Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 26
38 LAUGARDAGUR'30. SEPtfÉMBER Í989. Lífsstm JÞ Lúxemborg: Þaö er hægt aö spara sér peninga með því aö spyrjast fyrir á nokkrum bílaleigum og ákveða sig svo hvar best sé að leigja sér bíl. Veðrið í útlöndum HITASTIG IGRÁÐUM Byggt á veöurfróttum Veðurstolu Islands ki. 12 á hádegi, löstudag Bergen 1(jím Reykjavík 10' Þórshöfn 11 lólmur 10' lahöfn 15' imborg 1 Berlin 15( LondotPf-7' Rigning Skúrir Snjókoma Þrumuvoöur = Þoka New York 14° Orlando 23° DVJRJ Um 5 0% munur á yerði bílaleigubíla - segir Sveinn Ingason „Ég og konan mín tókum Ford Si- erra bíl árgerö ’89 á leigu hjá bílaleig- unni Lux Viking í Lúxemborg nú í haust. Kostaöi leigan fyrir hann í viku 12.324 belgíska franka eöa 18.978 krónur íslenskar. Á sama tíma tóku kunningjahjón okkar sams konar bíl á leigu hjá Hertz bílaleigunni en þau borguðu hins vegar ekki nema 12.700 krónur fyrir sinn bíl,“ segir Sveinn Ingason, en hann var ásamt eigin- konu sinni og kunningjahjónum á ferð í Lúxemborg fyrir stuttu. „Við höfðum farið í hópferð til Mið-Evrópu og ætluðum við hjónin að dvelja þar í viku ásamt kunningja- hjónum okkar. Við ákváðum að taka okkur bO á leigu þann tíma sem við hugðumst dvelja ytra.“ Heima og ytra „Hjónin, sem voru okkur samferða, höfðu pantað bOaleigubílinn sinn í gegnum ferðaskrifstofuna Sam- vinnuferðir-Landsýn áður en þau héldu utan en við ákváðum að taka okkar bU á leigu þegar við værum komin til Lúxemborgar. Ég hringdi einum eða tveimur dögum áður en við fórum tíl Lúxemborgar í Lux Viking og spurði hvort þeir ættu ekki bUaleigubU handa okkur. Þeir sögðu okkur að það væri ansi mikið að gera hjá þeim þvi það væri mikið af ís- lendingum á ferð um þessar mundir en líklega myndu þeir eiga handa okkur bU. Þegar ég kom á skrifstof- una á flugvellinum spurði ég hvort ekki væri svipað verð á bUum hjá þeim og hjá Hertz og var svarað að svo væri.“ Athugunarleysi „Mitt athugunarleysi var svo að skoða málið ekkert nánar. Það eru ekki nema um 10 metrar á milli þess- ara tveggja bUaleiga á Uugvellinum í Lúxemborg og því flnnst manni al- veg ótrúlegt að það geti munað um 50 prósent á verði á þessum tveimur bUaleigum. Við fengum nákvæmlega eins bUa, annar var að vísu blár en hinn grár. Við keyrðum nákvæmlega sömu vegalengd og það var nákvæmlega það sama innifalið í leigunni, trygg- ingar, söluskattur, ótakmarkað kUó- metragjald og fullur tankur af bens- íni þegar við lögðum af staö. Þegar ég var að borga fyrir bíhnn sagði ég við afgreiðslumanninn að mér þætti ansi hart að greiða svo miklu meira fyrir minn bU en það sem kunningjahjón okkar borguðu. Eina svarið sem ég fékk var „fékkstu ekki góðan bU“ en það kom ekki tU greina að gefa okkur neinn afslátt," segir Sveinn. Mismunandi samningar Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Samvinnuferðum-Landsýn, en ferðaskrifstofan er með umboð fyrir báðar þessar bílaleigur, getur mismunurinn á verði þessara tveggja bílaleigubíla falist í því hvers konar samningar ferðaskrifstofur hafa gert við bUaleigumar. Það væri mjög mismunandi hversu hagstæð- um samningum hver ferðaskrifstofa næði. Það væri heldur dýrara að taka bU á leigu hjá Lux Viking en Hertz vegna þess að ekki væri innifaliö í þeirra samningum við bUaleiguna Hertz