Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Síða 8
8
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1989.
Útlönd
Heimsmet í langfiugi
Kampakátir ástralskir flugmenn eftir að þeir settu met í iangHugi á breið-
þotu. Simamynd Heuter
Flugmenn frá ástralska flugfélaginu Quantas settu heimsmet í lang-
flugi á breiðþotu í gaer [Migar þeir lentu í Sidney eftir liðlega tuttugu tima
flug frá London án viðkomu. Vegaiengdin milli borganna er 18 þúsund
kílómetrar og er þetta í fyrsta skipti sem farþegavél flýgur þessa leið viö-
stööulaust.
Flugvéiin, sem er af geröinni Boeing 747-400, tekur 367 manns en far-
þegamir voru aðeins 24, auk krikketkúlu. Farangur farþeganna og áhafn-
ar fylgdi á eftir í annarri vél til að létta á. Sérstakt eldsneyti var notað á
flugvélina fyrir þetta flug.
Verkjapillur í bömin
Dönsk böm eru stómeytendur verkjastillandi lyfja. Meira en helmingur
nemenda í 7. bekk hafa oft neytt verkjalyfla á síöustu þremur mánuðum.
í 9. bekk hafa 60 prósent nemenda étið slík lyf. Þetta kemur fram í rann-
sókn sem gerö var í Hróarskelduamti fyrir sunnan Kaupmannaböfii.
AIls vom 4044 nemendur í Hróarskeldu spurðir um neyslu sína á verkja-
lyfium.
Lone Meyer skólalæknir sem annaðist rannsóknina ásamt öðrum skóla-
læknum í Hróarskeldu varar við því aö mikil neysla á verkjalyfjum geti
verið undanfari lyfjamisnotkunar.
Önnur dönsk rannsókn bendir til að tíunda hvert bam á aldrinum 13-14
ára hafl einhvem tíma tekiö tauga- eða svefiipillu.
Ritzau
Söngvar satans kærðir
Bók Salmans Rushdie, Söngvar
satans, sem kemur út í Svfþjóð í
dag á vegum Bonniers forlagsins,
hefur verið kærð til dómsyfirvalda
fyrir rangtúlkanir og hatur á þjóð-
arbroti.
Þaö er Ahmed Rami, talsmaður
sænskra múhameðstrúarmanna,
sera hefur kært útgáfu bókarinnar
þar sem hún breiði út hatur á mú-
haraeðstrú og múhameöstrúar-
mönnum.
Rami hefur sjálfur veriö ákærður
fyrir hatursskrif gegn gyðingum
sem birtust í bók hans „Hvað er
ísrael?“ og á hann að koma fyrir
rétt 5. september.
Bók Rushdies hefur lengi veriö
fáanleg á ensku í Svíþjóö en enginn
hefur kært þá útgáfu.
TT
Skæruliöar drepa hermenn
Skæruliðar Tamíla á Sri Lanka drápu 24 indverska hermenn á miöviku-
dagskvöld í árás sem þeir gerðu á herbúðir þeirra frá nærliggjandi sjúkra-
húsi í norðvesturhéraði landsins. Embættismaður í indverska sendiráð-
inu sagði að hermennimir hefðu ekki svarað skothríöinni af ótta við að
drepa vistmenn sjúkrahússins.
Uppreisnarmennimir sögðu að ekkert mannfall heföi orðið í liði þeirra.
Þeir sögöust hafa náö á sitt vald nokkru magni vopna þegar þeir hertóku
búöimar, þar á meðal 15 rifflum og þremur hríðskotabyssum.
Múhameðstrúarmenn í Sviþjóð
hafa kært útgáfu bókar Salmans
Rushdie, Söngva safans.
Slmamynd Heuler
Lögreglukonur stöðva Tutu
Desmond Tutu erkbiskup og 120
aðrir andstæðingar kynþáttaað-
skilnaðarstefnu stjórnvalda í Suð-
ur-Afriku höfðu að engu lög sem
banna mótmæli á almannafæri og
fóru í göngu um Höfðaborg í gær.
Göngumenn vom síðan stöðvaðir
af hópi óvopnaðra lögreglukvenna.
Ung svört lögreglukona baö hóp-
inn um að dreifa sér en Tutu neit-
aði þvi og kraup á kné í bæn úti á
miðri götu. Eftir tuttugu minútna
þref samþykkti Tutu loks að halda
á brott gegn því skilyrði að enginn
yrði handtekinn. Tutu sagðist
mundu standa aftur fyrir sams
konar aðgerðum ef fyrrum póli-
tískir fangar, sem nú væru í stofú-
fangelsi, yrðu handteknir aftur.
Lögreglukona stöövar Desmond
Tutu erkibiskup í mótmælagöngu
í Höfóaborg í gær.
Símamynd Reuter
Walesa hafnar tilnefningu til forsætisráðherra:
Mazowiecki
líklegastur
í embættið
Tadeusz Mazowiecki er talinn líklegastur til að taka við forsætisráðherra-
embættinu i Póllandi. Símamynd Reuter
Czeslaw Kiszczak sagði af sér emb-
ætti forsætisráöherra Póllands í gær
og ruddi þar meö brautina fyrir ríkis-
stjóm Samstöðu, Bændaflokksins og
Demókrataflokksins, í landinu,
fyrstu ríkisstjórn Austur-Evrópurík-
is sem kommúnistar eiga ekki aðild
að. Heimildarmenn í Póllandi sögðu
í gær að forseti landsins, Wojciech
Jaruzelski, myndi í dag leggja til að
Tadeusz Mazowiecki, háttsettur
maður innan Samstöðu og ritstjóri
hins vikulega tímarits Samstöðu,
tæki við forsætisráðherraembætt-
inu.
