Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1989, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989. Fréttir Uppgötvun íslenskra aðila: Aðferð fundin til að hreinsa olíu úr sjó - uppgötvaðist fyrir tilviljun Blaóamaður og Ijósmyndari frá DV fylgdust með i gær þegar Magnús Finn- bogason sýndi hvernig efnið leyndardómsfulla sogaði Esso super smurolíu i sig á um 10 mínútum. Magnús byrjaði á aö hella olíunni i plastbakkann og lét hana dreifa úr sér að börmunum. DV-myndir Brynjar Gauti Nokkrir aðilar hér á landi hafa fundið upp aöferð til að hreinsa upp ohu úr sjó. Tildrög uppgötvunarinn- ar voru að mennirnir, sem eru að vinna viö hönnun nýrrar tegundar af báti, voru að rannsaka áhrif olíu og lýsis á sjólag með tilliti til björgun- ar sjómanna úr lífsháska. Vegna tilviljunar fór ákveðið efni •út í olíublandað vatnið hjá þeim - ohuflekk sem verið var að gera til- raunir meö. Efnið samlagaðist ol- íunni og sogaði í sig en hélt vatninu frá sér. Þegar efnið var hreinsað upp úr vatninu var olían horfin af yfir- borðinu. Efnið minnir á svamp- kennda teninga og við þá er blandað ákveðnu duftefni. Þaö þarf að liggja í 20-30 mínútur á ohunni og getur þá hreinsun hafist. Rannsóknaþjónustan við Stangar- hyl 7 hefur að undanfornu rannsak- að virkni efnisins á gasohu og liggja niðurstöður fyrir: Ef aðferð þessari er beitt verður aðeins um 0,4% og niður í 0,26% olíunnar eftir á yfir- borðinu. Eftir um 10 mínútur hreinsaði Magn- ús teningana sem olian hafði sogast í upp úr bakkanum. Eftir var aðeins hreint og tært vatn eins og í byrjun. Einn lítri af Esso smurolíu hafði nú aðlagast teningunum og var það sett í poka með þéttriðnum net- spaða. Þegar oltan hafði breitt úr sér setti Magnús „efnið“ út í. Bráðlega byrjuðu teningarnir að gulna - olian var að byrja að samlagast þeim. Efnið hreinsað upp með háf- um eða dælum Magnús Finnbogason, sem fyrstur uppgötvaði aðferðina við að nota efn- ið, sagði í samtali við DV aö hægt sé að dreifa því yfir olíuflekki á sjó með dælum eða blásurum og nota svo þéttriðna háfa til að hreinsa það upp úr sjónum, t.d. innan hafnar. Að- spurður sagði Magnús að sáralítið vatn sogaðist í efnið. Þegar búið er að hreinsa efnið og olíuna upp úr sjónum er hægt aö pressa olíuna úr því og sett í skilvindu - þá er olían nothæf aftur. „Ef um ohu er að ræða, t.d. á strandstaö, og ekki hægt að dæla efn- inu yfir frá bátum koma þyrlur til greina við dreifingu“, segir Magnús. „Eftir að olían hefur aðlagast efninu helst hún lengi í því - þess vegna gefst tími til að meta aðstæður og aðferðir th aö ná því upp. Sé hins vegar um stóra olíubrák að ræða á rúmsjó verður að nota báta til að dæla eða blása efninu yfir ohusvæðiö. Meö sömu dælúm á svo að vera hægt að soga efnið upp og settur er nokkurs konar „olíuveiö- ari“ á þann enda sem sogar efnið upp. Væri þá efninu dælt í plastílát, sérstakan bát eða pramma,“ sagði Magnús. Við tilraunirnar á virkni efnisins hefur verið notuð steinolía, dísilolía, smurolía, úrgangsolía og lýsi - allt með góðum árangri. Vatnið og sjór- inn hefur verið hreinn