Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989. íþróttir >ið mót í Borgarnesi Opið golfmót verður haldið í Borgamesi um helgina. Er það hið svonefnda ICY- mót en það fer fram á laugar- dag og hefst klukkan 9. Leiknar verðar 18 holur, með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun verða í boði. Panta má rástíma á föstu- dag frá klukkan 18 til 22 í síma 93-71663. Spjótkast: Sigurður kastar í Róm í kvöld Bláskógaskokk _ Bláskógaskokk fór jgfs fram á dögunum. ' Hlaupnar vom tvær vegalengdir. í karla- flokki í 15 kilómetra hlaupi vann Þorlákur Karlsson úr HSK í hópi 35 ára og eldri á 1:02,34 klukkustundum. í flokki 16 til 34 ára vann Jakob Bogi Hannesson úr ÖÍA á 58,12 mín- útum. í hópi kvenna, 35 ára og eldri, varð Margrét Jónsdóttir úr TKS hlutskörpust. Hljóp á 1:28,40 klukkustundum. í 5 kílómetra hlaupi vann SturlaUgur Bjömsson úr UMFK í flokki 35 ára og eldri. Hljóp hann á 25 mínútum. í flokki yngri en 15 ára vann Marteinn Vöggsson, TKS, fór vegalengdina á 33,56 mínútum. í flokki kvenna, 35 ára og eldri, vann Steinunn Pálsdóttir úr TKS á tímanum 33,44 mín. í flokki kvenna, yngri en 15 ára, vann Ólöf Huld Vöggs- dóttir úr TKS á tímanum 33,08 mín. Keppt í félagsbúningum _ Stjórn frjálsíþrótta- Jg, sambandsins hefur ' ákveðiöaöfylgjaeftir ákvörðun öjáls- íþróttaþings 1986 og ýmissa funda frjálsíþróttaforystunnar um að á meistaramóti íslands keppi menn eingöngu í viður- kenndum félagsbúningi. Er það í samræmi við lög og reglur íþróttahreyfingarinnar. Þykir þaö sjálfsagt mál að all- ir sem keppi í sama félagi keppi í sama félagsbúningi. AJdursflokkameistáramót Islands í sundíþróttinni Aldursflokkameist- aramótið í sundi fer fram í Varmárlaug í Mosfellsbæ um næstu helgi. Hefst það á föstu- dag og lýkur á svmnudag. Keppendur verða hátt í 400 frá 20 sundfélögum og sund- deildum viðs vegar ,um landiö. Keppt verður í 44 greinum og eru keppendaskráningar um 1000. Á mótinu verður keppt i 4 aldursflokkum og eru kepp- endur á aldrinum 9 til 17 ára. Tímasetning verður sú sama keppnisdagana þrjá. Keppni hefst klukkan 9 alla dagana og lýkur klukkan 18,30. Hlé verð- ur á keppni frá 12,30 til 15,30. Valur og KR mætast ikvöld i bikarkeppni KSÍ "7T| Valur og KR mætast i kvöld í mjólkurbik- ''•\ arkeppni KSÍ. Leikurinn er liður í átta liða úrslitum keppninnar og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu. Liðin áttust við á dögunum og skildu þá jöfh, 1-1. I kvöld gengur ekki að skipta hlut og verður leikurinn því án efa tví- sýnn og hörkuspennandi. Leikur þessara erkifénda fer fram á Hlíðarenda, heimavelli Vals, og hefst hann kJukkan 20. - á slnu fyrsta Grand-Prix móti um langa hríö Spjótkastarinn Sigurður Einarsson hefur vakið gríðarlega athygli með framgöngu sinni síðasta kastið og hafa ágæt afrek hans kastað honum fram í sviðsljósið í íþróttagrein sinni. Finnar hafa nú keppst við aö bjóða honum á frjálsíþróttamót og hafði hann um margt að velja í þeim efn- um. Sigurður er nú staddur í Rómaborg og keppir þar á Grand-Prix, stiga- móti alþjóðafrjálsíþróttasambands- ins, í kvöld. Þaðan heldur Sigurður til Finn- lands og keppir á svonefndum Seppo Ráty-leikum en þeir fara fram 22. júlí í heimabæ þessa fræga finnska spjótkastara. Eru leikarnir boðsmót en á þá eru fengnir nær allir fremstu spjótkastár heims. í kjölfar þessarar keppni heldur Sigurður til Vargas, sem einnig er í Finnlandi, og keppir þar á öðru boðs- móti. Sigurður kann einnig að keppa í Finnlandi í ágúst en hann hefur enn ekki þegið boð frá Finnum sem hann hefur hlotiö síðustu dagana. í lok þessa mánaðar keppir Sigurð- ur á meistaramóti íslands og má þá gera ráð fyrir mikilli keppni í spjót- kastinu en þá eigast við þrír kastarar á heimsmælikvarða. Það eru nafnarnir Sigurður Ein- arsson og Sigurður Matthíasson og Einar Vilhjálmsson, íslandsmets- hafinn. Sá síöasttaldi hefur átt við meiðsl að stríða um nokkurt skeið og er hann nú við léttar æfingar í Stokk- hólmi. Hann mun ekki keppa á þeim mót- um erlendis sem nefnd vonj á undan Sigurður Einarsson kastar í Róm i vegna meiðslanna. dag. -JÖG Framarar í erfiðleikum - möröu sigur á 2. deildar liði Víðis Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Ég er ekki ánægður með leik- inn sjálfan en það