Lech Walesa, leiðtogi hinna óháðu
verkalýðssamtaka Samstöðu, og leið-
togar Bændaflokksins og Demó-
krataflokksins, samþykktu í gærdag
að reyna stjómarmyndun. Aðspurð-
ur hvenær mætti búast viö að þeim
tækist að koma saman stjóm sagði
Walesa „frekar fyrr en síðar“.
Walesa hefur hins vegar hafnað að
vera í forsæti slíkrar sljómar þrátt
fyrir samþykkt pólska þingsins um
framboö hans til forsætisráðherra.
Ljóst er þó að forsætisráðherraemb-
ættið í hugsanlegri samsteypustjórn
flokkanna þriggja fellur í hlut Sam-
stöðu. Auk Mazowieckis er taliö að
Bronislaw Geremek, leiötogi Sam-
stöðu á þingi sé líklegur arftaki
Kiszczaks.
Jaurzelski og Walesa komu saman
til fundar í gær þar sem forsetinn
samþykkti í grundvallaratriðum
stofnun ríkisstjórnar þar sem komm-
únistar yrðu ekki í forsæti. „Sú stað-
reynd að ríkisstjórnarmyndun á sér
stað í kjölfar hvatningar Samstöðu
er einstaklega merkilegur atburð-
ur,“ sagði Geremek í gær.
í ríkisstjórninni myndu kommún-
istar hins vegar halda völdum yfir
embættum innanríkisráðuneytis og
varnarmála. Samstaða samþykkti
það til að draga úr ótta Sovétríkjanna
að stjórnmálaástandið í Póllandi
gæti ógnað stöðu Póllands í Varsjár-
bandalaginu. Walesa sagði í sjón-
varpsviðtah í gærkvöldi aö Samstaða
hefði ekki í hyggju að endurskoða
eða draga í efa hernaðarlegt sam-
band Póllands og Sovétríkjanna.
Samstaða á tímamótum
Samstaða stendur nú á tímamót-
um. Samsteypustjóm hennar og
stjómmálaflokkanna tveggja,
Bændaflokksins og Demókrata-
flokksins, yrði fyrsta stjóm Póllands
sem kommúnistar eiga ekki formlega
aðild að og myndi þar með binda
enda á 45 ára stjórn kommúnista í
landinu.
Walesa hefur ekki skotið loku fyrir
það að einhverjir kommúnista muni
eiga sæti í ríkisstjórninni. Hann
sagði hana opna fyrir öllum umbóta-
sinnum. En leiðtogi kommúnista-
flokksins, Mieczyslaw Rakowski,
segir að samtökin séu að brjóta gegn
samkomulagi kommúnista og Sam-
stöðu frá því í apríl.
Samkvæmt því hafi samtökin sam-
þykkt að láta kommúnistum eftir
forsæti ríkisstjómar. En stjórnar-
andstaðan í landinu bendir á niður-
stöður þingkosninganna í júní síðast-
liðnum þegar fulltrúar Samstöðu
gjörsigruðu fulltrúa kommúnista og
segja að þær niðurstöður veiti þeim
rétt til aukinnar þátttöku í stjórn
landsins.
Miðstjórn kommúnistaflokksins
kemur saman til fundar á morgun,
laugardag. Sagði einn þingmaður
kommúnista í gær að þeir væru ekki
reiðubúnir til að vera í stjórnarand-
stöðu. „Það myndi eyðileggja flokk-
inn,“ sagði hann. Hann sagöi að
margir kommúnistar væru óánægðir
með að þurfa að láta stjórn landsins
af hendi.
Samstöðumenn segja að kommún-
istar myndu enn halda forsetaemb-
ættinu, stjórn á lögreglu og her.
Mazowiecki
forsætisráðherra?
Dagblaðiö Gazeta Wyborcza birti
mynd af Mazoziecki á forsíðu í morg-
un undir fyrirsögninni „Forsætis-
ráðherrann okkar“.
Tadeusz Mazowiecki er einn nán-
asti ráðgjafi Walesa. Mazowiecki er
62 ára gamall og hann fór fyrir
menntamönnunum sem gáfu verk-
fallsmönnum í Lenín skipasmíða-
stöðvunum í Gdansk í ágúst 1980
holl ráð. Samstaða varð til upp úr
verkfallinu.
Mazowiecki, sem er hæglátur og
varfærinn kaþólikki, var í forustu
Samstöðumanna í viðræðum við rík-
isstjórnina á síðastliönum vetri. í
kjölfar þeirra viðræðna var ákveðiö
að stjórnarandstaöan fengi sæti á
pólska þinginu.
Hann sat í fangelsi í eitt ár eftir að
stjórnvöld lýstu yfir herlögum í des-
ember 1981. í kosningunum í júní
síðastliðnum var Mazowiecki ekki í
framboði eins og margir forustu-
manna verkalýðshreyfingarinnar
heldur hóf hann aftur útgáfu viku-
ritsins sem hann stýrði þar til yfir-
völd hönnuðu það við setningu her-
laga.
Á 7. áratugnum var hann í tíu ár
opinskár þingmaður lítils hóps ka-
þólskra stjórnarandstæðinga. Á
sama tíma ritstýrði hann mánaðar-
ritinu Wiez þar sem birtust verk eft-
ir höfunda sem kommúnistar höfðu
bannað. Honum var meinað að fara
í framboð 1972 þegar hann hafði ár-
angurslaust reynt að hefja rannsókn
á morðum hersins á íjölda verka-
manna í Eystrasaltshéruöum lands-
ins í desember 1970. Reuter
Leiötogi Bændaflokksins, Roman Malinowski, Walesa, og leiötogi Demó-
krataflokksins, Jerzy Jozwiak. Þeir ákváðu í gær að setja á laggirnar sam-
Steypustjórn. Simamynd Reuter