Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 23
PÍ'PJ q3HT/a'rS38 .Of. hUoaqhad'jaj LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989. in ii Færuakstri og neðansjávarrafsuðu. Einnig hef ég lent í björgunarstarfi á sjó. Það getur verið óskemmtilegt en er hluti af starfinu," segir Ámi ennfremur. Það getur líka verið ævintýralegt að kafa. Árni hefur átt margar skemmtilegar stundir neðansjávar. „Við fórum einu sinni íjórir félagar austur á Seyðisfjörð og ákváðum að kafa ofan í olíuskipiö E1 Grillo sem er ellefu þúsund tonn og var skotið niður fyrir fjörutíu og sjö árum. Skipið liggur um fimm hundruð metra frá landi en það er 164 metrar á lengd og 20 metrar á hæð. Þegar yið komum upp eftir fyrstu köfunina hristum við höfuðið. Það var svo ótrúlegt að þetta ferlíki lægi þarna niðri.“ Náðu í fallbyssu Árni segist hafa kafað ofan í vélar- rúm skipsins og haft meðferðis ljós- ker en snúran úr því lá upp í bát sem þeir félagar höfðu til umráða. Árni segir að í vélarrúminu hafi verið svartasta myrkur og því var honum mjög brugðið þegar ljósið slokknaði. „Eg fór upp með snúrunni en án hennar væri ég ekki í tölu lifenda," segir Árni. „Ég færi aldrei niður í skip á hafsbotni án þess að hafa snúru. Annað væri bijálæði. Annars fundum við margt sniðugt í skipinu og þar á meðal var tveggja tonna fall- byssa sem við létum hífa upp og gáf- um Seyðisfjarðarbæ." Oft hefur komið sér vel fyrir áhöfn rækjubátsins, sem Árni starfar á, að hafa kafara um borð. „Ég tek að sjálf- sögðu kafarabúninginn alltaf með. Það kom oft fyrir sl. vetur að ég þurfti að bregða mér í hann,“ segir Árni. Hann hefur bæði hjálpað öðr- um bátum á sjó og gert við eigin. Þá fengu þeir troll í skrúfu. í fæstum tilfellum starfar Árni sem kafari fyr- ir vestan en hann er oft kallaður til í aðra landshluta. Aðailega er það í neðansjávarrafsuðu og botnhreins- un. „Ég er sá eini á landinu sem hef stundað rafsuðu neðansjávar. Það getur stundum verið svolítið spaugi- legt að vera með 320 amper í lúkun- um neðansjávar," segir hann. Ekki almenni- lega syndur Þegar Árni er spurður hvort hann hafi verið syndur snemma svarar hann á augabragði: „Ég hef aldrei verið almennilega syndur. Það er mikill misskilningur að menn þurfi að vera syndir til að geta kafað. Mað- ur má bara ekki vera hræddur við vatn. Síðan hreyfir maður lappir og hendur einhvem veginn. Hins vegar er það nauðsynlegt að hafa mjög gott þrek. Einu sinni fór ég á námskeið í köfun og þá fannst mér það alveg Arni Kópsson hefur aðeins haft áhuga á torfæruakstri i tvö ár en er engu að síður orðinn bæði Islands- og bikarmeistari. Hér er hann ásamt Heimasæt- unni, bílnum sem hann smiðaði sjálfur. hrikalegt að þurfa að synda tvö hundruð metrana. ‘ ‘ Þegar Árni er spurður um áhuga- mál fyrir utan torfæruna og köfun segir hann sig alltaf hafa dreymt um aö smíða kafbát. „Mig skortir bara pening til að framkvæma þann draum,“ segir hann. „Þegar ég verð búinn að smíða kafbátinn þá er til- ganginum náð. Ég var byrjaður að safna hlutum í hann en varð aö leggja verkefnið á hilluna vegna fjárskorts. Annars er frítími eitthvað sem ég vil ekki kannast við því hann skapar eirðarleysi.“ Tímafrek íþrótt Á Bíldudal búa um sex hundruð manns og Árni segir að lífið hafi gengið mjög vel þar. „Þetta er þó allt- af alveg eins. Eg var lítiö heima í sumar vegna torfærunnar en þegar ég kom heim fyrir stuttu voru sömu bílar bilaðir og í vor og menn voru enn aö glíma við sömu vandamálin. Lífið breytist ekki mikið í litlu sjáv- arþorpi. En það er engu að síður á- gætt áð búa þarna,“ segir Árni. Hann segir að torfæran taki mjög mikinn tíma yfir sumarið. „Það tek- ur því varla að fara heim á milli þess sem maður keppir.“ Ámi segir að þó að Jósepsdalur sé ágætur sem slíkur fyrir torfæru- keppni þá séu tveir aðrir staðir betri - Egilsstaðir og Hella. Engar æfingar fara fram á milli keppnisdaga. „Þetta eru engin leikföng,“ segir hann. „Þegar. maður tekur þátt í torfæru- keppni þarf vissa ákveðni og beita verður bílnum á sérstakan hátt. Þetta gengur út á að nota tækin rétt og passa upp á hvert smáatriði." Árni hefur aldréi velt bílnum í tor- færunni en hann hefur þrisvar lent í veltu á venjulegum bíl. „í eitt skipt- ið var það algjörlega mér sjálfum að kenna því ég sat undir stýri ásamt Bakkusi gamla. Ég mæh ekki með að nokkur maður reyni slíkt. í hinum tilfellunum var þetta leikaraskapur á mínum eigin bíldruslum.“ Byggði stóra skemmu Árni ekur um á AMC pickup sem hann notar tilað flytja Heimasætuna milli staða og hann viðurkennir að gaman væri að smíða bíl til að keppa á erlendis. „Maður færi auðvitað ekki út úr landinu með eitthvert rusl. Ég þyrfti að vanda vel til verksins og leggja mikla peninga í það. Heima- sætan kostaði talsveröan pening, t.d. kostuðu bara hjólbarðar og dempar- ar um hundrað og fimmtiu þúsund. Reksturinn er einnig mjög dýr.“ • Árni smíðaði sér tvö hundruð fer- metra skemmu á Bíldudal þar sem hann segist leika sér við smíðarnar. „Ég byggði þessa skemmu sl. sumar en ég veit eiginlega ekkert til hvers. Þetta var bara leikaraskapur svo ég hefði eitthvað aö gera. Ég er einn af þeim sem gera aldrei neitt heima hjá sér. Bíll konu minnar er búinn að vera bilaður lengi og eldavélin. Ætli það sé ekki bara svona týpiskt með mann eins og mig,“ segir Árni. - En er maður eins og Árni aldrei lífhræddur? „Nei, það er hlutur sem maður spá- ir aldrei í,“ segir kafarinn og tor- færuaksturskappinn Ami Kópsson. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.