Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989. Fréttir Hugmynd Ólafs Ragnars um 26% virðisaukaskatt heimsmet: Hvergi hærri virðis- aukaskattur en hér - hefur hækkað um 5,6 miiljarða frá fyrstu hugmyndum 30 Virðisaukaskattur í 22 löndum í samanburði við væntanlega breytingu á skattakerfinu á Islandi. 20 _ 10 0 Söluskattur ~T3 c fO 2! «/) lífllífÆí-Síá T" 10 ~ ...TTT fI1j1 “»'E S "S - 5sl ísland oSQ .O ro j- ^ .51 9 c/) I3 w •83 '84 '85 '86 '87 '89 Línuritið sýnir hvernig hugmyndir fjögurra fjármálaráðherra um virðisauka- skattinn hafa þróast síðustu sex ár. (Skammstafanir: AG - Albert Guð- mundsson, ÞP = Þorsteinn Pálsson, JBH = Jón Baldvin Hannibalsson. ÓRG = Ólafur Ragnar Grímsson.) Innan ríkisstjómarinnar er nú rætt um að hækka virðisaukaskatt- inn upp í allt að 26 prósent. Eins og fram kom í DV í gær tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra þetta í vikunni. Ef af yrði myndi rík- isstjórnin ekki einungis jafna heims- metið í innheimtu virðisauka, eins og fyrri ráðagerðir hennar bentu til, heldur slá það. Fyrri hugmyndir ríkisstjórnarinn- ar beindust að því að hafa flestar vörur með 25 prósent skatti en niður- greiða nýmjólk, kindakjöt, fisk og íslenskt grænmeti til jafns við aö þessar vörur bæru 15 prósent skatt. Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson Einungis eitt land í heiminum hefur 25 prósent virðisaukaskatt. Það er írland en þar er alls enginn skattur á matvælum. Fyrri hugmyndir ríkis- stjómarinnar hefðu því í sjálfu sér nægt til að slá heimsmetið. Með því að fara með skattþrepið upp í 26 prósent tryggir ríkisstjómin metið. Þá gildir einu þótt hún lækki neðri skattprósentuna# Ólafur Ragnar 'kynnli þe|sar Hu^ myndur á þeim nótur^ aðtalmenna skattprósentan yrði háakkuð til að afla íjár til að lækka neðri prósent- una. En eins og frairt kom í DV í gær gefur hækkunin á almennu prósent- unni það miklar tekjur fyrir ríkissjóð að það myndi nægja tÚ að afnema skatt af þeim vörum sem ráðgert er að verði í neðra þrepinu. Þær hug- myndir, sem Ólafur Ragnar kynnti, em því hugmyndir um auknar tekjur af virðisaukaskatti. Eins og sést á meðfylgjandi línuriti hefur skattprósentan í viröisaukan- um sveiflast nokkuö í þeim íjórum frumvörpum um virðisaukaskatt sem lögð hafa verið fyrir þingið og Kvermalistmn: Skiptir um þing- flokksformann Samkvæmt vinnutilhögun Kvennalistans hafa þær skipt um konur í ábyrgðarstöðum sínum. Danfríður Skarphéðinsdóttir lætur nú af starfi þingflokksformanns en við því tekur Kristín Einarsdóttir en varaformennsku gegnir Málmfríður Sigurðardóttir. Það hefur verið til- högun hjá þeim kvennalistakonum frá upphafi að engin gegni starfi þingflokksformanns lengur en eitt áríeinu. -SMJ Reiðhöllin gjaldþrota Reiðhöllin hf. er gjaldþrota. Eigendur félagsins gengu á fund borgarafógeta í gær og óskuöu eftir þvi að fyrirtækiö yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan er aö tekjur félagsins geta ekki stað- ið undir afborgunum af skuldum og Oármagnskostnaði. Um áramót var eigið fé fyrir- tækisins uppurið. Þá voru skuld- ir þess um 95 milljónir og mat eigna var svipaö. -g8e síðan í hugmyndum núverandi ríkis- stjómar. Þegar Albert Guömundsson lagði fram fyrsta frumvarpið var Kostnaður ríkissjóðs af upptöku virðisaukaskatts um áramótin verð- ur á bilinu 70 til 100 milljónir króna. í þessari upphæð eru breytingar á tölvukerfi hjá skattinum, auglýs- ingaherferð og kynningarstarfsemi í fyrirtækjunum. Þetta kom fram í máli Ólafs Ragn- ars Grímssonar fjármálaráðherra þegar hann fylgdi mikilli kynningar- herferð um virðisaukann úr hlaði. skattprósentan 21 prósent eða 2,5 prósentum lægri en þágildandi sölu- skattur. Albert lagði síðar fram sam- Ólafur sagðist sannfærður um að þessum fjármunum væri vel varið. Með virðisaukanum væri tekið upp nútímalegt skattkerfi; það væri ein- falt, innheimtan yrði öruggari, sam- keppnisstaða íslenskra fyrirtækja myndi batna og vöruverð myndi lækka þegar tfl lengri tíma væri litið þar sem skatturinn safnaðist ekki upp. A næstu mánuðum munu um 25 til hljóða fnnnvarp. Tveim árum síðar lagði Þorsteinn Pálsson fram sitt frumvarp með 24 prósent skatti eða einu prósenti undir söluskattinum. Samkvæmt greinargerð með því frumvarpi átti virðisaukinn ekki að leiða til aukinna tekna ríkissjóðs. Einu ári síðar kom Jón Baldvin Hannibcdsson með sitt frumvarp. í því var gert ráð fyrir 22 prósenta skatti. Alþingi samþykkti þetta frumvarp þótt það fæli í sér tekjutap fyrir