Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989. Fréttir Jarðfræðingar hressir þrátt fyrir veltuna: Tuttugu halda íslands- ferðinni ótrauðir áfram „Það er gott hljóð í fólkinu og þaö líður öllum þokkalega vel þrátt fyrir veltuna í fyrradag. Við höldum ótrauð áfram þessari jarðfræðiferð um landið sem lýkur í Reykjavík á laugardaginn," sagði Guðmundur Sigvaldason, fararstjóri Norrænu jarðfræðinganna sem lentu í rútu- slysinu á Möðrudalsöræfum í fyrra- dag. Hópurinn gisti á Hótel Eddu á Hali- ormsstað nóttina eftir slysið. Daginn eftir var haldið áfram suður á bóginn og gist í Nesjaskóla í nótt. Næstu nótt gistir hópurinn á Kirkjubæjar- klaustri, síðan Hvolsvelli og Laugar- vatni. Þegar lagt var upp í þessa íslands- ferð voru 25 jarðfræðingar í hópnum. í morgun voru 19 eftir en í dag var von á einum með flugvél frá Akur- eyri þar sem hann hafði verið undir læknishöndum. Einn jarðfræðing- anna er enn á sjúkrahúsi. Fjórir á- kváðu að fara heim þar sem óþægi- legt heföi veriö fyrir þá að hristast meira í rútu. Jarðfræðingarnir eru frá öllum Norðurlöndum, 10 frá Svíþjóð og fimm frá öðrum löndum. Þátttakend- ur sækja um að komast í ferðina og eru valdir af sérstökum nefndum. Þetta er í 24. skipti sem jarðfræðiferð um ísland er farin á vegum norræns samstarfs. -hlh Bifreiðaskoðun vill skoða rútuna „Þetta fyrirtæki á að vera leiö- andi í öryggismálum ökutækja. Við höfum áhuga á að vita af hverju slys eins og þetta verða og nota þá vitneskju, sem úr slíkri athugun kemur, til að draga ályktanir sem aftur verða til að koma í veg fyrir slys. Þarna erum við að tala um virka slysarannsókn. Slys sem má rekja til tæknilegra galla mega ekki fara óskoðuð fram hjá okkur þann- ig að ekki sé hægt að draga af þeim einhvern lærdóm," sagði Jón Bald- ur Þorbjömsson hjá Bifreiðaskoð- un íslands hf. við DV. Bifreiðaskoöun íslands hefur far- ið fram á að skoða rútu Guðmund- ar Jónassonar sem valt á Möðru- dalsöræfum í fyrradag. Átti Jón Baldur von á að fá rútuna til skoð- unar áður en hreyft yrði við henni en rútan mun eiga að fara til Reykjavíkur með skipi í dag. Rútur eru nú skoöaðar eins og önnur ökutæki en með nýrri skoð- unarstöð og reglugerð á skoðun þeirra að verða mun nákvæmari. -hlh Kenningar forsvarsmanna loödyrabænda um vanda greinarinnar: Kalla í raun á 90 prósent Með sömu rökum ogforsvarsmenn loðdýrabænda hafa beitt um mis- gengi á verðþróun hér innanlands og gengisþróun frá 1981 má halda því fram aö miöað við þróunina frá 1939 þyrfti aö fella gengi íslensku krón- unnar um 90 prósent gagnvart þeirri dönsku. Danska krónan kostaði þá í dag um 82 krónur en ekki 7 krónur og 85 aura. Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttasambands bænda, hefur settfram þá kenningu að ein helsta ástæða þess að loödýra- ræktin sé gjaldþrota sé misgengi á verðlagsþróun og gengisskráningu. Frá 1981 til 1988 hafl lánskjaravísital- an hækkað um 28 prósent umfram hækkun á dönsku krónunni en loð- dýrabændur fá greitt fyrir afurðir sínar í þeirri mynt. Að sögn Hákonar fá loðdýrabændur því um 500 millj- ónum minna fyrir afurðir sínar í dag en þeir hefðu fengið ef gengisskrán- lækkun ingin hefði fylgt lánskjaravísi- tölunni. Eftir að Hákon birti þessa kenn- ingu hafa margir talsmenn loðdýra- ræktarinnar tekið hana upp; nú síð- ast Stefán Valgeirsson, stjórnarfor- maður Stofnlánadeildar landbúnað- arins. Nú er það svo að þegar til lengri tíma er htið tekur gengisskráning mið af mismun á verðlagsþróun hér- lendis og erlendis. Ef verðbólga er hér um 20 prósent en ekki nema 5 prósent erlendis kallar það á gengis- felljngu. Hún verður þó ekki 20 pró- sent eins og hún þyrfti aö vera sam- kvæmt kenningu Hákonar heldur um 14,3 prósent. Gengisstefna stjómvalda hefur ekki fylgt þessu jafnvægi á milli verðbólgu hér og erlendis frá degi til dags. Hagfræðideild Seðlabankans gefur því út vísitölur raungengis ís- lensku krónunnar til þess að gefa til gengis kynna hvort misræmi sé orðið í gengisskráningunni. Þessi vísitala er miðuð við 100 stig árið 1980 og var 102,3 stig á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Með miklu gengissigi að undan- fómu má búast við að þessi vísitala hafi lækkað og sé jafnvel komin nið- ur í 100 stig. Það er því fráleitt að raungengi krónunar sé um 28 pró- sent hærri en 1981 eins og talsmenn loödýrabænda gera. Ef gengi íslensku krónunnar hefði veriö skráð samkvæmt kenningu þeirra