Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989. Kvikmyndir DV S aga úr strí ðinu Það er Víetnam sem er bakgrunnur nýjustu myndar Brian De Palma Enn virðast hörmungar Víet- namstríðsins heilla margan þekkt- an kvikmyndagerðarmanninn. Nú hefur Brian De Palma bæst í þann hóp manna sem gert hefur myndir um stríðsátök Bandaríkjamanna í Víetnam með mynd sinni CASU- ALTIES OF WAR. Myndin hefur fengið góðar viðtökur hjá gagnrýn- endum en frekar dræma aðsókn sem gæti bent til þess að viðfangs- efni myndarinnar sé enn mjög við- kvæmt í augum margra eða að of stutt er síðan Oliver Stone sló í gegn með mynd sinni PLATOON. Víetnamstríðið braut blað í sög- unni hvað varðar fréttamennsku af vígstöðvunum því fjölmiðlar höfðu næstum ótakmarkaðan að- gang að bardagasvæðunum. Það sem gerði ef til vill baggamuninn var sjónvarpið og sú tækni sem var til staðar til að kvikmynda efni og senda á milli heimshluta á stuttum tima. Þannig gat alþjóð fylgst til- tölulega vel með gangi mála fyrir framan sjónvarpið sitt inn í stofu og kynnst betur raunveruleikan- um en að vera mötuð með ritskoð- uðu fréttaefni frá stríðsaðilum. Fréttamenn lögðu sig oft í mikla hættu til að afla efnis sem gat gefið sem besta lýsingu á ástandinu á hverjum tíma. Tap Það sem er einnig mjög minnis- stætt í hugum Bandaríkjamanna eru hinar miklu mannfómir sem þeir urðu fram að færa og svo sú staðreynd að stríðið tapaðist. Því var lengi vel hljótt í Hollywood um þetta efni enda talið hálfgert feimn- ismál þar á bæ og lítt til þess fallið að vekja vindsældir meöal almenn- ings sem kvikmynd. Að vísu komu fram nokkrar myndir um Víetnam- stríðið á þessum tíma en þær voru gerðar áður en það fór að síga á ógæfuhliðina og oft sem lítt duldar áróðursmyndir eins og hin um- deilda mynd John Wayne THE GREEN BERETS þar sem Wayne ætlaði sér augsýnilega að kippa í lag móral bandarísku þjóðarinnar með einni kvikmynd. Það var ekki fyrr en Hal Ashby sendi frá sér COMING HOME með þeim Jane Fonda og John Voight í aðalhlutverkum að bandaríska þjóðin var tilbúin að ræða um eftir- köst stríðsins en Voight lék einmitt hermann sem kom frá Víetnam illa meiddur og átti í erfiðleikum með að aðlagast þjóðfélaginu að nýju. Myndin var gerð 1978 og er gaman að sjá hugarfarsbreytinguna. sem varð á þeim tíu árum sem liðu frá gerð THE GREEN BERETS. Af fleiri myndum sem tengjast Víetnamstríðinu má nefna TAXI DRTVER og svo ROLLING THUND- ER en báðar þess myndir fjalla um vandamál fyrrverandi hermanna sem höfðu dvalist í Víetnam og ekki tekist að finna sjálfa sig og hefja að nýju eðlilegt lífsmunstur. Tímamót Líklega hefur engin mynd fyrr og síðar haft eins mikinn boðskap að færa tun stríð og stríðsrekstur- inn í Víetnam og THE DEER HUNTER sem gerð var af Michael Cimino. Myndin fjallaði um félaga í litlu iðnaðarþorpi í Bandaríkjun- um sem eru kallaðir í herinn. Þegar þangað kemur reynist raunveru- leikinn dálítið frábrugðinn því sem þeir áttu von á. Skömmu seinna reyndi Francis Coppola að slá Cimino við með mynd sinni APOCALYPSE NOW sem átti að verða stríðsmynd allra tíma. Myndin fór kostnaðarlega séð öll úr böndum og endaði líklega Hér eru þeir Fox og Penn með fórnarlamb sitt. Leikstjórinn Brian De Palma. með að vera minnisstæðust fyrir leik Marlon Brando sem hafði verið fenginn til að koma úr sinni sjálf- skipuðu útlegð til að leika auka- hlutverk. Tæknilega var myndin frábær en það vantaði eitthvað í innihaldið. En Oliver Stone tókst sannarlega að bæta upp það sem misfórst hjá Coppola í mynd sinni PLATOON sem fiallaði um óharðnaðan menntaskólanema sem býður sig fram sem sjálfboöaliða í herinn vegna þess að honum finnst ekki rétt að hinir fátæku og minnihluta- hópar í þjóðfélaginu verði að vinna öll skítverkin fyrir bandarísku þjóðina. Myndin hefst þegar hann lendir í Víetnam, tilbúinn að taka þátt í slagnum. Hins vegar er lífið allfrá- brugðið því sem hann hafði gert sér í hugarlund og Stone að venju ekk- ert að skafa utan af vandamálum hersins eins og eiturlyfianeyslu, agaleysi, ofbeldi og oft á tíðum van- hæfni stjómenda sem hermanna til að takast á við