Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989. Spumingin Á að leyfa innflutning á erlendu kjöti? Guðflnna Magnúsdóttir: Nei, í einu orði sagt. Við eigum að nýta íslensku framleiðsluna. Halldór Arnoldsson: Ég myndi segja að það ætti að vera í lagi. Það skap- aði meiri íjölbreytni á markaðnum. Gunnar Valdimarsson: Ég er alfarið á móti innílutningi á erlendu kjöti. Ég er svo mikill bændavinur. Steinunn Ólafsdóttir: Nei, við höfum nóg af kjöti héma. Andrés Þorgeir Garðarsson: Nei, alls ekki. Við eigum nóg með okkar fram- leiðslu og aö reyna koma henni á erlendan markað. Hugrún Halldórsdóttir: Já, kjúkl- inga. Þeir eru svo æðislega góðir. Lesendur Hótelgisting á óhóflegu verði Hvert erum við að fara? Meðfylgjandi mynd sendir bréfritari af algengu ferðamannahóteli vestra. - Jú, víst er verð- og aðstöðumunurinn mikill! Anna Guðmundsdóttir skrifar: Fyrir nokkru átti ég leið um Kefla- víkurkaupstað og datt í hug að líta inn á hin nýju hótel sem þar starfa. Máliö var að við hjónin áttum von á gestum frá Belgíu sem ætluðu að dvelja hér í eina viku. Þau höfðu beðið okkur að sjá um að finna hótel- rými og bóka það. Það var í og með þess vegna sem ég leit inn á hótelin í Keflavík með það í huga að alls stað- ar væri fullbókað í Reykjavík. Þaö er ekki að orðlengja það að mér blöskraði það verð sem bæði þar og annars staðar hér á landi er á hótelgistingu. í Keflavík var verðið fyrir tveggja manna herbergi frá kr. 6.500 til 7.500 nóttin. Þegar ég fór að kanna verð á hótelum hér í Reykja- vík var svipaða sögu að segja. Verð á gistingu í tveggja manna herbergj- um á hótelum hér (ekki gistiheimil- um) er þetta frá kr. 5.980 og allt upp í 10.400 þar sem það er dýrast (á Hótel Sögu). Það er ekki fyrr en leitað er til Eddu-hótelanna aö verðið er eitthvað í átt við það sem gengur og gerist í nálægum og fjarlægum eftirsóttum ferðamannalöndum, eða kr. 2.900 herbergið fyrir tvo. - Það skal að vísu tekið fram að Eddu-hótelin eru tals- vert frábrugðin mörgum þeirra hót- ela sem bjóða t.d. bað með herbergj- um og e.t.v. morgunverð líka. - En fyrr má nú rota en dauðrota! Þessi könnun mín á verði á hótel- herbergjum hér í Reykjavík endaði svo með því að við hjónin ákváðum aö bjóða kunningjafólki okkar að gista heima hjá okkur. En ég get ekki látið hjá líða að hafa nokkurn eftir- mála að þessu atviki úr því maður er farinn aö taka þetta fyrir sérstak- lega. I mörgum þeim löndum sem ég hef komið til (og á það bæði við um Bandaríkin og nokkur Evrópulönd) er meðalverð á tveggja manna her- bergi á góðum hótelum á bihnu 3.600 til 8.500, eftir því hvar gist er. Verðið er yfírleitt hæst í stórborgunum en mun lægra í minni borgum og bæj- um. Það er t.d. algengt að finna góð hótel í Bandaríkjunum þar sem verð á tveggja manna herbergi er allt frá 29$ til 39$ og svo þaðan af meira. - Það má enn fá herbergi fyrir tvo á hinu þekkta Waldorf Astoria hóteh í New York fyrir 179$ (kr. 10.700). í Evrópulöndunum er hótelverð síst hærra og t.d. er algengt verð á tveggja manna herbergjum á hótel- um í Belgíu um 1600 til 2.500 frank- ar, eða 2.240 tíl 3.500 kr. í Frakklandi er algengt verð á bihnu 200 - 