frá því áreiöanlegar mæhngar á innlendri verðlagsþróun hófust árið 1939 væri danska krónan í dag seld á 81,95 krónur en ekki 7,85 krón- ur. Til þess að ná því marki í dag þyrfti að fella gengi íslensku krónun- ar um 90 prósent. Á sama hátt kostaöi Bandaríkja- dollar 423,83 krónur en ekki 58,42 krónur og breska pundið kostaði 1.664,72 enekki 93,77 krónur. -gse Samnlngar flugfreyja samþykktir: Sokkar fyrir flugþjóna ekki með „Þetta er nú í fyrsta sinn í sögu Flugfreyjufélagsins sem samið er fyrir aðeins annað kynið,“ sagði Sig- urhn Scheving hjá Flugfreyjufélag- inu en félagiö samþykkti nýgerðan kjarasamning í gær. Sem kunnugt er uröu sokkabuxur ásteytingar- steinn í samningunum við Flugleiðir en eftir sáttatiUögu Rikissáttasemj- ara var samið um eitt par á mánuði. Flugþjónar verða hins vegar afskipt- ir því ekki tókst að semja um sokka fyrir þá. Gerð var krafa um að þeir fengju tvö pör á mánuði. „Flugleiðamenn kusu að leysa mál- ið á þennan hátt með því aö láta flug- þjóna verða afskipta," sagði Sigurlín. Einn flugþjónanna, Stefán G. Þórs- son, sagði að flugþjónar hefðu vita- skuld samúð með flugfreyjum sem heföu þurft að eyða 2000 krónum á mánuði í sokkabuxur en hann játaöi jafnframt að það heföu verið von- brigði að sokkamir hefðu ekki náðst með í samningunum. Ekki átti hann von á að leitað yrði til Jafnréttisráös út af málinu. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafuUtrúa Flugleiða, kom krafan um sokka handa flugþjónum ekki fram fyrr en eftir að sáttatiUaga hafði verið lögð fram. Þá sagði Einar að líklega yrði leitað tilboða varðandi sokkabuxnakaup fyrirtækisins. -SMJ Það þótti kraftaverki likast að flestir norrænu jarðfræðinganna skyldu sleppa litið meiddir eftir að þessi rúta frá Guðmundi Jónassyni hafði oltið 40 metra niður í gilskorning á Möðrudalsöræfum. Loðdýrabændur fá bráðabirgðastyrk Ríkisstjómin samþykkti í gær 38 ur. milljón króna framlag úr ríkissjóði Þessi aðstoö á að halda Ufl í loð- tilniöurgreiðslnaáfóðrihandaloð- dýraræktinni eitthvaö fram á dýrum. Þessi niöurgreiðsla bætist haustið. Hún er ætluð Ul þess að viö 55 mUJjón króna niöurgreiöslu gefa tíma tU víðtækari aðgerða sem sem samþykkt var snemma á þessu fela i sér afskriftir skulda greinar- ári. innar við StoflUánadeUd land- Auk þessa munu loðdýrabændur búnaðarins, Byggðastofnun og við- og fóðurstöðvar fá endurgreiddan skiptabankanna. Vegna andstööu söluskatt. Forsvarsmenn greinar- Alþýðuflokksins við víðtækar að- innar og landbúnaðarráðuneytið gerðir nú var ákveðið að bíða með hafa gert kröfu um endurgreiðslu þær þar til þing kemur saman. Þá á um 70 til 100 milljónum. Ágrein- mun landbúnaðarráöherra freista ingur er innan ríkisstjómarinnar þess að ná stuöningi þingraanna um hvort þessi upphæö er rétt SjálfstæðisflokksinsogKvennalist- Fjármálaráöuneytið mun reikna ansviðvíðtækaraðgerðir. út hversu há endurgreiðslan verð- -gSe Nýja lánskjaravísitalan: Hækkar enn minna en sú gamla Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,7 prósent í næsta mán- uði. Þessi hækkun er jöfn hækkun framfærsluvísitölu en lítið eitt meiri en hækkun launavísitölu. Láns- kjaravísitalan hækkar því örlítið minna en sem nemur hækkun fram- færslu- og byggingarkostnaðar. Nýja lánskjaravísitalan hefur hækkað 12,2 prósent frá áramótum. Eldri grunnur vísitölunnar hefði hins vegar hækkaö um 15,0 prósent ef hún væri enn í gildi. Mismunurinn er 2,8 prósent. Ef gert er ráð fyrir að heildarskuld- bindingar landsmanna, sem bundnar era lánskjaravísitölu, nemi um 200 milljörðum hafa um 5,6 milljarðar verið fluttir frá sparifjáreigendum til skuldara það sem af er þessu ári. Verðbólga er minni milli júní og júli en hún hefur verið frá því í verð- stöðvun. Á mælikvarða framfærslu- vísitölu og vísitölu byggingarkostn- aðar jafngildir hún um 8,7 prósent árshækkun. Hækkun undanfarna þrjá mánuði jafngildir liins vegar um 20 tfl 25 prósent hækkun. Hækkun lánskjaravísitölunnar undanfarna þrjá mánuði liggur þarna mitt á milli. -gse Jarðskjálfti austur af Vopnafirði Vart varð við jarðskjálfta við land- skjálftans í morgun að sögn Gunnars grunnsbrúnina beint austur af Guðmundssonar. Eldd kemur oft Vopnafirði. Var skjálftinn 4,2 á Rich- fyrir að skjálftar verði við landgrun- ter. nið,enþóafogtil,sérstaklegaaustan Jarðeðlisfræðideild Veðurstofunn- til. ar hafði ekki nákvæma staðsetningu -GHK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.