Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 27
‘FlMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989. 27 dv Fólk í fréttum Hrólfur Jónsson Hrólfur Jónsson, varaslökkviliðs- stjóri í Reykjavík, hefur verið í frétt- um DV vegna ágreinings um sumar- afleysingar hjá slökkviliðinu. Hrólf- ur er fæddur 24. janúar 1955 í Rvík og lauk námi í húsasmíði frá Iðn- skólanum í Rvík 1973. Hann lauk námi í byggingatæknifræði frá Tækniskóla íslands 1979 og var kennari í stærðfræði í Tækniskól- anum 1979-1980. Hrólfur var lands- hðsþjálfari í badminton 1980-1986 og var tæknifræðingur Slökkvihðs- ins í Rvík 1980-1982. Hann var í námi fyrir yfirmenn í slökkviliðinu í Stadens Brandskole í Kaupmanna- höfn 1981 og hefur verið vara- slökkvfliðsstjóri frá 1982. Hrólfur hlaut heiðurslaun Brunabótafélags íslands 1986 og var í Fire service college í Moreton-in-Marsh í Eng- landi 1986. Hann var í stjórn Tækni- fræðingafélags íslands 1983-1987 og í stjóm Vals frá 1983. Hrólfur kvæntist 28. september 1974 Ingi- björgu Steinunni Sverrisdóttur, f. 13. febrúar 1955, bókasafnsfræðingi. Foreldrar Ingibjargar eru Sverrir Bjamason, verktaki í Rvík, og kona hans, SteinunnÁmadóttir. Börn Hrólfs og Ingibjargar em Sigrún Inga, f. 2. maí 1973, Steinunn Björg, f. 8. janúar 1986, og Ragnar Jón, f. 14. júM 1988. Bróðir Hrólfs er Þor- kell, f. 8. júlí 1947, byggingatækni- fræðingur í Rvík, kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur. Foreldrar Hrólfs eru Jón Magnús- son, húsgagnasmiður í Rvík, og kona hans, Sigrún Sigurjónsdóttir. Jón er sonur Magnúsar, smiðs á Hólmavík, HaMdórssonar, b. á Hrófá í Steingrímsfirði, Jónssonar, b. á Hafnarhólmi, Eyjólfssonar, b. í Mið- dalsgröf, Guðmundssonar, bróður Bjargar, langömmu Óskars, föður Magnúsar borgarlögmanns. Móðir Magnúsar var Ingibjörg, systir Sig- ríðar, langömmu Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Ingibjörg var dóttir Magnúsar, b. á Hrófá, Sig- urðssonar, bróður Ingibjargar, langömmu Magnúsar, afa Magnús- ar Friðgeirssonar, forstjóra Iceland Seafood Corporation. Ingibjörg var einnig langamma Gunnlaugs', afa Gunnlaugs M. Sigmundssonar, for- stjóra Þróunarfélagsins. Móðir Jóns Magnússonar var Ingibjörg Finnsdóttir, b. í Fagradal í Saurbæ, bróður Ásgeirs, afa Ás- gerðar Búadóttur veflistarkonu. Finnur var sonur Jóns, b. á Skrið- nesenni í Bitru, Jónssonar, b. á Skriðnesenni, Andréssonar, b. á Skriðnesenni, Sigmundssonar, ætt- föður Ennisættarinnar. Móðir Ingi- bjargar var Solveig Jónsdóttir, b. á Víðidalsá, bróður Sigurðar, langafa Geirs HaMgrímssonar. Jón var son- ur Jóns, b. í Hvítadal, Sigurðssonar, og konu hans, Guörúnar Aradóttur, systur Sigríðar, ömmu Matthíasar Jochumssonar. Móðir Solveigar var Kristín Gísladóttir, b. á Bæ á Sel- strönd, Sigurðssonar, bróður Jóns í Hvítadal. Sigrún var dóttir Sigurjóns, kaup- félagsstjóri