viðfangsefnið. Sjálf- ur meistari Kubrick. Svo fór ekki svöað sjálfur meistari kvikmynda- gerðar Stanley Kubrick reyndi ekki fyrir sér með Víetnam. Mynd hans FULL METAL JACKET sem áhorf- endur urðu að bíða eftir í sjö ár, má eiginlega skipta í tvo þætti. Fyrri hluti myndarinanr fiallar um þjálfun hermanna þar sem Kubrick dregur snilldarlega upp fyrir áhorf- endur persónuleika einstakra her- manna meðan síðari hlutinn segir frá hvemig þeim vegnar síðan þeg- Kvikmyndir Baldur Hjaltason ar á hólminn er komið. Þótt mynd- in hafi verið umdeild og hlotið dræma aðsókn þá vom allir sam- mála að Kubrick hefði tekist vel upp. Það er einnig athyglisvert að Kubrick hóf undirbúning að FULL METAL JACKET löngu áður en PLATOON var gerð. Sama gildir um aðrar Víetnamstríðsmyndir frá líkum tíma eins og HAMBURGER HILL og svo síðar GOOD MORN- ING VIETNAM. Það er einnig at- hyglisvert hve þessi efniviður virð- ist draga að sér góða leikstjóra eins og Stone, Kubrick og De Palmap- sem em tilbúnir að taka áhættuna að myndin gangi ekki í augu al- mennings vegna boðskaparins. Brian De Palma En um hvað er þá CASULTIES OF WAR? Líkt og flestar myndir De Palma er mikið um ofbeldi og sterkur kynferöislegur undirtónn í CASULTIES OF WAR. Myndin byggist á grein sem blaðamaöurinn Daniel Lang skrifaði í New Yorker 1969 um atburð sem gerðist þremur ámm áður í Víetnam. Söguhetjan er leikin af Michael J. Fox. Hann er í herflokki undir sfióm hálf- geggjaös foringja að nafni Meserve sem er leikinn frábærlega af Sean Það er mikið um ofbeldi í myndum De Palma. Penn. Dag einn þegar þeir em á eftirhtsferð rekast þeir á víet- namska stúlku sem þeir ræna og taka með sér til handagagns fyrir herflokkinn. Eftir að hafa svívirt hana kynferðislega drepa þeir hana til að halda atburðinum leyndum. Aðeins einn maður mótmælir at- burðinum sem auðvitað er Fox. Síðari hluti myndarinnar fiallar síðan um baráttu Fox við að koma lögum yfir félaga sína í herflokkn- um. Margar spumingar Brian De Palma virðist þama varpa fram mörgum spumingum eins og hvort hinn almenni banda- ríski hermaður hafi varpað fyrir borð öllum siðgæðishugmyndum meðan hann var í Víetnam. Einnig dregur De Palma enn einu sinni fram tilgangsleysi stríðsins og raunar hve geðveikislegt það var að halda bardögum þarna áfram. Hann beitir þama þekkingu sinni og reynslu sem leiksfióri til að draga upp mjög sterka mynd af hvemig menn geta breyst í hálf- gerð villidýr ef aðstæður leyfa. Raunar gegndi De Palma aldrei herþjónustu og viðurkenndi í ný- legu viðtali við tímaritið FAME að honum hafi verið hafnað vegna þess að hann komst ekki í gegnum læknisskoðun. Hann var asmásjúklingur og „ég tók heilmikið af lyfium auk þess að viða að mér alls kyns lífrænu efni svo ég hnerraði í sífellu meðan á læknisskoðunni stóð“. Þetta „líf- ræna“ efni var fiður og aprikósur, sem De Palma hefur ofnæmi fyrir. Aðspurður taldi De Palma herinn sem hvert annað stórfyrirtæki sem hefði hafið stríðið í Víetnam aðal- lega til að sýna fram á gagnsemi sína. Margt gott. Þeir Penn og Fox fara á kostum í myndinni. Penn hefur þegar orð á sér fyrir að vera ofbeldishneigður og uppreisnargjam, ekki síst með- an hann var giftur Madonnu, og passar því vel í hlutverk hópfor- ingjans. Fox hefur hins vegar yfir- leitt leikið hinn góða, prúða banda- ríska ungling og hefur því þennan sakleysislega geislabaug yfir sér sem hæfir hlutverkinu. Að vísu er oft á tíðum hættulegt að draga upp svona sterkar andstæður en í þetta sinn virðist það hafa gengið. CASULTIES OF WAR er fyrsta mynd De Palma eftir að hann gerði hina geysivinsælu mynd THE UNTOUCHABLES. Hann virðist vera orðinn eitthvað fágaðri sem leiksfióri með ámnum því margar eldri mynda hans þóttu með þeim blóðugustu sem gerðar vom eins og SCARFACE með A1 Pacino í aðalhlutverki og svo DRESSED TO KILL þar sem hann endurtók hið fræða sturtuatriði Alfreð Hitch- cocks með tilheyrandi blóðbaði. Af öðrum myndum De Palma má nefna CARRIE, BODY DOUBLE og svo BLOW OUT. Baldur Hjaltason Helstu heimildir: Fame Film Com- ment.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.