamenn hafl nú lagt niður vinnu. Verkfallsmenn fara fram á betri aðbúnað, hærri laun og meiri pólit- íska sem og efnahagslega sjálfs- stjórn, þ.e. minni afskipti Moskvu á stjóm kolanámanna. Þessi verkfallsalda nú er sú versta sem yflrvöld í Sovétríkjunum hafa þurft að horfast í augu við síðan á þriðja áratugnum. Verkamenn í um fjörutíu námum í Donbass héraði í lýðveldinu Úkra- ínu, einu auðugasta kolasvæði Sovét- ríkjanna, gengu til hðs við starfs- bræður sína í Síberíu en þeir síðar- nefndu hafa verið í verkfalli í rúma viku. Segja embættismenn í Úkraínu að enn breiðist verkfollin út. Nám- urnar í Donbass sjá fyrir um einum fjóröa kolaframleiðslu Sovétríkj- anna. Ljóst er að stjórnvöld líta þetta mál alvarlegum augum. Tilkynnt var í gær að sovéska þingið myndi fjalla um tillögur að nýjum lögum um verkfoll og yrði því máli hraðað. í Propopyevsk í Vestur-Síberíu, þar sem heita má að höfuðstöðvar verk- fallsmanna sem og fulltrúa stjórn- valda séu, ræddu fulltrúar Moskvu- stjórnarinnar við fulltrúa verkfalls- manna í gær. Allt kom fyrir ekki, þeir neita að snúa til starfa á ný. Fréttaskýrendur telja að verkföll- in, auk blóðugra rósta í Abkhazia- héraði í Georgíu, gætu reynst alvar- legasta ógnun við stjórn Mikhails Gorbatsjovs Sovétforseta síðan hann kom til valda árið 1985. í Abkhazía- héraði, sem er sjálfstjórnarhérað í Georgíu, hafa sautján látist í átökum milli Georgíubúa og Abkhazíubúa. Fréttaskýrendur segja að verkföll- in sem og rósturnar séu m.a. við- brögð almennings við slæmu efna- hagsástandi í Sovétríkjunum. Átökin í Abkhazíu hófust á laugafdagskvöld í höfuðborg héraðsins, Sukhumi. Neyðarástandi sem og útgöngubanni var lýst yfir í borginni í gær. Átök milli þjóðarbrota í Sovétríkjunum hafa kostað meira en tvö hundruð lífið síðustu átján mánuði. Gorbatsjov sagði í óvæntri ræðu á fundi sovéska þingsins í morgun að verkfall námamannanna hefði skap- að alvarlegt ástand í landinu og að það gæti ógnað umbótastefnu sinni. Sagði hann að framleiðslutap væri þegar eitt tonn kola. Reuter Lítil geislun mældist Örlítið af geislavirku joði fannst í þeim sýnum sem tekin voru í Bar- entshafi þar sem sovéskur kafbátur lenti í vandræðum á sunnudag, að því er norsk yfirvöld skýrðu frá í gær. Magnið er hins vegar svo lítið að það er ekki áhtið hættulegt. Geislunin getur stafað frá sovéska kafbátnum en ekki þykir hægt að slá því fóstu. Einnig voru tekin sýni af yfirborði þeirrar flugvélar sem fréttamenn flugu í til staðarins þar sem óhappiö átti sér stað. Geislun reyndist ekki mælanleg. Norsk yfirvöld skýrðu frá því á sunnudag að eldur hefði orðið laus í sovéskum kafbáti. Hafði norskt eftir- htsskip séð reyk leggja frá kafbátn- um. Aðspurð sögðu sovésk yflrvöld á sunnudagskvöld að um æfingu hefði verið að ræða en á mánudags- morgun að bflun hefði orðið í kjarna- ofni bátsins. Reykurinn hefði stafað af gangsetningu dísilvélar bátsins. Sovéski kafbáturinn sem Norömenn fullyrtu að kviknað hefði í á Barentshafi. NJB Símamynd Reuter Spicer hjöruliðakrossar • Viðgerðasett fyrir radialhjólbarða • DrifhlutfölI • Fjórhjólaspil • Driflokur • Felgur • Blæjur • Brettakantar • Loftmælar (1-20 Ibs.) • Rafmagnsviftur • Demparar • Downey fjaörir • Trail Master • Upphækkunarsett • Warn spii, 3,4, 5 og 6 tonn, 12 v. og 24 v. BFGoodrich AWRT Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188 ATH. Eigum fyrirliggjandi drifhlutföll og læsingar í Suzuki Fox 410/413 Ennþá á gamla verðinu • Ath. Einnig til með fínna' munstri. • Takmarkað magn. Greiðslukjör. • Útborgun 1/4, eftirstöðvar ð 4-6 mánuðum. Betra grip en áður Hreinsa sig betur í torfærum ”Plana“ síður — vatn rennur betur út úr munstrinu Meira yfirborð — aukin ending Hljóðlátust allra Mudder jeppadekkja 3 lög í belg — engir aðrir jeppahjólbarðar bjóða upp á slíkt, nema þeir sem eru hannaðir fyrir keppni. 5 lög í bana þar af 2 stálbelti sem gefa aukna rás- festu Kodak Express 6 MÍIVÚTUR Opnumkl. 8.30. t LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEGI 178 • SÍMI 68 58 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.