á Hólmavík, bróður Stefáns frá Hvítadal. Systir Sigur- jóns var Guðbjörg, amma Nínu Bjarkar Arnadóttur rithöfundar. Bróðir Sigurjóns, sammæðra, var Tryggvi Magnússon listmálari. Sig- urjón var sonur Sigurðar, kirkju- smiðs á Hólmavík, bróður Gísla, afa Jakobs Thorarensen skálds. Sigurð- ur var sonur Sigurðar, b. á FelM í Kollafirði, Sigurðssonar, bróður Magnúsar á Hrófá. Móðir Sigurðar kirkjusmiðs var Guðbjörg Magnús- dóttir, systir Magnúsar, langafa Maríu, ömmu Friðriks Sophusson- ar. Móðir Sigurjóns var Guðrún, systir Jóns, b. á SaurhóM í Saurbæ, bróður Sigríðar, langömmu Símon- ar Jóhanns Ágústssonar prófessors og Sveinsínu, móður Skúla Alex- anderssonaralþingismanns. Sigríð- ur var einnig langamma Bjarna, langafa Sigríðar EMu óperusöng- konu, Bjama P. Magnússonar borg- EirfuMtrúa og Gumiars Þórðarsonar hljómMstarmanns. Jón var sonur Magnúsar, b. á Hafnarhólmi, Jóns- sonar, og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur „glóa“ í Goðdal, Amljóts- sonar, ættföður Glóaættarinnar. Hrólfur Jónsson. Móðir Sigrúnar var Sigurhjörg Benediktsdóttir, b. á Bassastöðum, Jónatanssonar, og konu hans, Magndísar Jónsdóttur, b. á Fitjum í Vatnsdal, Hannessonar. Móðir Magndísar var Kristín Jónsdóttir, b. á Ósi, bróður Jóns, langafa Þor- valdar, afa Kristínar Ólafsdóttur borgarfulltrúa. Jón var sonur Jóns, stúdents á LaugabóM, Jónssonar, bróður Sigurbjargar, langömmu Guðnýjar, móður Vals Amþórsson- ar. Afmæli Ingveldur Ásmundsdóttir Ingveldur Ásmundsdóttir, Vest- urgötu 80, Akranesi, er sjötug í dag. Ingveldur er fædd á Akranesi og ólst þar upp. Ingveldur giftist 20. september 1941 Ólafi Árnasyni, f. 5. mars 1919, ljósmyndara á Ákra- nesi. Foreldrar Ólafs voru Árni Böðvarsson, ljósmyndari og spari- sjóðsstjóri á Akranesi, og kona hans, Rannveig Magnúsdóttir. Fóstursonur Ingveldar og Ólafs er Guðmundur Garðarsson, f. 13.júní 1946, ljósmyndari á Akranesi, kvæntur Önnu Björnsdóttur, f. 17. september 1952, ljósmóður og hjúk- runarfræðingi, og eiga þau einn son, Ólaf Inga, f. 30. mars 1981. Systkini Ingveldar eru Margrét, f. 13. október 1916, gift Garðari Vi- borg, skrifstofumanni hjá Verð- lagsstofnun; Áslaug, f. 8. október 1917, gift Stefáni Magnússyni, for- stjóra í Rvík; Jón Óskar, f. 18.7. 1921, rithöfundur í Rvík, kvæntur Kristínu Jónsdóttur, og GísM, f. 21.4.1926, forstjóri í Rvík, kvæntur Ólöfu Hjálmarsdóttur. Foreldrar Ingveldar vom Ás- mundur Jónsson, f. 28. maí 1892, d. 11. október 1945, rafvirki á Dvergasteini á Akranesi og síðar í Rvík, og kona hans, Sigurlaug Ein- arsdóttir, f. 18. júní 1890, d. 23. des- ember 1974. Ásmundur var sonur Jóns, b. í Hákoti á Akranesi, Ás- mundssonar, b. í Miðvogi á Akra- nesi, Jónssonar. Móðir Asmundar í Miðvogi var Guðrún Ásmunds- dóttir, b. í EMnarhöfða á Akranesi, Jörgenssonar, b. í EMnarhöfða, Hanssonar Klingenberg, b. á Krossi á