350 frankar, eða 1800 til 3.150 kr. Maður spyr því sjálfan sig hvert við íslend- ingar séum eiginlega að fara þegar verðlagning á þjónustu til ferða- manna er annars vegar? Ég læt fylgja auglýsingu frá einu prýðhegu hóteli sem ég gisti á í Bandaríkjunum í fyrra (augl. er einnig frá þeim tíma en verð þar hoppar nú ekki tiltakanlega hátt á einu ári). - Á flestum hótelum á ferðamannaleiðum þar í landi eru útisundlaugar og önnur aðstaða til fyrirmyndar. Aögeröir launþegahreyfingarinnar: Eitthvað raunhæft? Gísli Ólafsson skrifar: Ég er einn þeirra (fáu eða mörgu) sem fannst fundur verkalýðsleið- toganna á Lækjartorgi á dögunum vera byijun á einhvers konar upp- hlaupi sem ekki væri mikið á að byggja og ætti að vera til þess eins að slá ryki í augu launþeganna og leyfa þeim að blása út þama, og svo yrði það ekki meir. - Stjómvöld fengju síðan frið fyrir öUum til að halda áfram sínum einkennUegu starfsaðferðum að vUd. Þetta hefur líka orðið raunin. Þótt tekist hafi að fá takmarkaða sam- stöðu um að kaupa ekki mjólk og síðan bensín vom þetta aðgerðir sem náðu ekki að rista nógu djúpt - og engan veginn mótmælin gegn bens- ínveröinu. TUraunir stjómarliða og bænda tU að tengja fyrri aðgeröimar andúð í þeirra garð féUu um sjálfar sig - enda á aUra vitoröi að bændur fá aUar sín- ar tekjur á þurm og þriggja daga mótmæh á mjólkurkaupum skerða í engu tekjur bænda. En síðari aðgerð- imar sem mótmæltu háu bensín- verði voru óraunhæfar á þann hátt sem þær vora framkvæmdar. Ekki er hægt að ætlast til að allir sem einn geti lagt bU sínum. Fólk er nauðbeygt til að nota hann. Hins vegar má segja að áhrifaríkara sé að kaupa ekki bensín í tvær tU þijár vikur nema allra minnsta skammt hveiju sinni og sýna með því and- stöðu sína. Það er nú komið á daginn að að- gerðirnar fyrir tilstiUi verkalýðsfor- ingjanna, bæði BSRB og ASÍ hafa verið einn hðurinn í samspih stuðn- ingsmanna stjórnvalda við þau. - Það er a.m.k. mitt mat. Nú er enda svo komið að engar frekari aðgerðir em fjTÍrhugaðar og verkalýðsforingjum reynast örðugt aö ákveða hvar bera ætti niöur næst, þótt af mörgu sé að taka. Má þar t.d. nefna skattahækkanir (í formi eigna- skatts, matarskatts og enn Ueiri). - En ríkisstjórnin unir vel við sitt eftir þessar „skipulögðu" aðgerðir. Mótsstjórn Snæfellsáss ’89 hringdi: ir og er titUl mótsins Mannrækt Vegna lesendabréfs, sem birtist í undir jökh. Er mótið ætlað öhum DV 5. júlí, þar.sem ffam kemur sú þeim sem áhuga hafa á að hlusta á hugmynd að reisa andlegar höfuð- fyrirlestra og fræðast Meðal ann- stöövar á Snæfehsnesi, langar okk- ars verður rætt um hvemig viö ur til að geta jpess að þegar er byrj- getum farið betur með jörðina. að að hleypa af stokkunum slikum Þeir sem vilja kynna sér þetta framkvæmdum á Hehnum á Snæ- nánar geta hringt í Heilsumiðstöð- fellsnesi. ina Lind í síma 686612 eða í síma Dagana21.