og tær eftir notkun efnisins. Skilur mest 0,4% olíunnar eft- ir „Við settum upp tilraun hér og við höfum sannreynt að þetta efni sogar ohu í sig - það skilur aðeins 0,4% og minna eftir,“ sagði Ásta Guðmunds- dóttir hjá Rannsóknarþjónustunni, umsjónarmaður tílrauna á efninu sem sogar ohu í sig. Þetta var verk- efni sem kom snögglega upp þegar aðilarnir, sem uppgötvuðu þessa virkni, báðu okkur um að rannsaka það. Að öðru leyti fáumst við við matvæla- og fóðurransóknir. Ég er að leggja lokahönd á þessar rann- sóknir en ég veit ekki hvert fram- haldið verður," sagði Ásta. -ÓTT Starfsmenn JFE í Bolungarvík luku nýlega við að setja upp ratsjárkúlu á Bolafjalli. Bæjarstjórnin hefur nú lagt fram kröfu um að Nató leggi slitlag á veginn upp á fjallið. DV-mynd BB, ísafirði. Bolungarvík: Deilt um slitlag upp Bolafjall Vilborg Davíðsdóttir, DV, ísafirði: Sjö manna hópur frá ratsjárstofn- un og skrifstofu vamarmáladeildar utanríkisráöuneytisins kom th fund- ar við bæjarráö Bolungarvíkur í síð- ustu viku til aö ræða þau mál sem upp hafa komið vegna framkvæmda mannvirkjasjóös Nató við gerð rat- sjárstöðvar á Bolafjalli. Aðalmálið, og það sem mest var rætt, var sú krafa bæjarsfjórnar að lagt verði bundið shtlag á veginn sem lagður hefur verið upp á Bolafjall. Rökin fyrir þessari kröfu eru þau aö umferð um veginn valdi rykmeng- un í Þverárveitu sem er annað af Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri: „Höfum að sjá Við höfum óskað eftir því að fá að sjá meira af því hvernig þetta efni virkar. Hins vegar hvílir mikil leynd yfir því þannig að viö eigum dálítið erfitt með að tjá okkur um rnálið," sagði Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri í samtali viö DV. „En við höfum vissulega áhuga á því og það er fróðlegt aö heyra að einhver hefur fengið að sjá hvernig það virkar. Magnús Finnbogason hefur feng- ið hjá okkur sýnishorn af svoköll- áhuga á meira“ uðum gleypiefnum svo hann geti gert samanburð á þeim og því sem hann er að fást viö. Sú aðferð er þekkt að nota efni sem gleypa í sig olíu en ekki vatn. Hins vegar er mér ekki ljóst hvort þessi aðferð tekur þeim fram. Gæöi gleypiefna eru mikiö metin eftir því hve vel þau geta haldið vatni frá sér. En við höfum vissulega áhuga á að sjá hvað um er að ræða,“ sagði Magn- ús. -ÓTT tveimur vatnsbólum bæjarins og er í 50 metra fjarlægð frá nýja veginum. Settur var á stofn starfshópur vegna þessa máls með fulltrúum frá báðum aöilum og á hann aö skila til- lögum að lausn þess fyrir bæjar- stjómarfund þann 17. ágúst nk. Full- trúar vamarmáladeildar segjast ekki aö óathuguðu máli geta falhst á þessa kröfu og eru rök þeirra helst þau að 80% af umferö um veginn sé ekki tengd ratsjárstöðinni á neinn hátt og því óeðhlegt að mannvirkjasjóður Nató greiöi fyrir slitlag á veginum. „Við munum ekki gefa neitt eftir í þessu máli,“ sagði Olafur Kristjáns- son bæjarstjóri í samtali við DV en hann á sæti í starfshópnum fyrr- nefnda. „Bæjarstjórnin er einhuga um þetta mál. Hlíðardalur er allur eitt vatnsöflunarsvæði fyrir Bolvík- inga og við veröum auðvitað að setja