farþegatrygging en það væri hins vegar skylda að kaupa þessa tryggingu hjá Lux Viking. í þessu tilfelh gæti verðmismunurinn falist í því að önnur hjónin hefðu tryggt sér bíhnn hér heima en hin hefðu leigt bílinn á eigin vegum ytra og hefðu því ekki notið afsláttarkjara. En af framansögðu er auðséð að það borgar sig fyrir fólk að athuga sinn gang áður en það leigir sér bílaleigu- bU í Lúxemborg. Nóturnar fyrir bílaleigubílunum. Á nótunni frá Samvinnuferðum-Landsýn sést að bilaleigubíllinn, sem leigöur var i gegnum hana, kostaði 12.700 krónur en billinn frá Lux Viking kostaði 12.324 belgiska franka.eða 18.978 krónur íslenskar. Tollfrjáls vamingur: Hækkaður um 4.000 krónur Nýlega voru hækkuö mörkin á tollfrjálsum vamingi sem má koma með inn tU landsins um 4 þúsund krónur. Áöur mátti koma með verslunarvöm keypta erlendis fyr- ir 20.000 krónur en sú heimild var nýlega hækkuð upp í 24.000 krón- ur. Þessi upphæð miðast við smá- söluverð þar sem keypt er og til viðbótar gilda þær reglur aö hver hlutur má ekki vera dýrari en 12.000 krónur. Sælgæti má flylja til landsíns fyrir ailt aö 4.000 krónum en þyngd þess, sem taka má með sér, má ekki vera meiri en 10 kg. Reglur þessar gilda fyrir þá sem em eldri en 12 ára en þdr sem yngri era mega kaupa háifan skammt. Þennan rétt er ekki hægt aö fram- seija, þaö þýðir að þjón geta ekki keypt einhvem einn hlut sem kost- ar á bilinu U-24.000 krónur. Enginnbjór í fríhöfhinni Regluraar um tollfijálst áfengi standa óbreyttar þó aö frá L sept- . ember hafí verið hætt að seija áfengt öl i fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Enn sem fýrr má taka með sér 1,0 htra af áfengi á styrkleikabilinu 21 prósent tii 47 prósent og 1,0 litra af léttu áfengi eða allt að ,21 pró- senti. Svo má taka með sér eitt karton af sígarettum eða 250 grömm af öðm tóbaki. Ef fólk nennir aö bera með sér áfengt öl aö utan má flytja inn 6 lítra af bjór í stað iéttvínsins eða sterka vínsins. 15ára Áður máttu 15 ára unglingar koma með tollfrjálst tóbak inn í iandið en aldursmörkin hafa nú veriö hækkuð upp í 16 ár. FóJk yngra en 20 ára má ekki kaupa toll- frjálst vín eða koma með það inn til landsins. Innflutningstakmarkanir em á fjarskipta- og simabunaöi og skal fólki bent á aö kynna sér reglur þar að lútandi ef það hyggur á kaup á slíkum tækjum erlendis. Stangaveiðibúnað, sem notaður hefur verið erlendis, má ekki flyija til landsins nema hann hafl veriö sótthreinsaður áöur. Ekki má heldur flytja inn blóm, lifandi plöntur eöa blómahiuta, ásamt mold sera við þær loðir, nema heiibrigöisvottorö frá viöur- kenndri heiibrigöisstofhun fylgi. í viöbót viö þessar reglur þarf leyfi frá landbúnaðarráöuneytinu til innflutnings. Kjötmeti Kjötmeti og kjötvörur má heldur ekki flytja til landsins nema því aðeins aö þær séu fullsoðnar. Það giidir meðal annars mn: þurrkað kjötmeti, ósoðin reykt svínslæri, beikon, svinahryggi, reyktar ósoðnar pylsur, til dæmis spægipylsu, ósoðna fugla og fugla- innyfli, fersk eöa fryst, innmat og svo framvegis. Þeir æm kaupa leikföngerlendis, til dæmis íjarstýrð, verða að ganga úr skugga um að þau uppfýfli ákveðnar gæðakröfúr. Óheimilt er ennfremur aö flytja inn leikföng úr blýi eða efnum sem innihalda blý. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.