Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 30, SEPTEMBER 1989. 13 Uppáhaldsmatur || V :• . ~ að hætti Örnu Steinsen, besta knattspymuleikmannsins Um síöustu helgi var Ama Steinsen kjörin besti leikmaður í knattspymu kvenna og var vel að sigrinum komin. Ama hefur leikið með KR og sýnt mikla sriilld á veli- inum. Auk þess hefur Araa starfáð sem íþróttaftéttamaöur á Stöð 2 en er nú íþróttakennari í Hólabrekku- skóla. Ama tók vel í að gefa lesendum DV uppáhaldsuppskriftina en tók jaftxframt fram að hún heiði ekki haft mikinn tíma aö undanfömu til að elda góðan mat Æfíngar taka talsveröan tíma frá þessari íþrótta- hetju. En hér kemur uppskriftin góða. Svínalundir: 250 g svínalundir á mann olia tO steikingar l'/a pehijómi 3 bananar karrí season all krydd Meðlæti: mango chutney kókosnpöl rúsinur salthnetur asíur gular baunir hrísgrjón, bragðbætt meö sojasósu Byrjaö er á að hreinsa kjötið og taka himnur burt. Kjötið er skorið í þriggja sentímetra sneiöar, end- inn í fimm sentimetra. Olían er sjóðhituð og kjötið steikt þar til það lokast. Kryddað öðrum megin meö season all. Þá er kjötið sett í eldfast mót og olíu hellt yfir. Rjórainn er hálfþeyttur og tveim- ur kúffullum matskeiðum af karríi bhmdað saman við hann. Banan- arnir skomir langsum og raöaö yfir kjötiö og rjóma og karríblönd- unnihellt yfir. Setti 200 gtáða heit- an ofh og bakað i tíu tíl fimmtán mlnútur. Athugið að ijónúnn má ekki brenna. Meðlœtíð er sett í litíar skálar og boriö fram með réttinum -ELA Leikfimi Nú er að hefjast hin vinsæla þrek- og teygjuleikfimi fyrir alla aldurs- hópa kvenna og karla í Breiða- gerðisskóla. Uppl. í síma 46301 í dag og á morgun. Rósa Ólafsdóttir íþróttakennari VEIÐIMENN - VEIÐIFELOG Tilboð óskast í leigu á vatnasvæði Hvolsár og Staðar- hólsár í Saurbæ í Dalasýslu. Lax- og silungsveiði. Gott veiðihús. Tilboð skulu hafa borist til Ingibergs J. Hannessonar, Hvoli, Dalasýslu, fyrir 20. október nk. Hann veitir nánari uppl. í síma 93-41533. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórnin Borgarskipulag - borgarverkfrsadingur Reitur við Traðarkotssund - bílageymsluhús Reitur 1.171.0 markast af Laugavegi, Ingólfsstræti, Hverfis- götu og Smiðjustíg. Deiliskipulag reitsins var auglýst frá 6. janúar til 17. febrúar 1988. Fram er komin tillaga að bílageymsluhúsi á lóðinni Hverfisgötu 20 en skipulagstil- lagan er að öðru leyti óbreytt. Tillagan er til kynningar á Borgarskipulagi, Borgartúni 3, og hjá borgarverkfræðingi, Skúlatúni 2, næstu 4 vikur eða til og með 27. okt. nk. Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Reitur milli Mýrargötu og Nýlendugötu - deiliskipulag Reitir 1.130.2 og 1.131 markast af Mýrargötu að norðan, Seljavegi að vestan, Nýlendugötu að sunnan og Ægisgötu að austan. I samræmi við samþykkt skipulagsnefndar 14. ágúst sl. er að hefjast deiliskipulagsvinna á þessum reitum. Þeir sem vilja leita sér upplýsinga eða koma á framfæri ábendingum hafi samband við Ölaf Halldórsson deildar- stjóra á Borgarskipulagi, Borgartúni 3, eða Guðmund Gunnarsson hjá Arkitektaþjónustunni sf., Hellusundi 3, Reykjavík. VATNSVEITA REYKJAVÍKUR 80 ÁRA í tilefni af afmæli veitunnar mun verða haft „OPIÐ HÚS“ í dælustöðvunum í Heiðmörk sunnudaginn 1. október nk. í því tilefni munu Strætisvagnar Reykjavíkur halda uppi ferðum frá Lækjartorgi að Gvendarbrunnum. Vagnarnir verða merktir „Vatnsveita Reykjavíkur 80 ára“ og er tímatafla vagnanna sem hér segir: Tímatafla Frá Lækjartorgi Hlemmur Grensás Stengur Rofabær Rauðhólar síðan að Gvendarbrunnahúsi. Ekið er á klukkustundar fresti. Fyrsta ferð frá Lækjartorgi kl. 13.15. Síðasta ferð frá Lækjartorgi kl. 17.15. - ** Þar sem umferð einkabíla er ekki leyfð innan vernd- arsvæðanna er þeim sém í einkabílum koma bent á að geyma bílana í Rauðhólum nálægt afleggjaran- um inn á verndarsvæðið. Strætisvagn mun verða í ferðum frá Rauðhólum til Gvendarbrunna. Mín. yfir jheila klst. 15 20 28 32 35 43 og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.