Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði... Madonna á góöa möguleika á að komast í kvikmynd með Sylvester Stallone en að vísu hefur hún ekki fengið formlegt boð. Stallone hyggur nú á gerð kvikmyndar um líf hafnar- boltastjörnunnar Joe DiMaggio. Stallone ætlar sér náttúrulega hlutverk söguhetjunnar og leyfið var auðsótt. En Joe vildi vita hveijum Stallone ætlaði hlutverk elskulegrar eiginkonu sinnar, Marilyn Monroe. Madonna leik- ur Marilyn, svaraði Stallone án þess að hika. Madonna verður líklegast að lita hárið einu sinni enn. Jóhanna syngur fyrir aldraða á Hrafnistu. DV-myndir S Að undanförnu hefur Jóhanna Möller sungið fyrir aldraða á dvalarheimilum og viðar. í dag og á morgun mun hún syngja i Hveragerði. Jóhanna hefur undanfarin átta ár verið búsett á Ítalíu og er formaður Ítalíufélagsins. í október verður hún fararstjóri hjá Evrópuferðum þegar hópur aldraðra farþega leggur upp'í ferðir á suðlægar slóðir. Barbra Streisand brá skjótt við þegar lífi htlu fisk- anna hennar var ógnað. í vinnu hjá henni voru nokkrir iönaðar- menn og tókst einum þeirra að reka járnstiga í risastórt fiskabúr þar sem í syntu hundruð fiska. Glerið sprakk og út runnu falleg- ir fiskar í hundraðatali. Barbra var ekkert að tvínóna við hlutina, fyhti baðkarið af vatni og tíndi fiskana á örskammri stundu upp í það. Allir fiskamir komust lífs af úr þessum hremmingum en Barbra hefur engar áhyggjur af skemmdunum sem mörg þúsund lítrar af vatni ollu. Michael Jackson er mikill aðdáandi og vinur Liz Taylor. Nýlega bauð hann henni hlutverk í myndbandi sem stend- ur til að gera í tengslum við eitt laga þans. Þar á Liz að leika sitt þekktasta hlutverk, nefnilega sjálfa Cleopötru. Hugmyndin er að Liz Uggi værðarlega á bekk og litfi börn verði aUt í kring blak- andi pálmablöðum. Hún mun hafá glaðst við boðið og svarað þyí játandi. Illar tungur benda á að mikið vatn hafi runnið til sjáv- ar síðan Liz-Cleopatra var upp á sitt besta en hverju er ekki hægt að redda með góðri fórðun? er á leiðinni Arnold Schwarzenegger og eigin- kona hans, bandarísk sjónvarps- kona af Kennedy-slektinu, Maria Shriver, lentu í heljarinnar rifrildi fyrir nokkru út af bameignum. Eftir ósköpin sáu þau svo mikið eftir öUu að þau sóm þess dýran eíð að rífast aldrei aftur. í beinu framhaldi af því áttu þau eldheita ástamótt, og bingó! Hjónakomin áttu í erfiðleikum fyrir nokkrum árum, leituðu til sérfræðinga og voru meira að segja farin að velta fyrir sér glasabarni. En svo var rifist og þá dugði gamla góða aðferðin vel. Hver segir að hjónarifrildi geti ekki leitt eitthvað gott af sér. Zsa Zsa Gabor fyrir rétti Zsa Zsa Gabor, leikkona í Hollywood, mætti fyrir rétti á dögunum og lýsti sig saklausa af áburði um að hafa löðrungað lögregluþjón sem stöðvaði hana fyrir umferðarlagabrot fyrir nokkrum vikum. Greinilegt er að fjölskylda og vinir leikkonunnar standa með henni því þeir fjöl- menntu fyrir utan dómsalinn og kröfðust þess að málið yrði látið niður falla. Zsa Zsa er fyrir miðjum hópnum en til vinstri á myndinni er dótt- ir hennar, Francesca Hamilton. Julio bálskot- inn í Brooke Julio Iglesias, söngvarinn meö hunangsröddina, er svo skotinn í leikkonunni Brooke Shields að hann hefur- sent henni blóm upp á nær hvem dag í marga mánuði. Að auki hefur hann ósp^rt notað símann í tilraunum sínum til aff heilla ' draumadisina. „Brooke er akkúrat konan sem ég þarf,“ segir hinn 45 ára gamh glaum- gosi um stúlkuna, sem ekki er nema 23 ára. „Hún er falleg, rík, gáfuð og ung,“ heldur hann áfram/Allt þetta finnst honum ómótstæðilegt. Sagt er að Brooke sé afskaplega spennt fyrir súkkulaðidrengnum, finnist hann eins og ómótstæðilegur segull. Mamma hennar er þó á öðru máli, enda alkunn fyrir stifni. „Mér .finnst hann vera- eins og stóri vondi úlfttrinn sem er að búa sig undir aff borða hanaRauöhettuna mína,“ seg- ir mamma. Hún er miklu hrifnari af Egypta nokkrum, 33 ára og flugrík- um, sem hefur verið fylgisveinn þeirra mæðgna um nokkurt skeið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.