fram mjög stífar kröfur um verndun þess,“ sagði Ólafur. Nýlega var lokið við uppsetningu ratsjárkúlunnar á Bolaíjalh og í sum- ar verða sett upp sjö möstur. Áætlað er að uppsetningu tækja og tölvu- búnaðar verði lokið haustið 1990 en óvíst er hvort sú áætlun stenst. Sandkom dv Engar slorkerlingar Sandkoms- iiiariiivm.ii snyrdvoru- verslimáSuð- urnesjum sem aðsogn skipu umcigcndura dögunum. Þessi snyrti- _______________ vöruverslun mun hafa heitið þvi einfalda og bláttáfram nafhi, Snyrtivömverslun Sigríðar Gunnarsdóttur. Nýju eig- endumir skarta hins vegar nafhi sem varla á sér hliðstæðu i íslenskum fy r- irtækjaskrám. Fyrirtækið, sem tekur við snyrtivöruversluninni,heitir hvorki meira nó minna en Glæsilegar orkuríkar islenskar aöalsmeyjar s/f. Það em greinilega engar slorkerling- ar sem þarna em á ferð. Vinstri hringleið Maðureinn æhaðimeð glæsivagnsinn tilskoðunarí Bifreiðaskoðun íslandshf. fyrir skömrau Kin íverjarvöflur komuámann- innréttfyrir amjuuu i’m ocin eitthvert ólag kom á stýrisútbúnaðinn. Ólag þetta lýsti sér þannig aö snúa þurfti stýrinu í fleiri hringi th að komast í hægri beygju. Maöurinn fór á verkstæði og þar var honum tjáð að einhver bið yrði eftir varahlutum svo hægt yröi aö gera við bílinn. Einhverra hluta vegna þurfti maðurinn skoðun strax og verkstæðisformaðurinn lét þá þau oröfallaaöhann gæti ai veg fariö með bílinn í skoðun. Þeir skoðunar- menn ækju bílunum ailtaf í vinstri hring í nágrenni skoðunarstöðvar- innar og þ ví myndi bilunin alls ekki uppgötvast. Segir svo ekki meir af manninum nema hvað hann hamast á stýrinu í hvert skipti sera hann þarf að beygja til hægri - með nýtt skoðunarmerki í glugganum. Vinnuok í EFTA Þeirsemtil eigaaðþekkja segjaaöfull- mikiðségertúr formennsku JónsBaldvins Hannibalsson- arutanrikis- ráðherraíráð- herranefnd EFTA. Hafi allt tal um ráðstalanir eins ogafleysingamenn ogstaðgéngla vegna formennsku ráðherrans veriö nánast út úrkortinu. Sandkomsrit- ara var tjáð að aðalvinna formanns- ins fælist í að undirbúa og stjóma einum ráðherrafundi. Sæju elju- samir skriffmnar EFTA um að halda skjalavélinni gangandi burtséðftá því hver væri formaður hveiju sinni. „Var þetta nú allt og sumt?“ spyija sjálfeagt einhveijir eftir allt írafárið í kringum formennskuna. Buxnalausar Góðvinur Sandkorns hatöi samband meöanvinnu- deilaflugfreyja ogFlugleiða varenn óleyst. Sáátliaöiarai flugogvarekki lausi viðað innþarsem hann sat og hugsaði um háloftin. Úr þeim þönkum varð þetta til: Gráan fiðring finn í taugum er fiugvélln tekur bey gj urnar því mér er boöið aö berja augum buxnalausar freyjumar. L.Þ. hafði síðan samband eftir samningageröina. Hann átti bágt með að trúa því að Flugleiðir hefðu verið að sjá efUr buxum i stúlkumar held- ur mundi málið vera að sokkabux- urnar hcfðu ófyrirsjáanleg áhrif á rekstur félagsins. Hann fór meö þessa: Hér verða menn að beita réttum ráðum og rekstrardeildin fær vist nóg að hugs’um því farþegunum fækkar sjálfeagt bráðum ef flugfreyjumar veröa nú í buxum Umsjón: Haukur L. Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.