Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989. Gistinætur í Reykjavík: Gloppóttar - bókanir - í júlí og ágúst „Því er ekki að neita að það eru gloppur í bókunum á nokkrum stóru hótelanna í Reykjavík, bæði í júlí og ágúst. Við höfum heyrt talsverðar kvartanir þar að lútandi," sagði Erna Hauksdóttir hjá Sambandi veitinga- og gistihúsa er DV ræddi við hana. Erna sagði að júnímánuður hefði verið ákaflega góður og nýtingin á hótelunum vel viðunandi. En síðan hefði aftur dregið úr bókunum í júlí. Skýringarnar væru liklega þær að mikið væri um tjaldfólk í þessum mánuði og það kæmi vitanlega ekk- ert inn á hótehn. Þá hefði verið leit- ^ast við að flytja ráðstefnurnar af þessum mánuði en það virtist ekki hafa skilað sér varöandi almenna ferðamenn. Hins vegar væru bókan- irnar góðar á hótelum úti á lands- byggöinni á þessum umræddu mán- uðum þannig að það virtust einkum sum stærri hótelanna í Reykjavík semværuekkifullbókuð. -JSS Broadway * fór á 118 milljónir Borgarráð samþykkti á fundi sín- um í gær samning sem Reykjavíkur- borg hafði gert við Ólaf Laufdal um kaup á skemmtistaðnum Broadway. Nemur kaupverðið um 118 milljón- um króna. Þar af fellir borgin niður 4,5 milljóna skuld Ólafs vegna van- greiddra fasteignagjalda. 100 milljón- ir verða greiddar með skuldabréfi til 12 ára og loks fær Ólafur tvær lóðir upp í kaupverðið, en andvirði þeirra nemur 13,5 milljónum króna. Lóðirn- ar tvær eru við Aðalstræti og Tún- «*götu. Á fundinum í gær lét minnihlutinn gera sérstaka bókun vegna óánægju með þau vinnubrögð sem Davíð Oddsson borgarstjóri viðhafði er hann undirritaði kaupsamninginn með fyrirvara, án þess að hafa sam- ráð við borgarráð. Þá var á fundinum samþykkt til- laga Katrínar Fjeldsted borgarfull- trúa þess efnis að efnt yrði til sam- keppni meðal unghnga um nýtt nafn á staðinn. Húsið verður afhent Reykjavíkur- borg 1. nóvember næstkomandi og verður það þá þegar tekið í notkun. Er fyrirhugað aö reka áfengislausan skemmtistað fyrir unghnga í Broad- ^way en einnig verður þar aðstaða ^ fyrir félagsmiðstöö unghnga í Selja- hverfi, svo og félagsstarf aldraðra. -JSS LOKI Þetta hafa þá verið pústrar í bókstaflegri merkingu! Barátta ökumanns og hestamanna um veginn: Kona ökklabrotnaði er knBiiiiitf M*mMM**é nesiur nenner Tseicnsi - bílstjórinn þandi pústkerfi og flautu í hrossahópnum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Baráttu ökumanns sendiferða- bifreiðar og hóps hestamanna um veginn skammt frá bænum Stokka- hlöðum í Hrafnagilshreppi sl. föstudagskvöld lauk á þann veg að hestamir fældust hávaða frá bif- reiðinni, ein kona i hópnum féh af hesti sínum og tvíbrotnaði á ökkla auk þess að hljóta fleiri meiðsli. Hópur hestamanna var að reka hesta eftir veginum er sendiferða- bifreiðina bar að. Ökumanni bif- reiðarinnar fannst hestamennirnir ekki sýna sér þá kurteisi að hleypa sér fram úr nægilega fljótt. Hami svaraði með því að þenja pústkerfi bifreiðarinnar og flautu um leið og hann komst fram úr og varð af mikill hávaði. Þetta varð til þess að hestarnir fældust og kona, sem var á einum hestanna, datt af baki og hlaut mikil meiðsli eins og sagði hér að framan. Lögreglumenn munu hafa skoð- að umrædda bifr eiö eftir atburöinn og kom í ljós við þá skoðun að púst- kerfi bifreiöarinnar mun vera ónýtt svo eitthvaö hefur gengið á. Ekki er óalgengt að (ólk hafi hund eða kött sem gæludýr, en heldur hetur verið minna um að minkahvolpar taki að sér hlutverk besta vinar mannsins. í Vorsabæ á Skeiðum hefur Emilía Guðrún kaupakona þó tekið ástfóstri við hann Snúlla sem er lítill villiminkur. Ekki er annað að sjá en hann uni hag sinum vel. DV-mynd EJ Skaftá að ná hámarki Talsvert óx í Skaftá í nótt og telja menn að hún muni ná hámarki sínu í dag. Hefur vatnsborð í ánni hækkað um tvo metra og er hlaupið því frem- ur stórt. Ástand vega er enn gott miðað við aðstæður en hætta er á að vegurinn upp í Skaftárdal hafi grafist í sund- ur, að sögn Gylfa Júlíussonar, vega- verkstjóra í Vík. Einnig sagði Eiríkur Björnsson í Svínadal í morgun að farið væri að flæða yfir veginn heim að bænum. Ekki er þó talin mikil hætta á að hann fari í sundur því að áin er ekki mjögstraumhörðáþeimstað. -GHK Hvalveiðum lýkur I dag Fastlega er búist við því að hval- veiðum ljúki í dag. í morgun kom hvalbátur að landi með tvær lang- reyðar og átti þá aðeins eftir að veiða eina. Hvalveiðarnar í ár hafa gengið mjög vel og lýkur fyrr en búist var við ef miðað er við veður en þoka hefur verið á miðunum. Leyfilegt var að veiða 68 langreyðar að þessu sinni. -GHK Fjórum sinnum fleiri á atvinnuleysisskrá Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Rúmlega fjórum sinnum fleiri eru á atvinnuleysisskrá á Akranesi nú en var á sama tíma í fyrra. Það sem af eru árinu hefur verið greidd jafnhá upphæð til atvinnulausra Skaga- manna og greidd var allt árið í fyrra. Konur eru sem fyrr í meirihluta atvinnulausra á Akranesi. Um síð- ustu mánaðamót voru 148 skráðir atvinnulausir, þar af 114 konur. Á sama tíma í fyrra voru 34 á atvinnu- leyisskrá, 31 kona og 3 karlar. 52 nemar eru meðal atvinnulausra nú en annars eru iðnverkakonur íjöl- mennasti hópurinn. 44 iðnverkakon- ur eru án atvinnu. Atvinnuleysi hefur verið jafnt og mikið þaö sem af er árinu og hefur tala atvinnulausra verið á bilinu 100-200 manns. Gjaldþrot Hennes, útibús Henson, og uppsagnir hjá Akrapijóni eiga verulegan þátt í við- varandi atvinnuleysi kvenna á Akra- nesi. Veðrið á morgun: Meiri rigning Suðlægu áttirnir halda áfram að hrella íbúa sunnan- og vestanverðs landsins. í þeim landshlutum er sjpáð rigningu eða súld á morgun. Á Norður- og Austurlandi verður áfram þurrt og bjart. Hitastig verð- ur á svipuðum nótum og undanfar- ið, frá 10 gráðum fyrir sunnan upp í 17 fyrir norðan og austan. GÆÐI - GLÆSILEIKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.