rikissjóð upp á um 3 milljarða. í sumar tilkynnti Ólafur Ragnar að ríkisstjórnin ætlaði sér að hafa skattprósentuna 25 prósent eða jafn- háa söluskattinum. Á móti yrðu ýmis matvæli greidd niður í 15 pró- sent þrep. Kostnaðurinn við þaö er áætlaður um 800 milljónir. Tekju- auki ríkissjóös af hækkun virðisauk- ans um hvert prósentustig er hins vegar um 1.400 milljónir en 1.300 milljónir ef kindakjöt, nýmjólk, fisk- ur og íslenskt grænmeti eru skilin frá. Miðað við greinargerðina með frumvarpi Þorsteins stenst það ekki að 25 prósent almenn prósenta gefi ríkissjóði ekki auknar tekjur. Sam- kvæmt henni ætti ríkissjóður að græða um 500 milljónir á því. oHinar nýju hugmyndir ríkisstjórn- ^rinnar gefaríkissjóðnim 1.300 millj- onir til viðDÓtar. Þær ætlar ríkis- stjórnin að nota til að lækka lægra þrepið. Þetta lægra þrep gefur ríkis- sjóði hins vegar ekki nema um 1.150 milljónir í tekjur. Þó skattur á þessar vörur yrði afnuminn með öllu myndu tekjur ríkissjóðs hækka enn af virðisaukanum. Frá upphaflegum hugmyndum Al- berts Guðmundssonar hafa tekjur ríkissjóös hækkað um 5,6 milljarða. Hvort sem það verður gert eða ekki er ljóst að þegar íslendingar taka upp virðisaukaskattinn þá slá þeir allar þjóðir út og setja heimsmet í inn- heimtu virðisaukaskatts. kynning 30 manns vinna að kynningu á virð- isaukanum. Þeir munu fara út í fyrir- tækin og kenna mönnum hvemig staðið skuli að útfyllingu á skatt- skýrslum og bókhaldi. Megináhersl- an verður lögð á að kenna þeim 14 þúsund skattgreiðendum sem ekki hafa greitt söluskatt á undaníomum áram. Samhliða þessu verður hrint af stað mikilli auglýsingaherferð. -gse Úttektarmiöi sem sýnir aö Jón Batdvin lét fjármáiaróöuneytiö gefa Alþýöuflokknum 22 áfengis- flöskur. Jón Baldvin Hanrabalsson: Gaf Alþýðu- TIOKKBIIIITI 22 flöskur - ráðuneytið borgaði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra spyr í bréfi sínu til Ríkisendurskoðunar og skoð- unarmanna ríkisreikninga hvort þessir aðilar kannist við dæmi þess að ráðherrar hafi varið risnufé sínu til veitinga handa stofiiunum stjórnmálaflokka og nefndi sem dæmi miðstjómir og flokksráð. Jón Baldvin ætti sjálf- ur að þekkja dæmi þess þar sem hann veitti flokksráöl Alþýöu- flokksins 22 flöskur af áfengi seint í mars á síðasta ári. Þá kvittaði Ingibjörg Björns- dóttir, starfsmaður ftármála- ráöuneytisins, fyrir móttöku á 7 lítrum af Eldur ís vodka, 5 flösk- um af Gordons gini, 5 flöskum af Dlmple viskíi, 2 flöskum af Camp- ari og 3 flöskum af Chablis hvít- vini. Með í pöntun fjármálaráðu- neytisins vora tveir kassar af Tueros vindlum og 4 sígarettu- pakkar. Á kvitttm frá veislusöl- um ríkisins í Boigartúni 6 stend: ur að þessi úttekt sé vegná flokksráðs Alþýöuflokksins. Á sínuln tíma greidd?ijármíla- ráðuneytið vinið á kostnaðar- verðL Ef Alþýöuflokkurinn keypti þetta vín 1 dag þyrfti hann að greiöa 45.750 krónur fyrir þaö. -gse Sigrún Bjöigróisd., DV, Egilætöð um: Fljótsdælir eru nýkomnir úr göngura af Vesturöræfum og aö sögn Hjartar Kjerúlf oddvita er allt það svæði og Fljótsdalsheiðin að verða eitt gæsaver. Á einum stað voru taldar 8000 gæsir í sum- ar þar sem 200 héldu sig fyrir fáum árum. Greinilegar gróður- skemmdir er að sjá eftir gæsina og er sums staðar sem sviðin jörð þar sem áður var vel gróiö. Gæsin flaug upp undan gangna- mönnum í stórum flokkum og var sem svört ský. Gæs hefúr fjölgað mjög á síð- ustu árum austanlands. Er þar um að ræða bæði grágæs og heiöagæs. Varplönd heiðagæsar- innar eru inni við Vatnajökul en þó hefúr hún verið að fikra sig lengra og lengra í átt til byggöar. Hjörtur sagði að erfitt væri að skjóta heiðagæs því hún væri mjög stygg en hún væri oröin plága og því nauösynlegt að fækka henni. Helsta ráðiö væri sennilega að tína eggin og gera út til þess leiðangra inn á varpl- öndin. Þá gat hann þess að fýrrv. sýslumaður hefði ekki veriö frá því að gefa leyfi til að taka hana í sárum ef hún væri oröin sá skaövaldur sem menn teldu. En gæsin.skemmir ekki bara afréttarlönd. Hún er einnig í tún- um haust og vor og Þar sem ný- ræktir eru nokkuö frá bæ á hún það til aö hirða alla uppskeruna. Hún liggur í hánni þar sem borið er á tún effir fýrri slátt og þarf oft ekki að hyggja þar að slætti. -gse Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Garöar Valdimarsson ríkisskattsstjóri eru stoltir af nýja merkinu sem á að tákna upptöku virðisaukaskattsins um áramót. DV-mynd KAE Um 100 milljóna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.