Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989. Frjálst,óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1)27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Einn hengdur fyrir alla Athyglisvert er, aö vörn utanríkisráðherra fyrir los- aralegri umgengni við ódýrt ríkisáfengi byggist að veru- legu leyti á, að gerðir hans sjálfs séu ekki einsdæmi, heldur hafi aðrir ráðherrar, bæði fyrr og síðar, gert sig seka um hliðstæð mistök í meðferð ríkisáfengis. í rauninni felst gagnsókn í vörninni. Hann óskar eft- ir, að ríkisendurskoðunin og yfirskoðunarmenn ríkis- reikninga geri hreint fyrir sínum dyrum. Hann vill, að öll hliðstæð tilvik séu lögð á borðið og að þessir aðilar útskýri, af hverju þau séu leyfilegri en hans tilvik. Þetta er alveg rétt hjá utanríkisráðherra. Brýnt er að moka flórinn í eitt skipti fyrir öll og ekki gera hann einan að blóraböggli þess þriðja heims siðferðis, sem tíðkast hefur allt of lengi meðal landsfeðra okkar og að mestu leyti verið látið óátalið til þessa. Ekki er sjáanlegur eðhsmunur á kostnaði skattgreið- enda við afmæli Ingólfs Margeirssonar og á kostnaði þeirra við hóf, sem aðrir ráðherrar hafa af ýmsu tilefni haldið flokksbræðrum sínum og vildarvinum eða látið skattgreiðendur taka þátt í að greiða. Ólafur Ragnar Grímsson bauð Lúðvík Jósepssyni og öðrum flokksbræðrum; Friðrik Sophusson bauð bekkj- arbræðrum sínum úr menntaskóla, og Halldór Ás- grímsson bauð oftar en einu sinni framsóknarmönnum til hófs, svo að nokkur kunn dæmi séu nefnd. Ef reynt verður í alvöru að koma þessum málum í lag, þarf margs að gæta. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að framvegis verði aðeins eitt verð á víni, útsöluverð í áfengisverzlunum. Sérstakt ríkisverð, sem er mun lægra, kahar á misnotkun, svo sem dæmin sanna. í öðru lagi verður að láta risnu ríkisins falla í fastan farveg, hvort sem um er að ræða úttektir í áfengisverzl- un ríkisins, reikninga frá veitingahúsum eða uppgjör frá veizlusölum, sem ríkið rekur sjálft. Tilefni risnunn- ar og gestahsta ber að skrá nákvæmlega hverju sinni. Þetta tvennt mundi án efa draga talsvert úr spilling- unni. Möndl með skil á lánuðu ríkisvíni mundi verða illframkvæmanlegt, svo að dæmi sé nefnt. Sömuleiðis akstur úr Ríkinu með htlar og stórar vínbirgðir heim th ráðherra th meira eða minna óljósrar notkunar. í þriðja lagi kemur svo það, sem mest hefur verið talað um, að sett verði skýr mörk mhh risnu ráðherra vegna stöðu sinnar sem ráðherra annars vegar og hins vegar risnu þeirra sem stjórnmálamanna og flokks- foringja eða sem hverra annarra einstaklinga. Risnu ríkisins á ríkið að greiða, risnu stjórnmála- flokkanna eiga stjórnmálaflokkarnir að greiða og risnu einstaklinganna eiga einstakhngarnir að greiða. Ráð- herrar mega ekki rugla saman persónu sinni og flokks- böndum annars vegar og ríkinu hins vegar. Þessu fylgir, að ríkið á ekki að borga risnu fyrir ráð- herra vegna svonefndra vinnufunda, morgunfunda, hádegisfunda eða annarra samkvæma með pólitískum samheijum, svo sem í þingflokkum, flokksstjórnum, kjördæmahópum eða á flokksþingum og ráðstefnum. Þessu fylgir líka, að ríkið á ekki að borga risnu fyrir ráðherra vegna afmæla eða annarra tímamóta í ferh póhtískra samherja, vina og vandamanna eða vegna afmæla eða tímamóta á eigin ferh. Slík samkvæmi eiga ekki að varða ríkið frekar en