var gott að sigra. Fyrri hálfleikurinn var slakur hjá okkur en sá síðari var mun skárri. Þetta-var eins og ég bjóst við og alltaf erfitt að spila héma í Garðinum, sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir að hð hans hafði sigrað Víði, 2-1, í 8 hða úrshtum mjólkurbikarsins í gærkvöldi. Jafnræði var með liöunum í upphafi. Fyrsta marktækifærið kom á 10. mínútu þegar Guð- mundur Steinsson átti gott skot sem Gísh Heiðarsson varði mjög vel. Fimm mínútum síðar náðu Víðismenn forystunni þegar Klemens Sæmundsson fékk bolt- ann eftir vamarmistök Framara og skoraði öragglega. Stuttu síðar komst Vilberg Þorvaldsson einn inn fyrir vöm Fram en Birkir Kristinsson varði mjög vel. Síðari hálfleikur var nánast eign Framara. Strax í upphafi hálfleiksins áttu þeir mjög hættu- lega sókn. Þrír Framarar komust upp gegn aðeins einum vamar- manni Víðis en Kristján Jónsson var of seinn að gefa boltann á samherja og tækifærið fór for- görðum. Á 60. mínútu náðu Framarar loks að jafna. Pétur Ormslev gaf fyrir á Kristin R. Jónsson sem átti gott skot sem fór í Ómar Torfason og þaðan breytti boltinn um stefnu í netið. Nokkr- um mínútum síðar varði Gísh mjög vel frá þeim Ragnari Mar- geirssyni og Kristni R. Jónssyni. Fjórum mínútum fyrir leikslok kom sigurmark Framara. Rang- stöðutaktik Víðismanna mistókst og Ragnar Margeirsson færði sér það í nyt, skoraði og tryggði liöi sínu þar með sigurinn. Víðismenn börðust vel í fyrri hálfleik en fóru að gefa eftir i þeim síðari og áttu við ofurefh að etja. Gísli Heiðarsson mark- vörður og Bjöm Vilhelmsson voru bestir í liði Víðis og einnig átti Hlynur Jóhannsson, sem kom inn sem varamaður, góðan leik. Framarar fóru ekki í gang fyrr en í síðari hálfleik. Bestir í liðinu voru þeir Pétur Arnþórsson, Kristján Jónsson og Helgi Bjarnason. Þorsteinn Þorsteins- son lék sinn 200. leik og fékk blómvönd í thefni dagsins og hann stóð vel fyrir sínu. • Ómar Torfason á hér i baráttu við leikmann Víðis í Garðinum í gærkvöldi. Ómar : liðsins. Fram er komið í undanúrslit mjólkurbikarsins ásamt Keflvíkingum og Vestma sigur á Akranesi. í kvöld ræðst hvort Valsmenn eða KR-ingar komast áfram í und, velli klukkan 20. Eyjamenn á als oc - 2. deildar lið IBV vann óvæntan sig Sigurgeir Sveinssan, DV, Akranesi: Æðislegt, stórkostlegt, meiri háttar! Þetta vora orð leikmanna ÍBV í leikslok eftir að hafa rassskellt Skagamenn í mjólkurbikarnum í gærkvöldi. Sigur Eyjamanna var verðskuldaður og síst of stór. Það var ljóst hvert stefndi strax í upp- hafi leiks og það tók Eyjamenn aðeins 52 sekúndur að koma boltanum í mark Skagamanna og var þar Hlynur Stefáns- son að verki eftir homspynru. Tveimur mínútum síðar komst Bergur Ágústsson einn inn fyrir vörn ÍA en skot hans fór í hhðarnetið úr dauðafæri. Guðbjöm Tryggvason náði að jafna metin á 5. mín- útu og héldu áhorfendur Skagamanna að lið þeirra væri að vakna til lífsins en það var aldeihs öðru nær. Sveinbjörn Ahansson, miarkvörður Akurnesinga, átti eftir að reynast liði sínu betri en enginn. Hann varði mjög vel frá Sigurl- ási Þorleifssyni en Sveinbjörn kom hins vegar engum vörnum við á 18. mínútu þegar Ingi Sigurðsson skoraði með þru- muskaha. Mínútu síðar bjargaði Svein- bjöm meistaralega frá Hlyni og á sömu mínútu skaut Tómas Tómasson fram hjá af markteig. Á 27. og 30. mínútu varði Sveinbjöm með tilþrifum skot frá Bergi Ágústssyni og Tómasi. Bjarki Gunnlaugsson prjónaði sig í gegnum vörn ÍBV á fyrstu sekúndum síðari hálfleiks og jafnaði metin, 2-2. Eyjamenn voru á öðru máh og Hlynur komst í gegnum vörnina en Sveinbjörn náði enn einu sinni að verja. Nú virtust Skagamenn aðeins vera farnir að hress- ast og fengu tvö þokkaleg færi en skot þeirra fóru viðs fjarri rammanum. Hlyn- ur skoraði sitt annað mark á 77. mínútu með góðu skoti frá vítateig og fjórum mínútum síðar fengu Akurnesingar síð- an rothöggið þegar Sigurlás skoraði eftir af hafa fengið stungusendingu inn fyrir íslandsmótit Leiknir sic Einn leikur var háður i 4. deildinni í gærkvöldi. í E-riðh sigraöi Iæiknir frá Fáskrúðsfirði hð KSH, 4-0. Ágúst Sig- urðsson skoraði þrjú mörk fyrir Fá- skrúðsíirðinga og Róbert Stefánsson eitt mark. Taflan í E-riölinum var ekki rétt í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.