Akranesi, ættföður KMngen- bergsættarinnar. Móðir Jörgens var Steinunn Ásmundsdóttir, syst- ir Sigurðar í Ásgarði, langafa Jóns forseta og Tómasar Fjölnismanns, langafa Helga yfirlæknis, fóöur Ragnhildar alþingismanns. Móðir Ásmundar rafvirkja var Halldóra Sigurðardóttir, b. á Karlsbrekku í Þverárhlíð, Sigurðssonar, b. í Sanddalstungu í Norðurárdal, bróður Valgerðar, langömmu Hall- dórs á Kjalvararstöðum, langafa Svavars Gestssonar, formanns Al- þýðubandalagsins. Sigurður var sonur Jóns, dbrm. í DeMdartungu, Þorvaldssonar, ættföður DeMdart- unguættarinnar. Móðir Sigurðar á Karlsbrekku var Guðríður Torfa- dóttir, b. á Hreðavatni Jónssonar, og konu hans, Halldóru Jónsdótt- ur, umboðsmanns í Gvendareyj- um, Ketilssonar. Móðir Jóns var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúla landfógeta. Móðir HaMdóra var Ástríður EMasdóttir, b. á Háreks- stöðum, Magnússonar og konu hans, Þorbjargar Þórðardóttur, prests í Hvammi í Norðurárdal, Þorsteinssonar. Móðir Þórðar var Margrét Pálmadóttir, systir Þor- leifs, langafa Pálma, langafa Önnu, móður Einars Más Guðmundsson- arrithöfundar. Sigurlaug var dóttir Einars, b. í HMði á Akranesi, Gíslasonar. Móð- ir Einars var Guðbjörg Oddsdóttir, b. í Engey, bróður ðlafar, langömmu Guðrúnar, móður Bjarna Benediktssonar forsætis- ráðherra og Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Oddur var sonur Snorra, b. í Engey, Sigurössonar og konu hans, Guðrúnar Odds- dóttur. Móðir Guðbjargar var Elín Gísladóttir, b. á Morastöðum í Kjós, Þorsteinssonar og kónu hans, KoM'- Ingveldur Ásmundsdóttir. innu Snorradóttur, systur Odds. Ingveldur tekur á móti gestum á laugardaginn, 22. júM. Til hamingju með afmælið 19. júlí 95 ára 60 ára Lára Magnúsdóttir, LönguhMð 3, Reykjavík. HaUveig Ólafsdóttir, Skriðustekk 17, Reykjavík. Jóna Jónasdóttir, Brúarflöt 7, Garðabæ. 85 ára Ágúst Pétursson, Aöalstræti 25, ísaflrði. Bergur Guðmundsson, DvalarheimiMnu Sauðá, Sauðárkróki. 50 ára Anna Brynjólfsdóttir, Heiöargerði 2, Reykjavík. Broddi Björnsson, Framnesi, Akrahreppi. Birgir Óskai-sson, HryggjarseM 2, Reykjavík. 8 75 ára Trausti Pétursson, Þómnnarstræti 115, Akureyri. 40 ára Stefón Bjarnason, ÓðinsvöÚum 5, Keflavík. Ágúst F. Kjartansson, EngihjaUa 17, Kópavogi. Jens Pétur Þórisson, Heiðargerði 54, Reykjavík. Eiríkur örn Amarson, GranaskjóM 48, Reykjavík. Ólafur Jón Stefánsson, JakaseM 31, Reykjavík. Björk Guðmundsdóttir, HjaUabraut 35, Hafnarfirði. 