póhtísku samkvæmin. Ráðherrar, ríkisendurskoðun og yfirskoðunarmenn ríkisreikninga þurfa að taka sig betur á en að hengja bara utanríkisráðherra til friðþægingar út á við. Jónas Kristjánsson Slobodan Milosevic (í miðiö) ávarpar fjöldafund í Belgrad þar sem hann hótaði Albönum í Kosovo hörðu. Slóvenar sýna Serbum að þeir geta líka Þungamiðja stjórnmálaatburða í Júgóslavíu hefur með skjótum hætti flust frá íjölmennasta sam- bandslýðveldinu, Serbíu, tilannars þess fámennasta, Slóveníu. Á und- anfomum misserum hefur hæst borið í júgóslavneskum stjóm- málum á viðleitni leiðtoga Serba, Slobodans Milosevic, til að ýta und- ir serbneska þjóðemisvitund og nýta hana til að efla völd sín og áhrif. Ekki er vafi á að fyrir Mil- osevic vakir að gerast í fyllingu tímans arftaki Títós, óumdeildur hæstráðandi allrar Júgóslavíu. Ákvarðanir á fundi þings sam- bandslýðveldisins Slóveníu á miö- vikudag em andsvar við umbrot- um Milosevics. Þar era sett í stjóm- arskrá lýðveldisins ákvæði um aö það geti ef nauðsyn ber til sagt sig úr sambandsríkinu og sambands- stjóm geti ekki á sitt eindæmi, án heimildar stjómarstofnana Sló- veníu, lýst þar yfir neyðarástandi né sent þangað herlið. Fyrir fráfali Títós 1980 setti hann Júgóslavíu stjómskipun, til þess sniðna að ekki kæmi til sama ástands og ríkti árin milli heims- styrjaldanna þegar yfirdrottnun Serba í ríkinu var undirrót sífelldr- ar þjóðemaólgu. Fuiltrúar sam- bandslýðveldanna sex skiptast á með skömmum fresti að skipa for- sæti í sambandsstjóm og fara með embætti alríkisforseta. Óllum ber saman um að þetta fyrirkomulag hafi gefist með eindæmum illa. Forustumenn verða að láta af emb- ættum einmitt þegar þeir hafa náð á þeim tökum ef þeir era þá á ann- að borð hæfir til að gegna þeim. Losaraleg stjóm og grautargerð valdastofnana ríkis og einokunar- flokksins, Kommúnistabandalags Júgóslavíu, hafa leitt yfir landið efnahagskreppu. Óðaverðbólga ríkir, erlendar skuldir þrúga þjóð- arbúskapinn og afkoma almenn- ings hefur farið versnandi. Þó skiptir nokkuð í tvö hom eftir sam- bandslýðveldum. Kreppunnar gæt- ir minnst í vestustu sambandslýð- veldunum, Slóveníu og Króatíu. Þar er menntun almennari og stjómsýsla skilvirkari en þegar austar dregur. Serbar era um níu milijónir af 23,3 milljónum sem byggja Júgó- slavíu. Ein af ráðstöfunum Títós til að afstýra serbneskri yfirdrottnun í sambandslýðveldinu var að mynda sjálfsstjómarsvæðin Kosovo og Vojvodina í héraðum þar sem Serbar búa innan um fólk af öðrum þjóðemum. í Kosovo era til að mynda Albanir í veruiegum meirihluta. Milosevic gerði sig að þjóðhetju Serba með því að brjóta niður sjálfsstjómarréttindi Kosovo og Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson Vojvodina. Var það gert 1 sígildum þjóðemisæsingastíl. Aðsúgur var gerður að flokksstofmmum í Voj- vodina og Títógrad, höfuðborg sambandslýðveldisins Svartfjalla- lands, til að knýja andstæðinga stefnu Milosevics til að segja af sér og víkja fyrir áhangendum hans. Hins vegar var beitt hervaldi og fjöldahandtökum í Kosovo til að berja niður mótmæli Albana eftir að Milosevic hafði tekist að koma saman meirihluta í alríkisstofnun- um fyrir stjómarskrárbreyting- unni sem svipti sjálfsstjómarsvæð- in réttindum þeirra. Þar með var gefiö fordæmi sem Slóvenar geta vísað til þegar meiri- hluti á bandi Milosevics í sam- bandsríkisstjóm og