-23.júhverðurhaldiö 54851. mót sem Snæfellsás '89 stendur fyr- Snyrtistofur um borg og bý Konráð Friðfinnsson skrifar: Snyrtistofur eru margar úti um borg og bý. Aðalviðskiptavinir þeirra eru konur. Þangað sækja þær, bless- aðar, til að bæta sálarástand sitt. Eitt sinn bjó ég við hliðina á slíkri stofnun. Stundum tók maður sér það bessaleyfi að fylgjast með hverjar gerðu þar töf. Ungar, gamlar, feitar og mjóar - og allt þar á milli - bar fyrir augu mín. Öðm hvoru mættu sannkahaðar fegurðardísir á staðinn og þá var gaman að lifa. En það sem vakti helst furðu mína var að kvensumar breyttust ekki baun viö meöhöndlun snyrtisérfræð- inganna. Konumar komu út ná- kvæmlega eins útlítandi og er þær strunsuðu inn fullar bjartsýni. - Svei mér þá! Þó skal ég ekki þvertaka fyr- ir aö einhverjum filapenslum hafi verið færra á andhti þeirra. En nóg um það. í gegnum tíöina hef ég tekiö dálítið af ljósmyndum. Skemmtilegasta myndefnið á þeim vettvangi er að mínu mati fólk. Best þykir mér að smella mynd af því óviðbúnu og þann leik vildi ég leika við ágæta vinkonu. Er ég mundaði vélina rak hún upp skaðræðisvein. „Ó, ég er svo druslu- leg, hárið í óreiðu og fótin öll krump- uö.“ - Síðan dundu á mér óbóta- skammir vegna fifldirfskunnar. Eftir langa mæðu, þegar vinkonan loks hafði lokið viö aö dubba sig í „kjól og hvítt“, lagt á sér hárið, púðr- að sig - eða hvað það heitir - reglun- Húsaviðgerðir byggjast nú i auknum mæli a tilboðum frá fleiri en einum aðila áður en endanlega ákvörðun er tekin um verkið. Neytendur að vakna Einar Sigurðsson hringdi: Það er alveg augljóst að loks eru neytendur almennt að vakna til með- vitundar um að það eru þeir sem geta haft mest að segja um verð- myndun og verðlagningu á vörum og þjónustu. Þetta hefur lengi verið Ijóst annars staöar en hér á landi. Það er ekki fyrr en nú á allra síö- ustu mánuðum sem íslenskir neyt- endur hafa fengið sannanir fyrir því að þeir hafa mikið vald, ef þeir vilja, hvað verðlagsmál snertir. - Stærsta sönnunin eru áhrif stöðvunar á mjólkurkaupum og hvatningin th að kaupa ekki bensín. Hvort tveggja hafði áhrif. Stjórnvöld kipptu í spottana og lækkuöu verð á kindakjöti með því að láta efna til útsölu og bensínverð hefur staðið í stað um stuttán tíma. Þaö hefði örugglega hækkað nú ef ekki væri fyrirstaöa hjá almenningi. Og það er ekki bara verð á vörum í verslunum, sem neytendur kanna betur áður en keypt er, heldur hka hvers konar þjónustu, ekki síst í við- gerðum á húsum og bílum og öðru sem hefur verið sjálfdæmi um hjá viðgeröarmönnum hvernig verð- lagningu er háttað. Eitthvað getur þröng staða á vinnumarkaði hafa komið inn í myndina líka og svo mikið er víst að verktakar í viðgeröum á húsum fara nú frekar meö löndum þegar þeir bjóöa í hin ýmsu verk sem vinna þarf. Þetta er allt til bóta. Hvergi má hins vegar slaka á í sambandi við kannanir og upplýsingar til neytenda um verðmismun eða hæsta og lægsta verð á vórum og þjónustu. Eitthvað hefur dregið úr þess konar könnun- um upp á síðkastið - kannski vegna sumarleyfa - en neytendur munu taka áframhaldandi könnunum feg- ins hendi. Ferskust án skarts og málningar? um samkvæmt og sett upp „SIS“- brosið, var hlaupin í mig fýla. Vildi m.ö.o. ekkert hafa með neinar myndatökur að gera. Og þar við sat og situr enn því aldr- ei tók ég myndirnar. í mínum huga er manneskjan nefnilega ferskust án skarts og málningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.