70 ára Guðmundur Kristinn Sigurðsson, Hlíðarbraut 4, Haíharfirði. Svcinbjörn Þ. Einarsson, IöufelM 8, Reykjavík. Þuriður Guðmundsdóttir, Brunngötu 3, Hólmavík. Jóhannes Thorarensen Jónsson, Hafnarbraut 10, Dalvík. Sigurjón Hallbjörnsson sím- virkjameistari, SörlaskjóM 82, Reykjavík, lést laugardaginn 15. júlí sl. en hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu flmmtudaginn 20. júM nk. klukkan 15.00. Sigurjón fæddist á Seyðisfirði 7. ágúst 1916 og ólst þar upp til þrett- án ára aldurs en þá hóf hann störf hjá Pósti og síma þar sem hann átti eftir að starfa í fimmtíu og sjö ár. Hann var fyrst sendisveinn hjá Pósti og síma en hóf síðan nám á verkstæði bæjarsímans 1933 og lauk prófi þaðan í ársbyrjun 1945. Sigurjón lauk símvirkjameistara- prófi 1966. Hann var skipaður sím- virki hjá Landssímanum 1945 og starfaði þar samfellt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1986. Sigurjón var mikill íþróttaunn- andi. Hann keppti í sundi, glímu, hjólreiðum, boxi og keilu og átti fjölda bikara og verðlaunapeninga fyrir afrek sín í þessum greinum. Þá var hann mikill áhugamaður um golfíþróttina, landsþekktur golfleikari sem keppt hafði á lands- móti í golfi á ári hverju í u.þ.b. hálfa öld, og heiðursfélagi í Golf- klúbbi Reykjavíkur. Sigurjón kvæntist 14. október, 1939 Sigríði Sigurðardóttur hús- móður, f. 15. desember 1919, d. 10. febrúar 1988. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson sjómað- Sigurjon Hallbjörnsson. ur og Kristín Samúelsdóttir hús- móðir. Sigurjón og Sigríður eignuðust þrjú böm og eru tvær dætur þeirra á lifi. Börn þeirra: Halldóra Guðný, f. 18. janúar 1937, gift Baldri Karls- syni blikksmið og eiga þau tvær dætur, BergMndi og Sigríði, en Berglind á eina dóttur, Jessicu Ás- dísi og eru þau öll búsett í Banda- ríkjunum; Jóhann, f. 1. ágúst 1942, d. 17.6.1965, verslunarmaður, var giftur Ólaflu Sveindóttur; Erna, f. 11. september 1953, bankastarfs- maður, gift Guðmundi Konráð Arnmundssyni matreiðslumanni og eiga þau eina dóttur, Maríu. Systkini Sigurjóns: Þórarinn matreiðslumaður, sem var tvíhura- bróðir Sigurjóns, en hann er látinn; Sigurður verkamaður, sem er lát- inn; Ólafur prentari, sem einnig er látinn; Ingi verkamaður; Lárus vél- stjóri og Guðlaug matráðskona. Foreldrar Sigurjóns voru Hall- björn Þórarinsson, trésmiður á Seyðisfirði, og HaMdóra Sigurjóns- dóttirhúsmóðir. Hallbjöm var sonur Þórarins, b. á Hnitbjörgum, Björnssonar, b. á Hnitbjörgum, Hannessonar, b. á Ásgrímsstöðum, Geirmundssonar. Móðir Hannesar var Þorbjörg Guö- mundsdóttir, b. á Ásgrímsstööum, Hallssonar, og konu hans, Þórunn- ar Sigfúsdóttur, b. á Kleppjárns- stöðum, Jónssonar, fræðimanns á Skjöldólfsstöðum, Gunnlaugsson- ar, ættföður Skjöldólfsstaðaættar- innar. Móðir HaMbjarnar var Þóra Gunnlaugsdóttir, b. á Skriðuk- laustri, Eiríkssonar. Móðir Gunn- laugs var Þóra Árnadóttir, b. á Kappeyri í Fáskrúðsfirði, Stefáns- sonar, b. á SandfelM í Skriðdal, Magnússonar, ættföður SandfeMs- ættarinnar. Móðir Þóru Gunn- laugsdóttur var Guðrún Jónsdótt- ir, b. á TunguhóM í Fáskrúðsfirði, Finnbogasonar, og konu hans, Oddnýjar Oddsdóttur, b. í Vík, Árnasonar, bróður Finnboga, lang- afa Jóns, afa Róberts Amfinnsson- arleikara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.