forastu Komm- únistabandalags Júgóslavíu átelur þá fyrir breytingamar á sinni stjómarskrá til að skapa Slóveníu sérstöðu í sambandslýðveldinu. Og að auki hefur Milan Kutsjan, flokksforingi í Slóveníu, sýnt leið- toga Serba að fleiri geta leikið sama leik og hann. Með því að beita sér fyrir stjómarskrárbreytingunum og hvika í engu fyrir þrýstingi og hótunum frá Belgrad hefur Kut- sjan tekið ótvíræða forastu fyrir framgangi lýðræðisþróunar sem yfirgnæfandi meirihluti Slóvena krefst. Nýju stjómarskrárákvæðin þýða ekki að Slóvenía sigli hraðbyri út úr sambandslýðveldinu Júgóslav- íu. Slóvenar era ekki nema 2,1 milljón og ættu sér erfitt uppdrátt- ar utan sambandsríkisins. Full- veldistakan á fyrst og fremst að vera skjólgarður um lagasetningu sem væntanleg er til undirbúnings kosninga til Slóveníuþings á næsta ári. Þetta skulu vera fjölflokka- kosningar með lýðræðislegum hætti og til þess að svo megi verða þarf ný kosningalög, lög um stofn- un og starfsemi stjómmálaflokka og fleira af sama tagi. Slóvenar eru að leitast við að girða fyrir aö beitt verði hótunum um valdbeitingu til að hindra þá í að bijótast eina út úr eins flokks veldinu. Svo er mál með vexti að fyrir tveim mánuðum birti nefnd á veg- um forsetaembættis Serbíu, það er að segja Milosevic, álitsgerð um breytingar á stjómarháttum til aukins frjálsræðis í stjómmálum og lagavemdar fyrir einstaklinginn og réttindi hans. Ljóst er að með þessu plaggi hýggst Milosevic reyna að ná forustu fyrir umbóta- viðleitni í stjómmálum og efna- hagsmálum en um leið hafa stjóm á hve langt verði gengið. Til að mynda er í tillögum serbnesku nefndarinnar hvergi farið berum orðum um að stjómarandstaða geti verið lögleg og gert er ráö fyrir að hollusta við sósíalisma sé forsenda í stjómmálastarfi. Það fer heldur ekki leynt að Mi- losevic stefnir að breytingum á sjálfu stjómkerfinu, afnámi skipt- ingar milli lýðveldafulltrúa á æðstu stöðum með skömmu milli- bili. Sjálfur ræðir hann ekki slíkt enn sem komið er en nánir fylgis- menn draga ekki dul á að þá fyrst muni hann gefa kost á sér til starfa í stjóm sambandslýðveldisins þeg- ar þar er unnt að ganga til starfa með langtímamarkmið í huga. Og sömu menn draga ekki dul á að Milosevic sé sá sterki maður sem Júgóslavía þarfnast á yfirstand- andi þrautatímum. Flokksforustan í Slóveníu hefur nú skákað Milosevic á þessu sviði. Hún hefur tekið ótvíræða forustu til að koma í framkvæmd almenn- um vilja Slóvena til að koma á í lýðveldinu raunverulegu lýðræði. Hún hefur staðið af sér þrýsting og hótanir frá sambandsstofnunum ríkis og flokks. Þar með hefur flokksforastan búið í haginn fyrir sig að sigra í frjálsum kosningum að ári. Svipuð gæti þróunin orðið í fleiri lýðveldum, til að mynda Króatíu og Bosníu-Herzegóvínu, ef ekkert lát verður á yfirráðabaráttu Milo- sevics og Serba hans. Atburðimir á þingi í Ljubljana, höfuðborg Sló- veníu, á miðvikudagskvöld geta þvi skipt sköpum um framvindu mála í Júgóslavíu. Beiting hervalds af hálfu sam- bandsstjómarinnar er naumast raunhæfur kostur vegna eftirkast- anna bæði innanlands og gagnvart umheiminum. Hinn meginmögu- leikinn er sá að Milosevic breyti um starfsaðferð og leiti samráðs og samstarfs við forastumenn ann- arra þjóða en Serba, í stað þess að láta serbnesku flóðbylgjuna byltast yfir þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.